Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D trannHfiMfe STOFNAÐ 1913 177.TBL.84.ARG. FIMMTUDAGUR 8. AGUST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flugslysið í Færeyjum Svörtu kassarnir sendirtil Bretlands Kaupmannahðfn. Reuter. SVÖRTU kassarnir úr Gulf- stream III-flugvél danska hersins, sem fórst í Færeyjum sl. laugar- dag, voru sendir til rannsóknar í Bretlandi í gær. Með vélinni fór- ust níu manns og þar á meðal yfirmaður danska hersins. Talsmaður danska flughersins sagði í gær, að ekkert benti til neins konar skemmdarverks en nauðsynlegt væri að fá úr því skorið með rannsókn á flug- og hljóðritum flugvélarinnar hvers vegna henni hefði hvolft í lofti og hrapað í aðflugi að flugvellin- um í Vogum. Frásagnir sjónarvotta benda til, að sterkir sviptivindar hafi leikið um flugvélina þegar hún flaug inn Sorvágsfjörð en þar er oft mikil ókyrrð í lofti og al- gengt, að hætt sé við lendingu á flugvellinum í Vogum af þeim sökum. Það voru Bretar, sem lögðu flugvöllinn á stríðsárunum, og er hann sá eini í Færeyjum. Hert á kröfum um úrbætur Slysið á laugardag hefur hert á kröfum um úrbætur á flugvellin- um, meðal annars um lengri flug- braut og flugleiðsögukerfi, en danska fréttastofan Ritzau hefur það eftir danska flugmálasér- fræðingnum Val Eggers, að full- kominn aðflugsbúnaður, þ.m.t. örbylgjuaðflugsgeisli, myndi ekki auka flugöryggi svo neinu næmi í Vogum. Það væru staðhættirnir, sem gerðu flugvöllinn varasaman, og við þá yrði ekki ráðið. W-SilHIacB!MBO Króatía og Júgóslavía Gagnkvæm viðurkenning á næsta leiti Mótmæla brottvísun INNFLYTJENDUR í Frakk- landi mótmæltu harðri stefnu frönsku stjórnarinnar í málefn- um innflytjenda í nágrenni Eiffelturnsins í gær. Atvinnu- og dvalarleyfi innfly^jendanna flestra eru útrunnin og eiga þeir yfir höfði sér að verða sendir til baka til þeirra landa sem þeir koma frá. Hefur það leitt til hungurverkfalla og mótmælaaðgerða að undan- förnu. Reuter Aþenu, Belgrad. Reuter. LEIÐTOGAR Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serba og Svartfellinga, og Króatíu náðu í gær samkomulagi í aðalatriðum um gagnkvæma viður- kenningu ríkjanna tveggja. Gert er ráð fyrir að þau skiptist á sendiherr- um síðar í þessum mánuði. Slobodan Milosevic Serbíuforseti og Franjo Tudjman Króatíuforseti handsöluðu samkomulagið á lúxus- hóteli skammt fyrir utan Aþenu fyr- ir milligöngu Costas Simitis forsæt- isráðherra Grikklands. Utanríkisráðherrar Júgóslavíu og Króatíu munu semja um útfærslu samkomulagsins síðar í mánuðinum. Króatískir fulltrúar í samningavið- ræðunum í Aþenu sögðu að í sameig- inlegri yfirlýsingu forsetanna væri heitið vilja til að tryggja öryggi flóttamanna sem hverfa myndu til fyrri heimkynna og að finna fólk sem saknað væri úr stríði ríkjanna. Ennfremur væri því heitið að eyða spennu á Prevlakaskaga við mynni Boka Kotorska-flóann í Svartfjalla- landi en deilur þar hafa m.a. lengi hindrað að samkomulag um gagn- kvæma viðurkenningu ríkjanna væri möguleiki. Erlendir stjórnarerindrekar sögðu það hafa tekið Simitis 25 daga að koma fundinum í kring en undirbún- ingi hans var haldið leyndum þar til í fyrrakvöld. Stjórnmálaskýrendur sögðu Mi- losevic hafa verið mjög áfram um að koma á eðlilegum samskiptum við Króatíu áður en hann sneri sér að öðrum vandamálum sem á honum hvíla. Stjórnarandstaðan í Júgóslavíu tók fréttinni af samkomulaginu mis- jafnlega, allt frá því að kalla það skref í átt til stöðugleika á Balkan- skaga til þjóðarsvika við Serba. Harðir bardagar í miðborg Grosní Niðurstöður rannsókna á loftsteinum vekja athygli Líf á Mars í fyrndinni? Houston, Washington. Reuter. VÍSINDAMENN við bandarísku geimferðastofnunina (NASA) og fleiri vísindastofnanir greindu frá því á fréttamannafundi í Wash- ington í gær að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um að líf kunni að hafa þrifist á plánetunni Mars fyrir milljónum ára. Rannsóknir á loftsteini, sem er talinn hafa borist frá Mars til jarð- ar fyrir um 16 milljónum ára, þykja benda til þessa. Steinninn er tæp- lega 2 kílóa þungur og á stærð við kartöflu. Hann fannst á Suður- skautslandinu fyrir 12 árum. „Það er engin ein uppgötvun sem hefur orðið til þess að við túlkum þetta sem vísbendingu um að líf hafi þrifist á Mars," sagði David McKay, starfsmaður NASA, í gær. „Óllu heldur er það samspil margra þátta sem við höfum fundið. Tengsl allra þess- Reuter Loftsteinn frá Mars sem geymir lífrænar sameindir. ara þátta með tilliti til staðsetn- ingar er sterkasta vísbendingin." Á fréttamannafundinum í gær lagði McKay áherslu á að búast mætti við því að þessari túlkun á uppgötvununum verði andæft harðlega, og eru vísindamennirnir ánægðir með að þetta verði um- deilt. „Við erum ekki að segja að Grosní, Moskvu. Reuter. AÐSKILNAÐARSINNAR i Tsjetsjníju gerðu harðar árásir á byggingar stjórnarinnar í Grosní í gær, á öðrum degi mannskæðra bardaga í borginni. Rússneska hernum tókst síðdegis að senda liðsauka í miðborg- ina til að verjast árásunum. Aðskilnaðarsinnarnir réðust inn í Grosní á þriðjudag og náðu stórum hluta borgarinnar á sitt vald. Þeir reyndu að ráðast inn í höfuðstöðvar tsjetsjensku stjórn- arinnar, sem nýtur stuðnings Moskvu-stjórnar, og náðu á sitt vald aðalsímstöð borgarinnar sem er skammt frá byggingunum. Nokkrir óbreyttir borgarar urðu innlyksa í byggingunum, þeirra á meðal fréttamenn, konur og a.m.k. eitt barn. Rússneskar herþyrlur skutu flugskeytum á aðskilnaðar- sinnana í gær. Lest rússneskra brynvagna komst að stjórnar- byggingunum síðdegis og tvær aðrar nálguðust miðborgina. Ekki var ljóst hvort aðskilnaðar- sinnarnir hefðu hörfað en árásum þeirra „linnti skyndilega", að sögn fréttastofunnar Tass. Hátt- settur rússneskur embættismað- Sergej Stepashín, sagði að við höfum endanlega sannað þetta. Við ætlum að birta niður- stöður okkar opinberiega til þess að aðrir geti rannsakað þær, stað- fest, aukið í, andæft - afsannað ef þeir geta," sagði Everett Gib- son, prófessor við Stanford- háskóla. Mesta uppgötvun aldarinnar? Lois Friedman hjá Reikistjörnu- félaginu sagði að þetta væri mesta uppgötvun sem gerð hefði verið á þessari öld og myndi hafa gifurleg áhrif á heimspeki, trú og vísindi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að þetta væri merki- leg uppgötvun og að Bandaríkja- menn myndu beita allri sinni vís- indaþekkingu til þess að reyna að staðfesta þessar uppgötvanir. ¦ Vísbendingar/18 ur, uppreisnarmennirnir yrðu brátt hraktir úr borginni. Fréttaritari Tass var á meðal þeirra sem urðu innlyksa í bygg- ingunum og sagði að aðskilnaðar- sinnarnir hefðu beitt skotvopnum og sprengjum í árásunum. Kvikn- að hefði í höfuðstöðvum tsjetsj- enska innanríkisráðuneytisins. Tugir manna f éllu Sókn aðskilnaðarsinnanna er sú mesta frá því þeir réðust inn í Grosní fyrir fímm mánuðum. Áður hafði rússneski herinn gert árásir á þorp í Tsjetsjníju í nokkrar vikur. Ljóst er að tugir manna hafa beðið bana í bardögunum en ógjörningur var að fá nákvæmar tölur um mannfallið. Fréttastofan Interfax hafði eftir heimildar- mönnum í hernum að 50 rússnesk- ir hermenn hefðu fallið og 200 særst. Bardagarnir varpa skugga á undirbúning embættistöku Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í Kreml á morgun. Alexander Lebed, æðsti ráðgjafi forsetans í öryggis- málum, sagði brýnt að hefja samningaviðræður að nýju. „Við verðum að skoða einhvers konar nýjar lausnir, nýjar aðferðir," sagði hann. Interfax sagði að leyniskytta hefði drepið yfirmann rússneskra hersveita í Khankala, vígi hersins skammt frá Grosní. Þá hefðu bar- dagar blossað upp í bænum Arg- un, um 15 km austan við Grosní. Aðskilnaðarsinnar segjast hafa eyðilagt 15 rússneska brynvagna í bænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.