Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingar úr skjalasöfnum benda til að svissneskir bankar geymi enn gull frá stríðsárunum Hvað varð umgull gyðinga og nazista? BAKSVIÐ Svissneskir bankar hafa að undanförnu sætt gagnrýni fyrir að sitja á gulli, sem rataði inn í bankana á valdatíma þýzkra nazista. Erfítt hefur reynzt að hafa uppi á þessu gulli, en eins og Auðunn Arnórs- son komst að, kann það að breytast. AVALDATÍMA nazista í Þýzkalandi komu ófáir efnaðra gyðinga frá hin- um ýmsu Evrópulöndum hluta auðæfa sinna í öruggt skjól hjá bönkum í Sviss. Margir þessara gyðinga urðu fórnarlömb helfarar- innar. Að stríðinu loknu ráku erf- ingjar fómarlambanna sig á, að svissnesku bankarnir veittu fé hinna látnu svo öruggt skjól, að þeim hefur alla tíð síðan ekki reynzt mögulegt að nálgast það. Hálfri öld eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar eygir nú fjöldi þess- ara erfíngja von um að fínna eitt- hvað af kyrfílega geymdum auði horfínna ættingja, sem ekkert hefur spurzt til í áratugi. Kemur þar tvennt til. Þegar fimmtíu ár voru liðin frá stríðslok- um var leynd lyft af skjölum Banda- ríkjastjómar, sem m.a. geyma upp- lýsingar um eftirlit bandamanna með starfsemi svissneskra banka á stríðsárunum og hvað varð um svo- kallað nazistagull - illa fengið gull, sem Þjóðveijar komu fyrir í Sviss á valdatíma nazista. Þessar upplýs- ingar hafa nú, í höndum forsvars- manna alþjóðasamtaka ------------ gyðinga, orðið til þess að setja mikinn þrýsting á stjórnendur svissnesku bankanna, að gera hreint fyrir sínum dymm. Hins vegar gætir nú aukins — innri þrýstings - þessa dagana er nýtt lagafrumvarp til umfjöllunar í svissneska þinginu, sem þvingað gæti bankana til að breyta starfs- háttum sínum, en þeir eru tregir til slíkra breytinga, eins og kunnugt er. Þeir hafa staðið strangan vörð um bankaleyndina, sem hefur gert leit að „týndum" reikningum mjög torsótta. Þessar kringumstæður hafa komið af stað opinberri umræðu um hlutverk Sviss sem fjármála- þjónustulands á stríðsárunum, en það er saga sem vart hefur verið sinnt fram að þessu. Hið hlutlausá Sviss var eina ná- grannaland Þriðja ríkisins, sem naut griða fyrir hersveitum Hitlers. Á sama tíma og þúsundum gyðinga og annarra flóttamanna var vísað brott frá landamærum Sviss, oft í opinn dauðann, áttu fyrst og fremst bankar landsins í ábatasömum við- skiptum. Svissneski frankinn var auk Bandaríkjadais eini gjaldmiðill- inn, sem á stríðsárunum var gjald- gengur hvar sem er í heiminum. Hið alþjóðlega gjaldgengi frank- ans gagnaðist einnig nazistum. Annaðhvort þurftu Þjóðverjar nauðsynlega á frönkum að halda til að greiða fyrir hergögn frá hlut- lausum löndum; í löndum eins og Argentínu, Spáni og Tyrklandi kærði sig enginn um ríkismörk, eða þeir skiptu illa fengnu gulli í franka og auðguðust á því. Afdrif nazistagulls Ýmsar sögur hafa gengið um afdrif þessa „nazistagulls" - gulls og dýrgripa sem nazist- ar sönkuðu að sér frá bönkum, fyrirtækjum og einstaklingum í síðari heimsstyijöldinni og fluttu í svissneska banka. Brezka utanríkisráðuneytið birti sl. þriðjudag skýrslu um niðurstöðu leitar að brezkum skjölum um naz- istagullið. Þar kom fram að áætlað hefði verið að nazistagull fyrir 500 milljónir bandaríkjadala hefði enn verið í svissneskum bönkum eftir lok stríðsins og verðmæti þess væri um 480 milljarðar króna að núvirði. Þótt Svisslendingar hafí veitt hluta þessara fjármuna til aðstoðar flóttafólki og uppbyggingar í Evr- Hundruð millj- arða í nazista- gulli sagt enn í Sviss ÞING Svisslendinga í Bern fjallar í lok þessa mánaðar um frum- varp til laga um „sögulega og lagalega rannsókn á afdrifum fjármuna þeirra, sem lentu í Sviss á valdatíma nazista". SVISS- NESKI seðlabank- inn keypti mikið magn gulls af nazista- stjórninni. ópu eftir stríðið er talið að stór hluti nazistagullsins sé enn í svissnesk-' um bönkum. Malcolm Rifkind, ut- anríkisráðherra Bretlands, hyggst leggja mikla áherzlu á að fá þetta mál á hreint þegar hann ræðir við ráðamenn í Sviss á næstu dögum. Leit hófst að gögnum um naz- istagullið í skjalasafni brezka ríkis- ins fyrir sex vikum, eftir að greint var frá bandariskum skjölum þar sem fram kom að bandamenn hefðu vitað að gífurlegt magn af gulli hefði verið flutt í svissneska banka m.a. til að fjármagna stríðsrekstur þýzkra nazista. í brezku skjölunum kom enn- fremur fram að Svisslendingar sömdu árið 1946 um að afhenda Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum gull fyrir 60 milljónir dala, eða 46 milljarða króna að núvirði. Gullinu hefði að mestu ver- ið skilað til landa, sem gerðu til- kall til þess, en hluta þess hefur enn ekki verið ráðstafað og er í vörslu Englandsbanka. Áætlað er að Þjóðveijar hafí sto|- ið gulli fyrir 550 milljónir dala úr ríkisbönkum hemumdra landa, t.a.m. Belgíu, Hollands og Ung- veijalands. Seðlabanki Sviss segist hafa verið „auðtrúa" Á föstudag gaf svissneski seðla- bankinn út yfírlýsingu þess efnis, að hann hefði verið auðtrúa í við- skiptum sinum við Þjóðveija á valdatíma nazista. Talsmenn bank- ans tóku fram, að sams konar yfír- lýsing hefði verið gefín út árið 1985, en hún væri nú endurtekin af tilefni nýjustu ummæla um þetta efni. Yfíriýsingin byggir á niðurstöð- um rannsóknar, sem bankinn lét gera árið 1985. í henni segir, að bankinn hafi hagað viðskiptum sín- um á stríðsárunum án nokkurs til- lits til stjórnmálaástandsins og keypt gull af þýzka seðlabankan- um, Reichsbank, fyrir 1,2 milljarða svissneskra franka. Bandamenn beindu þeim upplýsingum til Sviss- lendinga á meðan á stríðinu stóð, að Þjóðveijar stælu gulli í stórum stíl í hernumdum löndum, en þessar upplýsingar höfðu engin áhrif á viðskiptahætti svissneskra banka- manna. Samið um rannsóknarnefnd í maí sl. samdi samband sviss- neskra bankamanna við leiðtoga alþjóðasamtaka gyðinga um að koma á fót sameiginlegri nefnd, sem hefði það hlutverk að leita að meira en 700 „týndum" reikningum í eigu gyðinga, sem voru drepnir í útrýmingarherferð nazista. Þungavigt umræddrar nefndar sést auðveldlega af nöfnum með- lima hennar. Um miðjan ágúst stýrði Paul Volcker, fyrrum seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, fyrsta fundi nefndarinnar. Á undan fundi þessum voru gengnar margra mánaða deilur. Þar sem svissnesku bankamennirnir vildu ekki gefa millimetra eftir ótilneyddir, misstu Bandaríkjamennirnir þolinmæð- ina. Hin áhrifamikla bankamála- nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók málið fyrir og sú rann- sókn stefndi í að verða orðstírsskemmandi rétt- arhöld yfír svissneska bankakerfinu. Skæðasti gagnrýnandinn reynd- ist vera - svissnesku bankamönn- unum til skelfingar - formaður þingnefndarinnar, Alfonse D’Amato, öldungadeildarþingmað- ur frá New York, stærsta fjár- magnsmarkaði heims. Hinn fyrir- ferðarmikli repúblikani - sem vill að líkindum gera hinu sterka gyð- ingasamfélagi New York til geðs þegar forsetakosningar eru á næsta leiti - hótaði svissneskum bönkum þvingunaraðgerðum. Þar sem og neikvætt umtal hefur sjald- an orðið bankaviðskiptum til fram- dráttar, létu svissnesku banka- mennimir undan og lýstu sig reiðu- búna að uppfylla þær kröfur sem hinir bandarísku nefndarmenn gerðu um samstarfsþýðni bank- anna. Á sama tíma eru ný lög í undir- búningi í þinginu í Bern, sem sér- staklega varða „hina sögulegu og lagalegu rannsókn á afdrifum fjár- muna þeirra, sem lentu í Sviss á valdatíma nazista," eins og segir í heiti lagafrumvarpsins. Frumvarpið kemur til fyrstu umfjöllunar á þing- inu í lok þessa mánaðar. Alls óvíst er hvort það verður samþykkt, en ef til þess kæmi yrði óháðum hópi sérfræðinga úr röðum sagnfræð- inga, lögfræðinga og úr fjármála- heiminum fengin umtalsverð völd. Hópurinn fengi t.d. óhindraðan að- gang að leyniskjölum. En jafnvel þótt lögin yrðu sam- þykkt, tæki mánuði að hrinda ákvæðum laganna í framkvæmd. Umræddur hópur gæti í fyrsta lagi hafíð verk sitt nk. vor. Bankamenn bregðast við Reyndar er nokkuð síðan sam- band svissneskra bankamanna kom á fót skrifstofu, þangað sem allir þeir geta leitað, sem óska eftir að leit verði gerð að „týndum" banka- reikningi. Hingað til hefur sjaldnast, nokkuð komið út úr slíkri leit. Á þessu ári hafa skrifstofunni borizt 2.200 leitarbeiðnir. Frá stríðslokum hefur samband svissnesku bankanna þrisvar gert átak til að hafa uppi á „munaðar- lausum" reikningum og bankahólf- um. í febrúar sl. var kynnt niður- staða könnunar, sem sambandið hafði þrýst á bankana að gera í fyrra. Hjá samtals 50 bönkum fund- ust 775 reikningar, sem ekki hafði verið snert við frá 8. maí 1945. Heildarverðmæti fjármunanna á þessum reikningum var 38,74 millj- ónir franka, um 2,1 milljarður króna. Bankarnir voru fljótir að taka fram, að stofnendur þessara reikn- inga væru fjarri því eingöngu fórn- arlömb helfararinnar. Þeir vonuðu, að með þessu tækist þeim að frið- þægja þá sem þrýstu á um að þeir gerðu hreint fyrir sínum dyrum og upplýstu í eitt skipti fyrir öll um þá „munaðarlausu" reikninga sem bankarnir hefðu að geyma. En þar misreiknuðu þeir sig. Vantrúuð sendu samtök gyðinga og fleiri aðilar inn fyrirspumir um það, hvernig á því standi, að þeim mun lengra sem líði frá stríðslokum skili kannanir af þessu tagi meiri árangri. Fram að lokum fimmta áratugarins höfðu aðeins fáein hundruð þúsund franka komið í leitirnar og í skipulagðri leit, sem framkvæmd var samkvæmt lagaskipun árið 1962, komu 9,5 milljónir í Ijós. En þessi upphæð er aðeins fjórðungur þeirrar, sem nú fannst. Það má því búast við, að sviss- neskir bankamenn neyðist til að gera betur, áður en gagnrýni á vinnubrögð þeirra hljóðnar. Heimildir: Die Zeit, The Daily Te- legraph, Reuter. 775 „munað- arlausir“ reikningar fundusf Gerír vist á dagheimilum bömin ódæl o g erfið? London. The Daily Telegraph. Múmía til sölu FORNMUNASALI í Bandaríkj- unum hefur komið af stað alþjóð- legu deilumáli með því að bjóða þessa 3000 ára gömíu egypsku múmíu til kaups í fornmuna- verzlun sinni í bænum Wiscasset í Maine-ríki. Múmían er eign fornmunasalans, Terry Lewis, en hann hefur sett upp 20.000 dali fyrir hana. Egypsk stjórnvöld eru að kanna menningarlegt verðmæti múmíunnar, og hvort henni hafi verið smyglað til Bandaríkjanna. UNGBÖRN, sem látin eru dvelja á dagheimilum í sjö eða átta klukku- stundir á dag fyrir ársafmælið er hætt við að verða ódæl. Þetta full- yrti ítalskur sálfræðingur, sem kynnti niðurstöður rannsókna sinna á þessu sviði á ársþingi brezkra sál- fræðinga í Oxford sl. fímmtudag. Samkvæmt niðurstöðum sálfræð- ingsins, prófessor Dario Varin frá Mílanó, er það fjarri því, að börnin læri á þessum unga aldri á dagheimil- unum að umgangast aðra á upp- byggilegan hátt, og þessi böm séu í flestum tilvikum erfið í uppeldi heima hjá foreldrum sínum til sex ára aldurs. Prófessor Varin bar saman 36 böm, 14 mánaða að meðalaldri, sem send vom á dagheimili við fleiri en 50 börn, sem sinnt var heima. Hann varð ekki var við neinn mun á báðum hópunum hvað varðar árásargimi eða félagslega hæfni. En dagheimils- bömin stóðu sig verr í því að virða rétt annarra barna á leikskólanum, og vom líklegri til að vera ódæl heima hjá sér upp að sex ára aldri. Hann segir það geta spillt sambandi barn- anna við foreldra sína, að hafa þau lengi í hópmeðönnun á ungbarna- aldri, sem tefji andlegan þroska þeirra. Sérfræðingar í þroska ungbarna á þinginu í Oxford sögðu niðurstöður þessar athyglisverðar, en þær stön- guðust á við niðurstöður sambæri- legrá kannana frá Svíþjóð og Banda- ríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.