Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kaup Islendinga á rússneskum fiski - framtí ðarmö guleikar Á SÍÐUSTU misser- um hefur mikið verið ijallað um viðskipti ís: lendinga og Rússa. í þessari grein yerður flallað um kaup íslend- inga á rússneskum fiski síðustu árin. I dag eru keypt um 20 þús. tonn af bolfiski af Rússum. Það er raunhæft að áætla að íslendingar geti hæg- lega keypt um 50 þús. tonn af bolfiski af Rúss- um á ári. Þetta er mat þeirra sem hafa stund- að viðskipti á þessu sviði. Sé miðað við þær efnahagsstærðir sem liggja fyrir nú þegar í þessum við- skiptum, má áætla að þjóðhagslegur ávinningur yrði gífurlegur. Til þess að gefa hugmynd um slíkt má nefna að heildartekjur gætu orðið 8 millj- arðar króna og verðmætasköpun gæti orðið 4 milljarðar króna og allt að 1.000 ný störf gætu skapast í kringum þessa atvinnugrein. Breytingar Fyrir árið 1992 voru landanir rúss- neskra skipa og rússneskur bolfiskur svo til óþekkt á íslandi. Ástæður fyrir breytingunni eru fjórar: • Minna framboð var af íslensku hráefni vegna minni kvóta. • Fiskvinnslan fór að færast mun meira á haf út sem leiddi til þess að minna framboð var af hráefni fyrir vinnsluhúsin. • Stjórnmálaástand í Rússlandi breyttist. • Rýmkanir í lögum um landanir erlendra skipa á íslandi. Lengri saga liggur að baki við- skipta með rækju, en innflutningur hófst um 1980 og var á bilinu 5-10.000 tonn árlega fram til ársins 1990. Þessi innfiutningur hefur verið að dragast saman síðan vegna minna framboðs af rússneskri rækju sem Stæstur hluti aflans er flokkaður sem sjófrystur afli og fer hann að mestu til vinnslu innanlands, þó hef- ur orðið mikil aukning á söltun á þessu hráefni. Aflamagn sem erlend skip lönduðu til vinnslu á Íslandi skiptist á verkun- araðferðir þannig að iangmest fór í frystingu og bræðslu eða tæp 30 þús. tonn og í söltun fóru um 7 þús. tonn. Mikilvægi Þjóðhagslegur ávinningur af kom- um rússneskra skipa sem og annarra erlendra fiskiskipa er margþættur og hefur víðtæk áhrif á ýmsum svið- um atvinnulífsins. Þó er hægt að skipta tekjum af komu erlendra skipa í tvennt: Hver 50 tonn af fiski, segir Kristófer Frank de Fontenay, gefa af sér eitt heilsársverk í atvinnu. • Tekjur og virðisauki af afla sem er landað og unninn er hér á landi. • Beinar og óbeinar tekjur af sölu á vöru og þjónustu við skipin þegar þau landa hér við land. Hráefnisverð sveiflaðist mikið til á árinu 1993 allt frá 1.100 USD upp í 1.700 USD fyrir tonnið, en árið 1994-5 hefur ríkt nokkur stöðugleiki í verðmyndun hefur meðalverðið ver- ið í kringum 1.500 USD. Margir álykta að verðmætasköpun af þess- um fiski sé lægri en við vinnslu á hefðbundnum einfrystum fiski. Það er þó ekki alveg rétt eins og kemur í ljós þegar eftirtalin atriði eru skoð- uð og metin: 1. Verðmæti við saltfiskvinnslu hækkaði mikið frá árinu 1992, en 15% aflans fara í þessa verkun. og vegna aukins fram- boðs af heimamiðum ís- lendinga. Arið 1993 lönduðu 60 rússnesk skip á ís- landi og árið 1994 voru þau rúmlega 70. Þegar litið er á síðasta ár kem- ur í ljós að 35 rússnesk skip lönduðu hér á landi eða helmingi færri en árið áður. Skýringu á þessu má finna í því magni _ sem skipin fluttu. Árið 1995 var mikið um flutningaskip sem komu með mikið magn í einu og fluttu þessi skip inn meira magn en árið 1994. Allar aflatölur sem eru birtar hér á eftir miðast við fisk upp úr sjó, óslægðum með haus. Súlurnar sýna innflutt heildarmagn af viðkomandi tegund en línurnar sýna hlut Rúss- lands í þorski og ýsu. Árið 1992 var heildarafli erlendra skipa sem landað var hér til vinnslu um 21 þús. tonn, að verðmæti 750 milljónir króna en árið 1993 var afl- inn 33 þús. tonn að verðmæti 1.040 milljóna króna. Árið 1994 lönduðu erlend fiskiskip á íslandi um 70 þús. tonnum af fiski. Þar af var um helmingur loðna eða 35.444 tonn. Árið 1995 voru flutt inn 64 þús. tonn af físki og þar af voru tæp 24 þús. tonn þorskur, rúm 5 þús. tonn úthafskarfi, 2 þús. tonn af ýsu og eitt þúsund tonn af ufsa og karfa. Frá Rússlandi koma rúm 20 þús. tonn af þorski og eitt þúsund tonn af ýsu. Verðmæti innflutts hrá- efnis var um 2,4 milljarðar króna árið 1995. Ef litið er á verðmæti erlends afla unnum á íslandi árið 1995 kemur í ljós að verðmæti þorsksins er lang- mest eða um 1,4 milljarðar kr., næst á eftir koma ýsan og úthafskarfínn að verðmæti um 150 milljónir kr. hvor. Kristófer Frank de Fontenay Innflutningur á erlendu hráefni árin 1992 til 1995 — þorskur n ufsi KE karfi ^ úthafskarfi I I rækja = þorskur — ýsa 2. Söluaðilar og vinnsluhús hafa náð sambærilegu verði fyrir tvífryst- an fisk og fyrirtæki fá almennt fyrir einfrystan fisk. 3. íslenskir verkendur hafa öðlast mikla reynslu í vinnslu á tvífrystum físki. Sú vara sem framleidd er úr þessu hráefni í dag er betri vara en unnin_ var fyrir þremur árum. 4. í flestum tilvikum þar sem um frystingu er að ræða, er rússafisk- urinn notaður í vinnsluna á annars rólegum tíma, þ.e. þetta hráefni er notað til sveiflujöfnunar. Því má líta á vinnsluvirði afurðanna út frá breytilegum kostnaði og án þess að líta á fastan kostnað svo sem vélar og húsnæði. Markaðir Mikill meirihluti af þessum físki fer á Bandaríkjamarkað og er það vegna þess að ekki eru til samningar á milli Islands og ESB um sölu á hráefni frá þriðja landi. í dag er komin nokkur hefð fyrir þessa vöru á Bandaríkjamarkaði og nægir þar að benda á Kanadamenn sem hafa stóraukið sölu á þessum fiski til Bandaríkjanna. Verðmætasköpun afla frá erlend- um fiskiskipum hefur aukist úr um 1,4 milljörðum árið 1992 upp í rúma 3 milljarða árið 1995. Samhliða þess- ari aukningu hefur atvinnusköpun að sjálfsögðu vaxið jafnt og þétt úti um allt land. Útreikningar benda til þess að hver 50 tonn af físki gefi af sér eitt heilsársverk í atvinnu, þ.e. eftir að margfeldisáhrif hafa verið metin. Auka má vinnslu og verkun á er- lendum bolfiski um tugi þúsunda tonna um allt ísland. Dreifíleiðir eru til staðar til þess að dreifa til smárra og meðalstórra verkenda þannig að þeir geti aflað hráefnis í takt við eigin vinnslugetu án of mikils birgða- halds og fjármagnskostnaðar. Framtíðarhorfur Á síðasta ári var verðmæti erlends afla sem landað var á íslandi 40% hærra en árið 1994. Fyrstu þijá mánuði þessa árs hafa komur rúss- neskra skipa verið mun tíðari en árið 1995, og það sama á við um físk sem landað er til vinnslu. Ekki eru horfur á öðru en að veitt magn í Barentshafi verði áfram með óbreyttum hætti á næstu árum. Því má gera ráð fyrir að framboð af hráefni eigi eftir að haldast óbreytt á næstu 5-7 árin. I þessum viðskiptum eru mikil tækifæri fyrir íslendinga og þá sér- staklega landvinnsluna sem hefur verið í vandræðum síðustu misseri. Með því að auka framboð af hrá- efni, frystu eða fersku, næst betri nýting á fastakostnaði hjá vinnsl- unni. í þessu samhengi er skemmst að minnast góðs framtaks Útgerð- arfélags Akureyringa þegar það hóf kaup á fersku norsku hráefni sem hefur reynst vel í upphafí. Á Islandi er markaður fyrir rúss- neskan físk og það er víst að vinnsla á þessu hráefni á eftir að aukast á næstu árum. Möguleikarnir eru fyrir hendi en það þarf framtak og bjart- sýni í bland við raunsæi til þess að nýta þessa möguleika. Höfundur starfar sem markaðsráðgjafi & sjávarútvegssviði hjá Utflutningsráði íslands. Morgunblaðið og rekstur spítala REYKJAVIKURBREF Morgunblaðsins laugar- daginn 27. júlí sl. fjallar eingöngu um rekstur spítala. Höfundur fjall- ar þar um málin af tölu- verðri þekkingu og í lok greinarinnar kemst hann að þeirri niður- stöðu að ríkisstjórn og þingflokkar eigi að hefja undirbúning að sameiningu stærstu spítala landsins í eina stofnun. Rökin fyrir þessarri niðurstöðu eru m.a. þau að tillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur séu óásættanlegar fyrir fólkið í landinu. í sama blaði er á bls. 2 viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu, borgarstjóra, og þar segir hún m.a. „Maður hlýtur að spyija sig þeirrar spurningar hvort verið sé að svelta sjúkrahúsin til sameiningar ...“. Ráðgjafarnir á vegum Ríkisspítala Borgarstjóri hittir nefnilega nagl- ann á höfuðið. Sameining Landakots og Borgarspítala hefur nú staðið yfir meira og minna undanfarin 5-6 ár. Mikil andstaða kom fram við þessa sameiningu og ætti að vera mörgum í fersku minni. Andstaðan kom ekki síst frá stjómendum Ríkisspítala sem fengu á þessum tíma ráðgjafa sem skiluðu skýrslu 1991 og lögðu til að önnur leið yrði farin eða eins og seg- ir í áðurnefndu Reykja- víkurbréfi: „Ráðgjafar Moret Emst & Young leggja því til að Ríkis- spítalar taki upp við- ræður við Borgarspítala um að sjúkrahúsin láti fara fram nákvæma at- hugun á hagkvæmni þess að sameina þau á einum eða tveimur stöð- um.“ Þessi athugun hef- ur hinsvegar aldrei farið fram þannig að niður- staðan liggur alls ekki fyrir eins og greinarhöf- undur og heilbrigðisráð- herra virðast telja. Það er nauðsynlegt að und- irstrika það rækilega að ráðgjafarnir voru hér á vegum Rík- isspítala en ekki heilbrigðisráðuneyt- isins og skoðuðu málið því einvörð- ungu frá því sjónarhomi. Sjúkrahús Islands mikið bákn Síðan gerist það að stjórnendur Ríkisspítala hafa flutt sig um set og tekið við störfum í heilbrigðisráðu- neytinu. Það er því skiljanlegt að þessar gömlu hugmyndir hafa fengið nýjar áherslur og menn telji þær allra meina bót. Væri ekki rétt að skoða þessar hugmyndir nánar? Hvers kon- ar stofnun yrði til úr Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ríkisspítölum? Hér yrði um að ræða stærsta fyrirtæki landsins, sem yrði stjórnað að meira eða minna leyti úr heilbrigðisráðu- neytinu, með öðrum orðum alger Nauðsynlegt er að líta á rekstur heilbrigðis- * kerfis, segir Olafur Orn Arnarson, eins og hvem annan rekstur fyrirtækis. miðstýring og einokun á mjög við- kvæmri þjónustu. Fyrirtækið hefði yfir fimm þúsund starfsmenn og velt- an yrði um það bil 11-12 milljarðar króna eða um 10% af fjárlögum ríkis- ins. Starfsemi fyrirtækisins yrði á mörgum stöðum í borginni og víðar og hafa ekki komið fram neinar hug- myndir um hvernig tilfærsla á starf- seminni ætti að eiga sér stað. Ef veruleg hagræðing ætti að nást þyrfti að endurskipuleggja allt hús- næði og byggja fyrir tugi milljarða króna. Samvinna og verkskipting mikil í dag Sameining slíkra stofnana er geysi- lega flókið og erfítt mál enda snertir það þúsundir starfsmanna. Það þekkj- um við sem höfum reynsluna af sam- einingu Landakots og Borgarspítala. Samvinna spítalanna á höfuöborgar- svæðinu undanfarna tvo áratugi hefur byggst á ákveðinni verkaskiptingu sem komið var á upp úr 1970 fyrir tilstilli heilbrigðisráðuneytisins. Hún hefur í raun tekist mjög vel og í dag er t.d. ein hjartaskurðdeild, ein augn- deild, ein heila- og taugaskurðdeild, ein háls- nef og eymadeild, ein slysa- deild, ein fæðingardeild, skipting bráðavakta og fleira mætti telja. 1 raun rekum við hér svo kallað par- sjúkrahús. Auk þess er samvinna á ýmsum fleiri sviðum í sambandi við rekstur, t.d. tölvumál, innkaupamál, þvottahúsrekstur o.fl. Það sem hefur komið í veg fyrir að samvinnan hafí þróast enn frekar er kannske þessi eilífa sameiningarárátta. Hagræðing í rekstri Hagræðing í heilbrigðismálum á að fara í annan farveg. Það er nauð- synlegt að líta á rekstur heilbrigðis- kerfis eins og hvem annan rekstur fyrirtækis. Það þarf að koma upp kerfi kaupanda þar sem ríkið hlýtur að gegna stóru hlutverki. Ríkið á hins vegar ekki að vasast í sjálfum rekstr- inum. Þar þurfa seljendur þjónustu að koma til. Ríkið þarf að gera þjón- ustusamninga við stofnanir, sem byggjast á því magni þjónustu sem ríkið vill kaupa. Stofnanirnar þurfa að vita kostnað við þjónustuna í smá- atriðum, þ.e. kostnað við hvem sjúkl- ing og þannig fengist samanburður á milli stofnana og nauðsynlegt aðhald. Markmið hverrar stofnunar væri ekki að skila beinum arði heldur að ná sem mestu út úr því fjármagni sem til þessara mála er veitt. Væri slíkt kerfi í gangi stæði Sjúkrahús Reykjavíkur ekki í þeim sporum sem það stendur í í dag, að gera tillögur um niðurskurð Ólafur Örn Arnarson þvert gegn vilja sínum. Sjúkrahús Reykjavíkur fær nefnilega ekki fjár- framlög í neinu samhengi við umfang þeirrar þjónustu, sem það veitir. Það má ekki gleyma því að framlögin em veitt á pólitískum forsendum og manni fínnst að þingmenn Reykjavík- ur hafí sofíð illilega á verðinum við gerð fjárlaga. Hugmyndafræði Morgunblaðsins Hlutur Morgunblaðsins í þessu máli er hins vegar all sérkennilegur. Ég hef alltaf litið á Mbl. sem máls- svara andstæðinga sósíalismans. Þær kenningar sem Reykjavíkurbréf- ið byggist á eru hreinn og beinn miðstýrður sósíalismi af versta tagi. Ætlar Morgunblaðið kannske að beijast fyrir sameiningu og einokun á öðrum sviðum þjóðlífsins? Sjálfsagt má færa rök fyrir því að einn fjölmið- ill dygði fyrir landið, ein útvarpsstöð, ein sjónvarpsstöð og svo framvegis. Og er ekki mesti óþarfí að vera með svona margar tegundir af bifreiðum og viðtækjum í landinu? Á kannske að beijast fyrir endurvakningu Bif- reiðaeinkasölu Ríkisins og Viðtækja- verslun íslands? Ilugmyndafræðilega sé ég engan mun á þessu og manni bregður við þegar Mbl. berst fyrir hreinum ríkissósíalisma. Og ekki batnar það þegar jafnvel ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og þingmenn taka undir þessar hugmyndir. Var annars ekki einu sinni ungur og upp- rennandi stjórnmálamaður sem ruddi sér braut á vettvangi stjórnmála undir kjörorðinu: „Báknið burt“? Hiifundur er læknir og framkvæmdastjóri v. Sjúkrahús Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.