Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 Morgunblaðið/Þorkell SKÓLASTARF er hafið samkvæmt nýju skipulagi í Grunnskóla Hornafjarð- ar. Nýja tilhögunin felur meðal annars í sér að grunnskólinn er allur einsetinn en þrískiptur. Þannig er yngstu börnunum, 1. og 2. bekk, ekið í Nesjaskóla sem er í 7 km fjarlægð frá Höfn, 3.-7. bekk- ur verður í Hafnarskóla og 8.-10. bekkur í Heppuskóla á Höfn. Þessar breytingar hafa í för með sér aukinn kostnað vegna skóla- aksturs en jafnframt mun húsnæði og starfskraftar nýtast betur. Markmið bæjarstjórnar Horna- fjarðar með þessari uppstokkun er að bæta innra starf skólanna og umhverfi þeirra, nýta fyrirliggj- andi fjármagn sem best, auka sam- skipti barna og unglinga í Horna- firði og auka þjónustu við foreldra, ekki síst þá sem eru útivinnandi, að sögn Halls Magnússonar, for- stöðumanns nýstofnaðrar Fræðslu- og fjölskylduskrifstofu Suðausturlands. Á skrifstofunni er sameinuð á einum stað sú þjónusta sem skóla- skrifstofu ber að veita frá 1. ágúst sl. og þá þjónustu sem nú er veitt af ýmsum aðilum sem tengjast félagsþjónustu og fjölskyldumálum á Suðausturlandi. Skrifstofan er alfarið rekin á ábyrgð Horna- fjarðarbæjar en önnur sveitarfélög í Austur-Skaftafellssýslu sem og Djúpavogshreppur fá fullan að- gang að þjónustunni gegn gjaldi samkvæmt samningi. Áður var skólahaldi í Hornafirði þannig háttað að á Höfn gengu börn í 1.-7. bekk í Hafnarskóla og í 8.-10. bekk í Heppuskóla. í Nesja- skóla var 1.-10. bekkur fyrir börn af Nesjum í heimangöngu og heim- anakstri. Auk þeirra komu þangað nemendur úr Óræfum og Suður- sveit í 8.-10. bekk og voru þá í heimavist. Þeir munu búa áfram á heimavistinni en verður nú ekið þaðan daglega í Heppuskóla á Höfn. Nemendur í Mýrahreppi voru í Mýraskóla í 1.-7. bekk og fóru síðan í Nesjaskóla í 8.-10. bekk og var ekið daglega. Það eina sem eftir stendur algerlega óbreytt er að 1.-7. bekk verður áfram kennt í Mýraskóla. Þar eru 16 nemendur og er þeim kennt í tveimur bekkjar- deildum. Bæjarstjórnin sammála en íbúarnir ekki Þ6 að einhugur hafi verið um breytingarnar í bæjarstjórn er ljóst að Hornfirðingar eru ekki allir á eitt sáttir um þær. Þannig kærði til dæmis hópur foreldra afgreiðslu bæjarstjórnar á málinu til félags- Uppstokkun á skóla- starfi í Hornafirði Miklar breytingar hafa veríð gerðar á skipu- lagi skólahalds í Hornafírði í kjölfar yfír- færslu grunnskólans til sveitarfélaganna 1. ágúst sl. Margrét Sveinbjörnsdóttir fór austur og kynnti sér málið.______ málaráðuneytis með vísan til stjórnsýslulaga á þeirri forsendu að þrír bæjarstjórnarmenn sem jafnframt eru skólamenn hefðu verið vanhæfir og þess vegna átt að víkja sæti í atkvæðagreiðslu. Niðurstaða bæjarstjómar var einnig kærð til umboðsmanns barna fyrir brot á bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Foreldrarnir töldu grundvallarréttindi barnanna fyrir borð borin, með því að þeim hefði ekki verið gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og þeim væri ekki tryggt sem þægilegast og öruggast um- hverfi. Enn hefur ekki borist svar frá umboðsmanni barna og að sögn Þórhildar Líndal hefur enn ekki verið ákveðið hvort málið gefi til- efni til frekari meðferðar. Félagsmálaráðuneytið úrskurð- aði í málinu þann 19. ágúst sl. og var niðurstaðan sú að stjórn- sýslukærunni var vísað frá, þar sem atkvæðagreiðslan hafði þá nýlega verið endurtekin með vara- mönnum skólamannanna þriggja sem álitnir voru vanhæfir. Aftur var hin nýja skólastefna samþykkt samhljóða. Með frávísuninni hefur ráðuneytið í raun ekki tekið af- stöðu til hæfis eða vanhæfis skóla- manna almennt til setu í sveitar- stjórnum en hinsvegar hefur það leitað álits ríkislögmanns á mál- inu. Sameining sveitarfélaga og yfirfærsla grunnskólans Upphaf endurskipulagningar skólahalds í Homafirði má rekja til þess þegar sveitarfélögin Höfn, Nesjahreppur og Mýrahreppur voru sameinuð í eitt sveitarfélag með alls um 2.200 íbúum, Horna- fjarðarbæ, í júní 1994. í framhaldi af því og með tilliti til fyrirstand- andi yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna var ráðist í undir- búning að endurskipulagningu skólahalds í byggðarlaginu. Einnig var ljóst að vegna fyrirhugaðrar einsetningar grunnskólans og lengingar skóladags þurfti að gera ráðstafanir. Starfshópur skipaður fulltrúum úr skólanefnd Hornafjarðar hófst síðla árs 1994 handa við að gera yfirlit um skólamál í sveitarfélag- inu og gera tillögur til skólanefnd- ar um stefnumótun í þeim mála- flokki. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu og tillögum í marslok 1995. Bæjarstjórn tók tillögurnar til umfjöllunar og leitaði umsagnar fjölda aðila sem málið varðaði, svo sem foreldrafélaga, kennara og annarra starfsmanna skólanna, menntamálaráðuneytis, fræðslu- stjóra og Heimilis og skóla. Haldn- ir voru kynningarfundir fyrir for- eldra auk almenns borgarafundar vorið 1995. Á fundi bæjarstjórnar í maí var samþykkt sú meginstefna að skipta grunnskólanum í Homafirði í þrennt og var sú samþykkt að miklu leyti byggð á tillögum ofan- greinds starfshóps. I samþykktinni er þrískiptingin sett þannig upp að 1.-4. bekkur verði í Nesjaskóla, 5.-7.bekkur í Hafnarskóla og 8.- lO.bekkur í Heppuskóla. Skipuð var verkefnisstjóm til að fylgja stefnumörkun bæjar- stjómarinnar úr hlaði og með hlið- sjón af tillögum verkefnisstjórnar- innar var stefnumörkunin ítrekuð með nánari útfærslum og minni- háttar breytingum í mars síðast- liðnum. Samkvæmt þeim eiga þrír Fyrsti morgunninn í skólabílnum KLUKKAN nálgast átta á þriðjudagsmorgni. Það er held- ur svalt í veðri, enda tekið að hausta. Út úr ótal húsum á Höfn í Hornafirði koma lítil börn með stórar skólatöskur á bakinu, mörg þeirra í fylgd með foreldr- um eða systkinum. Flest eru þau stundvís og standa prúð á þar til gerðum biðstöðvum og bíða eftirvæntingarfull eftir skóla- bílnum sem er væntanlegur á hverri stundu. Ferðinni er heitið inn í Nesja- skóla sem á eftir að verða vinnustaður þeirra næstu þrjú árin. Rútan kemur og upp í hana klifra ungir nemendur með þungar skólatöskur. Gæslukonan í rútunni, Guðný Svavarsdóttir, sem jafnframt er bókavörður í Nesjaskóla, aðstoðar börnin við að koma sér inn í bílinn, finna sæti og spenna öryggisbeltin. Vinir og vinkonur hittast, setjast saman og fara að stinga saman nefjum og bera saman innihald nýju pennaveskjanna. Sumir eru ennþá með stírurnar í augunum og ekki alveg tilbún- ir að vakna. Morgunblaðið/Þorkell Fyrr en varir rennir skólabíll- inn í hlað Nesjaskóla og út úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.