Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 35 sérstaklega skemmtilegan húmor og var alltaf stutt í grínið. Við minn- umst þess þegar við eldri barna- börnin komum eitt sinn í mat til ykkar. Ekki leið á löngu áður en þú varst farinn að reyta af þér brandarana og var ömmu vart farið að standa á sama og varð að sussa á þig. En svona varstu, þú höfðaðir svo vel til allra og gast auðveldlega fallið inn í hópinn hjá okkur krökk- unum eins og þú værir á alveg sama aldri og við. Þú tókst öllu með jafnaðargeði og varst ekkert að kippa þér upp við smáatriði. Þú varst alltaf flottur á því og höfum við heyrt ófáar sög- urnar af því þegar bílaflotinn þinn var sem stærstur og flottastur. En þótt þú ættir fiotta bíla vildi þó stundum brenna við hjá þér að skola ekki af þeim. Þú lést aðra um það, enda sagðirðu að þú værir ekki þræll bílsins heldur væri bíllinn þjónninn þinn. Það sem m.a. einkenndi þig var hversu vel þú hugsaðir um þína fjöl- skyldu og hvað þú lagðir mikið upp úr því að halda henni saman. Það voru ófá skiptin sem við komum um helgar upp í sumarbústað til ykkar ömmu og voru þar alltaf ein- hveijir fleiri úr fjölskyldunni. Alltaf var glatt á hjalla og mikið fjör, þú lífgaðir svo upp á tilveruna og gerð- ir allt svo skemmtilegt. En nú hafa leiðir skilið og þótt það sé leiðinlegt að sjá þig fara erum við sannfærðir um að þú sért kominn á góðan stað og án efa hefur pabbi verið fyrsti maðurinn sem tók á móti þér. Þið voruð mestu mátar og hafa endurfundir ykkar örugglega verið mjög ánægjulegir. Elsku afi, við viljum þakka fyrir góðar og ánægjulegar stundir og allan þann hlýhug sem þú hefur sýnt okkur í gegnum árin. Blessuð sé minning þín. Þínir afastrákar, Magnús Jens og Pétur. Jesús sagði: „Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum“. (Jh. 14:23) Á morgun er kvaddur hinstu kveðju Georg Pétur Hjaltested. Hugur okkar dvelur hjá honum og minning hans lifír meðal okkar. Kynni mín af Pétri hófust er ég fór að taka þátt í fjölskylduboðum inn- an systkinahóps hans og giftist inn i stórfjölskylduna frá Vatnsenda. Tengdamóðir mín Katrín Hall er systir Péturs og meðan Þórir Hall tengdafaðir minn lifði var mun oft- ar komið saman og þá oft glatt á hjalla er allir komu saman til að syngja og skemmta sér. Ríkti alltaf virkileg stemmning meðal systkin- anna og allir skemmtu sér vel. Þá var Pétur frændi, eins og við öll kölluðum hann, ávallt hrókur alls fagnaðar. Oftast voru jieir Pétur, Nonni bróðir hans og Oli Beinteins maður Sigurveigar Hjaltested, aðalsöng- mennirnir, en enginn tók sig svo hátíðlega að ekki væri hægt að íjölga röddum og þá gengum við inn í hópinn, sem töldum okkur geta tekið lagið og náð tóninum að einhveiju leyti eins og þessir ágætu söngmenn. Urðu þarna oft til heilu kórarnir, kvartettar, dúettar eða aríur þegar systurnar bættust í flutninginn. Þetta er ógleymanleg upplifun. Sérstaklega er eftirminni- legt er þeir Pétur og Óli tóku sam- an nokkur lög sem voru aðalsmell- irnir frá þeirra tíma og sokka- bandsárum, s.s. Ég gekk um aftan gætið að . .., og Ég kyssti hana kossa einn og tvo og þijá. Slík var söng- og leikgleðin hjá báðum og ekki síst hjá Pétri að báðir fóru á kostum og voru eftirsóttir hjá yngra fólkinu að troða upp og flytja slíka bragi. Spilaði Óli undir á gítarinn og Pétur gekk inn í hlutverk kven- nagullsins. Enginn er þess umkom- inn að leika þetta eftir sem spor- göngumaður. Þau ár sem ég hef þekkt Pétur frænda hafa verið skemmtileg og þótt hann hafi verið farinn að missa heilsu nú síðustu árin, eftir að hann lét af verslunarrekstri, var hann ávallt glaður, vingjarnlegur og töfr- andi persóna. Var hann margfróður um fólk og félagslíf í Reykjavík sem vaxandi borg og sérstaklega um sitt umhverfi sem var í æsku Vatns- endi og nærveran við vatnið. Þau hjónin Pétur og Rúna áttu þar til fyrir nokkrum árum sumarhús við vatnið, en seldu bústaðinn, sem kallaðist Kríunes, en þar dvaldi hann oft ásamt Rúnu, sem lifir mann sinn. Ævinlega brást Pétur vel við þegar verið var að standsetja íbúð eða flytja inn í eitthvert húsnæði sem þurfti lagfæringar við og lét af hendi málningu sem fékkst á „vægu“ verði, en gerði hjónaleysum eða efnalitlum hjónum mögulegt að standsetja og hafa eilítið huggu- legra í kringum sig. Málning, pensl- ar, rúllur, límband. Allt eftir reynslu og forskrift hins reynda málara- meistara. Gilti þá einu hvort það var ég sem átti í hlut eða einhver af systkinabörnum, öll málning var sótt í Málningavöruverslun Péturs Hjaltested, meðan hún var opin. Ekki spillti síðan fyrir um hvernig hann gaf leiðbeiningar um aðferð- irnar. „Bara draga svona lóðrétt, alltaf jafnt, ekki of mikið í penslin- um,“ og til að leggja áherslu á handbragðið fylgdi með ákveðin handahreyfing sem honum einum var lagið. Mér finnst þetta hljóma fyrir eyrum ennþá eins og hann sagði það. Hrókur alls fagnaðar var Pétur þegar hann kom í heimsókn til ömmu Kötu, sagði hnyttnar sögur og vitnaði í gamla daga. Oft var brugðið upp einhveijum sögum um mannlífið og skondin atvik sett inn í til að krydda með um lífið frá hans yngri árum og frásagnir af föður hans Lárusi og samferðafólki hans. Var honum annt um tengslin við Vatnsendann og æskustöðvar afa eða ömmu. f I I I o | 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæri m Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 o I I I I I 8 OlOI#iOÍ#IOlO Nú þegar Pétur frændi er allur, lifir minning hans skær og allar ánægjulegu stundirnar sem við sem vorum honum samferða á göngunni minnumst með þakklæti. Fyrir hönd okkar allra, Katrínar systur hans, hennar barna og tengdabarna send- um við Rúnu og frændfólki, okkar samúðarkveðjur og biðjum þeim velfamaðar og allrar blessunar Guðs. Sigurður Ragnarsson. Það var sáttur maður sem skildi við jarðvistina og er í dag jarðsung- inn frá Dómkirkjunni. Mér er ávallt minnisstætt heilræði Péturs sem hann samdi og notaði við hin ýmsu tækifæri: „Það er betra að vera skræfa í fimm mínútur en lík alla sína ævi.“ Pétur var hæglætis mað- ur eins og maður kynntist honum á efri ámm. Við kynntumst fljótlega vel og áttum góðar stundir saman er kynni mín hófust við dótturdótt- ur hans. Hann hafði einstakt lag á að ná til allra hvort sem það vom börn eða fullorðnir og spaug var aldrei langt undan í hnyttnum til- svörum hans. Það hlökkuðu öll böm til að koma til afa og ömmu á Brá- vallagötunni og var oft tekið lagið við undirleik Rúnu á píanóið og harmónikkuna og söng Pétur með eins og honum einum var lagið. Barnaherbergið er vinsælt enda sægur af sígildum leikföngum og bókum sem njóta vinsælda alla tíma. Rúna, Vala, Offi, Pétur, ættingj- ar og vinir, megi Guð blessa ykkur og hjálpa ykkur að kveðja eigin- mann, föður, bróður og afa okkar allra. Gunnar Skúlason. LE6STEINAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik simi: 587 1960 -fax: 587 1986 STEEV NSBÍDM Skipholti 50 fc - Sími 561 0771 + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, RAKEL BJÖRNSDÓTTIR, Sléttuvegi 11, sem lést í Landspítalanum 28. septem- ber, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 8. október kl. 13.30. Páll Þórðarson, Þórður Pálsson, Kolbrún Karlsdóttir, Birna S. Pálsdóttir, Sigurmundur Haraidsson, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, MAGIMÚSÍNU AÐALHEIÐAR BJARNLEIFSDÓTTUR. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Erla Ó. Bergsveinsdóttir Benum. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar sam- úð og vinarhug við andlát litla drengsins okkar, bróður og barnabarns, LEÓS FREYS ELÍSSONAR, Eikarlundi 27, Akureyri. Sigríður Hrönn Pálsdóttir, Elís Árnason, Viktor Páll, Árni Valdór, Halldóra Höskuldsdóttir, Maria Ingibergsdóttir, Páll Þorgeirsson, Árni Valdór Elísson. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR ÁRNASON, Skúiagötu 40a, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu sunnudag- inn 29. september, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Parkinson-samtökin. Gylfi B. Einarsson, Guðrún M. Einarsdóttir, Hafsteinn G. Einarsson, (var Bjarnason, Helma R. Einarsdóttir, Einar Þ. Ivarsson, Helga S. ívarsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, afa og langafa, JÓAKIMS PÁLSSONAR, Hnífsdal. Sigrfður Sigurgeirsdóttir, Gunnar Páll Jóakimsson, Helga K. Jóakimsson, Helga Jóakimsdóttir, Kristján Jóakimsson, Sigriður Harðardóttir, Jóhanna Jóakimsdóttir, Aðalbjörn Jóakimsson, Aldís Höskuldsdóttir, Hrafnhildur Jóakimsdóttir, Birgir Ómar Haraldsson og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir færum við ykkur öllum sem sýnduð okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður, sonar og afa, ÓLAFS BJÖRNSSONAR prentara, Ljósalandi 3. Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðskil- unardeildar og deildar 14G á Landspítalanum. Elínborg Jónsdóttir, Inga María Ólafsdóttir, Eyþór Osterby, Jón Arnar Ólafsson, Elísabet Jónsdóttir og barnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.