Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ STUTT Ihalds- menn í sókn BRESKIR íhaldsmenn virðast vera að bæta stöðu sína nokk- uð en samkvæmt skoðana- könnun, sem dagblaðið Guard- ian birti í gær eru þeir aðeins 12 prósentustigum á eftir Verkamannaflokknum. Hefur munurinn minnkað um þrjú prósentustig frá því í júlí og um fimm frá því í maí. Frjáls- lyndir demókratar fengu nú 19% eða tveimur stigum minna en í síðustu könnun. Olíuskip af strandstað OLÍUSKIPIÐ Betty Therese, sem strandaði skammt frá Landskrona í Svíþjóð í fyrra- dag, náðist óskemmt á flot í gær og sigldi inn til Málm- hauga. Skemmtiferðaskipið Gripsholm í eigu Cunard-lín- unnar sat hins vegar enn fast á sandrifjum á þessum sömu slóðum í gær en þá átti að reyna að draga það á flot. Lágu verði mótmælt REIÐIR bændur sturtuðu tug- um tonna af ávöxtum og grænmeti á stræti og torg í Suður-Frakklandi í gær og aðallega fyrir framan stjómar- byggingar og heimili stjórnar- þingmanna. Mótmæltu þeir þannig lækkandi verði en þeir kenna um ódýrum innflutningi og því kverkataki, sem þeir segja, að franskar stórversl- anakeðjur hafi á framleiðend- um. Sögðu þeir, að þessar verslanir keyptu perukílóið á 17 kr. en seldu á 130 kr. Ráðstefna um Kýpur SÁTTASEMJARAR í Kýpur- deilunni stefna nú að því að kalia saman eins konar Day- ton-ráðstefnu um framtíð eyj- arinnar á næsta ári. Er hug- myndin sú, að íbúarnir, Grikk- ir og Tyrkir, sameinist í einu sambandsríki en þeir hafa ver- ið aðskildir síðan Tyrkjaher réðst inn á eyjuna árið 1974. Andstæðingar Borís Jeltsíns stofna nýtt bandalag Reuter Meiri áhersla lögð á þjóðernishyggju Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, féll í gær frá áformum um að sveija embættiseiðinn utandyra og ákvað að færa athöfnina í Kreml- arhöll. Ákvörðunin kynti undir vangaveltum um að forsetinn ætti við veikindi að stríða og væri því ekki fær um að gegna embættinu. Leiðtogar Kommúnistaflokksins og bandamanna hans komu saman í Moskvu í gær til að stofna nýtt bandalag, sem á að leggja meiri áherslu á hófsama þjóðemishyggju en kommúnisma, til að auka sigur- líkur sínar í næstu kosningum. Jeltsín sver embættiseiðinn á morgun í Kremlarhöll, sem sovét- leiðtoginn Níkíta Khrústsjov lét reisa árið 1961 fyrir fundi sovéska kommúnistaflokksins. Athöfnin átti að fara fram á torgi við dóm- kirkjuna í Kreml. Að sögn talsmanna forsetans ákvað hann að færa athöfnina í Kremlarhöll, þar sem hann sór embættiseiðinn árið 1991, í sparn- aðarskyni. Með því væri hægt að spara níu milljarða rúblna, sem svarar 110 milljónum króna. Þjóðrækin öfl sameinist Leiðtogar Kommúnistaflokksins og bandamanna þeirra stofnuðu í gær nýtt bandalag, Föðurlands- sambandið, og ræðumenn lögðu áherslu á að stjórnarandstöðu- flokkarnir yrðu að láta af hug- myndafræðilegum deilum og taka höndum saman til að auka líkurnar á sigri í næstu forsetakosningum. „Meginhugmyndin er að stofna hreyfingu sem sameinar öll þjóð- rækin öfl í landinu," sagði Níkolaj Ryzhkov, fyrrverandi forsætisráð- herra Sovétríkjanna og formaður skipulagsnefndar bandalagsins. „Við stöndum frammi fyrir vali,“ sagði Gennadí Zjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, sem beið ósigur fyrir Jeltsín í kosningunum 3. júlí. „Annaðhvort sameinum við krafta okkar eða glötum föður- landinu." Ekkert minnst á kommúnisma Ryzhkov sagði að 44 flokkar hefðu þegar samþykkt að ganga í bandalagið og taldi að fleiri myndu bætast við. Föðurlandssambandið tekur við af laustengdu bandalagi þjóðernisaflanna, sem studdu Zjúganov í kosningunum, og hyggst taka upp hófsama þjóðern- ishyggju í stað ódulins kommún- isma. Ekkert var minnst á kom- múnisma eða sósíalisma í drögum að stofnskrá bandalagsins. Þessi áherslubreyting endur- speglar viðhorf margra stjórn- málamanna, þeirra á meðal hóf- samra forystumanna í Kommún- istaflokknum, sem telja að ekkert sem líkist harðlínukommúnisma geti tryggt bandaiaginu verulegt kjörfylgi. Hófsöm þjóðernishyggja virðist njóta meiri stuðnings þar sem margir kjósendur vona að Rússland endurheimti stöðu sína sem stórveldi eftir hrun Sovétríkj- anna árið 1991. Míkhaíl Lapshín, leiðtogi Bændaflokksins, næst- stærsta flokksins í bandalaginu, kvaðst vona að flokkur stalínistans Viktors Anpílovs gengi ekki í nýja bandalagið og þykir það til marks um áherslubreytinguna. Reuter LEIÐTOGAR Kommúnistaflokks Rússlands, Aman Túlejev og Gennadí Zjúganov, og leiðtogi Bændaflokksins, Míkhail Lapshín, á stofnfundi nýs bandalags andstæðinga Borís Jeltsíns forseta. Frakkar einir um að vilja hraða ríkjaráðstefnu FRANSKA ríkisstjórnin talar fyrir daufum eyrum er hún hvetur aðild- arríki Evrópusambandsins til að taka sig saman í andlitinu og hraða gangi viðræðna á ríkjaráðstefnu sam- bandsins, þannig að hægt verði .að taka ákvarðanir á aukaleiðtogafundi ESB, sem haldinn verður í Dublin í október. írland, sem fer nú með for- sæti í ráðherraráðinu, vill ekki reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrr en á reglulegum leiðtogafundi í des- ember. Frakkland og Þýzkaland áttu upp- haflega frumkvæði að því að leið- togafundurinn í október yrði hald- inn, í því skyni að greiða fyrir gangi mála á ríkjaráðstefnunni. Leiðtoga- ráð Evrópusambandsins hefur löng- um haft það hlutverk að höggva á hnútana, þar sem embættismenn eða ráðherrar hafa ekki náð samkomu- lagi í viðræðum. Viðræður ekki teknar úr höndum aðalsamningamanna I European Voice kemur fram að Frakkar vilji helga allan fundinn umræðuefnum ríkjaráðstefnunnar og reyna að ná samkomulagi um ■*.★★★*. EVRÓPA^ einhver mál. írska stjórnin óttast hins vegar að fundurinn yrði fyrst og fremst skrautsýning, sem myndi í fyrstu vekja væntingar almennings en síðan valda vonbrigðum ef lítið kæmi út úr honum. Á meðal aðildarríkja ESB er al- menn andstaða við að taka viðræð- urnar úr höndum aðalsamninga- manna og utanríkisráðherra strax í haust og menn óttast að slíkt kynni að spilla fyrir gangi viðræðna frem- ur en hitt. í sumum aðildarríkjum leikur grunur á að fyrir Jacques Chirac, forseta Frakklands, vaki fyrst og fremst að fá önnur ríki til að styrkja hina sameiginlegu utanríkis- og ör- yggisstefnu ESB, og að um ieið og Frakkar hafi fengið sitt fram í því máli, muni þeir missa áhugann á öðrum viðfangsefnum ráðstefnunn- ar. Endanleg málamiðlun næst aðeins í lokin Að sögn European Voice hyggjast írar leggja fram uppkast að breyt- ingum á mörgum köflum stofnsátt- mála ESB á leiðtogafundinum í des- ember, í stað þess að leiðtogarnir einbeiti sér að einum eða tveimur köflum á fundinum í október, eins og Frakkar vilja. Þessi áherzla íra er í samræmi við stefnu ítala, sem fóru með for- mennsku í ráðherraráðinu á fyrri hluta ársins. „Við hefðum getað byrjað með því að velja úr eitt eða tvö mál, en töldum það ekki gagn- legt, því að hin endanlega málamiðl- un næst ekki fyrr en í lok ráðstefn- unnar,“ segir Sijvio Fagiolo, aðal- samningamaður Ítalíu, í samtali við European Voice. Fagiolo segir að írlandi hafi tekizt að halda lífi í öllum upphaflegum áformum um endurbætur á stofn- sáttmálanum. „I leitinni að sam- komulagi hefur engu mikilvægu ver- ið fórnað," segir hann. Arafat ræðir við Hussein YASSER ARAFAT, leiðtogi Pal- estínumanna, kyssir enni Hús- seins Jórdaníukonungs við upp- haf fundar þeirra í borginni Aquaba á strönd Rauðahafsins í gær. Ræddu leiðtogarnir friðarhorfur í Mið-Austurlönd- um og fund konungisins með BenjaminNetanyahu, forsætis- ráðherra Israels, síðastliðinn mánudag. ísraelsstjórn hefur vakið reiði Sýrlendinga, Líbána og Palestínumanna með því að neita að láta af hendi land fyrir frið, eins og fyrri stjórn hafði að leiðarljósi. Assad Sýrlands- forseti sagði í gær, að ekki kæmi til greina að verða við tilmælum Israela um að hefja friðarvið- ræður milli landanna með því að ræða öryggismál í suðurhluta Líbanon. Sagði Assad að tilraun- ir Netanyahus til þess að koma sér hjá því að ræða kröfur Sýr- lendinga um að Israelar skili Gólanhæðum, sem þeir hertóku 1967, sýndu að Netanyahu hefði ekki raunverulegan áhuga á að koma á friði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.