Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter ÍRASKIR hermenn með brynvagn sinn skammt sunnan við Arbil, að sögn Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Bagdad flutt allt herlið sitt frá sjálfri borginni. Liðsmenn Barzanis reyna nú að taka bækistöð Talabanis i borginni Sulaimaniyah. Iraskir Kúrdar leiksoppar grannþjóða BRÆÐRA- VÍGÁNÝ BAKSVIÐ Kúrdar í írak eru klofnir í tvær fylkingar sem nú eiga í blóðugum átökum, segir í grein Krisljáns Jónssonar. Saddam Huss- * ein Iraksforseti hefur notfært sér sundr- unguna til hins ýtrasta. Hernaðaraðstoð hans við fylkingu Massouds Barzanis í borginni Arbil var liður í tilraunum hans til að ná aftur yfírráðum á svæðum Kúrda. Massoud Barzani Jalal Talabani Saddam Hussein LIÐSMENN Barzanis, sem er leiðfogi Lýðræð- isflókks Kúrdistans (KDP), tóku Arbil í lið- inni viku af heijum Jalals Talaban- is, er fer fyrir hinni aðalfylking- unni, Þjóðernisbandalagi Kúrdist- ans (KUP). Barzani naut aðstoðar hersveita Saddams Husseins íraks- forseta, „Slátrarans í Bagdad“ eins og margir Kúrdar nefna hann en Talabani hafði ráðið Arbil í tvö ár. Menn Talabanis svöruðu fyrir sig með því að rjúfa vatns- og raforkuflutninga til borgarinnar. íraskir verkfræðingar könnuðu möguleika á að tengja Arbil við veitukerfi Iraks á ný er síðast fréttist. Er Saddam beið ósigur í Persa- flóastríðinu í ársbyijum 1991 hófu Kúrdar uppreisn gegn honum en hún var barin niður með hörku og meira en helmingur þjóðar- brotsins flúði norður á bóginn til fjallahéraða á landamærum íraks og Tyrklands. Svo fór að öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti að undirlagi Vesturveld- anna að íraksher mætti ekki beita sér norðan við 36. breiddargráðu, þ. e. á svæðum Kúrda sem sneru þá heim. Síðan hafa þeir notið verndar Vesturveldanna en efna- hagsástandið hefur verið bágbor- ið, ekki síst vegna þess að Irakar svöruðu m.a. viðskiptabanni SÞ með því að hindra viðskipti við héruð Kúrda. Þjóð án ríkis Kúrdar í írak eru um 3,5 millj- ónir, þar af búa 750.000 í Arbil sem er eins konar höfuðborg Kúrdahéraðanna. Um 4.000 manns hafa fallið í átökum fylk- inganna tveggja undanfarin tvö ár, segir í bandaríska dagblaðinu The Washington Post. Kúrdar eru alls um 22 milljónir, þeir eru múslimar af grein súnníta en ekki arabar. Tunga þeirra, er skiptist í ýmsar mállýskur, er indó- evrópsk. Þeir búa innan landa- mæra Tyrklands, íraks, írans, Sýrlands, Armeníu og Azerbajdz- hans og út á við segjast þeir vera ein þjóð en eru í reynd klofnir í fjölmarga ættbálka. Ættir þeirra Barzanis og Talabanis hafa t.d. lengi barist um áhrif á Kúrda- svæðum í írak. Efnt var til kosninga þar 1992 og hlutu flokkar Talabanis og Barzanis, sem er sonur helstu sjálfstæðishetju þjóðarbrotsins á öldinni, svipað fylgi og ákváðu að skipta jafnt með sér völdum. Tala- bani hefur meira fylgi meðal vinstrisinna og menntamanna en fyrst og fremst er þó um valda- tafl ættanna að ræða. Barzani hefur haft töglin og hagldirnar á vesturhluta svæðis- ins, þar sem hann hefur nýtt sér af kostgæfni aðstæður til að heimta skatt af milliríkjaviðskipt- um sem stunduð eru í blóra við bann SÞ. Hann hófst handa strax eftir Persaflóastríðið 1991 við að skipuleggja smyglið milli Tyrk- lands og olíuborgarinnar Mosul í írak þar sem gríðarstórir tankbíl- ar Tyrkja eru fylltir og varan seld með miklum hagnaði í Tyrk- landi. Barzani hefur haft um 250.000 Bandaríkjadollara, um 14 milljónir króna, í skatttekjur af olíuviðskiptunum einum á ári. PUK hefur ekkert fengið af þessu fé og hefur það ekki orðið til að bæta samskiptin milli fylking- anna. Fái írakai' leyfi til að selja olíu á ný verða Tyrkir stórir viðskipta- vinir og varan verður flutt um leiðslur á svæði Barzanis sem gegnir því mikilvægu hlutverki í efnahagslegu tilliti. Tyrknesk stjórnvöld hafa árum saman barist gegn Kúrdíska Verkamannaflokknum (PKK) sem hefur þjálfunarbúðir og athvarf í fjallaskörðum handan landamær- anna í norðurhluta íraks. PKK fullyrðir að Barzani hafi samið í fyrra við Tyrki um að þrengja að þjóðbræðrum sínum í fjalllendinu gegn því að fá vopn og skotfæri frá stjórnvöldum í Ankara. íranar inn á sviðið Friðurinn milli fylkinga íraskra Kúrda stóð ekki lengi og 1994 hófst stríð sem lauk með ótraustu vopnahléi ári síðar en þá hafði Talabani náð undir sig Arbil; um miðjan ágúst hófust bardagar á ný. íranar hafa reynt markvisst að auka áhrif sín meðal deiluaðila og orðið mest ágengt hjá Tala- bani. I júlí í sumar réðst íranskt herlið langt inn í landamærahérað í norðurhlutanum og var sagt að markmiðið hefði verið að elta uppi kúrdíska þjóðernissinna er heijuðu þaðan á íran. Barzani fullyrðir að íranar hafi skilið eftir mikið af hergögnum, Talabani til afnota, og segir hann að Banda- ríkjamenn hafi í engu skeytt ósk- um sínum um aðstoð vegna þess- ara breyttu aðstæðna. Hann hafi því ekki átt aðra kosti en leita hjálpar hjá Saddam. íraskir Kúrdar hafa að mörgu leyti búið við betri efnalegar að- stæður en þjóðbræðurnir annars staðar. Þeir hafa lengi notið sömu borgararéttinda og Irakar, höfðu víðtækt forræði í eigin málum um hríð á áttunda áratugnum og Saddam hefur skipað Kúrda í mikilvægar valdastofnanir þar sem einræðisherrann tekur þó að sjálfsögðu allar mikilvægar ákvarðanir. Hvað sem því líður munu Kúrdar seint gleyma grimmd írakshers er Saddam ótt- aðist að þeir ætluðu að styðja ír- ana í stríðinu 1980-1988. Þá lét hann m.a. beita eiturgasi gegn Kúrdum og þúsundir karla, kvenna og barna létu lífið. „Hvernig getur nokkur Kúrdi samið við Saddam?“ spurði van- trúaður og ráðvilltur íbúi í Arbil er hermenn Barzanis treystu tök sín í borginni um miðbik vikunn- ar. Flestir reyndu þó að láta fara sem minnst fyrir sér en hvísluðu að fréttamönnum að hyggilegast væri að lýsa stuðningi við þann sem væri við völd á staðnum hveiju sinni. Borgarstjórinn reyndi að berja í brestina og sagði að víst væri Saddam einræðis- herra en Kúrdum hefði ávallt verið ljóst að héruð þeirra væru hluti af írak. Þeir hefðu aldrei viljað kljúfa ríkið. Þröng staða Clintons Stjórnvöld í Washington hafa sýnt vanþóknun sína á samningi Barzanis við Saddam með því að embættismenn Bandaríkjastjórn- ar hafa neitað að ræða við full- trúa KDP í Ankara, að sögn Kúrda í Tyrklandi. Bandaríkjamenn gripu til flug- skeytaárása til að refsa Saddam fyrir afskiptin af deilum Kúrda og brotin á vopnahlésskilmálum. Ráðamenn í Washington töldu sig verð að svara hernaðaríhlutun Saddams með einhveijum hætti til að glata ekki öllum trúverðug- leika í Miðausturlöndum þar sem ráðamenn líta ávallt á hik sem merki um veikleika. Jafnframt vildu menn vestra komast hjá því að taka beinlínis afstöðu í inn- byrðis átökum Kúrda. Þetta var vandratað einstigi og ekki skortir gagnrýni um allan heim. Ymist er sagt að Banda- ríkjamenn hafi gengið of langt eða fullyrt að aðgerðir þeirra séu ófullnægjandi; nær allir eru sam- mála um að fyrst og fremst hafi verið um að ræða lið í kosninga- baráttu Bandaríkjamanna. Bill Clinton forseti hafi þurft að sýna kjósendum að hann væri harðj- axl. Hver sem áhrifin af flugskeyta- árásum Bandaríkjamanna verða fer ekki milli mála að þeir eru nú í þeirri kaldhæðnislegu stöðu að önnur fylking Kúrda í írak styðst við írana, hin við íraka, hvort tveggja ríki sem líta á Bandaríkin sem virki myrkrahöfðingjans á jörðunni. Vestra telja menn ríkin tvö helstu málsvara alþjóðlegra hryðjuverka. Sérfræðingar í málefnum Kúrda segja að stjórn Clintons hefði átt að leggja mun harðar að sér við að reyna að miðla mál- um milli fylkinganna tveggja í tæka tíð til að afstýra frekari átökum, einnig hefði átt að bregð- ast strax af hörku við afskiptum írana af deilunum og herför þeirra inn í norðurhluta íraks. Svikin loforð? Barzani telur Bandaríkjamenn og Vesturveldin öll hafa svikið loforð um sjálfstæði Kúrda sem gefin hafi verið við lok Persaflóa- stríðsins. Hafi slík fyrirheit verið gefin verður að telja að ekki hafi mikil alvara legið að baki. Stjórn- málahefðir og margslungnir hags- munir ríkjanna í Miðausturlönd- um og stórveldanna sem þar koma við sögu eru þess eðlis að hvorki Bandaríkjamenn né aðrir málsað- ilar hafa mikinn áhuga á að styrkja Kúrda til sjálfstæðis. Innbyrðis sundurþykki Kúrda í írak verður síðan til þess að vonir þeirra um að vinna almenningsálit- ið í heiminum á sitt band dvína og enn færri munu endast til að setja sig inn í flækjurnar á svæð- inu. Vesturlönd eru háð olíu Mið- austurlanda og meðan svo er álíta stórveldin að þau verði að einbeita sér að því að tryggja stöðugleika, tryggja að hvorki Saddam Hus- sein né aðrir verði allt of öflugir á svæðinu og nái þannig kverka- taki á efnahagslífi Vesturlanda. Kúrdar og hlutskipti þeirra verður neðar á dagskránni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.