Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR NGLIÐAHREYFINGAR allra stjórnmálaflokkanna afhentu formönnum flokkanna fyrr í vikunni áskorun um að Al- þingi hefjist nú þegar handa við endurskoðun kosningalaga lýð- veldisins, þannig að tryggt sé að henni verði lokið áður en gengið verður til kosninga að nýju. í áskorun ungliðahreyfinganna er minnt á sameiginlega yfirlýs- ingu þeirra, sem samþykkt var fyrir tveimur árum. Þar segir: „Við erum sammála um að ekki er hægt að búa 'við kosningalög sem mismuna þegnum þessa lands. Núverandi misvægi at- kvæða er óþolandi brot á grund- vallarmannréttindum. Kosninga- lög eru hornsteinn lýðræðis í hveiju landi og þar eiga allir að sitja við sama borð. Krafa okkar er að kosningalög tryggi mann- réttindi og lýðræði en ekki hags- muni stjórnmálaflokka eða stjórn- málamanna eins og nú er.“ Samstaða ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna í þessu máli sýnir vel þann mikla stuðning, sem jöfnun atkvæðisréttar á í öllum flokkum. Hún er brýnt réttlætis- mál; það er óþolandi að atkvæðis- réttur manna sé veginn eftir bú- setu og fyrir því skortir öll skyn- samleg rök. Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Hins vegar má færa rök fyrir því að núverandi kosningakerfi hafi staðið í vegi fyrir því að ýmis mál, sem njóta meirihluta- stuðnings meðal þjóðarinnar, hafi náð fram að ganga á Alþingi. Endurskoðun landbúnaðar- og byggðastefnu hefur áreiðanlega seinkað og margur milljarðurinn farið þar í súginn vegna þess að þingmenn landsbyggðarinnar hafa staðið vörð um þrönga sérhags- muni. Líkt og Morgunblaðið hefur áður bent á, er jöfnun kosninga- réttar líklega eina færa leiðin til að bijóta á bak aftur þau sterku hagsmunaöfl, sem ríghalda í gamla og úrelta landsbyggðar- stefnu. Eitt af meginmarkmiðunum í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkis- stjórnar er „að endurskoða kosn- ingalöggjöfina með það fyrir aug- um að hún verði einfaldari og tryggi jafnara vægi milli kjör- dæma.“ í ljósi þess að þriðjungur er liðinn af kjörtímabili stjórnar- innar hlýtur nú að vera kominn tími til að eitthvað fréttist af þess- ari endurskoðun. Eða eiga lands- menn að bíða þess að ungliðarnir, sem nú hafa náð samstöðu í mál- inu, vaxi upp í ráðherrastóla? Samkeppni, samkeppni Lykilorðið í viðskiptalífi nútím- ans er samkeppni. Það er svo augljóst, að samkeppni tryggir í senn öflugri atvinnufyrirtæki og hagsmuni neytenda og viðskipta- vina, að ekki þarf um að deila. Gerð nýrra kjarasamninga er framundan. Það ætti að vera ein helzta krafa verkalýðsfélaganna í þeim samningaviðræðum, að ráð- stafanir verði gerðar á öllum svið- um íslenzks samfélags til þess að auka samkeppni. Óumdeilt er, að samkeppni hef- ur leitt til lægra matvöruverðs á íslandi. í því hefur falizt mikil kjarabót. Ný samkeppni erlendis frá er um þessar mundir að tryggja bíleigendum stórlækkun á iðgjöldum af bílatryggingum. Harðnandi samkeppni í flutning- um bæði með skipum og bílum er að tryggja fyrirtækjum um allt land lægri flutningsgjöld. Nefna má fjölmörg fleiri dæmi um áhrif aukinnar samkeppni og hvernig hún leiðir til bættra lífskjara. Við höfum lengi búið við mikla einangrun og fákeppni. Einangr- unin er smátt og smátt að rofna og fákeppnin er á undanhaldi eins og dæmin sanna. Það þarf að herða á þessari þróun. Það þarf að tryggja aukna samkeppni á öllum sviðum íslenzks atvinnulífs m.a. með því að greiða fyrir er- lendri samkeppni. Augljóst er, að það er hin erlenda samkeppni eða hættan á henni, sem knýr innlenda aðila til þess að bjóða betri þjón- ustu. Yfirlýsingin ein frá kana- dísku olíufyrirtæki um að það hygðist hefja starfsemi hér leiddi til bættrar þjónustu, lægra verðs og aukinnar samkeppni á milli ís- lenzku olíufélaganna. í ljósi þessarar reynslu ættu verkalýðsfélögin að íhuga alvar- lega, hvort ein helzta krafa þeirra í komandi kjarasamningum á ekki einmitt að vera sú, að greiða fyrir og auðvelda samkeppni í atvinnu- lífinu. HVAÐ LÍÐUR END- URSKOÐUN KOSN- INGALAGA? 1 f*A ÞEGAR X \jTC»Þórbergur var hálfníræður, 12. marz 1974, skrifaði ég nokkur orð um hann í Morgunblaðið og sá það gladdi meistarann, ekkisízt vegna kaflans úr Kompaníinu sem fylgdi með. Hann ljallaði um æsku og elli og er dagsettur föstudaginn 13. febr- úar, klukkan 8.35-11.30. Eg minni á að ég hafi hlaðið Þórberg lofi þegar hann varð 75 ára eða áttræður og það verði ekki endurtekið. Síðan segir: „Þó aldur- inn hafí færzt yfír meistarann og sjúkdómar ekki með öllu Iátið hann í friði, er hann em og ber aldurinn vel. Hann er andlega hress og hef- ur áhuga á öllu einsog fyrri daginn, en þó mestan á nýjum lyfjum og kraftaverkum. Hann telur m.a. að almættisverk hafí verið gert á Páli ísólfssyni nú í vetur, svo mjög sem hann hresstist á tímabili. Páll segir að eitthvað hafí dregið úr krafta- verkinu en báðir bíða þeir, Páll og Þórbergur, með talsverðri eftir- væntingu þess eina kraftaverks sem kalla mætti kontrapúnktinn í nátt- úrulögmálinu, vorsins. -I n r FYRIR SJÖTUGSAF- XOtl*mæli Þórbergs skrifaði ég samtalsbók okkar, I kompaníi við allífíð. Það voru skemmtilegir mánuðir, nú er hálfur annar áratug- ur liðinn, Þórbergur og Margrét segja oft, að þá hafí verið gaman. Og ég sakna þessara daga. I þess- ari bók gerðum við dálitla tilraun til að stöðva tímann. Hún er skrifuð í dagbókarformi. Við hittumst, oft- ast heima á Hringbraut 45, Þór- bergur talaði, svaraði spumingum og lék á als oddi. Ég spurði, hlust- aði og skrifaði niður til minnis. Bjami frá Hofteigi sagði, að ég hefði hraðritað samtölin, en það var rangt. Ég er ekki svo forframaður að kunna slíka tækni. Samtölin skrifaði ég síðar í samfellt mál úr minn- ispunktunum, það var einsog að upplifa skemmtilega endurminningu. Þegar langt var liðið á verkið, fékk Þór- bergur það til yfírlestrar og gerði sínar athugasemdir. Það var gaman að vera ungur, en strangur skóli að vinna með kröfuharðasta stflista íslenzkra bókmennta. Að baki allri þessari gleði var Ragnar í Smára, auðvitað. Síðan get ég þess að Þórbergur hafí verið kvíðinn þegar ég afhenti honum handritið að Kompaníinu til yfírlestrar. Bæti svo við: „Nú mundi hann ekkert taka nærri sér, þótt öll samtöl okkar væm prentuð í einni bók á hundrað ára afmælinu.“ Samt kysi hann sér fremur aðra afmælisgjöf: að öll landamæri væm brotin niður, ekki sízt þau sem era milli lífs og dauða. Einar Benedikts- son á að hafa sagt, að enginn dauð- dagi væri sér samboðinn, nema heimsendir. Engin afmælisgjöf væri Þórbergi samboðin, nema eilíft líf. En kannski þarf meistarinn ekki á slíkri gjöf að halda, ekki frekaren Einar Benediktsson á sínum heims- endi. Svo sterk er trú Þórbergs á líf eftir dauðann, að hann segist munu vakna upp hinum megin á samri stundu og hann sofnar héma megin. Hann er sem sagt staðráðinn í að snúa á dauðann, þegar þar að kemur. Það er í samræmi við óbilandi trú hans á lífið.“ Þegar ég sá Þórberg undir lokin á Landspítalanum var hann horfinn umhverfí sínu. Það sló fölva á þenn- an dag; þennan gula dag. Dauðinn vitjar uppskem sinnar. Og veður ræður akri. -| /?/? ÉG ER HÆTTUR AÐ AOO»skrifa, sagði Halldór Laxness við mig í erfí Svavars Guðnasonar, og það tekur enginn eftir því, bætti hann við. Ég sagði hann skyldi njóta þes að vera hætt- ur að skrifa. Ég nýt þess, sagði hann þá brosandi. Auðvitað veit Halldór að þögn hans er háværari en skvaldur þeirra sem hæst hafa. Skáld tala ekki sízt með þögninni. 1 ft'7 ÉG HELD þAÐ HAFI ÍO I »verið Halldór Laxness sem sagði, það er ekkert eins leiðin- legt og að skemmta sér! Leiðinlegt er ekki neitt nema skemmta sér, segir konan í Kristnihaldinu. Ég held þetta eigi öðm fremur við skemmtun í sjónvarpi. Það er ekk- ert eins þreytandi og afþreying. En þó getur verið gott að fá sér bjór- glas og slappa af við sjónvarp. Hvíla sig á uppáþrengjandi um- hverfi. Eða þá rauðvínsglas — nú er það víst allra meina bót(!) Og þurfa ekki að hugsa. 1 PO HEMINGWAYMINNIR XOO*okkur óþyrmilega á hvemig vonimar bregðast í tvísýn- um átökum við hafíð; hvemig há- karlar vemleikans þyrma engri von og engum draumi. Einn kemur gamall maður í höfn, öllu sviptur nema beinagrindunum. -J /?Q HANN VAR ORÐINN XOí/ »leiður á að deyja, segir aðalsöguhetjan í Kilímanjaro eftir Hemingway. Listin er andstæða þessa leiða. Þess vegna ekkisízt er hún svo mikilvæg; þess vegna ekki- sízt er ljóðið svo mikilvæg upplifun nýrrar eftirvæntingar; svo mikil- vægt andsvar við stöðnun og leiða. Hver ný hugmynd er goluþeyr sem ýfír fúlar og staðnaðar tjamir hug- ans. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. október STEFNURÆÐUR forsætis- ráðherra hveiju sinni má lesa með ýmsum hætti. Þær má lesa eins og Mar- grét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalags- ins, kaus að gera í umræð- um um stefnuræðuna sl. miðvikudagskvöld, með því að veita því eftirtekt, sem ekki er sagt. Ef það er gert er ljóst, að Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, ijallaði ekki í stefnuræðu sinni um nokkur gmndvallarmál, sem hafa verið til vaxandi umræðu að undanfömu, svo sem um fískveiðistefnuna og veiðileyfagjald, um eignarrétt á óbyggðum og um tengslin við Evrópusambandið. En stefnuræður forsætisráðherra má líka lesa í beinu samhengi við dægurpóli- tískar umræður líðandi stundar og líta á þær, sem eins konar umsögn um þær umræður, jafnframt því, sem vísbendingar era gefnar um stefnu og störf ríkisstjómar á næstu tólf mánuðum. Og að mörgu leyti er slíkt mat á stefnuræðu nærtækara en að gera kröfu til þess að í henni sé endi- lega fjallað um gmndvallarmál og lang- tímamálefni þjóðarinnar. Ef ræða Davíðs Oddssonar sl. miðviku- dagskvöld er lesin í þessu samhengi kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Því hefur ver- ið haldið fram m.a. hér í Morgunblaðinu, að gagnstætt yfírlýstri stefnu núverandi ríkisstjómar og fyrri ríkisstjómar og öllum þeim meginviðhorfum, sem nú era uppi, væri íslenzka ríkið að auka umsvif sín í atvinnumálum án þess að nokkur markviss ákvörðun hefði verið tekin um það og jafn- vel án þess að stjómvöld hefðu veitt því sérstaka eftirtekt. í þessu sambandi hefur verið vakin athygli á útþenslu Pósts og síma og viðleitni þess fyrirtækis til að halda í skeQum og jafnvel kæfa í fæðingu lítil einkafyrirtæki, sem hafa verið að hazla sér völl á fjarskiptasviðinu. Einnig hefur verið bent á starfsemi SKÝRR, sem hefur verið í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar, og margvíslega hugbúnaðargerð á vegum opinberra aðila, sem takmarka mjög vaxt- armöguleika lítilla einkarekinna fyrirtækja á sviði tölvuþjónustu og hugbúnaðargerð- ar. Um þessi málefni sagði forsætisráð- herra m.a. í stefnuræðu sinni: „Það er enginn bilbugur á ríkisstjóminni að halda áfram á sömu braut og á kjörtímabilinu verður komið í verk áformum um að breyta eignarformi ríkisfyrirtækja og auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að eignast í þeim hlut. Ríkið hefur hvorki ástæðu né þörf á að standa í rekstri í beinni sam- keppni við einstaklinga og fyrirtæki þeirra." í ljósi fyrrgreindra umræðna ber að fagna þessari yfirlýsingu og hún er jafnframt mikilvæg fyrir einkafyrirtækin og samtök þeirra í daglegri baráttu þeirra úti á markaðnum við ríkisreknu risana. Davíð Oddsson vék sérstaklega að mál- efnum Pósts og síma, sem hafa m.a. verið mjög til umræðu hér í Morgunblaðinu og sagði: „Samkeppni á sviði símaþjónustu verður gefin frjáls í flestum ríkjum Evrópu hinn 1. janúar 1998 og má gera ráð fyrir mikilli breytingu á samkeppnisumhverfi símafyrirtækja frá og með þeim tíma. Símafyrirtæki í Evrópu em í óða önn að undirbúa sig fyrir umskiptin. Þeim hefur flestum verið breytt í hlutafélög og hafa myndað með sér þijú meginbandalög ásamt öflugum bandarískum símafyrir- tækjum. Norski, danski og fínnski síminn tilheyra einu slíku bandalagi og sænski síminn öðm. Það er yfírlýst stefna allra þessara fyrirtækja að hazla sér völl utan heimalanda sinna. Norrænu fyrirtækin skilgreina Norðurlöndin öll sem hluta af sínum heimamarkaði. Það er því afar mikil- vægt að gera Pósti og síma kleift að mæta þeirri samkeppni, sem framundan er, en það verður aðeins gert með því að breyta fyrirtækinu í öflugt hlutafélag, sem getur brugðizt við nýjum aðstæðum með skjótum og skilvirkum hætti.“ Þegar hér er komið sögu mætti ætla að forsætisráðherra væri að taka undir sjónarmið þeirra, sem sjá ekkert athuga- vert við núverandi starfshætti Pósts og síma og áður var vikið að. En svo er ekki. Því að síðan segir ráðherrann: „En jafnframt verður að gæta þess, að ný fyrirtæki á þessu sviði hér á landi fái svigrúm og olnbogarými og að þau búi við eðlileg og sanngjöm samkeppnisskilyrði." Þessi ummæli Davíðs Oddssonar verða ekki skilin á annan veg en þann, að hann taki undir með þeim, sem krefjast þess, að endi verði bundinn á þá háttsemi Pósts og síma að ryðjast inn á hvert einasta nýtt svið, sem opnast á sviði fjarskipta, og láti sig engu skipta, þótt einkarekin fyrirtæki hafí látið þar til sín taka. Sú ákvörðun Alþingis og ríkisstjómar að breyta Pósti og síma í hlutafélag er skref í rétta átt en einungis fyrsta skref. Eðlilegt er að fylgja því eftir með því að selja hlutabréf í fyrirtækinu á opnum markaði. En vegna þess að forsætisráð- herra vék að umsvifum erlendra símafyrir- tækja má spyija, hvort nokkuð sé athuga- vert við það, að þau láti til sín taka hér. Em ekki yfirgnæfandi líkur á, að það leiði til umtalsverðrar lækkunar á þeim gjöld- um, sem einstaklingar og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir þessa þjónustu? Eins og nú er að gerast á tryggingamarkaðnum, þótt það komi kannski ekki í ljós fyrr en eftir 2-3 ár hvort sú lækkun verður varan- leg. Fyrir rúmum áratug var síma- og önnur fjarskiptaþjónusta gefin fijáls á Nýja-Sjá- landi. Þar era nú rekin tvö fyrirtæki, sem heyja harða samkeppni sín í milli og era fyrst og fremst í eigu bandarískra aðila. Sú erlenda eignaraðild hefur ekki komið notendum á Nýja-Sjálandi illa. Þvert á móti. Veröldin er að verða einn markaður og við hljótum að fara að aðlaga okkur þeim hugsunarhætti að það skipti ekki megin- máli, hver sér um þjónustuna, svo lengi, sem hún er til staðar á sambærilegu verði og þekkist með öðram þjóðum. Auðvitað era vissar hættur á ferðinni í þessu sam- bandi. Auðvitað geta símafyrirtækin tvö á Nýja-Sjálandi ákveðið að hefja samstarf sín í milli, þegar þau hafa skipt markaðn- um upp, og hækkað verð til notenda á ný. En samkeppnin er orðin svo hörð um allan heim, að líkurnar á því, að þriðji aðili mundi þá nota tækifærið til þess að koma inn á markaðinn eru yfirgnæfandi. En hvað sem því líður er ljóst, að sú yfirlýsing, sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni um „svigrúm og olnboga- rými“ einkafyrirtækja, sem keppa við Póst og síma, er mikilvæg og þá yfírlýsingu eiga þau að nota í baráttu sinni við þetta ríkisfyrirtæki. Ríkisumsvif á fjármála- markaði UMSVIF FYRIR- tækja í ríkiseigu á fjármálamarkaðn- um hafa einnig ver- ið töluvert til um- ræðu á undanföm- um vikum, mánuðum og misseram. í ræðu, sem Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, flutti á morgunverðarfundi Verzl- unarráðs íslands fyrir skömmu sagði hann m.a.:„Það sem ég hef nú rakið, góðir fund- armenn, tel ég sýna að starfsemi ríkisins á fjármálamarkaðnum valdi alvarlegri röskun á samkeppnisstöðunni og í ein- hveijum efnum stríða gegn alþjóðlegum skuldbindingum íslendinga. Ég held einn- ig, að sú staðreynd að ríkið sjálft er aðal- keppinauturinn á markaðnum geti hindrað eðlilega samkeppni." Einkavæðing ríkisbankanna tveggja hefur verið á dagskrá um skeið, kröfur hafa komið fram um, að ríkið hætti sam- keppni við verðbréfafyrirtækin, sem era á markaðnum, og Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, hefur gefið í skyn, að kom- ið verði til móts við þær kröfur. Loks hafa spurningar vaknað um, hvort ríkið væri að auka umsvif sín í þessum geira atvinnu- lífsins þvert á allar yfírlýsingar með því að stofna nýjan ríkisbanka á grundvelli fjárfestingarsjóða, sem hér hafa starfaði Morgunblaðið/Golli VIÐ Reykjavíkurtjörn. Að þessum umræðum vék Davíð Oddsson einnig í stefnuræðu sinni og sagði: „Sjóðakerfíð hefur um langt skeið verið hólfað niður eftir atvinnugreinum og það hefur staðið starfsemi í nýjum greinum fyrir þrifum. Þessu verður því að breyta. Nauðsynlegt er að eiga samráð um þær breytingar við fulltrúa þeirra atvinnu- greina, sem helzt tengjast núverandi sjóða- kerfí. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir það, að nýtt kerfi verði öllum opið. Nýtt sjóðakerfí þarf að skoða í nánu sam- hengi við bankakerfið, en ríkisbönkunum verður breytt í hlutafélög með löggjöf á þessu þingi. Samspil banka og sjóða er margslungið og verður að leita þar hag- kvæmustu lausna og líta um leið til annarr- ar samkeppni á lánamarkaði.“ Síðan kemur að lykilatriði í umfjöllun ráðherrans um þetta mál. í því samhengi er nauðsynlegt að minna á, að innan stjórn- kerfísins hafa verið til umræðu hugmynd- ir um, að nýr fjárfestingarbanki yrði alger- lega í eigu ríkisins fyrstu fímm árin, eins og fram kom hér í Morgunblaðinu fyrir nokkram vikum. En um þetta atriði sagði Davíð Oddsson í stefnuræðu sinni: „í fyrir- hugaðri uppstokkun sjóðakerfísins er æski- legt að taka strax veralegt skref í þá átt að draga úr umsvifum ríkisins í lánakerf- inu og minnka þannig hlut þess í atvinnu- lífínu." Þessa yfirlýsingu í stefnuræðu forsætis- ráðherra verður að líta á sem afdráttar- lausa ákvörðun um, að horfíð hafí verið frá öllum hugmyndum um, að nýr fjárfest- ingarbanki verði algerlega í eigu ríkisins í byijun og að þá þegar verði veralegur hluti hlutabréfa í hinum nýja banka boðinn til sölu á opnum markaði. Á UNDANFÖRN- um erfiðleikaáram hafa beinir skattar á einstaklinga vax- ið jafnt og þétt. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp fyrir tæpum áratug var staðgreiðslu- prósentan 35,2%. Hún er nú tæplega 42% og hjá hátekjufólki alveg um 47%. Þetta er þung skattbyrði en var óhjákvæmileg á þeim kreppuárum, sem nú eru að baki. En með sama hætti og skattgreiðendur hafa sætt sig við þessa þungu skattbyrði á undanförnum árum af augljósum ástæð- um er við því að búast, að krafan um lækkun skatta verði hávær á næstu misser- um í ljósi batnandi hags þjóðarbúsins. Það Skatta- lækkanir er mikilvægt að skattgreiðendur finni, að þeir njóti þess þegar betur árar. Þá verða þeir tilbúnari til að axla þyngri byrðar, þegar erfíðleikar steðja að. . Af þessum ástæðum vakti umfjöllun Davíðs Oddssonar í stefnuræðu sinni sér- staka athygli. Hann sagði m.a.: „Ríkis- stjómin hefur sett hallalausan rekstur rfk- isbúsins sem meginmarkmið á næstu áram eins og fyrr sagði. Þegar það markmið hefur náðst og festst vel í sessi er hægt að setja sér ný markmið. Ríkisstjórnin hefur leitazt við að lækka jaðarskatta og þar er enn mikið verk fyrir höndum. Ef við náum að standa vörð um trausta stöðu ríkisfjármála ættum við að geta lækkað skattbyrði þjóðarinnar á næstu áram. Á ég þá bæði við jaðarskatta og almenna skatta. Þar verður auðvitað að fara að með gát, því forsendan verður að vera að ríkissjóður sé framvegis rekinn hallalaus." Nú er um eitt og hálft ár liðið af kjör- tímabili núverandi ríkisstjómar. Fyrirheit forsætisráðherra um almenna lækkun jað- arskatta og beinna skatta verður að skilja á þann veg, að slík skattalækkun komi til framkvæmda á þessu kjörtímabili að gefn- um þeim forsendum, sem hann nefnir. Reglulegar alþingiskosningar fara fram vorið 1999. Gera verður ráð fyrir, að ríkis- stjómin vilji sjá fram á það að ríkisbúskap- urinn verði í raun með afgangi á næsta ári eins og fjárlagaframvarpið gerir ráð fyrir og að hægt verði að leggja fram fjár- lagaframvarp með afgangi haustið 1997. í þessu samhengi er eðlilegt, að fyrstu skref til umtalsverðrar skattalækkunar verði tekin í ársbyijun 1998 þannig að skattbyrði á því ári verði léttari en nú og að því verði fylgt eftir með frekari lækkun skatta á árinu 1999. Það væri óskynsam- legt fyrir stjómarflokkana að bíða með allar skattalækkanir fram á árið 1999 vegna þess, að þeir mundu þá liggja und- ir ásökunum um að um kosningabragð væri að ræða. EINS OG AF Komiðtil $ « mÓtS stefnuræðu sinni hefur Davíð Odds- son, forsætisráðherra, komið til móts við mörg þau sjónarmið, sem verið hafa uppi í almennum umræðum í þjóðfélaginu á undanförnum mánuðum og misserum. Það er fagnaðarefni ekki sízt vegna þess, að það era augljós efnisleg rök til staðar í þeim málum, sem hér hefur sérstaklega verið fjallað um. En jafnframt er æskilegt, að forystu- menn ríkisstjórnar og stjórnarflokkarnir láti til sín heyra og taki þátt í þeim umræð- um um grundvallarmál framtíðarinnar, sem fram fara á ýmsum sviðum í samfélag- inu. Þannig er t.d. mikilvægt, að á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir nokkra daga, fari fram málefnalegar og uppiýsandi umræður um framtíðarmál á borð við veiðileyfagjald, eignarhald á óbyggðum og tengslin við Evrópusam- bandið. Óhætt er að fullyrða, að umræður um veiðileyfagjald hafí aldrei verið meiri í grasrótinni en nú. Sú grundvallarhugsun, sem þar liggur að baki, nýtur nú orðið víðtæks stuðnings meðal almennings og innan stjómmálaflokkanna. Eðlilegt er, að sjálf útfærslan fari fram í þeirri málamiðl- un á milli ólíkra sjónarmiða sem óhjá- kvæmilega verður í svo mikilvægu máli. Hugmyndir um þjónustumiðstöð við Hveravelli hafa leitt til víðtækra umræðna um það, hveijir eigi óbyggðir landsins en í þeim felst ekki aðeins fegurð heldur eru þær ein helzta auðlind íslenzku þjóðarinn- ar eins og fólk er smátt og smátt að átta sig á. Stjórnmálaflokkamir hljóta að taka afstöðu til þessa máls og ekki ólíklegt, að það komi til umræðu á Alþingi í vetur af margvíslegu tilefni. Gert er ráð fyrir, að ríkjaráðstefnu Evr- ópusambandsins ljúki á næsta ári og í framhaldi af því fer ekki hjá því, að nýjar umræður vakni um afstöðu okkar til Evr- ópusambandsins. Afstaðan til sjávarút- vegsstefnu Evrópusambandsins er óbreytt en nýir þættir hafa komið inn í þessa mynd, þar sem er sameiginlegur gjaldmið- ill Evrópuríkja, sem augljóslega verður að veruleika á árinu 1999 eftir rúmlega tvö ár. Stöðugt fleiri aðildarríki ESB einsetja sér nú að uppfylla skilmála fyrir aðild að þeim gjaldmiðli og má þar nefna bæði ítal- íu og Spán, sem leggja nú gífurlega áherzlu á að standast þessi skilyrði. Tímabært er, að þessi málefni komi hér til frekari umræðu og er landsfundur Sjálf- stæðisflokksins kjörinn vettvangur til þess. Stefnuræða forsætisráðherra sl. mið- vikudagskvöld bar þess merki, að þjóðfé- lagsumræður nú snúast ekki lengur um hvernig bregðast skuli við erfíðleikum heldur hvernig nýta eigi góðærið. í því felst gjörbreyttur tónn og sýnir bezt hvað við eram komin langt upp úr öldudalnum. „Fyrirheit forsæt- isráðherra um al- menna lækkun jaðarskatta og beinna skatta verður að skilja á þann veg, að siík skattalækkun komi til fram- kvæmdaáþessu kjörtímabili að gefnum þeim for- sendum, sem hann nefnir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.