Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8.ÁGÚST1996 15 ___________IMEYTENPUR________ Útbýr þúsundir nestispakka á ári Matur í ferðalagið 0 Sjálfsafgreiðslu- afsláttur Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum eldsneytislítra á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. Morgunblaðið/Asdís GUÐBJÖRG Elsa Guðmundsdóttir og Brynjar Eymundsson, eig- endur Veislunnar ásamt starfsfólki sínu að utbúa veislu. „MÖGULEIKARNIR eru óteljandi þegar matur á grillið er annars veg- ar,“ segir Brynjar Eymundsson mat- reiðslumeistari þegar hann er inntur eftir spennandi uppskriftum á grillið fyrir þá sem eru á leið í útilegu eða sumarbústað. „Það má útbúa ýmislegt fyrirfram og algjör misskilningur að það eina sem hægt sé að grilla sé kjöt í tilbún- um kryddlegi. Auk þess að grilla er tilvalið að vera búinn að útbúa ýmis- konar salöt í ferðalagið, bæði sem meðlæti og aðalrétti." Brynjar hefur reynslu af því hvað ferðamenn vilja borða því hann hef- ur ásamt starfsfólki sínu hjá veislu- eldhúsinu Veislunni á Seltjarnarnesi í nokkur ár útbúið nestispakka fyrir ferðamenn og bæði þá fyrir dags- ferðir og lengri ferðalög. „Nestis- pakkarnir skipta þúsundum ár hvert. I boði eru nokkrar tegundir nesti- spakka sem hægt er að velja um eftir því hve langt ferðalagið er og hve mikið á að leggja í nesti. Útlendingar vilja gjarnan eitthvað íslenskt og þá bjóðum við upp á hangikjöt, grafinn og reyktan lax, flatkökur, skyr og aðra þjóðlega rétti. Yfirleitt eru slíkar ferðir skipu- lagðar af ferðaskrifstofum og þann- ig ákveðið í samráði við þær hvað er á boðstólum. Oft koma Islending- ar með séróskir sem við reynum þá að sinna eftir getu,“ segir hann. „Við útbúum saumaklúbba með nesti og stundum förum við með ferða- mönnum, sjáum þá kannski um veisl- ur uppi á jöklum, úti á sjó og á fjöll- um.“ Leigir út borðbúnað og kristal Auk þess að sjá um veitingar í hvers kyns veislur og uppákomur leigir Brynjar út borðbúnað, kristal, dúka og allt annað sem þarf. En er dýrt að leigja borðbúnað fyrir 40 manna veislu? „Ef leigja á diska, hnífapör og glös kostar leigan um 90 krónur á mann og þá þurfa gestgjafarnir ekk- ert að hafa áhyggjur af uppvaskinu. Við sjáum um það. Leiga á kristal er síðan dýrari." - Verðið þið ekkert vör við breytt mataræði hjá íslendingum? „Jú, óneitanlega höfum við með hveiju árinu sem líður fundið fyrir því i auknum mæli að íslendingar eru farnir að hugsa um það hvað þeir setja ofan í sig. Við erum farin að leggja áherslu á að nota lítið af fíturíku hráefni í framleiðslu okkar og smurbrauðið okkar er til dæmis gert sérstaklega með hollustu í huga og það hefur mælst mjög vel fyrir.“ Af þeim tólf starfsmönnum, sem vinna hjá Veislunni, eru þrír í því að sjá um smurbrauð en eiginkona Brynjars sér um þá deild og er sér- staklega menntuð sem smur- brauðsdama frá Danmörku. Hér kemur uppskrift að rétti á grillið en einnig að salati sem hent- ugt er að hafa með í ferðalagið. Humar- og hörpuskels- spjót ó grillið Fyrir 4 20 humarhalar skelflettir 20 hvítar hörpuskeljar 8 sérrítómatar 2 rauðlaukar skornir í lauf 1 græn paprika í bitum Allt þrætt upp á spjót og marínerað í eina klukkustund. Marínering: 1 msk hvítlauksolía 2 msk ólífuolía 1 tsk karrí 1 msk hvítvín 'ótsk salt og pipar Grillað við mikinn hita 15-10 mínútur á hvorri hlið. Borið fram með salati, villihrísgijónum og hvít- lauksbrauði. Kalkúnasalat 1 kalkúnabringa Kryddlögur 1 dl balsamedik 2 dl ólífuolía 1 dl appelsínuþykkni 1 msk Dijon sinnep f msk hlynsíróp 1 msk söxuð steinselja Blandið öllu í kryddlöginn saman. Pönnusteikið kalkúnabringuna á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar. Ofnbakið síðan á 130°C í um 20 mínútur. Kælið og skerið í fínar ræmur og marínerið í ki-ydd- legi í 4-5 klukkustundir. Salat: hólft búna frissésalat hólft búnt Lollo Rossó einn fjórði búnt íssalat einn fjórði agúrka 2 msk blaðlaukur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 msk sólþurrkaðir tómatar 2 msk kryddaður fetaostur 1 msk pistasíur Rífið kálið gróft og fínskerið síð- an grænmetið. Bætið osti og pistas- íum samanvið og kalkúnakjötinu. • Sæbraut við Kleppsveg + 2 kr.* • Mjódd í Breiðhoiti + 2 kr* • Guilinbrú í Grafarvogi • Kiöpp við Skúiagötu • Ánanaustum • Hamraborg, Kópavogi • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfirði • Suðurgötu, Akranesi 'Viðbótarafsláttur vegna framkvæmda. olis léttir þér lífið ^ GRAM KF-263 GRAM KF-355E Kælir 197ltr. Frystir 55ltr. HxBxD: 146,5 x 55 x 60 cm. Verð áður 59.990,- Kælir 272ltr. Frystir 62ltr. HxBxD: 174 x 59,5 x 60 cm. Verð áður 79,990,- Nú 53.990,-stgr. Nú 69.990,-stgr. GÓÐIR SKILMÁLAR FRÍ HEIMSENDING TRAUST PJÓNUSTA /FDnix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Breytt uppsetning á helgartilboðum GERÐAR hafa verið breytingar á uppsetningu á helgartilboðum verslana sem birtast hér reglu- lega á síðum blaðsins á fimmtu- dögum. Gefst nú lesendum kost- ur á að bera saman venjulegt verð vörunnar og síðan það til- boðsverð sem verslunin býður viðskiptavinum. Þá mun einnig á næstu vikum stuðlað að því að mælieiningar- verð komi fram, þ.e.a.s. kíló- og lítraverð vörunnar. I reglum um mælieiningarverð, sem gefnar voru út af Samkeppnis- stofnun í júní 1994, segir að vörur skuli verðmerktar með mælieiningarverði hvar sem þær eru til sýnis, einnig í rit- aðri eða prentaðri auglýsingu. Tommee Tippee* Þií færð TOMMEE TIPPEE gœða-barnavörur hjú okkur Iðunnar Apótek, Grafan/ogs Apótek, Hraunbergsapótek, Kópavogsapótek, Apótek Garðabæjar, Apótek Suðurnesja, Apótek Blönduóss, Apótek Vestmannaeyja, Akureyrar Apótek, Stjörnu Apótek, Skagfirðingabúð, Kf. Borgfirðinga, Hyrnan Umferðarmiðstöð, Allir krakkar barnavöruverslun. SnuA, pelnr, könnur, nnghringir, öryfífrisi'örur. Ivikföng og m.fl. ferskttr tyvWinqnr á þvnvíitmte^í Suðurríkjasteikt kjúklingalæri 8 fersk kjúklingalæri 1/2 lítri mjólk 2 dl góð steikingarolia 1 dl hveiti 1 tsk paprikuduft 1/2 tsk chilipipardutt (milt) 2 tsk kryddsalt 1/2 tsk hvítlauksduft Látið kjúklingalaerin í djúptfat. Hellið nógu mikilli mjólk til að fljóti vel yfir kjúklinga- bitana. Látið plastfilmu vel yfir og geymið í kæli í minnst 8 tíma, mest 20 tíma. Takið kjúklingalærin upp úr mjólkinni og þerrið vel. Hellið mjólkinni. Blandið saman hveitinu og þurrkryddinu og veltiö kjúklingalærunum þar upp kryddhveitið í plastpoka og hrista vel saman í örstutta stund). Látið steikingaolíuna í djúpa pönnu (u.þ.b. 2 sm dýpt á olíunni) og hitið upp. Olían er orðin nógu heit þegar brauðbiti ristast í henni á einni mínútu. Steikið kjúklingalærin varlega í olíunni. (Athugið að sprautast gætu upp litlir oliudropar, það er eðlilegt og ágætt að vera viðbúinn því). Þegar kjúklingalærin eru orðin vel brúnuð, látið þau á eldhúspappírtil að hann dragi í sig mestu fituna. Að endingu skal setja kjúklingalærin í 180 gráðu heitan ofn í u.þ.b. 20 mínútur Berið fram með bökuðum kartöflum og salati. ■j HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.