Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.09.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 21 HÓLMFRÍÐUR og Sigurður þurrka jurtirnar á sérstökum grind- um og er heitt loft látið leika um þær. Mikilvægt er að þurrkun- in takist vel og er það undirstaða þess að jurtirnar haldi sem bestu bragði og lækningaeiginleikum. íslandi. Birkilauf, blóðberg, beiti-, sortu- og aðalbláberjalyng er auð- velt að nálgast um mestallt land og það sama má segja um fjalla- grösin, sem voru hluti af fæðu landsmanna allt frá landnámi. Sjaldgæfari tegundir eru svo hvönn, einir og vallhumall, sem lengi hafa verið þekktar fyrir lækningaáhrif sín. Miklu máli skiptir hvernig tínslunni er háttað. Til dæmis eru blóðberg og fjalla- grös frekar seinvaxin og því er ekki ráðlegt að nýta sama svæðið til tínslu á þeim oftar en á þriggja ára fresti. Aðrar tegundir má tína árlega á sama svæði og svo mikið er af lyngi og birkilaufí í Aðaldals- hrauni að þar mætti margfalda tínsluna án nokkurra vandkvæða. En það er ekki nóg að jurtirnar vaxi í ríkum mæli um mestallt land. Fyrsta skrefið er að tína þær og koma þeim í hús og það getur reynst æði tímafrekt. Til þess að vernda gróðurinn og geta nýtt hann ár eftir ár eru bæði jurtir og lyng tínt með höndunum og með litlum trjáklippum og því tek- ur það dágóða stund að fylla pok- ana. Að auki er sá tími sem jurtim- ar eru í blóma mislangur eftir því hvernig viðrar, þó yfirleitt sé hægt að tína þær á um tveggja mánaða tímabili. Sigurður segir tímakaup- ið við teframleiðsluna ekki hátt, sennilega eitthvað í kringum verkamannataxtann, en það sé hins vegar ekki svo slæmt þegar litið er til þess að mikill hluti fram- leiðslunnar fari fram á tíma sem lítið annað sé við að vera. Um leið og jurtirnar eru komnar í hús tek- ur svo þurrkunin við. Jurtimar eru lagðar á grindur og heitt loft látið leika um þær. Þurrkunin tekur tæpa viku og mikilvægt er að rétt sé að henni staðið til þess að lækn- ingaeiginleikar og bragð verði eins og best er á kosið. Eftir að jurtim- ar hafa verið þurrkaðar gefst góð- ur tími til vinnslu og pökkunar. „Það má eiginlega segja að þessar jurtir þurfí svipaða meðhöndlun og hey. Þær eru mjög viðkvæmar þangað til búið er að þurrka þær, en eftir það geymast þær vel.“ Rólegir dagar á haustin og vetuma eru því notaðir til þess að hakka hráefnið, blanda hinar ýmsu teg- undir og að lokum pakka þeim í neytendaumbúðir. Náttúrulækningar Síðustu árin hefur orðið nokkur hugarfarsbreyting á meðal fólks sem gjarnan er kennd við nýöld. „Tiltrú manna á grasalækningum hefur aukist að nýju og sennilega er þessi framleiðsla að einhvetju leyti angi af þeirri þróun,“ segir Sigurður. „Uppskriftirnar hafa að mestu verið óbreyttar frá upphafi og innihalda jurtir sem hafa verið notaðar til grasalækninga í ald- anna rás. Þær teblöndur sem við emm að framleiða í dag eru að mestu leyti búnar til eftir ritum séra Björns Halldórssonar frá Sauðlauksdal, sem var uppi um miðja átjándu öldina.“ Bjöm var náttúrufræðingur og frömuður í garðrækt og annarri jarðyrkju og skrifaði meðal annars bókina „Grasnytjar“, þar sem taldar voru upp allar íslenskar lækningajurtir sem vitað var um á þeim tíma og eiginleikum þeirra lýst. Nýrri vitn- eskja um lækningagrös, sem byggist á vísindalegri grunni en Grasnytjar, var fengin úr bókinni íslenskar lækningajurtir og var hún höfð til hliðsjónar þegar jurt- irnar vom valdar. „Það er alveg merkilegt hversu margt er svipað í þessum bókum og það segir sína sögu um áreiðanleika gömlu fræð- anna, sem náttúrulega vom byggð á aldalangri reynslu," segir Sig- urður en bendir þó á að auðvelt sé að fínna ýmislegt í ritum Björns sem flokka megi sem hreinar skottulækningar og hjátrú í dag. Allavega sé það misjafnt að trú- verðugleika. Til dæmis eftirfar- andi lýsing á eiginleikum einis. „Einibeijaolía daglega inn tekin styrkir höfuð og minni og fjórir dropar af henni hafa verið látnir dijúpa í eyra unglingi, sem mjög var daufheyrður og batnaði honum strax þar á eftir.“ Teblöndur við ýmsum kvillum í dag eru framleiddar þijár mis- munandi teblöndur hjá tefélaginu; fjallagrasablanda, vallhumals- blanda og blóðbergsblanda. Að auki er framleitt hreint blóðberg sem bæði er hægt að nota sem te og krydd, enda er það ekki ósvipað timian eða „einfaldlega íslenskt timian“ eins og Hólmfríður segir. Áhrif þessara tegunda eru mis- munandi. Fjallagrasablandan er góð við bólgu í maga og þurrum hósta. Vallhumalsblandan hefur róandi áhrif og er því góð sem kvöldte fyrir svefninn og er að auki sýkladrepandi, enda hefur vallhumall verið notaður til að græða sár í gegnum tíðina. Blóð- bergsblandan er góð við flensu og kvefi. Að auki eru allar blöndurnar góðar fyrir magann og melting- una. „Pabbi notaði alltaf fjalla- grasaseyði sem lyf við magasári," segir Hólmfríður, „Flestar íslensk- ar jurtir eiga það einmitt sameigin- legt að þær eru góðar fyrir mag- ann og eru vatnslosandi og því góðar við bjúg.“ Góðar viðtökur Stærstur hluti framleiðslunnar er fluttur til Reykjavíkur, þar sem teið er selt í heilsuvöruverslunum, en utan Reykjavíkur er Heilsuhús- ið á Akureyri eini söluaðilinn. Að sögn Freyju Svavarsdóttur í Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg hefur teið fengið mjög góðar við- tökur. „Jurtate er sífellt að verða vinsælla og því eru bæði íslending- ar og útlendingar ánægðir með að geta fengið íslenskt jurtate.“ En ætli það hafí heyrst einhveijar kraftaverkasögur af teinu og áhrifum þess? „Ég hef nú ekki heyrt neinar svaka sögur, en teið þykir gott og hrífur greinilega, því fólk sem kaupir það hefur gjarnan haft spurnir af því frá vinum og kunningjum. Svo er það líka notað sem krydd.“ Sjálf segist hún halda sig við kaffíð á morgnana en í hádeginu og seinnipartinn drekki þau í búðinni oft teið frá Sandi. „Það er allskonar fólk sem kaupir þetta te, bæði ungir og gamlir og fastir viðskiptavinir og fólk sem villist hingað inn. Og svo náttúru- lega erlendir ferðamenn.“ Tímamót Hvað er svo á dagskránni hjá Hinu íslenska tefélagi? Ætla te- bændur að hefja útflutning í stór- um stíl eins og upphaflega hug- myndin fól í sér? „Nei, varla, en hins vegar stefnum við á að pakka teinu í gjafapakkningar og bjóða það ferðamönnum í íslenskum heimil- isiðnaði og íslenskum markaði í Leifsstöð_ innan árs,“ segir Hólm- fríður. „Á seinasta ári stóð fram- leiðsla og eftirspurn á jöfnu, en í vor vorum við orðin uppiskroppa og bíðum bara eftir að geta byij- að að tína. Salan er að smáauk- ast og það virðist sem nokkuð margir séu orðnir reglulegir kaup- endur. Við framleiðum um 2.000 pakka á ári og nú er svo komið að við verðum að fara að taka ákvörðun um hvort við eigum að gera teframleiðsluna að einhveiju meira en aukabúgrein. Sókn á erlenda markaði gæti hins vegar krafíst svo mikils magns að ef til hennar kæmi þyrfti væntanlega mikinn mannskap til þess að safna jurtum í heilu landshlutun- um. Það er svo alls óvíst að söfn- un í slíkum mæli færi saman við náttúruverndarsjónarmið." Hólm- fríður segist helst vilja halda te- framleiðslunni sem heimilisiðnaði, enda sé öruggasta leiðin til að tapa á íslandi sú að fara að byggja og nauðsynlega þurfi stærra þurrkhús til að auka framleiðsl- una að ráði. „Ekki hætt í kaffinu" Hólmfríður og Sigurður segjast ekki vita til þess að neinn annar aðili á íslandi sé í teframleiðslu svo einhveiju nemi. Hólmfríður vill þó leggja áherslu á eitt: „Þó svo við séum farin að framleiða þessar teblöndur nýlega hafa hús- mæður búið til te og seyði fyrir sitt heimilisfólk um aldir. Menn áttu jurtir við öllu hér áður fyrr og enn er til töluvert af fólki sem tínir sín eigin heilsugrös." Hólm- fríður og Sigurður segjast ekki vera hætt í kaffinu en játa þó að þau séu farin að drekka meira te. Einnig nota þau allar tegundirnar sem krydd við matargerð og er uppáhalds tegund þeirra blóð- bergsblandan. „Hana má nota á allt mögulegt kjöt, bara að strá henni yfír. Svo rekur fólk upp stór augu þegar maður mætir í grill- veisluna með kjöt og te.“ w^~ Vinátta ymhverfismái ^élagskapur Strákar nemi'jokri acniil'ju Skcitcin | ■ Úölíf VirkjMtaka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.