Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Margir frægustu •• songvararnir voru kórdrengir Timothy Brown er stjórn- andi eins fremsta skóla- kapellukórs Englands sem hingað er kominn íií áð halda tónleika. Þröstur Helgason forvitnaðist um hefðina á bak við bresku háskólakórana og agann sem oft virðist vera aðalsmerki þeirra. „BRESKIR háskólakapellukórar hafa langa hefð að baki sér, hún er jafn gömul skólun- um sjálfum sem sumir eru allt frá 13. öld," segir Timothy Brown, stjórnandi eins þekkt- asta háskólakapellukórs í Bretlandi, Clare College Chapel Choir frá Cambridge, en hann heldur þrenna tónleika hér á landi um helgina. „Þessi hefð er má segja sér- ensk, því þótt til séu kórar af svipuðu tagi víða um heim eru þeir fæstir sprottnir úr eins umhverfi og við, né hafa þeir þessa sérstöku hefð á bak við sig." Agi og vinna mikil Fáir íslendingar þekkja mikið til enskrar skólakórahefðar nema ef til vill í gegnum sjónvarp og bíómyndir. Ég bið því Timothy að segja frá því hvaðan hún er runnin. „Þessir kórar eru afsprengi hins sérstaka 6FjSk2 háskólasamfélags. I Cambridge er því svo farið ao néme::dU7 verðs ekki að- eins að sækja tíma í skólanum sínum heid- ur verða þeir einnig að búa í honum. Og frá því er engin undantekning. Háskólinn verður því heimili þitt á námsárunum; þú stundar ekki aðeins námið þitt þar heldur einnig tómstundirnar, íþróttirnar og félags- lífið. Þú verður hluti af litlu samfélagi sem hefur flest það sem önnur og stærri samfé- lög hafa, svo sem eins og íþróttaaðstöðu, bari og auðvitað kirkju. Og kirkja hvers skóla hefur sinn kór. I kórnum eru því einungis nemendur úr skólanum. Lengi vel voru einungis drengir í kórunum en eftir að kynjunum var bland- að saman í skólum á áttunda áratugnum hefur það breyst. Minn kór var sá fyrsti til að nýta sér þessar breyttu reglur og er blandaður, stofnaður árið 1971. Þótt blónd- uðu kórarnir séu alltaf að verða fleiri er drengjakórahefðinni haldið f flestum skólunum, til dæmis í hinum kunna Kings College, sem er næsti skóli við okkur. í hverjum kór eru 24 söngvarar. Fæstir eru nemendur í tónlist, aðeins þrír eða fjór- Morgunblaðið/Kristinn AÐ SÖGN Timothy Brown, kórstjórn- anda, er aginn mikill í breskum há- skólakórum; „krakkarnir verða að vera mjög vel að sér í tónlist og vera hraðlæsir á nótur því þeir fá vanalega ekki nema örfáa klukkutíma til að læra ný verk." ir. Allir sækja hins vegar söngtíma. Það er gríðarleg vinna sem fer í þetta og ekk- ert af henni er metið til eininga í skólanum eins og tíðkast víða. Aginn er líka mikill; krakkarnir verða að vera mjög vel að sér í tónlist og vera hraðlæsir á nótur, því þeir fá vanalega ekki nema örfáa klukku- tíma til að læra ný verk. Við syngjum í þremur messum á viku og höldum auk þess mikið af tónleikum. Þetta er auðvitað mikil tónlistarmenntun sem krakkarnir fá út úr þessu, enda vill það oft verða þannig að þau leggja fyrir sig söng eftir nám þótt þau hafi kannski útskrifast með gráðu í lögfræði eða sagnfræði. Margir frægustu söngvarar Bretlands hafa byrjað sem kór- drengir." Hreinn tónn Timothy segist hlakka mjög til tónleik- anna í Hallgrímskirkju í kvöld. „Mér skilst að hljómburðurinn sé mjög góður í kirkj- unni og að orgelið í henni sé bæði stórt og gott. Við munum syngja með orgelinu, sem er ekki algengt. Eg býst líka við að fjöl- breytnin í tón og stíl kórsins muni koma áheyfendum á Óvart, Það sem einkennir enska háskólakóra er einmitt hversu hreinn tónn þeirra er." Tónleikarnir í kvöld eru hluti af tónleika- röðinni „Sumarkvöld við orgelið". Á efnis- skránni verða meðal annars Festival Te Deum eftir Benjamin Britten, I was glad eftir C. Hubert Parry, Bach-mótettan Komm, Jesu Komm og fjórir negrasálmar úr A Child of our Time eftir Michael Tipp- ett. Organistinn Jonathan Brown leikur með kórnum. Á morgun syngur kórinn svo í nýju kirkj- unni í Reykholti og verða það fyrstu tón- leikarnir sem haldnir verða þar. Þar verða flutt kórverk án undirleiks. Annars vegai' eru það verk frá endurreisnar- og barokk- tímabilunum eftir höfunda eins og Palestr- ina, Gesualdo, Morley og Tallis og hins vegar bresk kórtónlist frá 19. öld og 20. öld eftir Stanford, Ramsey, Parry og V. Williams. Arngunnur Ýr sýnir í Hafnarborg FalL~ völt fjöll EF FJÖLL, hraun og klettar eru ekki óhagganlegur veruleiki, hafin yfir hverfulan hversdagsleika, hver er þá staða okkar mannanna? Er hugsanlegt að það séum við sem stöndum utan tímans en ekki þessi föstu fyrirbrigði í tilveru okkar? Fáir hafa sennilega svör við þess- um spurningum á reiðum höndum en Arngunnur Ýr myndlistarkona leitast engu að síður við að svara þeim með verkum sem hún sýnir á fimmtándu einkasýningu sinni, Tempus fugit, sem stendur yfir þessa dagana í Hafnarborg. „Hér áður fyrr vann ég á marg- víslegan hátt með himininn en hef í seinni tíð smátt og smátt farið að rýna meira í jörðina," segir lista- konan. „Ég tel mig þó ennþá vera að spyrja tilveruspurninga og fanga augnablik, þó svo jörðin lúti annarri og hægari hrynjandi en við mennirnir." Arngunnur vinnur mikla heim- ildavinnu áður en hún ræðst til atlögu við strigann og segir að tíminn á vinnustofunni sé bara brot af heildarferlinu að baki hverri mynd. „Síðan vel ég og hafna hug- myndum og breyti og bæti þar til ég er orðin ánægð með útkomuna." Arngunnur kveðst vilja hrista upp í hugmyndum fólks um lífið og tilveruna og benda á að við höfum í raun takmarkaða stjórn á umhverfinu — iífinu. Er landslags- málverkið að hennar mati ákjósan- legur miðill til að koma þessu á Morgunblaðið/Ásdís ARNGUNNUR Ýr myndlistarkona fangar augnablik og spyr tilveruspurninga á sýningunni í Hafnarborg sem lýkur 16. september. framfæri. Á vettvangi hans hafi hún tækifæri til að flétta sagn- fræði og vísindi saman við eigin hugmyndir. „En þó ég vilji koma ákveðnum boðskap á framfæri gæti ég þess að gleyma ekki að njóta myndlistarinnar um leið." Textar náttúrufræðinga Fróðleiksþorstinn hefur leitt Arngunni inn á ný svið og í seinni tíð hefur hún grúskað mikið í jarð- fræði, en sú fræðigrein er að henn- ar mati tilraun til að skýra um- hverfið og þar af leiðandi tilver- una. Fyrstu íslensku náttúrufræð- ingarnir rituðu töluvert um eldfjöll og texta þeirra má sums staðar greina 1 bakgrunni mynda sem Arngunnur hefur málað af eldgíg- um. Síðari tíma náttúrufræðingar skilja eftir sig handrit af öðrum toga, bylgjulínur síritans og form- úlur af ýmsum toga, sem lista- konan hefur jafnframt fellt inn í myndir sínar. Segir listakonan textana vera brot úr niðurstöðum vísindamanna um hvernig segja á fyrir um nátt- úruhamfarir. „Yfir þessi gögn málar hún síðan fjöllin og gígana fínlegum og nákvæmum dráttum í heitum litum sem vitna um brun- ann yndir yfirborðinu — okkurlit- um með gulleitum slæðum brenni- steinsúrfallsins," eins og Jón Proppé kemst að orði í sýningar- skrá. „Með því að tengja fjöllin við mótun þeirra veitir Arngunnur nýjum víddum inn í málverk sín; víddum tímans, vaxtarins, tilurðar og eyðingar," heldur hann áfram. „Tími fjallanna fellur þá líka að tíma okkar mannanna og verður að frásögn. Heimildir um eldsum- brot og vangaveltur um samhengi þeirra og orsakir verða saga fjall- anna. Fjöllin verða mennsk þegar þau eru orðin hluti mennskrar sögu og þegar þau hafa verið felld inn í það samhengi sem aðeins tíma- bundnar verur eins og við getum skynjað — samhengi sögunnar, vísindanna og reynslu margra kyn- slóða sem bundin er í frásagnir og bækur — snýst samband okkar og fjallanna við. Fjöllin koma og fara, spretta upp og eyðast, en við erum eilíf og horfum á þetta flæði eins og guðirnir horfa á heima verða til og hverfa." Rússnesk og róm- antísk píanótónlist í Norræna húsinu RUSSNESK tónlist verður kynnt í Norræna húsinu í dag kl. 17 en þá munu kanadísku hjónin Anna Mois Levy og Gregory Arthur Myers fjalla um rússnesk tónskáld og spila píanóverk eftir þau. Gregory Myers mun flytja fyrirlesturinn „Russia's Silver Age: The Piano Music of Nik- olai Medtner, Nikolai Mya- skovsky and Alexander Skrjab- in." Síðan leikur Anna Levy Skazki valin tónverk eftir þessi tónskáld eða op. 20 eftir Medtn- er, sónötu nr. 2 í fis-moll eftir Myaskovsky og sónötur nr. 1 og 9 (Svörtu messuna) eftir Skrjabin. Áheyrileg tónverk Myers sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi tónverk þættu mjög áheyrileg og þau væru að mörgu leyti einkennandi fyrir síðróman- tíska skeiðið í rússneskri píanótónlist, sem leið undir lok snemma á þessari öld. „Medtn- er og Skazki þekktust vel og mótuðu list sína að einhverju leyti hvor eftir öðrum enda spiluðu þeir yfirleitt fyrir sömu áheyrendurna, þ.e. íbúa Moskvu og St. Pétursborgar. Tónsmíðar Skrjabins hafa nokkra sérstöðu og á þeim má heyra að rússnesk tónlist var að breytast, taka aðra stef nu þegar hann samdi þær," sagði Myers. Erindi um íslenska samtíðartónlist Anna Levy fæddist í Búlgar- íu og eftir að hafa lokið B. Mus prófi frá Ríkistónlistarskólan- um í Sofíu 1980 stundaði hún f ramhaldsnám í píanóleik og tónvisindum við Tónlistarhá- skólann í Moskvu og lauk það- an doktorsprófi 1990. Hún hef- ur haldið tónleika og starfað við tónlistarkennslu í Búlgaríu og síðustu árin í Kanada þar sem hún er búsett nú. Hún hef ur m.a. haldið erindi í búlg- arska útvarpið um íslenska samtiðartónlist. Gregory Myers fæddist í Kanada og lauk B. Mus. próf i frá Háskólanum í Bresku Kól- umbíu 1982, mastersprófi í listasögu og tónvísindum frá Virginíu-háskóla 1986 og dokt- orsprófi í sögu og tónvísindum frá Háskólanum í Bresku Kól- umbiu 1994. Hann vinnur nú við kennslu í tónf ræðum og tónlistarsögu fyrir Allegro Music Inc. •ITILEFNI þess að hundrað ár eru liðin frá því að tón- skáldið Johannes Brahms lést, hyggst útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophone gefa út safn verka hans. Verður því komið fyrir á 46 geislaplötum og er breytt og bætt útgáfa fyrra safns „Brahms Edition" sem út kom á 63 hljómplötum árið 1983.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.