Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ_________________________________________________________SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 13
MENNING
Danskir rithöfundar
missa millj ónagreiðslur
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
HINN vinsæli bamabókahöfund-
ur Bjarne Reuter sér fram á að
missa tekjur er nema um tíu milljón-
um íslenskra króna á næsta ári, ef
ný lög um greiðslur fyrir útlán úr
bókasöfnum ganga í gildí. Reuter
er ekki einn um tekjutapið og því
hefur hópur rithöfunda tekið sig
saman og hugleiðir nú hvort þeir
geti bannað útlán bóka sinna úr
bókasöfnum. Jytte Hilden mennta-
málaráðherra segist skilja reiði
þeirra, en þeir hefðu bara átt að
bregðast fyrr við.
Nýju lögin vora undirbúin 1991
af Grethe Rostboll, þáverandi
menntamálaráðherra. Samkvæmt
þeim átti að setja þak á bókasafns-
greiðslumar 1997, þannig að enginn
rithöfundur gæti fengið meira en
200 þúsund danskar krónur eða um
2,2 milljónir íslenskra króna fyrir
útlánin. Síðan var það munnlegt
samkomulag að það sem þá yrði
umfram rynni í sjóð, sem notaður
yrði til að styrkja bókmenntir og
rithöfunda. Nú fer að líða að því
að lögin taki gildi og um leið hefur
Jytte Hilden menntamálaráðherra
lýst því yfír að umframféð muni
bara ganga í ríkissjóð, en ekki koma
rithöfundum til góða á neinn hátt.
Danskir rithöfundar fá greitt fyr-
ir bókaeign og útlán úr bókasöfnum.
Fyrir vinsæla rithöfunda er hér um
umtalsverðar upphæðir að ræða.
Bjarne Reuter hefur skrifað um
fjörutíu bækur, mest bama- og
unglingabækur. Greiðslurnar til
hans nema 900 þúsundum danskra
króna á ári. Þegar nýju reglurnar
taka gildi missir hann því 700 þús-
und. Annar vinsæll höfundur er
Klaus Rifbjerg, sem fær nú 650
þúsund. Alls era það 84 rithöfundar
sem hafa meira en 200 þúsund á
ári og samanlagt missa þeir rúmar
ellefu milljónir danskar eða ríflega
120 milljónir íslenskra króna í tekj-
ur, þegar nýju reglurnar ganga í
gildi á næsta ári.
Greiðslurnar hafa lengi verið bit-
bein meðal rithöfundanna sjálfra.
Fagurbókmenntahöfundar hafa ergt
sig út í kennslubókahöfunda og
aðra, sem setja saman stutt kver.
Ljóðskáld semja yfírleitt stuttar
bækur og hafa því viljað einhvers
konar gæðauppbætur. Hugmynd
rithöfundanna nú var að umframféð
í sjóðnum tilvonandi rynni til fagur-
bókmennta, yrði endurúthlutað til
rithöfuna og kæmi þeim því til góða.
Nú hefur Hilden endanlega tekið
af skarið um það og segir að engir
bindandi samningar séu til um slík-
an sjóð.
Rithöfundarnir hyggjast ekki láta
það ganga hljóðalaust fýrir sig að
missa spón úr aski sínum. Höfundar
eins og Reuter, Rifbjerg og fleiri
vilja ekki mæta á umræðufund, sem
Hilden hugðist boða til í október-
bytjun, því hún hafí ekki neinar
breytingar í hyggju. Stór forlög eins
og Gyldendal hafa lýst sig reiðubúin
að styðja höfundana í baráttunni
og hjálpa þeim til að koma í veg
fyrir að bækur þeirra verða lánaðar
út. Nokkrir rithöfundanna vilja láta
reyna á fyrir dómstólum hvort þeir
geti bannað útlán bóka sinna, en
af hálfu ráðuneytisins er það áiitin
borin von að slíkt sé hægt, meðan
aðrir löglærðir segja að lög um höf-
undarétt séu ekki afdráttarlaus að
þessu leyti. Rithöfundasambandið
danska styður einnig baráttu rithöf-
undanna. Það á svo eftir að koma
í ljós hvernig átökunum lyktar. Hild-
en hefur sagt að rithöfundamir
hefðu átt að anda út úr sér mótmæl-
unum fyrr, en þeir hafa svarað sem
svo að þeir hefðu haft trú og traust
á stjórnmálamönnunum til að sýna
velvilja í garð bókmennta og skiin-
ing á aðstæðum þeirra. Það líkist
engu öðru en ráni um hábjartan dag
að skera réttmætar greiðslur til
þeirra með einu pennastriki, eins
og nú standi til.
Hann er komimú
HANN ER LENGRI, RENMLEGRI, RÚMBETRI,
BETUR BÚINN...
...OG HANN ER MEÐ FJÓRHJÓLADRIFI!
Laugardag 10-17
og sunnudag frá kl. 12-17
hjá Suzuki Bílum, Skeifunni 17.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.