Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn KLAUS Erlendur Kroner kom til íslands með foreldrum sínum á stríðsárunum og á hér marga vini. KLAUS Erlendur Kroner, verk- fræðiprófessor, á marga góða vini á íslandi frá því hann var drengur og finnst hann eiga hér vissar rætur. Ræt- urnar teygja líka svolítinn anga til Þýskalands. Það kemur m.a. fram í því að í sumar fóru hjónin með son sinn og fjölskyldu hans til Þýskalands, til að heimsækja fangelsið sem föður hans var á sínum tíma varpað í. Lásu þar að þann sama dag, 10. nóvember 1938, daginn eftir Kristalsnóttina alræmdu, vörpuðu nasistar 6.000 gyðingum í þetta eina fangelsi. Á báðum leiðum, til og frá Ameríku, komu þau við á Islandi. Þegar kona hans og fjölskylda þurftu að halda heim skrapp Klaus norður í land til að heimsækja grafir vina sinna, en foreldrar hans hvíla í íslenskri mold í kirkjugarðinum í Fossvogi. Dr. Karl Kroner sagði: „Þýskaland á fæturna, Bandaríkin heilann, en ísland á hjartað. „Þau báru því síður en svo kala til ís- lands og fóru eingöngu af því að þau töldu betri námsmöguleika í Bandaríkjunum fyrir soninn. Klaus bætti sjálfur á sig íslenska nafninu Erlendur og sonur hans heitir að sjálfsögðu að íslenskum sið Karl í höfuðið á afa sínum og Einar að seinna nafni, sagði hann á hreinni íslensku. Gyðingur í Þýskalandi nasista Karl M. Kroner var af gyðinga- ættum, sonur þekkts læknis í Berl- ín og þar kynntist hann 1920 konu sinni, Irmgard, frá Stettin, á spít- ala þar sem hún var að nema lækn- isfræði. Hún var ekki gyðingur, sem ekki skipti máli þá. Dr. Kron- er hafði tekið doktorsgráðu í læknisfræði árið 1902 og verið ■ ■ ■ ■ ORLOG DLANDADRAR FJÖLSKYLDU Vetrardag 1938 komu taugalæknirinn dr. Karl M. Kroner, Irmgard kona hans og son- ur þeirra Klaus til íslands á flótta undan nasistum. Hann var gyðingur, en ekki gyð- ingablóð í konu hans eða kjörsyni. Þau bjuggu hér í rúm sex ár, en hann fékk ekki lækningaleyfi fyrr en um leið og innflytjenda- leyfi til Bandaríkjanna barst og gróf því skurði í Bretavinnunni. Klaus sonur þeirra segir í viðtali við Elínu Pálmadóttur að þau hefðu aldrei átt að fara frá Islandi. læknir á spítölum og yfírlæknir heilsuhælis þegar fyrri heimsstyij- öldin braust út. Þá varð hann her- læknir bæði á austur- og vestur- vígstöðvunum, jafnan í fremstu víglínu, og var því sæmdur járn- krossinum af fyrstu gráðu fyrir framlag sitt. Hann varð læknir í taugasjúkdómum við fjögur sjúkrahús í Berlín auk þess sem hann hafði einkastofu. Hann var i miklu áliti sem taugasérfræðing- ur og ritaði mikið um það efni, m.a. var hann fyrstur lækna til að benda á þýðingu svonefnds Wassermanns-prófs við lyf- og taugasjúkdómum. „Mamma varð líka læknir, en eftir nokkur ár fannst þeim of margir læknar í fjölskyldunni, svo hún fór aftur í háskóla og tók að læra tungumál, einkum norræn mál,“ segir Klaus. „Þá fannst henni ekki nógu góðir kennarar til í íslensku, svo hún fann íslensk- an háskólastúdent, sem mun hafa verið Finnbogi Rútur Valdemars- son, lengi ritstjóri Alþýðublaðsins og síðan fékk hún fleiri kennara eftir að hann fór. Þau komu hing- að í ferðalag 1926, 1929 og 1933 og þá var ég með þeim, 7 ára gamall. Eg man að við fórum í reiðtúr fyrir austan og einhver gaf mér svipu, sem ég hafði með til Ameríku og gaf síðar aftur vin- konu á íslandi. Þetta leiddi til þess að foreldrar mínir kynntust fleiri íslendingum í Berlín, syo heimili okkar var opið öllum íslendingum, sem gátu komið og farið að vild. Oft voru haldnar hjá okkur veíslur fyrir íslendingana, stundum 10-15 manns, enda bjuggum við í stórri íbúð. Eg hugsa að allir íslendingar sem voru í Berlín seint á þriðja áratugnum og byijun þess fjórða hafi komið á heimili okkar.“ Man Klaus hvernig var að vera í svona fjölskyldu eftir að nasistar komu til valda 1933 og tóku að heija á gyðinga? „Ástandið var mjög skrýtið. Þar sem ég var ekki gyðingur varð ég að vera í samtökum Hitlersæsk- unnar til að halda áfram í skólan- um. Ég var 12 ára þegar við fórum og of ungur til að skilja margt af þessu. Ég tók auðvitað eftir að pabbi þurfti að taka læknastofu- skiltið af húsinu okkar og sjúkling- um fækkaði þar til bannað var að leita til hans. Daginn eftir Kristalsnóttina, þegar liðsveitir nasista gengu berserksgang gegn gyðingum, var pabbi tekinn og honum varpað í fangelsi. Hann hélt alltaf að þeir mundu ekki hreyfa við sér af því að hann hafði verið í stríðinu og bar æðstu gráðu Járnkrossins. Því gerði hann ekki ráð fyrir að þurfa að flýja. Þegar ég heimsótti þetta fangelsi núna las ég að 6.000 gyðingar höfðu verið skráðir inn í þetta fangelsi daginn sem þeir sóttu hann heim til okkar. Það var daginn sem þeir tóku lækna, kennara og annað menntafólk. Þá kom sér vel að þau höfðu kynnst svona mörgum íslending- um, því móðir mín fór að reyna að ná honum út og leitaði m.a. til Helga P. Briem, fulltrúa þeirra í danska sendiráðinu. Ut úr því kom að möguleikar væru á því ef hann gæti verið farinn úr landi innan sólarhrings. Móðir mín hafði þrátt fyrir allt sótt um landvist í Banda- ríkjunum, en þar var kvóti og svo langur biðlisti að það hefði tekið 10 ár að röðin kæmi að okkur. Hún leitaði því til íslendinga. Ut úr því kom að ef pabbi kæmist strax úr landi gæti verið að honum yrði sleppt. Helgi P. Briem fékk landvistarleyfi á Islandi fyrir hann undir eins. Svo margir íslending- ar, sem höfðu verið heimagangar hjá okkur, voru á íslandi og sum- ir komnir í áhrifastöður. Pabba var því sleppt eftir 12 daga og komið úr landi innan 12 tíma.“ I bók Þórs Whitehead „Ófriður í aðsigi“ er frásögn Helga P. Briem af því hvernig hann nýtti sér grobb von Jagows, yfirmanns storm- sveitanna í Berlín, af áhrifamætti sínum og manaði hann. Daginn eftir birtist Kroner læknir á skrif- stofu Helga, snoðaður og illa til reika með þau skilaboð að hann ætti að hypja sig úr landi fyrir klukkan 12 á miðnætti. Helga tókst að fá far fyrir hann í danskri flugvél sem fara átti kl. 6 síðdeg- is með því að annar farþegi vék sæti. Samt ætlaði lögreglan að stöðva hann, en Helgi krafðist þess sem danskur embættismaður að fylgja honum út í vélina. Það gekk og dr. Kroner flaug til Kaup- mannahafnar. Klaus kveðst hafa verið í skólanum þegar pabbi hans var sóttur, því þetta var í nóvember- mánuði. En þá var vandinn að koma honum sjálfum úr landi, þar sem hann var Þjóðveiji á skóla- aldri og hafði ekkert leyfi. En móðir hans talaði við kennarann, sem þekkti málavöxtu. Hann gaf skriflegt leyfi um að Klaus mætti fara með foreldrum sínum í stutta heimsókn til Svíþjóðar. Seinna fréttu þau að kennarinn hefði lent í vandræðum fyrir að hafa gert þetta, þegar hann kom ekki til baka. Var niðurlægður og sendur í einhvern smáskóla. En eftir stríð gátu þau sýnt honum þakklæti sitt með því að senda honum mat- arpakka, kaffi og slíkt frá Banda- ríkjunum, og héldu sambandi við hann. Þannig komust mæðginin í lest til Danmerkur til móts við föður hans. „Við skildum allt eftir nema það sem við gátum borið og 10 mörk í peningum. Seinna v'oru nokkrir Islendinganna hjálplegir og tóku með sér heim eitthvað af okkar dóti. Húsgögnunum var pakkað í kassa, en það fékkst aldr- ei leyfi til að senda þá. Búslóðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.