Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Enn ráðist á láglaunahópana Frá Lárusi Hermannssyni: ÉG SEM hefi lifað áttatíu árin eða | vel það, hefi átt þess kost að fylgj- ast nokkuð vel með landsmálunum, og þá líka á hinu pólitíska sviði. Og í þá gömlu góðu daga, sem okkur hinum eldri er jafnan títt að vitna til, langar mig til að nefna að fyrst í stað voru það aðeins tveir flokkar í þessu landi, sem um var kosið til alþingis, framsóknar og íhalds, og þá virtust skoðanir flokkanna og stefnuskrá þeirra vera svo gjörólík- ar, að alls ekki kom til greina nein málamiðlun, í það minnsta á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hvað | svo sem um þessa flokka má segja eftir að kosningar voru afstaðnar og baráttan um stólana fór að skipta sköpum hjá þeim sem inn komust á þing. Og enn þann dag í dag upphefst grimm barátta fyrir hveijar alþingiskosningar, þar sem hver flokkur þykist hafa ákveðin málefni til að berjast fyrir, og upp- hefjast deilur, sýnilega málamynd- arskoðanamunur, til þess að rugla og sáldra ryki í augu kjósendanna, j svo rækilega að fjöldinn hefur enga I hugmynd um hver sé að segja satt og ætli sér að standa við gefin lof- orð. En þó að það séu nú orðin mörg ár síðan þessir tveir fiokkar voru allsráðandi á stjórnmálalega sviðinu, og aðeins um þá tvo kosið til þings, hafa þó tímarnir breyst í áranna rás, hinir svokölluðu vinstri , flokkar hafa iátið til sín taka og oft gert stóran usla í þessum töldu íhaldsflokkum, framsókn og íhaldi, j undanfarin mörg ár. En sem því ' miður hefur ekki auðnast að sam- einast í eina heild gegn íhaldsöflun- um, sem ríða húsum nú í dag. Og til þess að reyna að vera hreinskil- inn, þá verð ég nú að segja það, að ég hefi aldrei alla mína tíð kynnst slíkri framsóknarstefnu, sem for- usta flokksins rekur nú í dag og , hefur gert síðan þessi ríkisstjórn var mynduð. Sést best á því, hvern- ig íhaldið notar sér óspart að ota j framsóknarráðherrunum í allskonar óvinsælan málatilbúnað. Sem þeir sjálfir hafa ekki treyst sér til að framfylgja mörg undanfarin ár. En samvinna og samhjálp virðast líta út sem skammaryrði að minnast á hjá miklum þorra þingmanna í dag. En í staðinn vilja framsóknar- menn kappkosta eflingu frjáls- hyggju og hlutafélagastefnu með gegndarlausum niðurskurði og harkalegum aðförum að varnar- lausum þegnum þessa lands, eins og öryrkjum, eldri borgurum og allskonar veikburða fólki, sem mun verða þessari ríkisstjórn til ævar- andi skammar, sem ætti helst að nægja til þess, að fólkið í landinu vaknaði til vitundar um það, að það er og verður ekki nauðsynlegt að þessir flokkar fái öllu lengur að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar, og allt fólkið í þessu landi, með þeim afleiðingum, að stöðugt verða þeir ríku ríkari en hinir margir ölm- usuþegnar. Og að lokum væri gam- an að fá svar við því, frá einhveijum sem telja sig vera í forsvari fyrir framsóknarflokkinn, hvort Asta Ragnheiður sé núna að öllu leyti ómerk orða sinna. Þar sem hún hefur lengi undanfarið deilt hart á þau vinnubrögð framsóknarmanna gagnvart niðurskurði í heilbrigðis- kerfinu og víðar, sem og áráttu þessara stjórnarherra að rýra stöð- ugt kjör hinna lægst launuðu og umkomulausra í þessu landi. Sem að allra dómi eiga að lifa algjörlega við sultarlaun? Var það þetta sem kosningakjörorðið með fólk í fyrir- rúmi átti að þýða? Vonandi verður framsóknarmönnum ekki skota- skuld úr að svara því. LÁRUSHERMANNSSON frá Ysta-Mói í Fljótum. BUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœrðu gjöfina - full búð af nýjum haustvörum Nýi Hennes & Mauritz haust/vetrar póstlistinn er kominn - 300 blaðsíður af fallegum fatnaði fyrir alla í fjölskyldunni á góðu verði. Hringdu í síma 588 44 22 og við sendum þér póstlistann um hæl. Aðeins 350 kr. og ekkert póstburðargjald. .. FYRIR ALLA f ► FJOLSKYLDUNNI4 Náðu þér í nýja haust/vetrar listann og þú ert vel sett/ur fyrir veturinn. RCWELLS í Húsi verslunarinnar Hugbúnaðarfyrirtæki 10 ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki er til sölu. Sterk viðskiptavild dreifð á margar starfs- greinar. Selst skuldlaust. Fyrirspurnir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „HUG - 1065“. Til sölu í Reykjanesbæ fasteignin Básvegur 1, Reykjanesbæ (fisk- vinnsluhús). Grunnflötur fasteignarinnar er 440 fm með 110 fm millilofti (samtals 550 fm). Lofthæð (þar sem ekki er milliloft) er 5,40 m. Tilboð óskast send til Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Reykjanesbæjar, Fitjum, 260 Reykjanesbæ, fyrir 22. ágúst nk. Frekari upplýsingar veitir Jón Björn Skúlason eða Friðjón Einarsson í síma 421 6200. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Gotttækifæri Til sölu er eignarhluti í hlutafélagi sem vant- ar aukið rekstrarfjármagn. Fyrirtækið er í sérhæfðum rekstri, tengdum vörusölu og dreifingu á neysluvörum. Fullkominn tölvu- búnaður er fyrir hendi og gott leiguhúsnæði. Hér er um að ræða gott tækifæri fyrir dug- mikið fólk, sem vill skapa sér sjálfstæða, arðvænlega og trygga framtíðaratvinnu. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir til af- greiðslu Mbl. fyrir 13. ágúst, merktar: „AE - 2500“. Farið verður með þær sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað fljótt. i I I 3Rtet0ititiibibílb - kjarni málsins! Kl. 20.30 kvöldvaka. Ingibjörg Jónsdóttir talar. Happdrætti og veitingar. Allir velkomnir. Dagsferð 10. ágúst kl. 9.00 Hekla. Dagsferð 11. ágúst kl. 10.30 Reykjavegurinn, 6. áfangi, Bláfjöll - Kolvióarhóll. Gangan hefst að nýju eftir sum- arfrí í júlí. 9. -11. ágúst Fjölskyldu- helgiíBásum kl. 20.00. Hin árlega fjölskyldu- hátíð Útivistar í Básum. Frítt fyr- ir börn. Gönguferðir við allra hæfi og náttúran er einstök. Verð 4.300/4.900. 10. -11. ágúst Fimmvörðu- háls, trússferð kl. 8.00. Verð 6.100/6.600. 10.-11. ágúst Fimmvörðu- háls, norður niður kl.8.00. Verð 6.100/6.600. Netfang: http://www.centrum.is/utivist FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 9.-11. ágúst: 1) Kl. 20.00 Þórsmörk. 2) Kl. 20.00 Yfir Fimmvörðuháls. Sunnudagur 11. ágúst: Kl. 10.30 Reykjavegur 6. ferð. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Ferð til Kirkjubæjarklausturs Farið verður frá BSÍ kl. 17.00 föstudaginn 9. ágúst. Unniö verður við stígagerð lau. og sun. og farið frá Klaustri kl. 12.45 á mánudag. Utanfélagsmenn sem og félagsmenn velkomnir í hóp- inn. Upplýsingar hjá Jóhönnu í síma 487 4840 og Kömmu í síma 565 6436.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.