Morgunblaðið - 15.09.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 15.09.1996, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir bardagalistarmyndina The Quest með belgíska vöðvabúntinu Jean-Claude Van Damme og gamla Bondinum Roger Moore í aðalhlutverk- um. Þetta er fyrsta myndin sem Van Damme leikstýrir og fór hún beint á toppinn í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd þar í vor. í fótspor Tinna STÓRSTJARNAN Jean-Claude Van Damme reynir fyrir sér sem leikstjóri í fyrsta skipti í bar- dagamyndinni The Quest, en hann fer að sjálfsögðu einnig með aðal- hlutverkið í myndinni sem er af svipuðu tagi og þær myndir sem á sínum tíma komu undir hann fótunum sem kvikmyndaleikara. í myndinni leikur Van Damme smáglæpamanninn Chris Dubois, sem er á flótta undan lögreglunni í New York þriðja áratugarins og leiðir flótti hans hann í sérkenni- legt ferðalag sjálfsskoðunar og þroska um allan heim, allt frá fátækrahverfum stórborgarinnar til hinnar dularfullu Týndu borgar í Tíbet hátt uppi í Himalayjafjöll- um. Á þessu ferðalagi er Chris rænt af vopnasmyglurum sem hneppa hann í þrældóm, og hann er seldur af sjóræningjum og varpað inn í undirheima fjár- hættuspils og sparkhnefaleika. Ferðin berst meðal annars til hinnar forboðnu Muay Thai-eyjar þar sem banvæn bardagalist er kennd, til afkima Bangkokborgar og um afskekktar eyðimerkur þar sem stríðsmenn Gengis Khan riðu á sínum tíma illvígir um héruð og loks til hinnar fomu Týndu borgar. í Týndu borginni verður Chris að standa andspænis þeirri einu þolraun sem sker úr um karl- mennsku hans og hugrekki, en það er hin ævaforna Ghan-gheng keppni þar sem barist er til síð- asta blóðdropa. Keppni þessi hef- ur í aldaraðir laðað til sín alla helstu bardagamenn heimsins sem sýna stórkostlega hæfni sína í bardagalist í því skyni að vinna til eignar Gulldrekann eftirsótta. En bardagahæfni Chris nægir honum ekki ein til að vinna sigur á þeim köppum sem mættir eru til leiks, heldur verður hann að kafa djúpt í sjálfan sig og ná valdi á allri þeirri einbeitni og þeim innri styrk og óeigingjörnum heiðri sem hann býr yfir til að sigrast á þessum síðasta þröskuldi á langri heimferð sinni. Líkt og aðalpersónan í The Quest þurfti Jean-Claude Van Damme að sigrast á ýmsum þrautum á þeim íjórum árum sem það tók hann að koma myndinni á hvíta tjaldið. Það sem helst af öllu laðaði hann að þessu við- fangsefni var sá gamaldags ævin- týrablær sem sagan býr yfir. Hann segist hafa sökkt sér í Tinnabækurnar þegar hann var ungur drengur heima í Belgíu og haft mikið dálæti á öllum þeim ævintýrum sem söguhetjan rataði í á ferðalögum sínum um heiminn með félögum sínum. „The Quest er einmitt af þess- ari gerð. Chris er eltur af löggum um borð í skip vopnasmyglara sem er á leið til Tælands og bjarg- að þaðan af sjóræningjum sem selja hann í ánauð sem hnefaleik- ara og síðan tekst hann á hendur stórkostlega ævintýraferð til Tíb- et til að keppa í leynilegri bar- dagakeppni.“ Þegar hugmyndin að myndinni var fullmótuð blasti fyrsta vanda- málið við Van Damme, en það var spurningin um hvort hann ætti sjálfur að leikstýra myndinni. Kappinn hafði löngu öðlast heims- frægð fyrir leik í myndum á borð við Sudden Death, Nowhere to Run, Timecop, Streetfighter og Universal Soldier og ekkert rak svo sem á eftir honum að taka á sig nýjar byrðar. Engu að síður ákvað hann að slá til. „Það var erfitt að setjast í stól leikstjórans og hvert einstakt vandamál sem upp kom varð mitt eigið vanda- mál, en þetta varð ég að gera vegna þess hve persónulegt við- fangsefni The Quest var mér.“ Ein ástæðan fyrir því að Van Damme kaus að láta The Quest gerast á þriðja áratugnum var sú að þá þurfti fólk ennþá að ferðast í lestum, bátum og jafnvel á fílum til að komast leiðar sinnar á þeim slóðum þar sem myndin gerist, í stað þess að skjótast á milli staða í þotum eða hraðskreiðum bílum eins og tíðkast í nútímanum. FERÐALAG Chris Dubois ber hann meðal annars til eyjarinn- ar Muay Thai þar sem kennd er banvæn bardagalist. Þannig mætir til dæmis þýski þátttakandinn til leiks í Ghan- gheng keppninni i Zeppelin loft- fari. Einnig réð það miklu að sögn leikstjórans að á þessum tímum hafði fólk ennþá háleit markmið og barðist ekki einungis pening- anna vegna. „Bardagamennirnir í The Quest koma hvaðanæva úr heiminum til að taka þátt í Ghan- gheng keppninni og beijast jafnt fyrir þann heiður sem fylgir því að fara með sigur af hólmi og að öðlast Gullna drekann." Keppnin er í sjálfu sér þunga- miðjan í myndinni, ekki aðeins sem hápunktur myndarinnar held- ur einnig sem virðingarvottur við bardagaíþróttir og ekki síður virð- ingarvottur leikstjórans við þann aga sem hann þakkar velgengni sína sem kvikmyndastjarna. Sext- án bardagaafbrigði, bæði raun- veruleg og skálduð, eru notuð í The_ Quest. „I þijú ár ferðaðist ég um gjör- vallan heiminn í léit að bestu bar- dagamönnunum sem frnnast. Ég í KEPPNINNI um Gulldrekann verður Chris Dubois að ná valdi á allri þeirri einbeitni og þeim innri styrk sem hann býr yfir. en kvikmynd, en meg- intími hans fer í a< gegna starfi sérs- taks sendiherra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og fetar hann þar í fótspor leikara á borð við Audrey Hepum, Danny Kaye og Peter Ustinov. Ferð- ast hann víða um heim til að vekja á aðstæðum barna sem eiga um sárt að binda. Búntið frá Brassel JEAN-CLAUDE Van Damme fæddist í Brussel í Belgíu fyrir 35 árum og er hann oft kailaður vöðvabúntið frá Brussel. Fæðingarnafn hans er Jean-Claude Van Varenberg, en hann tók upp eftirnafn læri- föður síns sem honum þótti hafa sterkari hljóm. Van Damrae hefur nú búið í bráðum 15 ár i Bandaríkjunum. Þangað hélt hann í leit að frægð og frama eftir að hafa lagt stund á ballett, vöðvarækt, bardaga- íþróttir og leiklist í fæðingar- borg sinni en þar hafnaði hann tilboði frá ballettflokki sem vildi fá hann til liðs við sig. Eftir að hafa unnið um hríð sem þjónn og útkastari í Los Angeles komst hann í kynni við kvikmyndaframleiðandann Menachim Golan, sem útvegaði honum hlutverk, og hefur hann nú leikið í 20 kvikmyndum og er The Quest sú 17. í röðinni. Síðar á þessu ári verða svo frumsýndar myndirnar Maxim- um Risk og The Exhange sem hann hefur lokið við að leika í og á næsta ári verður myndin Abominable frumsýnd. Fyrsta myndin sem Van Darame lék í var Monaco Fore- ver, sem gerð var 1984, en hann sló hins vegar ekki í gegn fyrr 1987 þegar hann lék í Bloodsport. Auk þess að eiga heiðurinn að söguþræðinum í The Quest hefur Van Damme skrifað sögurn- ar sem Kickboxer (1989), Lion- heart (1990) og Double Impact (1991) byggðu á. Van Damme er kvæntur fyrirsætunni Darcy LaPier og eiga þau eins árs gamlan son, en LaPier er fjórða eigin- kona Van Damme. hitti fjöldann allan af bardaga- listamönnum og setti saman hóp af þeim bestu, en við Moshe Diam- ant framleiðandi myndarinnar hljótum að hafa horft á þúsund kynningarmyndbönd." Roger Moore sem á að baki sjö James Bond-myndir leikur sjó- ræningjann Lord Edgar Dobbs í The Quest. Moore hafði lengi ver- ið í uppáhaldi hjá Van Damme og því sá fyrsti sem honum kom í hug í þetta hlutverk. Staðráðinn í því að fá Moore í hlutverkið hélt Van Damme með handritið að myndinni heim til leikarans í Sviss og eftir að hann hafði lesið handritið sló Moore til. Áður en Moore tók að sér hlut- verk James Bond sem hann starf- aði meira og minna við í 12 ár hafði hann öðlast miklar vinsæld- ir í hlutverki Dýrlingsins í sam- nefndum sjónvarpsþáttum sem hann lék í í sjö ár, en þeir þættir eru enn sýndir í um 80 löndum víða um heim. Moore tekur enn að sér hlutverk í einni og einni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.