Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 11 FRÉTTIR Lögregla leggur stöðugt hald á meira magn af eiturlyfjunum amfetamíni og e-pillu 3,1 kílóaf amfeta- míni tek- ið fyrri hluta árs ÞRÓUNIN sem orðið hefur á neyslu fíkniefna hérlendis endurspeglast í því magni sem lögregla leggur hald á af efnunum. í yfirliti, sem lögregl- an í Reykjavík hefur tekið saman, kemur fram að hald hefur verið lagt á aukið magn amfetamíns og e-pillu undanfarin ár. Ólafur Guðmundsson, hjá for- varnadeild lögreglunnar í Reykja- vík, varar þó við því að draga of miklar ályktanir af tölum tveggja til þriggja síðustu ára, horfa verði á fleiri ár saman til að hægt sé að ráða marktækt í breytingar. Tölurnar í meðfylgjandi töflu segja til um stærstan hluta þeirra fíkniefna sem hald hefur verið lagt á í landinu síðustu 16 árin, sam- kvæmt skráningu Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Ekki er um tæmandi yfirlit að ræða vegna þess að ekki senda öll lögregluemb- ætti landsins upplýsingar um hald- lagningar til fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík. Að sögn Ólafs Guðmundssonar finnst stærstur hluti ólöglegra fíkni- efna við tollskoðanir í Leifsstöð og í skipum sem hingað koma frá öðr- um löndum. Það liggur í hlutarins eðli að þá finnast einnig stærstu skammtarnir. Yfirleitt er búið að búta sendingarnar niður í neyslu- eða söluskammta þegar efni finnast á götunni eða við húsleitir. Heróín vofir yfir í töflunni sést að tvö grömm af heróíni hafi fundist árið 1993 en hvorki fyrr né síðar. Ólafur Guð- mundsson segir skýringuna liggja að hluta til í því að þeir sem háðir séu heróíni verði að fá sinn skammt á nokkurra klukkustunda fresti, annars verði þeir fárveikir. Markað- urinn hériendis sé of lítill til að hægt sé að halda uppi stöðugu fram- boði þannig að þeir íslendingar sem háðir séu efninu séu þvi annaðhvort erlendis eða þeir fara í meðferð. Hann telur hins vegar hættuna á aukinni heróínneysiu vofa yfir, þrátt fyrir að efnið sé mjög dýrt, vegna þess að amfetamínneysla hefur auk- ist og þeir sem sprauti sig með amfetamíni séu margir hveijir mjög móttækilegir fyrir heróíni og tilbún- ir til að skipta yfir í neyslu þess. Þá segir Ólafur haldlagninga-' á heróín hafa aukist í öllum löndum í kringum okkur. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Fulltrúaráð fundar 15. ágúst STJÓRN fulltrúaráðs Alþýðuflokks Hafnarfjarðar hefur ákveðið að boða til fundar í ráðinu þann 15. ágúst næst komandi. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, formað- ur fulltrúaráðs Alþýðuflokksins, segist reikna með að staða bæjar- mála verði almennt rædd og vænt- anlega verði rætt um framhald meirihlutasamstarfs við Jóhann G. Bergþórsson í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Þau félög sem eiga aðild að Full- trúaráði Alþýðuflokksins eru Al- þýðuflokksfélag Hafnarfjarðar, Kvenfélag Alþýðuflokksins og Félag ungra jafnaðarmanna. Olögleg fíkniefni sem yfirvöld hafa lagt hald á síðastliðin 16 ár FÍKNIEFNI 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Hass, arömm 5.283 6.059 21.096 7.089 8.906 10.383 14.916 19.170 9.321 6.760 5.167 20.650 17.699 20.235 10.933 2.299 Marijúana, grömm 2.766 189.070 3.329 65 574 273 236 55 48 74 94 332 86 93 305 549 Hassolía, grömm 32 342 295 430 0 0 963 105 4 0 8 0 42 0 0 0 Kannabisfræ, grömm 0 0 0 0 0 0 30 10 6 43 50 1 69 6 491 101 Kannabisplöntur, stk. 15 57 0 112 27 0 16 31 13 15 40 36 53 109 221 65 Amfetamín, grömm 51 74 624 1.348 970 1.698 365 640 198 199 1.563 1.638 3.375 783 5.146 3.121 Amfetamíntöflur, stk. (la/dar með amfetamíni til 1995) 808 E-töflur, stykki 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8 1 22 1.820 59 Kókaín, grömm 5 7 26 19 24 8 534 100 747 206 206 1.295 14 317 143 32 LSD-skammtar, stykki 0 4 0 775 2.223 2 0 6 694 58 5 91 69 369 11 231 Heróín, grömm 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 Sveppir, grömm 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 91 144 743 813 158 47 Lvf, stk. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4.196 357 1.235 16.232 47.644 631 Sterar, stk (taldirmeð lyfjum til 1995) 62 HABITAT UTSALAW 1 £R HAFIN 10-jo% afsláHur af útsó'l'uvó'ruin >ú átl erin<íi í Laugavegi 13 Sími 562 5870 þar sem hönnun o? ha^kvæmni haldast hönd í hönd - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.