Morgunblaðið - 26.07.1996, Side 17

Morgunblaðið - 26.07.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LISTIR FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 17 I- Valdarán hersins í Búrúndí Enn einn kaflinn í blóði drifinni sögn Bujumbura. Reuter. PIERRE Buoya, sem tók við völdum á ný í Mið-Afríkuríkinu Búrúndí í gær, kom fyrst til valda eftir átaka- laust valdarán árið 1987 og sat við völd allt fram til ársins 1993. Buoya er tal- inn vera einn af hófsamari stjórn- málamönnum í röðum Tútsa, er lengst af hafa ráðið ríkjum í Búrúndí, þrátt fyrir að Hútúar séu í meirihluta meðal þjóðarinnar. Sex milljónir búa í Búrúndí og eru 85% af þjóðflokki Hútúa. Oft hefur komið til blóðugra átaka milli þjóð- flokkanna. Árið 1972, er Tútsar töldu völd sín í hættu myrtu þeir um 100 þúsund Hútúa, þar á meðal nær alla menntamenn. Tók við völdum 1987 Áður en Buoya tók við stjórn landsins árið 1987 hafði herinn farið með völd í rúm tuttugu ár, eða allt frá því að Michel Micombero steypti Ntare fimmta konungi af stóli árið 1966. Með valdaráni Micomberos var bundinn endi á konungsveldi er hafði verið við lýði allt frá sextándu öld og lifað af nýlendustjórn Þjóðveija og síðan Belga. Þegar Micombero tók við völdum rauf hann þá hefð að skipa forsætis- ráðherra til skiptis úr röðum Tútsa og Hútúa og kom á yfirráðum Tútsa í stjórn landsins og her. Micombero var steypt af stóli árið 1976 af Jean- Baptiste Bagaza. Bagaza breytti árið 1977 reglum um ábúnað lands og batt þar með enda á eins konar lénsherraveldi Tútsa. Hann lenti hins vegar í úti- stöðum við kaþólsku kirkjuna, bann- aði messur á virkum dögum og þjóð- nýtti kristna skóla. Árið 1985 sendi hann 90 kristni- boða úr landi og fangelsaði fjöl- marga presta. Var markmiðið með valdaráni Buyoyas ekki síst að binda enda á deilur ríkis og kirkju, sem höfðu haft slæm áhrif á þróunarað- stoð til Búrúndí. Fyrstu kosningarnar Eftir að hann tók við völdum gaf hann út tilskipun um að allir þjóð- flokkar landsins væru jafnréttháir, veitti Hútúm aðild að stjórninni og árið 1993 boðaði hann til fyrstu frjálsu kosninganna í Búrúndí. Vann Frodebu-flokkur _ Hútúa þar yfir- gnæfandi sigur. í október 1993, eft- ir að Hútúar höfðu farið með völd í ijóra mánuði, efndu Tútsar til valdaráns og myrtu Melchior Ndaye forsætisráðherra og fleiri háttsetta menn í stjórn landsins. Talið er að fimmtíu þúsund hafi fallið í átökum í kjölfar valdaránsins. Buyoya er 46 ára að aldri, mennt- aður í félags- og herfræði við belg- ísku herakademíuna í Brussel. Hann hefur einnig stundað nám við franska liðsforingjaskólann og í Þýskalandi. Fj ölmiðlaráðgj afi Díönu segir af sér Lundúnum. Reuter. DIANA prinsessa hélt í skyndi til Lundúna í gær frá Frönsku rivíer- unni til að ræða við starfslið sitt vegna óvæntrar afsagnar fjölmiðla- ráðgjafa síns. Díana fór til Lundúna með eldri syni sínum, Vilhjálmi prinsi, en yngri sonur hennar og Karls Bretaprins, Harry, verður áfram í orlofshúsi fjöl- skyldunnar nálægt Cannes ásamt hertogaynjunni af Jórvík og tveimur dætrum hennar. Breska dagblaðið Daily Express sagði að Díana hefði boðað starfslið sitt til fundar vegna skyndilegrar afsagnar fjölmiðlaráðgjafans, Jane Atkinson, sem er sögð hafa átt í deilum við prinsessuna. Afsögnin er talin enn eitt áfallið fyrir Díönu, sem hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir að hætta sem verndari um hundrað góðgerðasamtaka eftir að hafa náð samkomulagi við Karl prins um skil- mála lögskilnaðar þeirra. Ýmsar uppákomur í fjölmiðlum hafa einnig komið sér illa fyrir prinsessuna. Drottning sögð refsa BBC Skýrt var frá því í fyrradag að Elísabet Bretadrottning hefði ákveð- ið að svipta BBCeinkarétti á útsend- ingum á jólaávarpi hennar sem breska ríkissjónvarpið hefur haft í 39 ár. Talið er að drottningin hafi ákveðið þetta vegna óánægju með umdeilt viðtal BBC við Díönu prins- essu um hjónaband hennar og Karls prins í nóvember. Talsmenn drottningarinnar sögðu þó að hún hefði tekið þessa ákvörð- un til að stuðla að „sanngjörnu jafn- vægi“ í samkeppni sjónvarpsstöðv- anna og vísuðu því á bug að hún bæri kala til BBC. Frá og með næsta ári eiga BBC og ITV skiptast á um að sýna ávarpið í tvö ár í senn. Sannleiksnefnd má náða morðingja Jóhannesarborg. Retuer. STJORNLAGADOMSTOLL Suður- Afríku hafnaði í gær tilraunum fjöl- skyldna baráttumanna gegn aðskiln- aðarstefnunni til að koma í veg fyr- ir að morðingjar þeirra yrðu náðaðir ef þeir játuðu brot sín. Á meðal þeirra sem beitt hafa sér í málinu er fjölskylda Stephens Biko. Stjómlagadórnstóllinn úrskurðaði að Sannleiks- og sáttanefnd sem Desmond Tutu erkibiskup situr í for- sæti fyrir, geti náðað menn sem hafí framið mannréttindabrot á tímum og í nafni aðskilnaðarstefnunnar, ef þeir játuðu glæpi sína og gæfu allar upp- lýsingar um þá. Nefndin var sett á laggimar fyrr á þessu ári og er ætl- að að græða þau sár aðskilnaðar- stefnan olli á þeim þremur áratugum sem hún var við lýði. Biko lést í varðhaldi árið 1977 en saga hans er sögð í kvikmyndinni „Cry Freedom". Hann var einn af að minnsta kosti 90 leiðtogum svartra, sem voru drepnir eða hurfu á þeim 30 árum sem stjórnir hvitra voru við völd. Hefur fjölskylda Biko barist gegn áætlunum Sannleiks- og sáttanefndarinnar um að náða menn. Starfandi formaður nefndarinnar, Dumisa Ntsebeza, fagnaði hins veg- ar útskurði stjórnlagadómstólsins, og sagði hann myndu verða til þess að hvetja þá sem brotið hefðu mann- réttindi, til að segja frá því hvað raunverulega hefði gerst. Listsýning á bryggju- hátíð Drangsnesi. Morgunblaðið. MYNDLISTARSÝNING á Drangs- nesi er ekki daglegur viðburður. Þegar verið var að skipuleggja bryggjuhátíð sem haldin var 20. júlí þótti því alveg tilvalið að reyna að fá einhveija listamenn tii að opna sýningu þennan dag. Sýning listakvennanna Lilju Sig- rúnar Jónsdóttur og dætra hennar Hólmfríðar, Þóru og Ástu Þóris- dætra er líklega fyrsta myndlistar- sýningin sem haldin er á Drangs- nesi. Þær mæðgur áttu heima á Drangsnesi um árabil en búa í dag í Reykjavík og þar í nágrenni. Verk Lilju Sigrúnar tengjast Drangsnesi. Þar er þjóðsagan, bæði ný og gömul, í aðalhlutverki. Einnig sýnir hún líkan af umhverfislista- verki á hafnargarðinum í Kokkáls- víkurhöfn. Verkið kallar hún Segl. Hólmfríður sýnir litskyggnur bæði af Ströndum og annarsstaðar frá. Þar er náttúran skoðuð í gegnum ljósop myndavélar bæði hefðbundnar myndir af landslagi og eins nær- Morgunblaðið/Jenný VERK eftir Þóru Þórisdóttur. myndir af ýmsum smágróðri og þessháttar náttúrulistaverkum. Verk Þóru eru trúarleg verk bæði málverk og skúlptúr með sterkri skírskotun til Biblíunnar. Ásta sækir einnig efnivið til Bibl- íunnar en hennar verk er fimm metra hár skúlptúr sem stendur á sjávar- bakkanum fyrir neðan skólann. Listakonurnar voru mjög ánægð- ar með aðsóknina fyrsta dag sýning- arinnar því gestir á sýningunni voru um tvö hundruð sem er mjög svo gott á stað þar sem íbúarnir eru rétt um hundrað. Sýningin verður opin fram að 2. ágúst. Nýr lista- maður í Listakoti HALLA Sólveig Þorgeirsdóttir hefur bæst í hóp listamannanna sem standa að Galleríi Listakoti á Lauga- vegi 70. Halla Sólveig lauk námi frá mynd- listarbraut Lista- sviðs Fjölbrauta- skólans í Breið- holti vorið 1990. Hún stundaði nám við Grafík- deild MHÍ á ár- unum 1990- 1992. Hún hélt svo til Bandaríkj- anna til náms og vorið 1992 lauk Halla Sólveig BFA gráðu frá Hart- ford Art School, University of Hart- ford, og var veitt The Charles Sals- bury Award fyrir góðan námsárang- ur við skólann. Halla Sólveig hefur einbeitt sér að myndskreytingum síðustu tvö ár, en aðalfag hennar í náminu í Bandaríkjunum var mynd- skreytingar. Halla Sólveig starfar sjálfstætt sem teiknari. Hún hefur mynd- skreytt barnabækur, námsbækur fyrir börn og unglinga og bókakáp- ur. Hún er um þessar mundir bú- sett í Bandaríkjunum. Gallerí Lista- kot var nýlega stækkað og er nú á tveimur hæðum, með smærri list- muni á neðri hæð og tvo sýningar- sali á þeirri efri. Samfara þessari stækkun var ákveðið að bæta við nýjum félögum og eru listamennirn- ir nú 13 talsins. ------♦ ♦ ♦ Stöðlakoti senn skilað HIÐ nýja „alþjóðalistasafn Stöðla- höll“ við Bókhlöðustíg 6 mun verða opið helgina 27. og 28. júlí. Þetta er síðasta helgi sýningarinnar á þessu útilistaverki og innsetningum. Listamaðurinn Illur kaliar verkið í draumi sérhvers kots og er það þrískipt; framhliðin á „höllinni“ sem hylur Stöðlakot, sýning á verkum erlendra listamanna inni, og uppi á lofti er innsetning í þjóðlegum anda. Illur hvetur fólk til að mæta um helgina á þessa sýningu sem hefur verið kölluð bæði alvarleg og kímin því síðan verður „höllin" rifin í næstu viku og Stöðlakoti í sinni uppruna- legu mynd skilað aftur til borgarbúa. Bjartsýnisverð- launin afhent Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HAUKI Tómassyni tónskáldi voru á miðvikudag afhent bjartsýnisverð- laun Brostes, sem nú voru afhent í sextánda skiptið. Verðlaunin nema um 550 þúsund íslenskum krónum og hlýtur Haukur þau fyrir tónlist sína við Guðrúnarkviðu hina fjórðu, sem frumsýnd var í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Afhendingin fór fram í Kaup- mannahöfn við hátíðlega athöfn í Asbæk-galleríinu við Bredgade. Peter Broste framkvæmdastjóri þakkaði í ávarpi sínu Vigdísi Finn- bogadóttur forseta, því bjartsýni hennar hefði blásið sér í bijóst hug- myndinni að verðlaunum. Róbert Trausti Árnason sendiherra flutti kveðjur frá forseta Islands og Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra og Berit Mæland óperusöngkona flutti brot úr verki Hauks. Viðstödd athöfnina var einnig Louise Beck, sem fyrir þremur árum fékk hugmyndina að því að gera sviðsverk í þurrkví úti á Hólmanum við miðborg Kaupmannahafnar og hefur síðan tekist að safna saman þeim 88 milljónum íslenskra króna, sem þurfti til að framkvæma hug- myndina. Broste-fyrirtækið hefur styrkt uppsetninguna, auk margra annarra aðila. Þetta er í sextánda skiptið, sem verðlaunin eru afhent. Þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti kom í fyrstu opinbera heimsókn sína til Danmerk- ur fyrir sextán árum varð henni tíð- rætt um bjartsýni. Af þeim orðum hreifst Peter Broste og fékk um leið hugmyndina að því að verðlauna ís- lenska listamenn. Garðar Cortes söngvari var fyrsti listamaðurinn, sem heiðraður var og í fyrra hlaut Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður verðlaunin. ^/^Alþjóða Verslunarfélagið ehf W er flutt í Skipholt 5 OPNUNARTILBOÐ trrrm vax 2000 Allar aðrar vörur með 10 % staðgreiðsluafslætti Ryksuga frá 25 júlí - 2 ágúst Vatnssuga fííSlfh rpinc i\/ól Cyclo-Jet blástursofninn vjvll 111 ciiiðivcl Teppahreinsivél Laura Star gufustraujárn m/gufuþrýstingi Sérstakt tilboðsverð Trimform meðferðartæki Kr. 19.900,- Ha-Ra umhverfisvænar Takmarkað magn Nýtt sfmanúmer 511-4 hreinlætisvörur 100 Símbréf: 511-4101

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.