Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 19 þar að auki er ekki hægt að segja um einstök lífskjaraatriði hversu mikilvæg þau eru innbyrðis. Hvort skiptir til dæmis meira máli fyrir lífsgæðin að búa í góðu húsnæði eða hafa miklar frístundir? Hvort skiptir meira máli fyrir lífsgæðin að hafa meiri kaupmátt til einka- neyslu eða að lifa lengur? Hvort skiptir meira máli fyrir lífsgæðin að hafa hærra kaup eða minna atvinnuleysi? Hvort skiptir meira máli fyrir lífsgæðin að hafa hærra menntastig þjóðar eða minni lau- namun milli þjóðfélagshópa? Vörutalningaraðferð lífskjara- samanburðar eða hefðbundnar lífskjarakannanir geta aldrei sagt okkur neitt óyggjandi um þetta, því svörin við slíkum spurningum eru ólík frá einum einstaklingi til annars. Þau eru háð gildismati einstaklinganna. Þau eru með öðr- um orðum háð skilningi manna á því hvað ætti að felast í „hinu góða lífi“. En hvemig á þá að meta lífs- gæði þjóðanna, ef ekki dugir að kortleggja árangur á einstökum hlutlægum sviðum efnalegra, fé- lagslegra og heilsufars- legra lífskjaraþátta og leggja síðan allt saman í eina niðurstöðu, eins konar „lífskjarastig á mann“, á svipaðan hátt og hugtak- ið „þjóðarframleiðsla á mann“ er notað? Ef til vill er rökréttasta leiðin út úr þessari klemmu sú, að spyija um heildarútkomuna eins og einstaklingarnir sjálfir meta hana, fyrst gildismat þeirra er það sem til grundvallar liggur. Til álita hlýtur því að koma að spyija um mat einstaklinganna sjálfra á lífi sínu. Eru þeir ánægð- ir eða óánægðir með líf sitt þegar á heildina er litið, og eru þeir ánægðir eða óánægðir með ein- staka þætti lífs síns og lífshátta? Hér er komið að annarri tegund velferðarrannsókna, sem mætti best kalla lífs- gæðarannsóknir, til að- greiningar frá lífskjara- rannsóknum eins og þeim sem hér hefur verið vísað til. Hvað segja slík- ar rannsóknir um sam- anburð á lífsgæðum íslendinga og annarra þjóða? Lífsgæði fimmtán nútímaþjóða: Samanburður Á myndum 1 til 4 má sjá niður- stöður úr mati á lífsgæðum sem koma úr fjölþjóðlegri rannsókn er gerð var árið 1990." Svarendur í hveiju landanna sem þátt tóku voru beðnir um að meta „ánægju sína með lífið almennt þessa dag- ana“ með því að merkja við á kvarða frá 0 til 10, þar sem 0 þýddi „mjög óánægður“, en 10 þýddi „mjög ánægður". Hlutlausir eða þeir sem ekki gátu gert upp hug sinn um það hvort þeir væru frekar ánægðir eða óánægðir gátu þá merkt sig á miðju kvarðans (þ.e. nálægt 5 á kvarðanum). Út úr slíkum svörum einstaklinga frá hveiju landanna má svo reikna meðalstig ánægju með lífið í hveiju landanna fyrir sig og bera saman milli þjóða. Þar með er kominn efniviður í víðtæka mæl- ingu á almennum lífsgæðum þjóða, því ætla má að yfirlýst ánægja þjóðar með líf sitt sé góð vísbending um heildarmat fólks á lífskjörum sínum og lífsskilyrðum, almennt séð. Þetta er ein leið til að svara spurningunni um það, hversu góð lífsgæðin eru hjá einni þjóð í samanburði við aðrar. BREIÐHOLT VIÐTALSTÍMI Mánudagur 7. okt. kl. 17 -19 Álfabakki l4a (Mjódd) ÁRNI SIGFÚSSON & GEIRH. HAARDE V VERÐIÐ! Léttir og meðfærilegir Ræstivagnar • Mikið úrval ræstivagna. • Margar tegundir moppa. • Atvöru JJ moppuvagnar. • Góð verð og þjónusta Besta ehf., Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Sími 564 1988 Útibú Suðurnesjum: Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 421 4313 - kjarni málsins! Hjá okkur ei^flugvallarskatturinn innifalinn í verðinu! Verð pr. mannfrá kr: A HOSPITALITYINN Takmarkað sœtaframboð (örfá sœti laus.) í haust hafa 800 manns bókað sig til Newcastle. Innifalið: Flug, Jlugv.skattar og gisting (2ja m. herb. 3 nœtur. Brottför: 14 október Vegna mikillar eftirspurnar og sölu, höfum við fengið viðbótar sœti 17. okt. -ÞRJAR NÆTUR! Á HOSPITALITY Verð pr. mann kr: Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting (2ja m. herb.3. nætur.Brottför: 17. okt. Fliyr oggisting pr. mann. 'lugv.skattar innif. FlugfPpýj? Gisting í VETRARSÓLINA Á KANARÍ 0 A AA A Verbiö miðast við gistingu í 11 daga /1 ® 1 W L. [” j'/.olHI.- 214.0U.J. Flug og gisting pr. mann. Flugv.skattar innif. Verðiö miðast við gistingu í 11 daga á Aguacates 4. jan. 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 Ólíkirein- staklingar skilgreina lífsgæðin með ólíkum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.