Morgunblaðið - 26.07.1996, Page 16

Morgunblaðið - 26.07.1996, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Umræða um öryggismál á Kennedy-flugvelli Mínni viðbúnaður í Bandaríkj- unum en víða annars staðar Reuter RANNSÓKNARMENN ganga frá svörtu kössunum svonefndu úr flaki TWA-breiðþotunnar, sem fórst fyrir viku. Flugritinn og hljóð- ritinn fundust í fyrrinótt og voru þeir geymdir í vatni til þess að böndin þornuðu ekki og eyðilegðust á leið til rannsóknarstofunnar. ÖRYGGI á flugvöllum hefur verið mikið til umræðu eftir að breiðþota flugfélagsins TWA af gerðinni Bo- eing 747-100 fórst fyrir rúmri viku þótt enn sé ekki vitað hvort um hermdarverk var að ræða og hefur komið fram gagnrýni á ástandið á John F. Kennedy-flugvelli í New York. Sigurður Stefánsson, stöðv- arstjóri Flugleiða á Kennedy-flug- velli, sagði í gær að öryggiseftirlit á flugvellinum hefði verið hert og gripið yrði til enn frekari aðgerða kæmi í ljós að vélinni hefði verið grandað með sprengju. Fjögur öryggisþrep „Bandaríska loftferðaeftirlitið og yfirvöld á Kennedy-flugvelli hafa sett öryggisreglur, sem farið er eftir í einu og öllu,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður um öryggismál á flugvellinum. „Það eru fjögur örygg- isþrep og nú erum við á þriðja þrepi. Ef kemur í ljós að hér er um ódæðis- verk að ræða, sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með aukinni öryggisgæslu, er ljóst að eitthvað verður gert í málinu. Þangað til segja þeir að öryggisgæsla á Kennedy- flugvelli sé í lagi.“ Sigurður sagði að reglur um ör- yggismál á flugvöllum væru þær sömu í Bandaríkjunum hvort sem borgin héti New York eða Chicago. í grein í tímaritinu Time er sagt að Bandaríkjamenn séu eftirbátar annarra þjóða í eflingu öryggis. Á Hellenikon-flugvelli í Aþenu þurfi farþegar meira að segja að fara í gegnum tvöfalt öryggiskerfi, fyrst hjá flugvallarstarfsmönnum og síðan hjá flugfélagi. Bandarísk flug- málayfirvöld gagnrýndu Hellenikon- flugvöll fyrr á þessu ári vegna skorts á öryggi og flugvélin, sem fórst, var að koma þaðan áður en hún lagði af stað frá New York til Parísar. í greininni segir að á stórum flug- völlum í Asíu og Evrópu hafi verið keyptur fullkominn leitar- og gegn- umlýsingarbúnaður, en áhuginn sé sýnu minni í Bandaríkjunum. Átak var gert í öryggismálum á bandarískum flugvöllum eftir að þotu Pan Am var grandað yfir Lockerbie á Skotlandi árið 1988. Síðan hefur hins vegar að einhvetju leyti verið slakað á, ef marka má Thomas Capowski, fyrrverandi toll- vörð og núverandi stjórnanda örygg- isþjónustufyrirtækis á Kennedy- flugvelli. Að hans sögn komast óbreyttir starfsmenn einkafyrir- tækja, sem sjá um sorphirðu, við- gerðir og veitingar, auðveldlega inn í vélar á flugbrautum. Hætt að rannsaka fingraför Capowsky sagði í samtali við dag- blaðið The Boston Globe að það hefði verið regla að senda fingraför þess- ara starfsmanna ávallt til bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en því hefði verið hætt fyrir nokkru. Ástæðan væri sú að FBI tæki ekki lengur endurgjaldslaust við fíngraförunum og hvorki flugfélög, né flugvallarlög- reglan vildu borga 3.000 krónur fyr- ir hver fíngraför. Því væri engin leið að vita hvort glæpamenn léku lausum hala á flugbrautunum. Beth Randolph, talsmaður TWA, sagði að aðeins starfsmenn flugfé- lagsins kæmu nálægt vélum þess, ekki verktakar. Svörtu kassarnir fundust lítt skemmdir New York. París. Reuter. KAFARAR fundu í fyrrinótt svörtu kassana úr breiðþotu TWA-flugfé- lagsins, sem fórst fyrir viku undan strönd Long Island. Að sögn tals- manna bandarísku öryggis- og samgöngustofnunarinnar (NSTB) eru flug- og hljóðritarnir lítið skemmdir. Svörtu kassarnir lágu á um 30 metra dýpi og fundu kafarar þá er þeir leituðu að líkum úr vélinni. Kassarnir eru beyglaðir og endi annars þeirra hefur rifnað af, en að sögn talsmanna NTSB virtust böndin, sem geyma upptökurnar, vera í lagi. Sá hluti kassanna sem sendir frá sér hljóðmerki, til að auðvelda leit að þeim, hafði rifnað af hljóðritanum. Hljóðmerki bárust hins vegar frá flugritunum og kunna rannsóknarmenn engar skýr- ingar á því hvers vegna leitartæki námu þau ekki. Geymir upptökur Hljóðritinn hefur að geyma upp- tökur af síðustu samtölunum í stjórnklefa vélarinnar, svo og hljóð, sem kunna að gefa vísbendingar um hver orsök sprengingarinnar var. Flugritinn geymir tæknilegar upp- lýsingar um flugið, svo sem flug- stefnu, hæð, hraða og nákvæma tímasetningu sprengingarinnar. Að sögn talsmannsins, er óvíst hvort að upplýsingarnar úr svörtu kössunum veiti nægar upplýsingar til að hægt sé að segja til um orsök slyssins. Franski samgöngumálaráðherr- ann hélt í gær til New York til fund- ar við aðstandendur þeirra Frakka sem fórust með flugvélinni. Gætir vaxandi reiði á meðal fólksins vegna þess hve hægt leitin gengur. Kröfð- ust nokkrir Frakkanna þess að frönsk yfirvöld tækju þátt í leitinni. Er aðstoðarsamgönguráðherra Frakka, Bernard Pons, var spurður hvort slíkt stæði til, neitaði hann en kvaðst telja að leitin hefði nú þegar tekið mjög langan tíma. Bætti Pons því við að franskar kafbátaleitarvél- ar hefðu fundið flakið mun fyrr. ★★★★★ EVRÓPA^. London. The Daily Telegraph. HÆGRISINNAÐIR ráðherrar í ríkisstjórn Johns Majors í Bret- landi eru komnir á þá skoðun að sú stefna forsætisráðherrans að „bíða og sjá“ varðandi þátttöku Breta í hinum peningalega sam- runa Evrópuríkja (EMU) sé óvið- unandi stefna. Telja þeir að gefa beri hana upp á bátinn fyrir næstu þingkosningar. Nokkurs konar vopnahlé hefur verið í gildi í Evrópumálum milli ráðherra í bresku stjórninni upp á síðkastið, en þessir ráðherrar munu hafa í hyggju að binda enda á það fyrir árslok. Kenneth Ciarke fjármálaráðherra hefur til þessa komið í veg fyrir að sam- þykkt verði stefnuyfirlýsing um að íhaldsmenn hafni þátttöku í EMU. Það er ekki síst afsögn David Heathcoat-Amory, ráðherra í fjármálaráðuneytinu, fyrr í vik- unni, sem hefur knúið fram þessa stefnubreytingu. Heathcoat- Amery lýsti því yfir að næsta rík- issljórn landsins yrði að biðja þingið um að taka grundvallar- ákvarðanir varðandi peningalega samrunann einungis nokkrum mánuðum eftir kosningar, eigi Bretar að eiga þess kost að taka Þrýstingrir á Major að taka afstöðu til EMU Reuter ÚRSLIT í samkeppni framkvæmdastjórnarinnar um útlit hinnar nýju Evró-myntar liggja nú fyrir. Þýski hönnuðurinn Andreas Karl hlaut fyrstu verðlaun fyrir bestu tillögu að mynt en fyrirtækið Codina og Fontanals í Barcelona hlaut fyrstu verðlaun fyrir bestu tillögu að Evró-seðli. þátt frá upphafi í EMU, eða frá og með 1. janúar 1999. Major og aðrir Evrópusinnaðir ráðherrar reynt að gefa í skyn að ekki sé brýnt að taka ákvörðun í málinu á næstu þremur árum og því þurfi Bretar ekki að gera upp hug sinn enn. Forsætisráðherrann ítrekaði á miðvikudag að hann vilji halda öllum dyrum opnum og að Bretar hafi ekki efni á að útiloka sig frá umræðum innan ESB, líkt og ger- ast mundi, ef ákvörðun yrði tekin nú um að hafna þátttöku í EMU. Tilræðið á Sri Lanka Lögreglan yfirheyrir 27 tamíla Colombo. Reuter. LÖGREGLAN á Sri Lanka yfír- heyrði í gær 27 tamíla sem hún handtók vegna gruns um að þeir ættu aðild að sprengjutilræði í far- þegalest í Colombo sem varð að minnsta kosti 78 manns að bana og særði 450 í fyrradag. Lögreglan rannsakaði einnig vís- bendingar um að sprengjum hefði verið komið fyrir í lestinni í þremur skjalatöskum. Stjórnvöld á Sri Lanka sökuðu skæruliðasamtök, sem berjast fyrir sjálfstjórn tamíla í norður- og aust- urhluta eyjunnar, um að hafa staðið fyrir tilræðinu til að egna tamíla og sinhala, sem eru þorri íbúanna. Sam- tökin vísuðu þessu á bug og sögðu stjórnina vilja magna hatur sinhala í garð tamíla með því að kenna tam- ílsku skæruliðunum um tilræðið. Stórsókn sögð í undirbúningi Alþjóðanefnd Rauða krossins (ICRC) sagðist veita aðstoð við að bjarga lífi tuga manna sem særðust alvarlega í tilræðinu. ICRC hefur einnig sent hjálpargögn til norðaust- urhluta landsins þar sem margir óbreyttir borgarar biðu bana í mannskæðum bardögum stjórnar- hersins og skæruliða. Hundruð her- manna og skæruliða féllu í bardög- unum, en ekki er vitað hversu marg- ir óbreyttir borgarar týndu lífi. ----------*------- Flugræningi yfirbugaður París. Reuter. ALSÍRSKIR öryggislögreglumenn handtóku í gær óvopnaðan mann sem rændi Boeing 767 flugvél alsírska ríkisflugfélagsins Air Algerie á flug- vellinum í borginni Oran. Um borð voru 232 farþegar og sakaði engan. Hvorki var vitað hvað fyrir flug- ræningjanum vakti né hverrar þjóðar hann er. Vélin var að leggja upp í ferð til Algeirsborgar þegar ræning- inn lét til skarar skríða og kom í veg fyrir að vélin færi í loftið. Kenneth Clarke var fyrr á þessu ári nær búinn að segja af sér er Major lofaði því að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um EMU. Innan stjórnarinnar er talið að hann muni hugsanlega láta verða af afsögn ef samþykkt verð- ur að taka ekki þátt í EMU. Sú skoðun er hins vegar ríkj- andi innan stjórnarinnar að um- ræðan í kringum afsögn Heathco- ats-Amorys hafi undirstrikað hversu erfitt er fyrir sfjórnina að viðhalda núverandi stefnu. Þar sem að flest bendir til að Major hyggist ekki halda kosning- ar fyrr en í maí á næsta ári yrði það eitt fyrsta verk næstu stjórn- ar að taka ákvörðun um EMU- þátttöku. Að matri hægrisinnaðra ráð- herra er óhugsandi að Major kom- ist í gegnum kosningabaráttuna án þess að taka afstöðu til þessa máls. Einn valkostur, sem nú er til umræðu innan flokksins, er að íhaldsmenn muni hafna þátttöku Breta í fyrstu umferð en fylgjast grannt með þróun hinnar sameig- inlegu myntar. Stöðugt fleiri þingmenn og ráð- herrar íhaldsflokksins eru hins vegar sagðir vera komnir á þá skoðun að ekki komi til greina að ríkisstjórn íhaldsflokksins muni leggja niður pundið, hvorki fyrir né eftir kosningar. Segja margir þeirra að það eina sem komi í veg fyrir að íhaldsmenn hafni EMU sé óttinn við afsögn Clarkes og hugsanlega einnig Michaels Heseltines, aðstoðarfor- sætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.