Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D tYgnnHnMfe STOFNAÐ 1913 204. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Barnabók seld undir borðið HARÐAR deilur eru komnar upp í Bretlandi vegna. ásakana um að Harrods-stórverslunin selji barnabók- ina um litla svarta Sambó undir borðið en hún er af mörgum talin innihalda kynþáttahatur af versta tagi. Hópur f'ólks sem berst gegn kynþáttahatri hafði samband við verslunina fyrir skömmu og spurðist fyrir um bókina. Var þeim þá sagt að biðja yrði sérstak- lega um hana þar sem hún væri ekki frammi í bókahillum. Talsmaður Harrods vísaði þessu síðar á bug og sagði bókina í almennri sölu. Tveir blaðamenn lögðu leið sína í verslunina og gátu báðir keypt bókina. Náð var í hana inn á lager og hún afhent með þeim orðum að hún væri ekki höfð frammi þar sem efni hennar þætti ekki samrýmast pólitískri rétthugsun. Hins vegar væri hún töluvert vinsæl. Um 8.000 eintök seljast árlega í Bretlandi. 9 Italir gráta mest ÍTALSKIR karlmenn gráta mest allra karla og ítalskar konur eru í fimmta sæti yfir grátgjörnustu konur heims. Svo virðist hins vegar sem búlgarskir karlmenn felli aldrei tár og það gera nígerískar konur ekki heldur. Þetta kemur fram í könnun sem Brabant- háskóli í Tilburg í Hollandi lét gera. Náði könnunin til 30 þjóða í Evrópu, Afríku og Ameríku. Samkvæmt henni gráta ítalskir karlmenn að jafnaði 2,5 sinnum í mánuði en ítalskar konur 3,57 sinnum. Þá kom fram í athuguninni að ólíkir hlutir verða til þess að græta konur og. karla; konur gráta oftar af vonbrigðum og þegar þær rífast, en karlar gráta fyrst og fremst þegar þeir missa einhvern sér náinn, eða horfa upp á aðra þjást. Mest er grátið í svefnherberginu á kvöldin, þegar fólk er þreytt og gefur sig tilfinningunum á vald. Þá er einnig mikið grátið í kirkjugörðum, á járnbrautarstöðvum og í einkabifreiðum. Bann við hvítum sokkum STJÓRN dönsku járnbrautanna (DSB) hefur séð sig knúna til þess að banna starfsmönnum sínum að ganga í hvítum sokkum, vegna kvartana fjölmargra farþega sem þykja hvítir sokkar í dökk- um skóm stinga svo í augu að við það verði ekki unað. DSB mun sjá starfs- mönnum fyrir dökkum sokkum en ekki er gert ráð fyrir að sérstöku sokkaeft- irliti verði komið á, heldur treystir yfir- stjórn DSB því að starfsmenn hlíti hin- um nýju reglum. Reuter Meira mann- tjónafvöld- umfellibyls AÐ MINNSTA kosti tveir menn drukkn- uðu og tólf sýslur í Vestur-Virginíu voru lýstar hamfarasvæði eftir að ár flæddu yf ir bakka sína í austurhluta ríkisins síðla á föstudag. Flóðin urðu í kjölfar fellibylsins Fran, sem gengið hefur yfir austurströnd Bandaríkjanna. Verst er ástandið í Pendleton-sýslu en þetta er í fjórða sinn á árinu sem flóð verða í Vestur-Virginíu. Mikið úr- helli hefur verið í kjölfar Fran en í gær var því spáð að fellibylurinn væri í rén- un og að stytta myndi upp. Myndin er tekin á Topsail-strönd í Norður-Karólínuríki, þar sem óveðrið lyfti þessum báti og bar hann langt upp á land. Rannsókn á flugflota forsetans Orlando. Reuter. HVÍTA húsið hefur fyrirskipað umfangsmikla öryggisrannsókn á flugflota Bandaríkjafor- seta í kjölfar fjölda slysa og óhappa sem orð- ið hafa á vélum úr honum. Á föstudag urðu tvö óhöpp sem tengdust þyrlum fylgdarliðs forsetans með stuttu millibili. CH 46-E þyrla fór á hliðina og varð alelda í lendingu í Orlando, þar sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti var á kosningaferðalagi. Enginn slasaðist alvarlega. Önnur þyrla af sömu gerð varð að nauðlenda stuttu síðar. Ohöppin á föstudag voru þau síðustu í röð slysa sem orðið hafa síðasta hálfa árið á flug- flota forsetans. I ágúst fórst flutningavél í Wyoming og níu manns sem um borð voru. Sikorsky-þyrla, sem átti að bæta við flugflot- ann, hrapaði við flugvöll í Connecticut í mars og Ron Brown viðskiptaráðherra og 34 manna föruneyti fórst er CT-43-flugvél flaug inn í fjallshlíð í Króatíu í apríl sl. ? ? ? Ólga í Kasmír Srinagar. Reuter. YFIRVÖLD í Kasmír á Indlandi sögðu í gær að ólga hefði verið í héraðinu og komið hefði til skotbardaga við landamærin. Gengið var til kosninga í Kasmír í gær og eru það fyrstu kosningarnar í héraðinu frá því að uppreisn gegn indverskum stjórnvöld- um hófst fyrir sex árum. Eru þær taldar mikilvægur liður í þeirri ætlun stjórnvalda að koma á lýðræði að nýju í héraðinu en um 20.000 manns hafa látið lífið í átökunum þar frá 1990. Rússar mótmæla hlutlausu svæði Moskvu, Ankara, Bonn. Reuter. RÚSSAR lýstu í gær yfir þungum áhyggjum vegna áætlana Tyrkja um að koma upp hlut- lausu svæði á svæðum Kúrda í norðurhluta írak. Segja Rússar þessar áætlanir alvarlega atlögu að fullvalda ríki og vegna þess hversu eldfimt ástandið sé á svæðinu, auki slík ákvörðun enn á óstöðugleikann. Tyrkir hafa safnað miklum her við landa- mærin að Norður-írak til að tryggja hlut- lausa svæðið, sem þeir segja að eigi að ná um 10 km inn í Irak. Bandarísk yfirvöld kváðust á föstudag ekki andvíg fyrirætlunum Tyrkja, þar sem þeir hefðu lofað því að um tímabundna aðgerð væri að ræða. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í gær til kynna í viðtali við þýskt dagblað, að Bandaríkjamenn kynnu að hefja að nýju árásir á íraka ef Saddam Hussein, leiðtogi landsins, skildi ekki þau „skilaboð" sem hefðu falist i eldflaugaárás Bandaríkjamanna í byrjun vikunnar. Hvetja til heilags stríðs Stjórnvöld í írak láta hins vegar engan bilbug á sér finna og hvatti málgagn þeirra landsmenn í gær til þess að taka þátt í „heil- ögu stríði" á hendur Bandaríkjamönnum og berjast við þá til síðasta blóðdropa. Uppstokkun á skólastarfi 16 Fremur hið STÓRA 611 híð smáa VONDUÐ VINNA BRYRNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.