Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska MB8I, áe JÉITTHVAEl mkf /ne/e/\Ht*pje /tp VASAPEHIhlGA \UG6JA' / sAorr/NuiDA& Ferdinand Smáfólk /m, i’m \ / 60NNA \ f fry i I .SLEPP ¥mmm? $} I 60OP I t MÍF VTONI6HT.7 œ vgjh S - • Nú mun ég sofa aldeilis vel í nótt... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Bamakor Grensáskirkju Frá Halldóri S. Gröndal: BARNAKÓR Grensáskirkju er sex ára um þessar mundir. Það var mik- ið lán og gleði, þegar við fengum frú Margréti Pálmadóttur söngkonu og kórstjóra til starfa við kirkjuna. Frú Margrét Pálmadóttir er mikill listamaður, forkunnardugleg, bjart- sýn og hefur þá eiginleika að geta hrifið fólk með sér til stórræða. Á undraverðum tíma hafði hún komið á fót góðum bamakór, sem hún hef- ur mótað frá upphafi með miklum dugnaði. Bamakór Grensáskirkju hefur sungið við helgihaldið í kirkjunni og komið víða fram og fór hann m.a. í söngför til Ítalíu. Kórinn hefur áunn- ið sér orðstír sem góður og vandaður barnakór og fer hann vaxandi. Er nú svo komið, að um 120 börn eru skráð í kórinn og er þeim skipt í þijá kóra. Tvo yngri og svo er elsti hópurinn, sem hefur verið með frá byijun, og köllum við hann Kammer- kór ungs fólks í Grensáskirkju og erum hreykin af. Undirleikari hefur verið ráðinn hjá kórnum og er það Helga Laufey Finnbogadóttir og organisti kirkj- unnar er Ámi Arinbjamarson. Þá stofnuðu foreldrar bamanna með sér félag, sem styður kórinn dyggilega, skipuleggur starfíð og heldur aga og festu. Formaður foreldrafélagsins er nú frú Ester ísleifsdóttir. Þá hefur bamakórinn haft tengsl og samvinnu við erlenda barnakóra. Sjálf fóru þau til Ítalíu og nú í sum- ar og haust hafa komið tveir bama- kórar í heimsókn til Grensáskirkju. Annar var frá Hong Kong og hinn frá Bandaríkjunum. Báðir kóramir gistu hér nokkra daga á heimilum kórfélaga, ferðuð- ust um og héldu tónleika. Kórfélagar og foreldrar þeirra sýndu mikinn dugnað, lögðu mikið á sig og voru til sóma og eiga mikið þakklæti skil- ið, allt fór vel. Og nú er æft af krafti og vetrar- starfíð hafíð. Framundan eru mörg og stór verkefni m.a. vígsla nýju kirkjunnar, aðventan og blessuð jólin, en bamakórinn mun vissulega taka þátt í því öllu. „Syngið Drottni nýjan söng, lofíð Drottin í helgidómi hans!“ segir í sálmi Davíðs. Heilög ritning hvetur oft og mikið til söngs og söngurinn er Guði velþóknanlegur. Kórstarfíð er því mjög mikilvægt fyrir bömin og unga fólkið, jákvætt og gott. Og fyrir kirkj- una er það ómetanlegt! Þetta er söng- fólk framtíðarinnar, hér er grundvöll- urinn lagður og áhuginn vakinn. Ég vil fyrir hönd okkar í Grensás- kirkju flytja frú Margréti Pálmadótt- ur, kórfélögum öllum og foreldrafé- laginu bestu þakkir og virðingu. Guð blessi ykkur. HALLDÓR S. GRÖNDAL, sóknarprestur. Fiskurinn og kvótinn Frá Einari Erlingssyni: TOGARI hefur klárað þorskkvóta sinn og hættir þar með að veiða hann, enda sýnir veiðibók sem færð er á öllum togurum engan þorsk í afla hans. Nú er verið að veiða karfa, sem togarinn á. Besta verð fæst nú fyrir 800-1000 gramma karfa, vegna hagræðingar. Eitt flak passar á einn disk á veitingahúsunum. Nú vill svo heppielga til að þessir gáfuðu fískar fylgjast ákaflega grannt með öllum reglugerðum, þorskurinn veit hvaða togari er búinn með sinn kvóta og syndir því ekki í það troll, óæski- legur karfí sem annar fískur forðast að skaða aflaverðmæti upp úr sjó með nærveru sinni. Fiskifræðingar og fleiri sem skoða veiðibækur fóma höndum! „Allar heilagar vættir hjálpi okkur. Enginn þorskur á þessari veiðislóð þar sem hann hefur alltaf haldið sig. Hér þarf að staldra við og endurmeta stofninn." Er hugsanlegt að einhver þurfí að snúa sér undan svo að ekki sjáist bros, væri þetta t.d. einhver úr áhöfn togara með stóra, stóra vörpu og 3-4 þúsund hestafla vél væri þetta bros merkilegt rannsóknarefni fyrir ráð- herra og fískifræðinga. Hvers vegna skyldu nú Kanadamenn ekki vilja togara á viðkvæm mið í afturbata? Gæti það verið vegna þess að veiðar- færið hefði slæm áhrif á uppeldis- þátt þorskfjölskyldunnar? Bóndinn veit að betra er að rýja rolluna en að flá upp á áframhaldandi afurðir. Sama gildir um sjávai^aflann. Að minnsta kosti er það reynsla Kanada- manna. Nú era bara smærri krókabátar inni í myndinni. Þeir hafa reynslu af togaraaðferðinni. Kaninn segir, „It is not necessary to learn the hard way, when you know the right way.“ Vonandi skilja þeir þetta sem valda örlögum þjóðarinnar, og líka að fjall- ið getur ekki elt Múhammeð með kvótann sinn út og suður. Hvað er þá til ráða? Skipta um Múhammeð. Krafan er fijálsar krókaveiðar fyr- ir öll sjávarþorpin í landinu. í Guðs friði. EINAR ERLINGSSON, vélstjóri, Heiðarbrún 74, Hveragerði. Hvað skal segja? 31 Væri rétt að segja: Siðað fólk ber virðingu fyrir skoðunum hvers annars. Rétt væri: Siðað fólk ber virðingu hvað fyrir skoðunum ann- ars. (Gætum þess að segja hvað en ekki hvert, því orðið fólk er eintöluorð, þó að merking þess sé fjöldamerking.) Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.