Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðstefna um sjálfbæra þróun á 21. öld
Framtíð alheims-
nágTemiisins rædd
Á HÓTEL Sögu hófst á föstudag
ráðstefna um sjálfbæra þróun á
21. öld og hlutverk íslands í henni,
en ráðstefnunni lauk á Þingvöllum
í gær. Hana sótti fjöldi eftirsóttra
fyrirlesara, erlendra sem inn-
lendra, en hún var haldin í tilefni
af því að nýtt árþúsund rennur
upp innan skamms og til að ræða
hugmyndir um að haldinn verði
alþjóðlegur fundur á Þingvöllum
árið 2000, þar sem fjallað verði
um framtíð mannkyns og leiðina
í átt til sjálfbærrar þróunar og
réttláts samfélags á jörð.
Gerald 0. Barney er forseti The
Millenium Institute í Washington,
sem ásamt The Ghandi Foundati-
on, umhverfisráðuneytinu og
Framtíðarstofnuninni stendur að
ráðstefnunni nú. Hann er einn
helzti hvatamaðurinn á bak við
ráðstefnuna, sem hann segir m.a.
vera til þess fallna að veita Islend-
ingum tækifæri til að öðlast betri
skilning á því hvernig heimurinn
kunni að þróast á næstu áratug-
um. Hann segir ráðstefnuna vera
eina af nokkrum ráðstefnum um
hnattræn vandamál næstu aldar,
sem halda eigi víða um heim í til-
efni af alda- og árþúsundamótun-
um.
Ráðstefnan þjónar einnig þeim
tilgangi að búa í haginn fyrir al-
þjóðlegan fund, sem hugmyndin
er að halda á Þingvöllum alda-
mótaárið. Hugmyndina að fundi
þessum fékk Barney árið 1986.
Hann heillaðist af sögu Þingvalla
sem staðar, þar sem menn komu
saman kynslóð eftir kynslóð, öld
eftir öld og fundu friðsamlegar
lausnir á deilumálum landsmanna.
„Það finnst varla betri staður á
jörðinni til að halda fund sem
þennan,“ segir Barney; staður,
sem sameinar þau gildi, sem fund-
urinn á að snúast um, á táknræn-
an hátt. „En það er að sjálfsögðu
háð vilja íslenzku þjóðannnar,"
segir hann, og bætir við, að íslend-
ingar séu sérlega vel í stakk bún-
ir til að vera gestgjafar slíks fund-
ar.
Fulltrúar varanlegra gilda
Á þessum fundi er að sögn
Barneys hugmyndin að saman
komi „fulltrúar hinna varanlegu
gilda“ (earriers of long-term valu-
es), sem séu færir um að ræða
aðkallandi vandamál mannkyns-
ins af ábyrgð og miðla ungu kyn-
slóðinni af reynslu sinni og þekk-
ingu, gefa henni rétt vegarnesti
til að tryggja frið og framfarir í
heiminum á nýrri öld.
Fulltrúar hinna varanlegu gilda
eru að mati Barneys meðal ann-
ars fulltrúar trúarbragða heims-
ins, ásamt stjórnmálaleiðtogum
og leiðtogum ýmissa frjálsra fé-
lagasamtaka. Á ráðstefnunni sem
lauk í gær voru staddir fulltrúar
heimsþings trúarbragðanna, en
það mun koma saman í S-Afríku
árið 1999. Fulltrúar heimsþings-
ins hafa sýnt því áhuga að eiga
þátt í Þingvallafundinum, en að
sögn Barneys verða forsvarsmenn
félagasamtaka, sem starfa að
lausn hnattrænna vandamála og
sjálfbærri þróun boðnir velkomnir.
Næsta skrefið eftir ráðstefn-
una, sem nú stendur _yfir, segir
Barney vera á valdi Islendinga.
Þeir verði að ákveða, hvort þeir
vilji taka að sér hlutverk gestgjaf-
anna.
Að Islendingar sómi sér vel í
Gerald O.
Barney
John
Huddleston
Sir Sridath
Ramphal
hlutverki gestgjafa alþjóðlegrar
samkundu sem þessarar er sann-
færing Johns Huddleston, sem
er meðal þekktustu fyrirlesara
ráðstefnunnar. Hann var um 30
ára skeið í stjórnunarstöðu hjá
Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, en
starfar nú fyrst og fremst að
skrifum auk þess að vera í stjórn
nokkurra samtaka. Hann hélt í
gær erindi um heimsborgararétt
og veginn til sjálfbærrar þróun-
ar.
Hann segir að það sem Margar-
et Thatcher er þekkt fyrir að hafa
sagt um Bretland, að landið hafi
meiri áhrif en stærð þess sem slík
bendj til, geti átt enn betur við
um Island. Fyrir því segir hann
liggja tvær ástæður.
íslendingar öðrum þjóðum
fordæmi
í fyrsta lagi njóti ísland víð-
tækrar virðingar í heiminum, og
á þá sem virðingar njóta sé_ hlust-
að. í öðru lagi geri lega íslands
sem brú milli gamla og nýja
heimsins, bæði landfræðilega og
sögulega, það vel til þess fallið
að þjóna sem vettvangur fyrir al-
þjóðlega fundi. Þetta brúarhlut-
verk sé styrkleiki, sem landið hafi
yfir að búa.
Honum virðist íslendingar enn-
fremur geta verið öðrum þjóðum
fordæmi með afstöðu sinni til
heimsins; þeir hugsi hnattrænt.
„Ef þú vilt breyta heiminum, er
mikilvægast að gera fólki grein
fyrir að það er þegnar heimsins
alls,“ segir Huddleston og bendir
á, að lýðræði sé nú við lýði í flest-
um ríkjum heims. Það þýði, að ef
meirihluti fólks leggur eitthvað
upp úr þeim sjálfsskilningi, að það
sé þegnar heimsins, munu stjórn-
málamenn lýðræðisþjóðanna með
tímanum einnig taka tillit til þessa
og haga stefnu sinni og gjörðum
eftir því.
Huddleston segist trúa því, að
framtíðarskipulag heimsbyggðar-
innar muni byggjast á sambands-
ríkjakerfi með þremur megin-
stjórnarstigum. Efst verði heims-
sambandsstjórnin, sem leggi sam-
eiginlegar línur fyrir þjóðríkin,
sem eftir sem áður verði grund-
vallarskipulagseiningin. Innan
þjóðríkjanna, undir ríkisstjórnun-
um, verði síðan þriðja stjórnarstig-
ið, héruðin. Reynslan af Evrópu-
sambandinu geti þannig verið ein
varðan á leiðinni til stofnunar
heimsríkjasambands framtíðar-
innar.
Þessi framtíðarsýn er viðfangs-
efni alþjóðlegs ráðs um alheims-
stjórnun. Meðformaður þess er
Sir Shridath Ramphal, fyrrverandi
formaður Brezka samveldisins.
Hann hélt framsögu um sameigin-
lega framtíð mannkynsins á
þröskuldi nýrrar aldar.
Hann segir ráðstefnuna mikil-
væga fyrir það eitt, að hún kemur
á fundum fólks, sem ekki hefur
kynnst íslandi áður en getur nú
deilt með sér hugleiðingum um
sameiginlega framtíð og hjálpað
þannig hvað öðru til að breikka
sjóndeildarhring sinn.
„Ég er ættaður frá Karíbahaf-
inu, sem er safn lítilla eyja“ segir
Ramphal, en hann gegndi um hríð
embætti utanríkisráðherra heima-
lands síns, Guyönu. „Við skiljum
vel veikleika, möguleika og metn-
að smárra ríkja. Það eru mörg
hlutverk, sem einungis lítil ríki
geta leikið." Þau ógna engum, og
sækjast ekki eftir yfirráðum yfir
öðrum. Þetta gerir lítil ríki og íbúa
þeirra vana því að taka tillit til
annarra. „Ég held við eigum auð-
veldara með að gera okkur grein
fyrir þörfinni á alheimssamfé-
lagi,“ segir hann.
Heimurinn er nágrenni
Ramphal bendir á, að skýrsla,
sem ráðið um alheimsstjórnun
(Commission for Global Govern-
ance), sem hann stýrði í félagi við
Ingvar Carlsson, gaf út, hefði
borið titilinn „Alheimsnágrenni
vort“. Það þýði, að heimurinn sé
orðinn að einu nágrenni. Það sé
ekki þar með sagt, að hann sé
gott nágrenni. Það sé einfaldlega
staðreynd. Markmiðið sé að gera
hann að betra nágrenni. Að því
marki beri að fylgja formúlunni:
Nágrennið er ekki gott fyrir neinn,
ef það er ekki gott fyrir alla. Þess
vegna verði allir að læra að lifa
samkvæmt þeim gildum sem
fylgja skal í góðu nágrenni. Á
þessu hafi litlar þjóðir betri skiln-
ing en stórar.
Varðandi Þingvallafundinn árið
2000 segist Ramphal sannfærður
um að ráðstefnan nú muni lýsa
fullum stuðningi við þá fyrirætlan.
ísland sé kjörinn staður til að
halda fund af þessu tagi. Hann
segist aðspurður bjartsýnn á að
af fundinum verði, „vegna þess
að ég trúi á mátt fólksins, en
ekki vald ríkisstjórna".
^Arfur horfinna kynslóða
Jurtasmyrsl Erlings grasa-
læknis fást nú í apútekum
og heilsuln'iiSum inii land
allt.
• Græðismyrsl
• Han«lálmrður
• Gyllina'ðaráhurður
Ki’ainl<HtSaii(li: Islnnsk lyl’jajínis
Dmfínj': Lyljuvrrsliin Islamls lif. j
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 9
N
ÍÞRÓTTASETT
úr 100% bómull.
Stærðin 34-38
Verð kr.
1.850
Stökktu til
London
7. okt. frá kr.
16.930
Flug og hótel
kr. 19.930
Nú seljum við síðustu
sætin til London þann 7.
október og bjóðum þér
nú spennandi tilboð um
leið og þú tryggir þér lægsta
verðið á Islandi. Þú bókar á
morgun og tryggir þér sæti
til London þann 7. október,
og þremur dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar
þú gistir í London. Svo bjóðum við auðvitað okkar
frábæru hótel í október og nóvember fyrir þá sem enn
hafa ekki tryggt sér sæti.
Síðnstu 32
sœtin 7. okt.
Verð kr.
16.930
Flugsæti með flugvallarsköttum,
7. okt., 3 nætur.
Verð kr.
19.930
M.v. 2 í herbergi með morgunverðl,
7. okt., 3 nætur
Verð kr.
29.930
Butlins hótel, 4 nætur, 3. okt.
2 í herbergi.
Jfvi
en*r «• bnt?
uPpselt
Zseeti
11 sæti
3°- s*Pt
°3. okt
°7- okt.
W- okt
l4okt.
17■ °kt. .
*4- °kt. .
78- o kt.
Enn er laust í
brottfarir í nóvember.
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600