Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 19 ERLEIMT Sagður 125 ára Bogota. Reuter. MAÐUR, sem sagður er hafa verið 125 ára gamall, lést í heimabæ sínum í Kólombíu á sunnudag. Maðurinn, Francisco Barriosnuevos Choperena, lést í bænum Majagual, þar sem hann sagðist hafa komið í heim- inn 2. október 1870. Reynist þetta sannleikanum samkvæmt varð Choperena allra manna elstur. í Heimsmetabók Guinness segir að frönsk kona eigi metið, en staðfest er að hún fæddist 21. febrúar 1875. Reuter Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn erlendum fyrirtækjum Frakkar hóta að svara samstundis fyrir sig París, Bagdad. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, sagði í gær, að Frakkar myndu svara samstundis fyrir sig ef Bandaríkjastjórn refsaði frönsk- um fyrirtækjum í skjóli laga um hryðjuverkastarfsemi, sem banna samninga um orkumál við íran og Líbýu. Alain Lamassoure, talsmaður frönsku stjórnarinnar, sagði, að Chirac hefði lýst yfir þessu á ríkis- stjórnarfundi og jafnframt skipað stjóminni að taka mjög harða af- stöðu í málinu á fundum með fulltrú- um annarra Evrópubandalagsríkja. Samkvæmt lögunum mun Bandaríkjastjórn beita refsiaðgerð- um gegn ríkjum, sem fjárfesta fyr- ir meira en 2,6 milljarða ísl. kr. í olíu- eða gasvinnslu í íran og Líbýu, en hún heldur því fram, að þessi tvö ríki styðji hvers konar hryðju- verkastarfsemi með ráðum og dáð. Ekki afturvirk Það er helst, að franska olíufé- lagið Total gæti orðið fyrir barðinu á lögunum en í fyrra fjárfesti það fyrir 40 milljarða kr. í Sirri-olíu- svæðinu við Iransstrendur og hefur einnig ítök í tveimur olíusvæðum í Líbýu. Talsmenn fyrirtækisins segj- ast þó ekkert óttast þar sem banda- rísku lögin séu ekki afturvirk. Ráðamenn í mörgum Evrópu- bandalagsríkjum hafa skorað á Bandaríkjastjórn að endurskoða lagasetninguna og minna á, að vegna mótmæla erlendra fyrirtækja hafi Bill Clinton forseti fallist á að bíða með gildistöku svipaðra laga varðandi viðskipti. við Kúbu. Ovininum sagt til syndanna HUNDRUÐ andstæðinga blikkbeljunnar efndu til uppá- komu í London í gær og ollu víða umferðaröngþveiti með því að leggja undir sig lífæðar óvinarins. Þótti þó mörgum ekki á vandræðin bætandi því að starfsmenn neðanjarðar- lestanna eru í verkfalli um þessar mundir. Hjólreiðafólkið krefst þess, að almenningssam- göngur í borginni verði bættar og fjárframlög til reiðhjóla- brauta auknar. Þá vill það fjölga hraðahindrunum og öðru, sem hægt getur á um- ferðinni. Italía Viýaað Craxi fái að koma heim Rómaborg. Reuter. LÖGMENN Bettinos Craxi, fyrr- verandi forsætisráðherra Ítalíu, þrýstu á dómstóla í gær um að leyfa skjólstæðingi sínum að koma heim til þess að leita sér nauðsyn- legrar læknishjálpar án þess að þurfa að eiga á hættu að vera hnepptur í fangelsi. Craxi býr í útlegð í borginni Hammamet í Túnis en hann var lagður inn á sjúkrahús þar í síð- ustu viku vegna slæmrar ígerðar í fæti sem rakin er til þess að hann þjáist af sykursýki. Líf hans er þó ekki talið í hættu. Hann hefur verið sakfelldur fjór- um sinnum fyrir spillingu og sam- tals dæmdur til 25 ára fangelsis- vistar. Deilt um réttarfar Lögfræðingarnir vísuðu til þess að ítalskir dómstólar hafa á síð- ustu dögum vísað frá máli á hend- ur nasistaforingja sem stjórnaði mestu fjöldamorðum á Ítalíu i síð- ari heimsstyrjöldinni og einnig sleppt morðingja Aldo Moro, fyrr- verandi forsætisráðherra, lausum. Vegna þessa hafa sprottið upp deilur um ítalskt réttarfar og lög- fræðingar Craxi biðja um að hann geti leitað sér læknishjálpar heima á Ítalíu án þess að eiga yfir höfði sér handtöku. Craxi var forsætisráðherra á Ítalíu á árunum 1983 til 1987. Einmg koœa j:nam PáLL Óskan, BogomiL Fonr og Raggi Bjanna Sapiplmn SpSbena 'Salstimslii Masimar InmbeldiiK 3 ný lög o>eö oullimm. Miðaverð kr. 1500 Forsala aðgöngumiða í Skífunni Kringlunni og Samspili Laugavegi 168, s. 562 2710

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.