Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 19
MORGÚNBLAÐIÐ getum aldrei heyrt tónlist og fugla- söng. En við fáum alla okkar ánægju í gegnum augun og upplifum náttúr- una sem tónlist. Svo hafa ekki allir heyrandi áhuga á tónlist. Einstakl- ingarnir eru svo ólíkir, hvort sem þeir eru heyrandi eða heymarlausir. En, það eiga allir að fá tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsend- um.“ Finnst þér málefni heyrnarlausra hafa gleymst í öllu þessu íslenska annríki? „Gleymst og gleymst ekki. Staðan hefur bara verið sú, að heyrandi hafa ráðið vegna þess að við áttum ekkert sameiginlegt mál. Vonandi er fólk að byija að átta sig á því að heyrnarlausir hafa skoðanir. Þegar ég kom heim frá Svíþjóð og fór að segja frá því hvernig stað- an er þar, hófst mikil umræða meðal okkar um stöðu okkar og réttindi. Við flöllum mikið um það okkar á milli og veltum því fyrir okkur hvern- ig við getum breytt hlutunum." Ef fólk vill fá okkar álit, á að hafa samband við Félag heyrnarlausra „Það vill oft brenna við, þegar okkar málefni eru á döfinni, að það er ekki haft samband við formann Félags heymarlausra til að spyija um okkar álit og við vitum oft ekki hvar við getum nálgast upplýsingar. En það má ekki gleyma því að á meðan heyrnarlausir eru ekki með- vitaðir um stöðu sína, verður þetta svona. Við ein getum breytt þessu. Það er oft sagt að Félagi heyrnar- lausra finnist þetta og hitt, án þess að haft hafi verið samband við okk- ur. Þegar við spyijum hvaðan upplýs- ingarnar koma, er það gjarnan frá heyrandi sem telur sig þekkja vilja heymarlausra. Það er oft sagt að Félag heyrnar- lausra sé veikt. En það er ekki satt. Félagið var stofnað árið 1960 á meðan táknmálið var bannað um allan heim. í félaginu var táknmálið allsráðandi. Það hefur alltaf starfað af afli, þótt stóra samfélagið hafi ekki haft hugmynd um okkur. Félag- ið er 35 ára og þótt táknmálið hafi ekki verið viðurkennt, var félagið sá staður þar sem við miðluðum upplýs- ingum og þangað gat fólk leitað á þeim tímum sem hér voru engir túlk- ar. Félagið hélt stöðugt áfram og fólki leið vel þar. Þangað komu at- vinnulausir, eldra fólkið og það unga. Þetta er kannski lítið félag, miðað við önnur, en við höldum ótrauð áfram og innri bygging félagsins er sterk þótt við séum ekki sterk út á við. En núna er félagið virkilega byijað að blómstra og þróunin komin í gang. Heyrnarlausir eru sjálfir við stjórn- völinn, ekki fagfólk utan úr bæ. Þetta er í þróun og styrkir félagið." „Þetta er alit á réttri leið,“ segir Berglind. „Því má heldur ekki gleyma að félagið er að þróast og byija að blómstra. Við höfum verið í góðum tengslum við Norðurlöndin frá 1974 og það hefur veitt okkur styrk. Og hvar værum við, ef félagið væri ekki til?“ Túlkaþjónusta í dag eiga heyrnarlausir rétt á t.úlkaþjónustu í framhaldsskólum. Þeir fá líka túlkaþjónustu, þegar þeir þurfa að hafa samskipti við opinberar stofnanir og aðila, það er að segja, ef hægt er að koma því við. En hingað til hafa, því miður, ekki verið til nógu margir túlkar. „Núna eru fyrstu túlkarnir okkar að verða fullnuma," segir Berglind. „Það er eitt ár í það og það er mik- ill áfangi. Þeir verða viðbót við þá sem fyrir eru og þá fer rödd okkar að heyrast úti í samfélaginu, eins og við viljum. Það komust níu nemendur inn á lokaárið - svo verðum við bara að sjá til hvort allir nái að ljúka túlka- náminu. Fyrir eru 4-5 túlkar, þar af þrír í fullri stöðu við Samskipta- miðstöðina. Táknmálið er ekki bara nauðsyn- legt fyrir okkur, heldur er það for- senda þess að heyrnarlausir geti orðið virkir þátttakendur í samfélag- inu. í Hollandi er til dæmis ekkert félag. Þar er hin svokallaða „radd- máls“ aðferð við lýði og heyrnarlaus- ir eru óvirkir samfélagsþegnar þar. Við héldum hins vegar táknmálinu gangandi og þess vegna erum við sterk.“ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 1% Sjálfsgagnrýni fjölmiðla betri en utan- aðkomandi ritskoðun Stokkhólmi. Morgunblaðið. ÁBYRGÐ fjölmiðla og leiðir til að hafa áhrif á dreifingu efnis eins og barnakláms hafa verið til umræðu í Stokkhólmi á ráðstefnu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna og annarra samtaka um kynferðislega misnotkun barna i gróðaskyni, sem lauk um síðustu helgi. Aidan White formaður Alþjóðlega blaðamanna- sambandsins segist í samtali við Morgunblaðið ekki vera samþykkur því að rétt sé að herða reglur um fjölmiðla. Besta leiðin sé að fjölmiðl- arnir sjálfir meti og vegi efni sitt. í Svíþjóð eru uppi umræður um hvort breyta eigi stjórnarskránni til að freista þess að hefta dreifingu barnakláms. White segist öldungis andvígur slíkum breytingum. „Svíar njóta þeirrar gæfu að hafa eina bestu ogfijálslyndustu stjórnarskrá í heimi að því er varðar prent- og tjáningarfrelsi. Það er bétra að reyna að nota þau lög, sem til eru heldur en að ætla sér að finna nýj- ar, auðveldar lausnir. Á netinu eru leiðbeiningar um hvar finna megi drengi til kynmaka í Bangkok og margt fleira slæmt, en til eru lög sem taka fyrir slíkt.“ White segir Bandaríkjastjóm und- irbúa að gera það saknæmt að hafa undir höndum bamaklámefni, en um leið verða blaðamenn og aðrir sem hafa efnið undir höndum vegna rannsókna að sakamönnum brotleg- ir. „Og hvað á þá að gera? Gera undantekningar í lögunum fyrir blaðamenn, dómara, lögfræðinga og kannski lækna, sem geta komið að slíkri rannsókn. Það er ekki hægt að setja lög með fullt af undantekn- ingum. Lög eiga að gilda undantekn- ingalaust fyrir alla.“ White segir engan vafa á að sum- ir fjölmiðlar standi engan veginn undir siðferðislegri ábyrgð sinni og auðvitað séu til hræðilega slæmir fjölmiðlar. „En það eru bara engir betur fallnir til að stemma stigu við slæmri fréttamennsku en fjöl- miðlarnir sjálfir.“ Hvað efni ráðstefnunnar varðar segir White að ekki sé annað en hægt að vonast til að fjölmiðlar taki hlutverk sitt alvarlega, þó þeir verði fyrir þrýstingi víða að. „Það þarf ekki annað en að hafa í huga að hluti af vandanum, nefnilega kynlífsferðir, snertir ferðamennsku og ferðamennska er stóriðnaður. Það eru því margvíslegir hagsmun- ir í veði og ekki allir jafn hrifnir af að efnið sé tekið fyrir. Hér þurfa því fjölmiðlar að yera vakandi." Blaðamannasambandið hefur beitt sér fyrir að í lokayfirlýsingu ráð- stefnunnar sé grein, þar sem fjöl- miðlar eru hvattir til að sinna efn- inu og leggja sitt af mörkum til að bæta ástand barna. DATILBOÐ II_____I _ I I J___'_______ \wmm rmm . « mmm mm mmmmm mw®. mm •* %.*• *** mm «« mm* mm mgk mm mm mm m.m mm m ^ *mm m*-z mmm * j >mm mmm mn* wmft mm <amm m&á m s irn #'*' mm mr~ w - m ? mm m> ' ** m •: •*' r i im m m i Naples er guilfaileg sólarperla við Mexíkóflóann sem býryfir þokka smábæjar og menningu og mannlífi stórborgar. 40 glæsilegir golfvellir gera Naples aó golfhöfuóborg heimsins og aöstaða til hvers kyns íþrótta og afþreyingar er frábær. Fjölbreyttar skoóunarferóir í boói. 77.700 kr.ií*r InnifaLið: FLug til og frá Ft. LauderdaLe, gisting í 8 nætur á La PLaya með óviðjafnanlegri sjávarsýn, akstur tiL og frá NapLes, ísLensk fararstjórn og allir skattar. Feróina má framlengja. *-!* HBMB - glæsileiki og munaðúr í ferð VISM \ Far- og Gullkorthafa V 22.-30. nóvember. Verð á mann í tvíbýli. StórgLæsiLeg fimm stjörnu gisting á svítuhóteLinu sem stendur vió eina ströndum FLórída, VanderbiLt Beach La PLaya af faLLegustu í Naples. - þð gistir á Admirals Bay og færð frían bllaleigubíl í viku. VeL búnar og rúmgóðar íbúóir á Fort Myers Beach - sérLega hagkvæmur kostur fyrir fjöLskyldur. Frír bíLaLeigubíll í viku fyrir VISA korthafa í boði VISA íslands og Úrvals-Útsýnar. Nú verður auðvelt að heimsækja skemmtigarðana frábæru og skoða perlur Fort Myers og nágrennis. Verö í 15 daga ferö frá 45.995 kr* Verð á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn (2ja -11 ára). Innifalið: Flug, gisting og allir skattar. Bílaleigubíll af Economy gerð með LDW- tryggingu - ótakmarkaður akstur leyfður. Skilyrði fyrir bilaleigubíl: Lágmark að tvéir bóki sig saman i ibúð. Tllboðið gildir í október og nóvember. aggsgsgí • .V vj O _ -.Hr r"" . Value -fyrir korthafa ViSA— Rent-A-Car Far- og GuLLkorthöfum VISA sem ferðast til FLórída bjóðast einstök kjör á biLaLeigubítum VaLue Rent-A-Car. Þú borgar fyrir bíl af ákveðnum fLokki en færð bíL í næsta stærðarfLokki fyrir ofan - og nýtur þægindanna. Gildir í október og nóvember. % ÚBVAL lÍTSÝH Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 23 66, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 ■ og bjá umboðsmönnum um land alll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.