Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 35 ASTA MARSIBIL OLAFSDOTTIR + Ásta Marsibil Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 2. október 1905. Hún lést í Landsspítalan- um hinn 1. ágúst síðastliðinn. For- eldrar Ástu Marsi- bilar voru Ingibjörg Sveinbjarnardóttir, f. 9. mars 1881 á Vogalæk á Mýrum d. 11. maí 1960, og Ólafur Jens Sig- urðsson sjómaður í Reykjavík f. 17. júlí 1879 frá Rauðsstöð- um í Arnarfirði, látinn. Foreldr- ar Ástu voru búsett í Reykjavík. Systkini Ástu Marsibilar voru Sveinbjörn Ólafsson látinn, Páll Melsted Ólafsson, múrarameist- ari í Reykjavík, látinn, Sigurður Ólafsson, múrarameistari í Reykjavik, látinn, Húbert Ólafs- son, múrari í Borgarnesi, iátinn, og Jóhannes Ólafsson, fyrrum garðyrkjubóndi í Stafholtstung- um, Borgarfirði. Hann er einn efirlifandi þeirra systkina. Ásta stofnaði til heimilis með Alfreð Sigurðssyni sjómanni í Reykja- vík og víðar, en hann lést árið 1960. Þeim varð ekki barna auðið. Ásta Marsibil starfaði við hin ýmsu verkakvenna-, af- greiðslu- og þjónustustörf á fyrri hluta þessarar aldar hér í Reykjavík og víðar, á meðan starfsaldur og starfsorka entust henni. Hún var í húsvistum á sínum yngri árum, og sem ráðskona m.a. hjá þýska ræð- ismanninum Von Hauboldt, Jóni Bald- vinssyni og Tryggva Ófeigssyni. Hún var við framleiðslustörf á Hótel Borg l\já Jóhannesi Jósefs- syni. Þá starfaði hún um tima hjá Alþýðu- brauðgerðinni. Hún var í síld á Siglufirði og víðar. Hún vann í mötuneyti Banda- ríkjahers á Kefla- vikurflugvelli á árunum eftir strið. Hún starfaði á Matstofu Austurbæjar til nokkurra ára og þá var hún við störf hjá Mat- stofunni Birninum á Njálsgötu. Hún réð sig sem ráðskonu og við aðhlynningu í Bandaríkjun- um í eitt ár árið 1963. Þá dvaldi hún einnig í Kaupmannahöfn sem ráðskona í tæpt ár. Síðasta starf hennar fyrir starfslok var hjá Ásbirni Sigurjónssyni á Ála- fossi þar sem hún var matráðs- kona. Hún bjó nánast allan sinn aldur hér í Reykjavík og í 35 ár á Njálsgötu 32b, utan nokkurra ára búsetu í Ytri-Njarðvík um miðbik sjötta áratugarins. Nú síðast bjó Ásta á Lindargötu 42a. Ásta Marsibil verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfn- in kl. 15.00. Hún verður jörðuð í Fossvogskirkjugarði. Föðursystir mín Ásta Marsibil Ólafsdóttir er látin eftir stutta sjúkralegu tæplega 91 árs að aldri. Hún hafði aðeins einu sinni á ævi- göngu sinni þurft áður á sjúkrahús- vist að halda og það var fyrir 30 árum. í huga mínum var Ásta frænka eilíf og ódauðleg. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, fyrr en hún var að skilja við þetta jarðlíf, að ég hafði ekki ætlað henni að hverfa frá þess- ari jarðvist. Tilvist hennar var svo samofín tilveru okkar hér á heimili mínu. Og hún var okkur sérlega kær. Lágvaxin og hnellin, kvik og fjað- urmögnuð í hreyfingum, glettin, kát og broshýr. Jákvæð til manna og málefna og svo skemmtileg, skraf- hreyfin og fræðandi, að allir löðuð- ust að henni, jafnt ungir sem aldn- ir, háir sem lágir. Hún var aldamótabarn. Hún var Reykjavíkurbarn og hún var fyrst og fremst miðbæjarbam. Þar ólst hún upp á fyrri hluta þessarar aldar og þar vildi hún vera. Hún var eina systir fimm bræðra. Alin upp við kröpp kjör og erfiða lífsbaráttu. Skólaganga hennar var tveir vetur frá 10 áratil 12 ára aldurs í Miðbæj- arskólanum sem þá var. Árið 1918 reið spænska veikin yfir og þá var skólahúsið tekið til notkunar fyrir þá sem sjúkir voru og kennslu var hætt á miðjum vetri. Eftir það var ekki um frekari skólagöngu að ræða. Hvetja vinnufæra hönd varð að nota til lífsviðurværis heimila, og við tók strit og púl. Ásta frænka réð sig til vistar og húshjálpar á heimilum hér í Reykjavík þar sem þörf var á og vinnu var að hafa fyrr á öldinni. Hún vann síðar við ýmis afgreiðslu- og þjónustustörf og skömmu fyrir starfslok var hún matráðskona á Álafossi hjá Ásbirni Sigurjónssyni. Hún kynntist Alfreð Sigurðssyni sjómanni hér í Reykjavík og stofn- aði til heimilis með honum. Þau áttu góð ár saman. Hann lést árið 1960. Þeim varð ekki barna auðið. Frá barnsaldri minnist ég hennar í húsum foreldra minna. Þegar hún birtist þar með glaðværð og glæsi- lega klædd, fylgdu henni eftir forvit- in og rannsakandi telpuaugu. Hún bar blómum skreytta barðastóra hatta og hún var óhrædd við að klæða af sér drunga og hversdags- leika brauðstritsins og birta upp líf sitt með litum og tónum. Sem telpa fékk ég að eiga með þeim Alfreð eina viku að sumri til. Þau bjuggu þá suður í Njarðvíkum. Mér er enn minnisstætt hversu góð þau voru mér. Tólf ára gömul átti ég eina ævintýralega viku að sumri til með Ástu frænku. Við ferðuð- umst um Borgarfjörðinn, og heim- sóttum frændfólk og vini. Það varð ógleymanleg ferð. Á þriðja áratug hefur hún Ásta frænka átt með okkur fjölskyldu minni ótölulegar samverustundir, okkur til ánægju. Eiginmanni mín- um og börnum varð hún sem besti vinur. Hún varð eiginlega ómissandi þáttur í tilveru okkar. Ræðin og skemmtileg um landsins gagn og nauðsynjar og alltaf var hún hvetj- andi. Þrátt fyrir fjörutíu ára aldurs- mun á okkur frænkum var Ásta aldrei gömul í huga mínum. Og hún eltist ekkert, sama hvað tímanum leið og árin liðu. Hún hafði þol á við okkur yngra fólkið og lét sig ekkert muna um það að þeytast með okkur árum saman um landið þvert og endilangt. Hún hvatti okk- ur til að skoða umhverfið, að setjast á þúfu og teyga að okkur gróðurilm, spjalla um sveitina og íjöllin í kring og svo var gott að fara í sund á eftir. Á ferðum okkar um landið fræddi hún okkur um fyrri tíma þjóðhætti sem hún hafði kynnst af eigin raun og gæddi þá lífi með lifandi frásögn og á kjarngóðu máli. Hún unni nátt- úrunni og benti okkur á og upplýsti okkur um hiuti í umhverfinu sem okkur höfðu yfirsést, en höfðu til- gang. Hún las í himininn og hafíð, veðurfarið og gróandann og dró sín- ar ályktanir. Hún fræddi okkur um líf og störf fólksins í landinu á fyrri hluta þess- arar aldar og fram yfir stríð og gerði það lifandi og trúverðugt með frásögnum af samferðarmönnum sínum. Hún sagði okkur frá erfiðum aðbúnaði þess, um húsakost fyrri ára, frá bágindum og atvinnuleysi í landinu og um kjör fólksins til sjáV- ar og sveita. Hún dró upp myndir af mannlífinu í Reykjavík fram yfir stríð á skýran, lifandi og eftirminni- legan hátt. Hún hafði ótrúlegt stálminni og mundi öll nöfn og staðhætti fram til síðasta dags. Og þó hafði hún lifað tíma örra breytinga í íslensku þjóð- lífi og séð samfélagið breytast úr fábrotnu bændasamfélagi i tækni- vætt iðnaðar- og þjónustusamfélag. Hún lét sér ekkert óviðkomandi sem snerti þjóðlífið og lét sér annt um betra mannlíf í þessu landi, og hafði á því skoðanir. Hún fylgdist grannt með öllu því sem gat skipt afkomu iandsins máli. Hún fylgdist með aflabrögðum og veiðum í haf- inu, og á sama hátt fylgdist hún með afkomu landbúnaðarins. Hún hafði lifað krepputíma með erfið- leikum þeirra og bágindum og hún lét velferð og lífsafkomu alþýðu- og verkafólks á íslandi sig miklu skipta. Það átti góðan taismann þar. Hún ræktaði líkama sinn og anda alla tíð. Hún stundaði sund og lík- amsæfíngar daglega fram á níræð- isaldur eða þar til kraftur og þrek dvínuðu. Það mátti sjá hana í ára- raðir tipla á bökkum sundlauga, netta, fjaðurmagnaða og guljin- brúna allt fram á níræðisaldur. Úti- vist var henni iífsnauðsyn rétt eins og að draga andann. Að komast út á göngu til að skoða og finna mann- lífið og vera þátttakandi í því. Ásta frænka mín var sjálfstæð kona, skoðanaföst og skaprík en fór vel með skap sitt. Og nú er skraf hennar og hlátur hljóðnaður og heyrist ekki meir. Við munum sannarlega sakna til- vistar hennar, svo mjög sem hún átti þátt í lífi okkar og stóll hennar verður auður um næstu jól. Nú þeg- ar Ásta föðursystur mín hefur kvatt þetta jarðneska líf, kveðjum við hana með virðingu og þakklæti fyr- ir allt sem hún var okkur með nær- veru sinni og biðjum sálu hennar friðar og blessunar. Ingibjörg Sigurðardóttir Kolbeins. Ástu Marsibil Ólafsdóttur, er nú hefir yfirgefið tilvistarsvið okkar, verður best lýst á þann hátt að hún hafi lifað lífinu lifandi, orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að lifa lengi án þess að verða aldurhnigin. Hún bar aldurinn vel. Var ávallt talin af ókunnugum tíu til fimmtán árum yngri en hún var í raun og veru. Hún bjó yfir skýrri hugsun fram í andlátið og hélt líkamlegu þreki þar til fyrir stuttu. Fátt hefði sært stolt Ástu meira en að verða öðrum háð í ellinni. Fundum okkar Ástu Marsibilar bar fyrst saman á sjómannadaginn fyrir 30 árum er eiginkona mín benti mér á lágvaxna, hnellna konu, úti- tekna, eins og nýkomna frá sól- arströnd og sagði: „Þetta er Ásta frænka." Eg átti seinna eftir að kynnast Ástu frænku. Þau kynni hafa verið dýrmæt og lærdómsrík, fyrst og fremst vegna þess hvernig hún lifði lífínu, hrærðist alla tíð í nútímanum án þess að slíta rætur fortíðar Hinir ungu geta margt lært af þeim sem eldri eru og hafa orðið að berjast fyrir sínu í gegnum þykkt og þunnt, súrt og sætt. Ásta var þeirrar kynslóðar sem hafði lifað stórfelldari breytingar en nokkur önnur allt frá landnámi og var því í stakk búin að miðla öðrum af reynslu sinni. Hún var af þeirri kyn- slóð sem þekkti af eigin raun frosta- veturinn mikla, fyrri heimsstyijöld- ina og spænsku veikina, fyrirbæri sem nútímabörn telja til grárrar forneskju enda er ekki að undra þótt viðkvæðið hjá Ástu hafí oft verið þegar börn ólu sút að þau þekktu ekki lífið og væru að hafa óþarfa áhyggjur af smámunum eða gerðu lítið úr því starfi sem hinir eldri höfðu unnið til að skapa hér nútímasamfélag með þeim lífskjör- um, réttindum og skyldum sem því fyia'a. Ásta var alla tíð afar sjálfstæð kona og fór sínu fram. Hún hafði megnustu óbeit á að láta aðra ráðsk- ast með sig. í flestum tilvikum treysti hún sér best til að ráða fram úr eigin málum en gat þó leitað aðstoðar við að ná settu marki. Þar eð hún leit aldrei á sig sem gamal- menni þótt aldurinn væri farinn að færast yfír hana, taldi hún sér alla vegi færa og veigraði sér t.d. ekki við að takast á hendur fasteigna- kaup komin hátt á níræðisaldur. Svo gaman hafði hún af bjástrinu að hún orðaði það að endurtaka leikinn síðar meir. Geiðslumat, húsbréf, afborganir og vextir vöfðust ekki fyrir henni. Fullfær var hún um að semja eigin fjárhagsáætlanir. Þótt hún hefði ekki notið langrar skóla- göngu var hún talnaglögg. Hlut- fallareikningur og þríliða voru ekki hindrun í vegi hennar. Ásta var ráðdeildar- og nægjusöm, neytti hvorki víns né tóbaks, hafði sérstakt yndi af almenningsíþróttum en leit keppnisíþróttir öðrum augum. Útivera og hreyfíng voru fyrir hvem og einn í huga hennar til heilsubótar og ánægju en ekki til að skara fram úr með því ofurkappi og fómum sem oft em fylgifískar þess. Sundið var henni nautn. Áratugum saman var hún fastagestur í laugum, minnst þijá tíma á dag, fimm daga vikunnar. Vegna þess hversu lífsglöð og hláturmild Ásta var, hreif hún aðra með sér. Henni var einkar lagið að eignast vini og kunningja allt fram í andlátið jafnvel þótt kímni hennar væri örlítið háðsk. Helst hló hún þegar hún kom öðrum í opna skjöldu. Á banalegunni var hún sjálfri sér lík, var ekki að skafa utan af hlutunum þó mjög væri af henni dregið. Gat hlegið að hnittnu tilsvari skömmu áður en hún lagði aftur augun hinsta sinni. Blessuð sé minning hennar. Kristjón Kolbeins. Ásta Marsibil Ólafsdóttir, Lind- argötu 42A hér í borg, venjulega aðeins nefnd „hún Ásta frænka" af okkur systkinunum, er látin. Hún var eina systir föður okkar Sigurðar Ólafssonar, múrarameistara, en hann lést aðeins 59 ára gamall árið 1967. Mér er það minnisstætt er við systkinin, ásamt móður okkar og Ástu frænku, sátum heima í húsinu hans, sem við eldri börnin höfðum séð rísa upp af handafli hans sjálfs og við lagt hornsteininn að, lýðveldisárið 1944, að hún hafði orð á því, að ekki væri þetta hár aldur, að hverfa héðan 59 ára gam- all. Nú 29 árum síðar kveðjum við þig, Ásta frænka, á 91. aldursári. Við á svipuðum aldri og faðir okkar var, er hann lést. Ásta og föðuramma okkar, Ingi- björg, voru lengi sá punktur, sem við systkinin höfðum viðmið af og vorum tengdust hér. Ásta var fyrsti jólaveinninn, sem ég kynntist hér í lífínu og man ég að við systurnar hiógum dátt, þegar við uppgötvuð- um, að Ásta frænka var jólaveinninn í rauða búningnum, sem birtist með pokann á bakinu, fyrstu jólin, sem við héldum á Langholtsveginum. Þar var þá einnig Húbbi frændi, föðurbróðir okkar, sem spilaði jóla- lög á gítarinn sinn og fékk okkur börnin til að taka undir með sér. Hann lést sl. sumar í Borgarnesi. Vorum við þar öll mætt systkinin og Ásta Marsibil einnig, þá eld- hress. Þau systkinin höfðu haft dag- legt samband síðustu æviárin, mest símleiðis, milli Borgarness og Reykjavíkur. Eftir lát Húberts, tók heilsu Ástu mjög að hraka, þótt Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Revkjavik simi: 5871%0-J'ax: 587 1986 ekki væri hún á því að gefast upp. Hún hafði alla tíð verið múrurunum, bræðrum sínum, mjög nátengd, hafði ríka ábyrgðartilfinningu gagn- vart þeim sem einkasystir í þeirra hópi, og börnum þeirra reyndist hún ^ ávalít mjög vel og reyndi að hvetja okkur á alla lund. Mig sleit hún aldrei tengsl við þau ár, sem ég átti við erfiði að stríða hér í borginni. Sambýlismaður Ástu, Alfreð Sig- urðsson, ættaður af Vestfjörðum eins og hún, lést veturinn 1960. Þau höfðu þá um nokkurt skeið átt heim- ili hér í Reykjavík, á Njálsgötu 32B. Lengst af bjuggu þau suður í Ytri- Njarðvík. Börn áttu þau engin sam- an, en voru mjög bamelsk og góð okkur systkinunum. Ásta vann ýmis störf bæði hér í _ Reykjavík og á landsbyggðinni. Hún fór snemma að vinna fyrir banda- ríska herinn, fyrst hjá bandarískum hjúkrunarkonum í Laugarnesinu á stríðsárunum og seinna við ýmis störf á Keflavíkurflugvelli. Eftir lát Alfreðs var hún eitt ár matráðskona við verksmiðjuna á Álafossi, en hélt síðan til New York og Kaupmanna- hafnar og vann þar við aðhlynningu sjúkra og ýmis þjónustustörf. Síð- ustu starfsár sín var hún mikið við síldarvinnu bæði norðanlands og austan. Hún stundaði frá bamsaldri mik- ið sund, og var þekkt úr sundlaugum víða hér í Reykjavík og á Seltjarnar- nesi. Þess saknaði hún mest, er hún. fyrir tveim árum varð ófær um að geta farið í sund og hitt vini sína, sem hún hafði eignast þar. Þakkaði hún sundinu og mikilli útiveru hve heilsuhraust hún var alla tíð., Þeir voru átta dagarnir, sem hún hafði legið veik um ævina, þegar hún þurfti loks nú í vor að leggjast á sjúkrahús. Hún undi þar ekki lengi og vildi fljótlega fara heim. Henni hrakaði hins vegar svo, að síðustu viku júlímánaðar var hún lögð aftur inn á Landspítalann og andaðist þar^ rúmri viku seinna. Hún hefur verið okkur bræðra- dætrunum fordæmi um það að ganga stoltar og sjálfstæðar hér á jörð og láta ekki deigan síga þótt móti blási. Blessuð sé minning þín, Ásta Marsibil. Þín frænka, Halldóra Sigurðardóttir. Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- liladborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR llóm LOFTLÉIDIR LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 “A” Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.