Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRÁ undirritun samninga um byggingu nýs hótels á Egilsstöðum. Einar Rafn Haraldsson, stjórnarformaður Ásgarðs eignarhaidsfé- lags, Bragi Hannesson, framkvæmdasljóri Iðnlánasjóðs, og Þórð- ur Valdimarsson, fulltrúi Iðnlánasjóðs. Nýtt hótel fullbúið á Egilsstöð- um í desem- ber 1997 Egilsstöðum. Morgunblaðið. UNDIRRITAÐIR hafa verið samn- ingar vegna byggingar nýs hótels á Egilsstöðum. Samið var við Mið- vang hf., á Egilsstöðum um bygg- ingu hótelsins. Miðvangur hf, mun sjá um hönnun og byggingu og er áætlað að skila hótelinu fullbúnu í desember 1997. Hótelið verður á þremur hæðum, alls um 1.700 fermetrar. í því verða 36 tveggja manna herbergi með baði, ásamt veitingasal fyrir um 120 manns, setustofu, bar og fundaað- stöðu. Gert er ráð fyrir að hægt sé að stækka hótelið um helming frá þessari hugmynd. Að sögn Sveins Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Miðvangs hf., verður húsið álklætt, með náttúrulegum spegilglj^a, til þess að vekja at- hygli og minna á stórar heimsborg- ir. Grænar torfur verða á skyggni hússins til þess að leggja áherslu á græna ímynd Fljótsdalshéraðs. Arkitektar eru Björn Kristleifsson og Sigurður Harðarson. Kostnaður 137,5 milljónir Kostnaður við bygginguna sam- kvæmt verksamningi er kr. 137,5 milljónir. Undirritaður var samn- ingur við Iðnlánasjóð, fyrir milli- göngu Kaupþings, um lántöku til byggingarframkvæmda. Það er lán að upphæð kr. 75 milljónir til 25 ára, vísitölutryggt og með föstum vöxtum. Ennfremur var skrifað undir samning við Ferðaskrifstofu íslands hf, - Hótel Eddu um rekst- ur á hótelinu til ársins 2005. Það er Ásgarður hf. - eignar- haldsfélag sem stofnað var sl. vetur með það að markmiði að byggja og eiga húsnæði til hótelreksturs á Egilsstöðum, sem reisir hótelið. Hluthafar Ásgarðs eru Ferðaskrif- stofa íslands hf., Egilsstaðabær, Byggðastofnun, Ferðamiðstöð Austurlands hf., Kaupfélag Hér- aðsbúa, Sjóvá Almennar tryggingar hf. og Hótel Valaskjálf hf. Hlutafé nemur um 75 milljónum. Þröstur og Hannes Hlífar eru efstir á bikarmóti í Gausdal HANNES Hlífar Stef- ánsson og Þröstur Þór- hallsson eru jafnir og efstir á norræna bikar- mótinu í Gausdal í Noregi sem nú er hálfnað. Þeir hafa 4'A vinning af fimm mögulegum. Hannes vann norska stór- meistarann Rune Djurhuus í fimmtu umferð og Þröstur vann danska stór- meistarann Peter Hejna Nielsen. í 3.-8. sæti á mótinu með fjóra vinninga eru Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Helgi Áss Grétarsson, Mikhail Ivanov frá Rússlandi og Djurhuus frá Nor- egi. Torfi Leósson hefur IV2 vinning. Stigahæsti keppandinn á mótinu er Norðmaðurinn Simen Agdestein, en honum gengur ekki vel og hefur fengið 2'A vinning. Hannes Hlífar Stefánsson Þröstur Þórhallsson íslensku keppendunum gekk vel í fjórðu umferð, en þá vann Helgi Áss Grétarsson stigahæsta keppandann Simen Agdestein, Þröstur Þórhalls- son vann Einar Gisel, Hannes Hlífar Stefánsson vann Har-Zri, Margeir Pétursson vann Helga Ólafsson og Jóhann Hjartarson vann Bjerke. Útgerðar- fyrirtækið Þuríður á Bolungarvík gjaldþrota ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Þuríður á Bolungarvík hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að beiðni Lífeyrissjóðs Vestfjarða. Að sögn Sigurðar Hafberg, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, nema kröfur um 10-15 milljónum. Stærsti kröfuhafi er lífeyrissjóðurinn með 4-5 milljónir. Skiptastjóri búsins er Þorsteinn Einarsson héraðs- dómslögmaður. Sigurður segir að samið hafi verið við flesta lánardrottna á síð- ustu mánuðum. Vinnslu var hætt hjá fyrirtækinu 1. júní síðastliðið ár en þá var frystihús þess selt til Ósvarar hf. -----♦ ♦ ♦---- Tveir í gæslu- varðhaldi RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins handtók á mánudag tvo menn í tengslum við rannsóknir á inn- brotum í fjölmörg íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu á undanförn- um vikum. Mennirnir höfðu verið eftirlýstir í nokkurn tíma. Mennirnir voru í kjölfar hand- tökunnar úrskurðaðir í gæsluvarð- hald í allt að 45 daga. Tjón á húseignum og verðmæti þýfis er í sumum tilvikanna, sem til rannsóknar eru, talið nema verulegum upphæðum, jafnvel milljónum króna. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum 8 5 Nýbýlavegi 12, simi 554 4433. I IENAULT MÉGANI • • t EINN ORUGGASTI .EM ÞÚ GETUR EIGN BIL ASJ nýrri og strangri árekstrarprófun sem MOTOR, málgagn samtaka danskra bifreiðaeigenda og systursamtök þeirra í Þýskalandi ADAC stóSu fyrir varð Renault Mégane í næst efsta sæti. Birtist í MOTOR maí 1996. Irfc O ruggt farþegarými með tvöföldum styrktarbitum í huröum og sérstaklega styrktum toppi og botni er bara grunnurinn sem öryggi bílsins byggist á. Beltin í framsætum eru meS strekkjara og sérstökum höggdeyfi sem er eini sinnar tegundar í heimi. Einnig er loftpúði í stýri og höfuðpúðar í fram og aftursætum. Einstök joægindi fjöðrunar, sæta, innréttingar og stjórntækja Mégane tryggja ökumanni og farjoegum vellíðan og stuðla þannig að ánægjulegri og öruggari ökuferð. Við bjóðum (oér að upplifa MEISTARAVERKIÐ Mégane í reynsluakstri. ól19gUb«l»a auka Wrfc iryggisbelfa drag0 RENAULT FER Á KOSTUM ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.