Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vísbendingar finn- ast um líf á Mars Houston, London, Brussel. Reuter. VÍSINDAMENN hafa fundið vísbendingar um möguleika á lífi á plánet- unni Mars, að því er fulltrúi bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) greindi frá á þriðjudag. „NASA hefur gert merkilega uppgötvun sem bendir til þess að möguleiki sé á, að frumstætt örverulíf kunni að hafa verið á Mars fyrir meira en þrem milljörðum ára,“ sagði Daniel Goldin, fulltrúi NASA. VAR LIF A MARS? Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað gögn sem benda til þess að i fyrndinni hafi þrifist frumstætt einfrumulíf á Mars. Vísbendingar fundust í loftsteini sem talinn er hafa borist til jarðar fyrir 13 þúsund árum, og fannst á Suðurskautslandinu árið 1984. Smástirni rekst á Mars og þeytir toftsteini út i geiminn Steinninn sveimaði um geiminn i hátt i 16 milljónirára Fundist hafa nokkrir loftsteinar sem eru samsettir úr efnum i samræmi við aðstæður á Mars. Lífræn kolefnissambönd benda til þess að ef til vill hafi örverulif þrifist á Mars fyrir milljörðum ára. Fyrir 4,5 milljörðum ára Steinn verður til þegar bráðið hraun trá eldstöð kólnar Fyrir 3,5 milljörðum ára Lífræn kolefnis- sambönd setjast í litlar sprungur í steini Fyrir 16 milljónum ára Steinn þeytist út í geiminn þegar smástirni rekst á Mars Fyrir 13 þúsund árum Steinn fellur til jarðar sem loftsteinn og lendir á Suðurskauts- landinu NASA mun senda geimfar til Mars á næsta ári, þar sem komið verður fyrir fjarstýrðu farartæki sem mun safna berg- og jarðvegssýnum. REUTERS í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að vísindamenn við- hana og Stan- ford-háskóla hafi fundið „sterkar, óbeinar sannanir um mögulegt líf á Mars, þar á meðal leyfar af örveru- steingervingi í gömlum loftsteini frá plánetunni sem talinn er hafa borist til jarðar fyrir 13 þúsund árum. Loftsteinninn fannst á Suður- skautslandinu 1984, en NASA á í fórum sínum rúmlega tug loftsteina sem taldir eru upprunnir á Mars. Hafa vísindamenn við Johnson geim- vísindastöðina í Houston í Bandaríkj- unum rannsakað steinana með raf- eindasmásjám. Ekki grænir kallar Vísindamenn NASA telja sig hafa fundið vísbendingar um lífrænt efni á loftsteininum, sem hafi borist með eldgosi neðan úr iðrum plánetunnar og síðan kólnað á yfirborði hennar. „Þeir eru þarna með loftstein sem hefur breyst við tiltölulega iágan hita, og þeir telja að breytingin hafi orðið vegna lífrænnar virkni," segir Arch Reid, jarðvísindamaður við Háskólann í Houston. Þegar steinninn hafi, með ein- hveijum hætti, borist út í geiminn, gæti hann hafa borið með sér til jarðarinnar þessar vísbendingar um líf á Mars. „Það sem mestu skiptir, er að við höfum engar beinar vís- bendingar, fyrir utan þennan mögu- leika, um að líf kunni að hafa verið á Mars,“ sagði Reid. „Nú má enginn halda að við séum að tala um litla, græna kalla,“ sagði Goldin. „Þetta eru ákaflega lítil, einnar frumu form sem að sumu leyti líkjast jarðneskum gerlum. Það er ekkert sem bendir til að stærri lífform haft nokkurn tíma verið til á Mars.“ Þarf ekki að koma á óvart Þessar fregnir koma ekki öllum á óvart. Þeir vísindamenn sem hafa einbeitt sér því að rannsaka Mars segja að harðgerðir gerlar hafi fund- ist í neðansjávareldstöðvum mörgum kílómetrum undir yfirborði jarðar og í olíulindum. Þetta sýni, svo ekki Reuter YFIRBORÐ plánetunnar Mars. Myndin var tekin í ómannaða geimfarinu Viking 2 í september 1976. verði um villst, að líf geti kviknað og komist af við hinar erfiðustu aðstæður. „Ég býst ekki við að þetta muni koma öðrum mjög á óvart,“ sagði Ian Wright, starfsmaður Plánetu- rannsóknarstofnunar Opna háskól- ans á Englandi. Wright er efnafræð- ingur og hefur sjálfur rannsakað loftsteininn sem um ræðir. Segir Wright, að nýlegar uppgötvanir hafi leitt í ljós, að þrátt fyrir að hitastig á Mars sé langt fyrir neðan frost- mark, andrúmsloftið þunnt og stöð- ugur straumur útfjólublárra geisla, sé plánetan ekki of harðbýl fyrir gerla. „Við höfum fundið gerla sem lifa á hinum furðulegustu stöðum, eins og til dæmis inni í saltkristöllum og í 120 gráðu heitu vatni og djúpt í iðrum jarðar, í olíulindum, í ná- grenni við geislavirk efni,“ segir Wright. Athuganir hans á steinum frá Mars hafa sýnt að þegar líf var fyrst að kvikna á jörðinni fyrir milljörðum ára var að öllum líkindum meiri hiti og meiri raki á Mars en nú er. „Þar var hitastigið á því bili sem hefði alveg áreiðanlega ekki gert úti um möguleika á lífi,“ segir Wright. Milli hnatta með halastjörnum „Við trúum því flest, sem hér erum, að umtalsverðar líkur séu á að líf hafi þrifist á Mars,“ sagði Malcolm Walter, við Macquarie- háskóla í Ástralíu, á fundi vísinda- manna, sem hafa áhuga á lífi á Mars, og funduðu í London í janúar. Paul Davies, við Háskólann í Ad- elaide í Ástralíu sagði á fundinum að mögulegt væri, að gerlar hefðu flust milli hnatta með halastjörnum. „Gerlar gætu komist af sem gró innan í grjóti í milljónir ára,“ sagði Davies. Þannig gæti líf hafa borist til Mars frá jörðinni og öfugt. Wright kvaðst telja líklegt að fregnirnar frá NASA ættu eftir að valda nokkrum vonbrigðum. „Þetta er ekki lífform sem þrífst [innan í loftsteininum], heldur einhverskonar einfrumungur af gerlakyni. Einhver óljós bygging í gijótinu sem ekki er hægt að útskýra með venjulegum hætti.“ Belgíski líffræðingurinn og Nó- belsverðlaunahafinn Christian de Duve, sem er sérfræðingur í lífi í alheiminum, segir að fregnirnar séu vissulega spennandi, en kæmu sér þó ekki á óvart. Margt bendi til þess, að fyrir um það bil þrem milljörðum ára hafi að öllum líkindum verið mikið vatn á Mars og andrúmsloftið þá með þeim hætti, að líf hefði get- að þrifist. „Ein mikilvægasta spurningin, sem margir myndu spyija, er sú, hvort þetta líf hafi verið svipað því lífi sem er á jörðinni," segir de Duve, prófessor í líffræði við Saint Luc kennslusjúkrahúsið í Brussel og höf- undur bókarinnar Vital Dust, er fjall- ar um uppruna lífs í alheiminum. Komdu og gerðu góð kaup á tilboðsdögum okkar í ágúst Frá General Electric þurrkari 3 kg. 2 hitastig. HxBxD:67x49x48 Raka- skynjari! , EDESA <2® þvottavél 550sn. 13 þvottak. Ullarkerfi. Sú ódýrasta Greda Frá General Electric þurrkari 5 kg. 2 hitastig. HxBxD 59x60x60 Sá vin- sælasti! EDESA ísskápur D28 HxBxD i 142x55x60 j Sterkur, fallegur, j hljóðlátur RflFTíEKJflllERZLUN iSLflNDS If ANNO 1929 Við erum í næsta húsi við IKEA Skútuvogur 1 • Sími: 568 8660 N-Kóreustjórn boðar stefnubreytingu Vill samvinnu við s-kóresk fyrirtæki Tókýó, Seoul. Reuter. STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa í fyrsta sinn gefið upplýsingar um áætlað tjón í flóðunum að und- anförnu en þau meta það á rúmlega 112 milljarða ísl. kr. Þá hafa þau einnig gefið því undir fótinn, að fyrirtæki í Suður-Kóreu hafi for- göngu um uppbyggingu á sérstöku efnahagssvæði í N-Kóreu og virðist þar vera um meiriháttarstefnu- breytingu að ræða. Talsmaður N-Kóreustjórnar sagði, að flóðin hefðu valdið miklum skaða á ræktarlandi og í 117 borg- um í átta héruðum landsins. Hefðu hamfarirnar nú og í fyrra haft al- varleg áhrif á efnahagslífið. Norður-Kóreustjórn kom um- heiminum á óvart á síðasta ári þeg- ar hún bað um aðstoð erlendra ríkja og brugðust þá Bandaríkin, Suður- Kórea, Japan og Kína við með matarsendingum. Háttsettur s-kóreskur embættis- maður sagði, að N-Kóreustjórn hefði að undanförnu gefið í skyn, að hún vildi, að s-kóresk fyrirtæki hefðu forgöngu um uppbyggingu á Rajin-Sonbong-efnahagssvæðinu í Norðaustur-N-Kóreu. Sagði hann, að svo virtist sem stjórnin í Pyongy- ang hygðist nota Rajin-Sonbong sem útgönguleið út úr kreppunni, sem sjálfsþurftarbúskapurinn í landinu væri kominn í. Veltur á S-Kóreu Efnt verður til ráðstefnu með stuðningi Sameinuðu þjóðanna í Rajin 13.-15. september um fyrir- hugaða uppbyggingu þar og hefur Norður-Kóreustjórn boðið til hennar embættis- og kaupsýslumönnum frá Suður-Kóreu. Ráðgjafar Sameinuðu þjóðanna segja raunar, að Rajin-Sonbong- efnahagssvæðið muni standa og falla með Suður-Kóreumönnum. Hafi þeir ekki áhuga á því, muni aðrir forðast að fjárfesta þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.