Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 44
14 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á 90 ára afmceli mínu. Guö blessi ykkur öll. Sveinbjörg Brandsdóttir, Runnurn. Anna Dóra Asmundur Heildarjóga Jóga fyrir alla Jóga á meðgöngu: 14. okt. - 4. nóv. (7 skipti) mán. og mið. kl. 18.30-19.45. Léttar og styrkjandi jógaæfingar, öndun og slökun fyrir barnshafandi konur. Leiðbeinandi: Anna Dóra Hermannsdóttir. Grunnnámskeið: 15. okt. - 5. nóv. (7 skipri) þri. og fim. kl. 20.00-21.30.Hatha-jógastöður, öndunartækni, slökun og hug- leiðsla. Fjallað verður um jógaheimspckina, mataræði o.fl. Leiðbeinandi: Anna Dóra Hermannsdóttir. Hinn hvíti galdur - jóga sem andlegþroskabraut: 16.-30. okt. (5 skipti) mán. og mið. kl. 20—22. Farið verður dýpra í jógaheim- spekina og talað um fyrirstöður í jógaiðkun. Kcnndar vcrða huglciðslu- æfingar, öndunartækni og þyngri hatha-jógastöður. Fyrir þá sem vilja ná meiri dýpt i jógaiðkun sinni. (A.m.k. 3ja mánaða ástundunar krafist). Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson. i Afgreiðslan er opin alla virka daga kl. 11-18. YOGA STUDIO Hátúni 6A,105 Reykjavík, sími 511-3100. RÁÐSTEFNA UM GÆÐI BRENNSLUOLÍA DET NORSKE VERITAS minnir á Ráðsteínu um brennsluolíur Hótel Sögu - þriðjudaginn 8. október 1996. Fyrirlesarar verða frá DNV Petroleum Services, Osló, og er ráðstefnan einkum ætluð vélstjórum, útgerðarmönnum, fulltrúum trygginga- og olíufélaga og öðru áhugafólki um notkun og gæði brennsluolía. 08.45 Skráning þátttakenda 09.00 Inngangsorð. 09.15 Video-mynd um starfsemi DET NORSKE VERITAS. 09.30 Kynning á starfsemi DNV Petroleum Services, gæðaeftirlit brennsluolíu. 10.30 Video-mynd um kaup á brennsluolíum í reynd, efnatilgreining í pöntun. 10.45 Efnalýsing olíunnar, sýnataka og sending á tilraunastojfu til efnagreiningar. 11.30 Hádegisverður 12.30 Nýjungar í markaðsmálum skipaflutninga, skipasmíða og flokkunarmálum. 13.30 Örverumengun í brennsluolíum, ástæður og hvernig má bregðast við. 14.00 Lakkmyndun í strokkfóðringum, hvernig má minnka líkur á henni. 14.45 Fyrirspurnir og umræður. Léttar veitingar. Veitingar verða í boði DET NORSKE VERITAS. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 551-5150 eða með faxi 561-5150, f.h. mánudaginn 7. okt. nk. Vsrið viðbúnar kuldstnum Full búð af nýjum vörum Otrúlegt úrval Kápur • Úlpur • Ullarjakkar • Gervipelsar Mörkin 6, sími 588 5518. Við hliðina á Teppalandi. Bílastæði v/búðarvegginn. • Sendum í póstkröfu ÍDAG Med morgunkaffinu Ást er... að útbú a nestispakka fyrir veiðiferðina hans. TM R«g. U.S. P«t. Off — aR right* reservoú (c) 1996 Los Angelos Times Syndicato NÚ er Lilli búinn að borða allan hafra- grantin n sinn. Eg sagði honum að þetta væri drullumall. JÆJA, mamma mín. Haraldur ætlar að sýna þér hvar þú get- ur sofið í nótt. HANN hringir í eitt- hvert töfranúmer í Las Vegas. HÖGNIHREKKVÍSI « f>A ER i LAG! AÐBV&A A£> (SRILLA /" VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Fiskveiðideilan HVAÐA afstöðu mun landsfundur Sjálfstæðis- flokksins taka til þess máls, sem óhætt er að segja að sé mál málanna í dag? Þar á ég við hið svokallaða fískveiðiheim- ildamál. Nú er það komið í ljós, sem svo margir ótt- uðust, að heimild til físk- veiða hefur safnast á fárra hendur og er orðin slík verslunarvara að velt- an mun skipta milljörðum. Og bankakerfíð er í raun- inni með veð í fiskveiði- heimildum. Ef landsfund- urinn lætur þessi mál, sem kalla má glæpamál aldarinnar, afskiptalaus nú og gerir ekki þá kröfu til þingmanna flokksins, að þeir vinni að afnámi, þá sé ég mér ekki fært að styðja flokkinn lengur með atkvæði mínu. Jón Hannesson Tapað/fundið Tóbaksdós tapaðist TAPAST hefur silfurtób- aksdós sem er erfðagrip- ur. Hennar er sárt sakn- að. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 587 5511. BRJDS Umsjón Guömundur Páll Arnarson FRAKKINN Desrousseaux hefur langt nafn. Hann hef- ur líka langa fíngur, eins og sést vel í spiii dagsins, þar sem hann stelur þrettánda slagnum fyrir framan nefið á móthequnum. Norður ♦ ÁG53 ¥ ÁDG ♦ G4 ♦ ÁK65 Vestur Austur ♦ 104 ♦ 8 ¥ 10843 IIIIH ^ 9765 ♦ 93 111111 ♦ KD765 ♦ D9872 ♦ 1043 Suður ♦ KD9762 ¥ K2 ♦ Á1082 ♦ G Vestur Norður Austur Suður Forrester Crozet Lodge Desr.... Pass 1 lauf 1 tígull 1 spaði Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf* Pass 7 spaðar Pass Pass Pass * Þrír ásar. Spilið er frá landsleik milli Breta og Frakka árið 1985. Desrousseaux hefði svo sem getað fengið betri blindan, en samt sem áður er stökkið í sjö spaða glæfralegt vegna tígulveikleikans. Enda er spil- ið gjörsamlega vonlaust, ekki satt? Maður sem meldar eins og Desrousseaux hlýtur að vera í þjálfun að spila vonlausa samninga. Það kom á daginn. Útspilið var tígulnía og Desro- usseaux drap drottningu aust- urs með ás. Hann spilaði strax laufgosa og hugðist láta hann rúlla yfir, en Forrester lagði á og blindur átti slaginn. Nú voru trompin tekin og síðan hjarta spilað þrisvar og tígul- tíu (!) hent heima. Loks var trompunum spilað til enda: Norður ♦ - ¥ - ♦ G ♦ Á6 Vestur Austur ♦ - ♦ - ¥ - ♦ 3 llllll * K ♦ 98 ♦ 104 Suður ♦ 9 ▼ - ♦ 82 ♦ - í þessari stöðu spilaði Desrousseaux spaðaníunni og henti tígulgosa úr borði. Og hvað gerði Lodge? Hann henti tíglulkóng. Suður fékk því tvo síðustu slagina á 82 í tígli. Víkveiji skrifar... ER ekki fulllangt gengið," spyr Árni Brynjólfsson í bréfi til Víkveija, „að ætlast til þess að við leggjum til rannsókna svipað hlut- fall fjármuna og stórveldi á sviði tækni og vísinda? Áður en við förum að gera meiri kröfur til fjármuna í rannsóknir væri hollt að athuga, hve miklu þessar rannsóknir hafa skilað pkkur. Framfarir á arðvæn- legasta rannsóknarsviði okkar til þessa, þ.e. í fiski, hafa ekki leitt til stórstígrar þróunar fullunninnar útflutningsvöru, það látum við gera í útlöndum - og vafasamt er með vernd fiskistofnanna og upplýs- ingar um þá. Menn koma langt að, alla leið frá Japan, til að segja okkur að verðmæta nytjafiska megi veiða í landhelginni og makr- íllinn syndir skammt undan óáreitt- ur og hefur gert frá ómunatíð, þótt aðrir hafi nýtt hann með góð- um árangri. Ekki er að sjá að miklar rann- sóknir hafi ráðið gerðum Byggða- stofnunar, þótt þar sé og hafi verið nægt ránnsóknarfé og þannig er með ótal stofnanir og fyrirtæki, sem óprúttnir stjórnmálamenn nota í eigin þágu. Þar dugar engin há- tækni, menntun eða rannsóknir. Til þess að við missum ekki alveg móðinn væri vert að skoða, hve miklu hefur verið eytt hlutfallslega, miðað við aðrar þjóðir, í rannsóknir á eigin tungu og bókmenntun. Þar kæmumst við sennilega vel'á blað. Margt bendir til að okkur kæmi betur að eyða fjármunum í að leita að verkefnum á sviðum sem aðrir hafa rannsakað og þróað, „há- tæknimenningin" er sennilega ekki eins arðsöm og margir vilja vera láta, enda fleiri vitrir en íslending- ar. Við eigum nóg af sprenglærðum verk- og tæknifræðingum, en við erum komin í þrot með verkefni fyrir slíkt fólk og þar liggur hluti vandans. Verkefnin verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að finna. Þó ekki væri annað en að smíða hluti í bíla eða sjónvörp fyrir stórfram- leiðendur væri mikið fengið fyrir atvinnulífið, en til þess þarf menn með rétta menntun, ekki endilega með sígilda háskólagráðu. Þetta gera t.d. Norðmenn, Svíar og Dan- ir með góðum árangri. Hvað sem öðru líður er þakkar- vert að Víkverji skuli vekja máls á þessum vanda“. XXX KAÞÓLSKA kirkjan er móð- urkirkjan - að mati tugmillj- óna fólks. Víkveiji dagsins lítur til hennar með virðingu og væntum- þykju, þótt hann heyri til þjóðkirkj- unni. Það er jafnvel ekki laust við að hann öfundi kaþólska dulítið af stærð og styrk kirkju þeirra, sem og sitthverju í þeirra siðum. Honum finnst á hinn bóginn vafasamt, og reyndar meira en vafasamt, að skylda presta og biskupa til einlífis. Slíkir eiga að dómi Víkverja að hafa val um, hvort þeir ganga á hönd reglum, sem krefjast einlífis, eða þjóna sem kvæntir prestar. Þessa hugleiðingar eiga rætur í fréttum af biskupi kaþólskra í Arg- yll í Skotlandi, sem fyrir nokkrum vikum hvarf af kirkjuvettvangi með ástkonu sinni. xxx EF Víkveiji man rétt voru ís- lendingar kaþólskir frá kristnitöku, árið 1000, til siða- skipta, 1550, eða í fimm aldir og hálfa betur. Einlífi var ekki hin sterka hlið geistlegra á þeim tímum - eða þá að hin kirkjulegu viðhorf hafa verið mildari hér. Eins og sögufróðir kunna skil á var síðasti biskup kaþólskra fyrir siðaskipti, þjóðhetjan Jón Arason, hálshöggvinn í Skálholti, ásamt tveimur sona sinna, 7. nóvember 1550. Við hæfi er að staldra við orðin „ásamt tveimur sona sinna“, þegar kaþólskur biskup á í hlut. Prestar og biskupar í kaþólskum sið á íslandi héldu sum sé gjarnan sambýliskonur og gátu með þeim börn. Sem betur fer, segir Víkveiji. Góð kynfylgja er gulli betri. Óg hvar sem tveir eða fleiri íslendingar hittast á förnum vegi annó 1996 geta viðstaddir rakið ættir sínár til þessa skáldmælta og þjóðholla ka- þólska biskups, sem svo hátt ber í Islands sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.