Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 23 Bókmenntir Frædirit SJÖTTA REGLA PARKINSONS, Skákprent, 181 bls., án ártals eftir C. Northcote Parkinson NORTHCOTE Parkinson er sennilega þekktastur hér á landi eins og víðar fyrir lögmálið sem við hann er kennt en bókin Lögmál Parkinsons kom út hér á landi árið 1959 í vandaðri þýðingu Vilmundar Jónssonar landlæknis en hafði birst á ensku tveimur árum áður. Sú bók er full af andríki, kaldhæðni og snjöllum athugasemdum og er holl lesning enn þann dag í dag öllum þeim sem vinna í stórum fyrirtækj- um eða stofnunum og horfa upp á skrifræðið þenjast út sé þess ekki sífellt gætt að hafa á því nokkurn hemil. Þegar grannt er skoðað gengur lögmál Parkinsons út á að engin skynsamleg regla sé fyrir því hve viðamikið skrifræði eigi að vera í hlutfalli við þá starfsemi sem það á að þjóna. Honum eins og öðrum er ljóst að skrifstofuhaldið er óhjákvæmilegt og stöðug söfnun upplýsinga, þótt stundum megi skilja hann svo að þetta sé alger- lega óþarft, en vandinn er alltaf sá að meta hvaða upplýsingar skipta máli. En hann leikur sér að þeim mannlega breyzkleika að finna alltaf vinnu til að fylla upp í tímann sem henni er ætlaður og helzt gott betur. Nú er komin út í íslenzkri þýð- ingu bókin Sjötta regia Parkinsons þar sem höfundur hefur dregið saman ýmislegt af því sem hann hefur haldið fram um ævina í tólf kafla með hugleiðingum um eitt Ekki meir! Ekki meir! VALA Þórsdóttir í verkinu: Eða þannig. og annað sem gerist í nútímanum. Bókin hefur ekki komið út á ensku og kemur nú_í fyrsta sinn fyrir sjón- ir lesenda. Útgáfan á sér nokkuð langan aðdraganda, eins og kemur fram í formála, en Almenna bóka- félagið samdi við Parkinsons árið 1987 um þýðingu og útgáfu á þess- ari bók. Þessi bók veldur verulegum von- brigðum. Hún stenzt engan sam- jöfnuð við fyrri bók sama höfundar á íslenzku. Hún er iðulega óskýr í hugsun og framsetningu, höfundur styðst við sleggjudóma í stað rök- semda og fordómar höfundar um samtímann byrgja honum oft og iðulega sýn á fremur einfalda hluti. Þetta sést strax í fyrsta kaflanum sem ber heitið hrörnun þar sem höfundurinn leitast við að bregða ljósi yfir þá þætti í samtímanum sem benda til hnignunar vestrænna samfélaga. Hann hefur ekki áhuga á að skilja nútímalist heldur viðrar einungis fordóma sína um hana, sama á við um átökin um stöðu kvenna í samtímanum. Það er ekki svo að menn verði að hafa ein- hveija eina skoðun á gæðum nú- tímalistar eða kvenréttindum, en það er sjálfsögð krafa að höfundar rökstyðji skoðanir sína um þessi efni. Kannski er dapurlegast við þessa bók að það er eins og stíllinn og skoðanir höfundar séu stirðnaðar. Margar sögulegar tilvísanir eru yfirborðslegar og kenning höfund- ar um hnignun ríkja og menningar sömuleiðis. Á einum stað er höf- undur að bera saman Forn-Grikki og austrænt fólk. Um það segir hann: „Þetta fólk var þess vegna mjög trúrækið og sálarástandið ekki frábrugðið því sem er svo áberandi í Moskvu eða Oklahoma.“ (bls. 58) Fyrsta spurningin sem vaknar við svona setningu er: Er eitthvert sérstakt sálarástand sem einkennir Moskvu eða Oklahoma? Það er auðvitað öldungis fráleit hugmynd. Sennilega hefur þetta átt að vera fyndið en er ósköp dap- urleg glámskyggni. Sama má segja um fjöldamargt annað í þessari bók. Það er rétt að taka þó fram að sumir kaflar bókarinnar eru heil- legir og vel þess virði að lesa. Þetta á sérstaklega við um sjöunda kafla um viðskiptalífið og sömuleiðis er allt í lagi að lesa kaflann um sam- einingu Evrópu. Þar kemur óbeit höfundar á miðstýringu ekki í veg fyrir að hann átti sig á kostum Evrópubandalagsins. Þýðingin er yfirleitt læsileg og lipurleg en of mikið er um prentvill- ur og lélegan frágang á uppsetn- ingu lesmálsins á síður. Guðmundur Heiðar Frímannsson Einleikir á Flateyri Flateyri. Morgnnblaðið. NÝVERIÐ sóttu Flateyringa heim leikkonur tvær, þær Sigrún Sól Ól- afsdóttir og Vala Þórsdóttir. í far- teskinu höfðu þær stöllur tvo ein- þáttunga sem þær hafa sýnt í Reykjavík. Ætlunin er að fara með einþáttungana víða um landið og höfðu þær þegar gert stuttan stans á Isafirði, á hátíð þeirri sem er kennd við bæinn. Og nú var komið að Flat- eyri. Einþáttungarnir voru sýndir í Vagninum við góða aðsókn. Hér er um að ræða annars vegar Ég var beðin að koma, en höfundur þess leiks er Þorvaldur Þorsteinsson og leikur Sigrún Sól eina hlutverkið í stykkinu. Hitt verkið heitir Eða þannig og er eftir Völu Þórsdóttur sem einnig leikur í verkinu. Morgunblaðið/Egill SIGRÚN Sól Ólafsdóttir í verkinu: Ég var beðin að koma. Fj öltæknimenn MYNPLIST Listhus 39 BLÖNDUÐ TÆKNI Samsýning. Listhús 39: Opið kl. 13-18 mánud.-laugard. og kl. 14-18 sunnud. til 18. ágúst; aðgangur ókeypis. í ÞESSUM litla sal er fram haldið þar sem frá var horfið við síðustu sýningu, þ.e. við að kynna að nokkru verk þeirra sem eru að hefja sinn feril. Nú eru hér komnir þrír félagar sem luku námi frá MHI á nýliðnu vori og leitast við að þróa verk sín nokkru lengra en þeir gátu sem list- nemar eingöngu. Þeir Aðalsteinn Stefánsson, Hjört- ur Hjartarson og Þóroddur Bjarnason útskrifuðust allir frá fjöltæknideild og vinna því með fjölbreytilegum efnum og aðferðum til að koma myndsýn sinni til skila. Þó verður ekki annað sagt en hér sé margt kunnuglegt eins og eðlilegt er eftir rúman aldarfjórðung af slíkri list- sköpun. Á útskriftarsýningunni í Laugar- nesi í vor vann Aðalsteinn Stefánsson með hljóð og ljós til að skapa athygl- isverðar innsetningar, sem nutu sín vel í rýminu þar. Hér heldur hann í raun áfram á sömu braut og tekst það nokkuð vel, þrátt fyrir afar lítið pláss; nú vinna vatn og ljós saman við að skapa stöðugt nýtt endurkast, sem leikur um veggina. Hér hefur Aðalsteinn greinilega gengið í smiðju til Finnboga Péturssonar og er það ekki leiðum að líkjast. Hjörtur Hjartarson vinnur hér með gúmmí, sem hann klippir í ákveðin mynstur og setur á veggi salarins. í fyrstu koma þessir litlu fletir ókunn- uglega fyrir sjónir, nánast sem lítil, óhlutbundin ævintýr, en um síðir ætti tenging við efnið að opna augu áhorfandans: Hér eru komin fjöl- skrúðug mynstur þeirra hjólbarða, sem skapa okkur svo mjúka ferð nútímafararskjóta frá einum stað í annan. Eins og menn vita er ekkert í þessum skorningum tilviljun háð, heldur afrakstur vísindalegra athug- ana á rennsli og gripi; þrátt fyrir úthugsað hagnýtið má sjá ýmsar skemmtilegar myndanir úr þessum formum, sem við lítum sjaldnast við í daglegu lífi. Þriðji félaginn, sem sýnir hér, er Þóroddur Bjarnason. Framlag hans eitt og sér segir ekki mikið, en með því má engu að síður líta svo á að hann sé tekinn að skrifa sköpunar- Á slóðum Kínahverfisins Richard Sylbert, fer með hlutverk réttarlæknis. Það einkennilega er að utanbæjarmaður í Hollywood er fenginn til að stjórna öllu þessu liði, Lee Tamahori frá Nýja Sjá- landi, og Hollywood gleypir hann með húð og hári. Tamahori hefði að ósekju mátt slá aðeins á Holly- woodljómann með einhverju af hinu hráa raunsæi fyrri myndar sinnar, Eitt sinn stríðsmenn. „Mul- holland Falls“ er brakandi fín skemmtun en ekki gallalaus því hún er alltaf svolítið meðvituð um ágæti sitt, fallegu fötin og frægu stjörnurnar. Allt verður það til að draga nokkuð athyglina frá sakamála- sögunni. Myndinni hefur verið líkt við Kínahverfið af tveimur' ástæð- um. Hún gerist, líkt og Kínahverf- ið, í Los Angeles um miðja öldina og er gerð í „film-noir“ stílnum eins og hún en í stað deilna um vatnsyfirráð tengist „Mulholland" kjarnorkuvopnatilraunum í eyði- mörkinni utan við borgina. Nick Nolte stýrir sérsveit lögreglunnar í Los Angeles, sem mun hafa verið til í alvörunni á þessum árum. I henni eni fjórir harðir naglar, óað- finnanlega klæddir með hatta sem þeir taka helst aldrei ofan. En þeir eru ekki aðeins glæsilega klæddir eins og bófar heldur beita þeir aðferðum bófanna í baráttunni við þá og lemja þá og kýla og henda niður brattar brekkur til að losna við þá þar til maður á erfitt með að meta hveijir eru illmennin og hveijir ekki. Þegar ung kona, viðhald Nolte, finnst látin og filma með atriðum úr svefnherberginu hennar kemst í umferð verður fjandinn laus. Nolte er ábúðarmikill foringi sveitarinnar með sína viskírödd og djúpu sektarkennd og filterslausu sígarettu í munnvikinu. Félagar hans eru leiknir af Chris Penn, Michael Madsen og Chazz Palmint- eri en Chazz ber af í þeim hópi sem lítillega bilaður löggæslumað- ur. Allir eru þeir óaðfinnanlega klæddir og skipta um glæsileg jakkaföt eins og aðrir skipta um sokka. Melanie Griffith gerir iítið fyrir myndina sem sæt og sár eiginkona Nolte, Treat Williams er brattur herforingi en senuþjóf- urinn og ekki í fyrsta skipti er John Malkovich í hlutverki hers- höfðingja tengdum kjarnorkuáætl- un Bandaríkjanna, sem stendur greindarlegur og kaldhæðinn frammi fyrir örlögum sínum. Tamahori veit að „film-noir“ getur verið annað orð yfir kynlif, fínlega úrkynjun og saklaus fórn- arlöm og tengist að öllu jafnaði sektarkennd og eftirsjá í mjúku samblandi ljóss og skugga og hann virðist gera allt samkvæmt bók- inni. „Mulholland Falls“ er áhuga- verð sakamálasaga, vel leikin að flestu leyti en full gerilsneydd og líflaus í útliti. Það hefði mátt vera kaffiblettur einhverstaðar eða krumpaður jakki. Arnaldur Indriðason sögu listaverks í nokkrum köflum. Nýlega lauk í Nýlistasafninu sýningu þar sem hann hafði skrúbbað einn salinn hátt og lágt og sýndi síðan þannig - rýmið var komið á hreint. Hér bætist næsti þáttur við; verk hans nú samanstendur af þremur pokum af seigfljótandi spartli, mót- unarefni sem er notað til að slétta ójöfnur og gera við sprungur - við- gerð rýmisins, áður en það er málað upp á nýtt, og gert tilbúið til að þjóna nýju eða breyttu hlutverki. - Þessa sögu er væntanlega hægt að halda áfram að skrifa í mörgum köflum, en þó er hætt við að ýmsir verði orðnir nokkuð leiðir á forspilinu, áður en átökin sjálf hefjast. Þessi litla sýning þriggja fjöl- tæknimanna gerir sig ágætlega hér, en henni mætti þó fylgja frekari kynning á listamönnunum, eins kon- ar heimildir til framtíðar ... Eiríkur Þorláksson CAFÉ CAPRICE Glæsileg kaffivél sem sýður vatnið sjálf. KYNNINGARTILBOÐ 9.975,- KR. Úrval kaffivéla frá 1.890 kr. stgr. Fást vfða um land. [ MSM Eina** MSM l Farestveit&Co.hf Borgartúni 28 TS 562 2901 og 562 2900 HCarnival. SUDUR UM HÖHN! Nýjustu, stærstu og glæsilegustu skemmtiferðaskip heimsins - Umboð á íslandi - CARNIVAL CRUISE LINES: IMAGINATION, INSPIRATION, FASCINATION, SENSATION og DESTINY, stærstu farþegaskip heimsins. Einstakt sértilboð á nokkrum brottfórum í ágúst, sept. og okt. Láttu drauminn rætast í tengslum við draumadvöl á DÓMINIKANA. Verð frá kr. 50 þús. á mann í 7 daga siglingu. TÖFRAR AUSTURLANDA Ferðaævintýri ævi þinnar! STÓRAAUSTURLANDAFERÐIN 5.-23. okt. Perlurnar BALI, SINGAPORE, HONG KONG, BANGKOK, LONDON. Fá sæti laus. TÖFRAR1001 NÆTUR 17. okt.-6. nóv. BANGKOK, RANGOON, MANDALAY, PHllKET, BAHRAIN, LONDON. Einstök, spennandi og heillandi lífsreynsla. Hágæðaferðir á tækifærisverði núna. Fararstjórar; Ingólf'ur Guðbrandsson og Jón Orrnur Ilalldórssun, dósent, stjórnmálafræðingur. CARNIVAL CRUISES UMB0D Á ÍSLANDI FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAP HEIMSKLUBBUR GOLFS Austurstræti 17,4. hæð,101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.