Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Grænumörk 5, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 4. október. Helga Marteinsdóttir, Sigurður Kristinsson, Þorsteinn Árnason, Dóróthea Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur, faðir, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON kennari, lést á spítala í Mexíkó 2. október. Guðríður Jónasdóttir, Magnús Guðmundsson, Hrólfur E. Guðmundsson, Bogi Magnússon, Reynir Magnússon og fjölskyldur. t Bróðir okkar og mágur, ÞORSTEINN JÚLI'US ÞORSTEINSSON, Hátúni 10, Reykjavík, sem lést 30. september, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 8. október kl. 15.00. Ólína Þorsteinsdóttir, Olga Þorsteinsdóttir, Sigurmundi Óskarsson, Árni Björnsson. t Elskuleg tengdamóðir mín og amma okkar, AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Ijósmóðir, Vesturgötu 7, Reykjavík, sem lést 24. september sl., verður jarð- sungin frá Áskirkju þriðjudaginn 8. októ- ber kl. 13.30. Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson, Guðrún Aldís Jóhannsdóttir, Jóhann Gfsli Jóhannsson. t Föðurbróðir minn, GUÐNI LÚTHER SALOMONSSON, Sandholti 14, Ólafsvík, veröur jarðsunginn frá Ólafsvfkurkirkju þriðjudaginn 8. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erlingur Helgason. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR HJALTESTED málarameistari og kaupmaður, Brávallagötu 6, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. október kl. 15.00. Guðrún Ófeigsdóttir Hjaltested, Valgerður Hjaltested, Gestur Einarsson, Ófeigur Hjaltested, Edda Tryggvadóttir, Pétur Hjaltested, Lára Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför föðursystur minnar og frænku okkar, SIGURLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hjúkrunarheimilinu Skjótgarði, Höfn, Hornafirði. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Skjólgarðs og hennar tryggu og traustu vinum á Höfn. örn Friðriksson og fjölskylda. PÉTUR HJALTESTED + Pétur Hjaltested var fæddur á Sunnuhvoli í Reykjavík 11. apríl 1918. Hann lést á Landspítalanum 26. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðný Jónsdóttir, f. 6. janúar 1896, d. 12. febrúar 1980, og Lárus Hjaltested bóndi á Vatnsenda við Elliðavatn, f. 22. febrúar 1892, d. 8. júní 1956. Þau hjón- in áttu átta börn og komust sjö þeirra til fullorðinsára. Elstur var Sigurður bóndi á Vatns- enda, f. 11. júní .1916, d. 13. nóvember 1966, þá Pétur, næst kemur Katrín ljósmóðir, f. 21. maí 1920, Sigurveig óperusöng- kona, f. 10. júní 1923, Jón Einar vélstjóri, f. 27. ágúst 1925, Anna sjúkraliði, f. 23. maí 1932, og Ingveldur óperusöngkona, f. 22. maí 1934. Pétur nam málaraiðn í Reykjavík og lauk meistara- réttindum í þeirri grein. Um árabil starfaði hann við iðn sína en árið 1961 stofnaði hann Máln- ingarverslun P. Hjaltested og var um skeið umsvifamikill á því sviði. Hinn 6. júní 1942 gekk Leiðir okkar Péturs lágu fyrst saman fyrir rúmum 30 árum með þeim hætti að ég varð tengdasonur hans. Hann sagði fljótlega og hef- ur gert það oft síðan að ég væri hans besti tengdasonur. Að sjálf- sögðu vissu menn að hann átti aðeins eina dóttur. Hann hafði ein- stakt lag á því að finna skoplegar hliðar á öllum hlutum og láta fólk hlæja og hafa alla káta og hressa sem í kringum hann voru. Bama- börnin sögðu oft: „Afi er alltaf svo fyndinn." Lýsingar hans á ýmsum uppákomum verða öllum sem til þekktu ógleymanlegar, en aldrei reyndi hann að vera fyndinn á kostnað annarra, þess þurfti hann ekki. Ekki má gleyma söngnum. Pét- ur var af mikilli söngætt og hafði mikla og fallega rödd. Pétur var gleðimaður í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann var um margt sérstak- ur og gat sífellt komið manni á óvart hve næmur hann var á lífið og tilveruna. Ef maður bar upp við hann einhver vandamál, og var þá sama hvort um var að ræða tæknileg mál eða viðkvæm mann- leg vandamál, var hægt að treysta því að úrlausnir og ráð voru til reiðu og sögð af miklu innsæi. Brávallagata 6 var fjölskylduhús þar sem Rúna tengdamamma ólst upp. Þar hafa Rúna og Pétur búið allan sinn búskap í nánu sambýli við fjölskyldu Rúnu. Aldrei hefur borið skugga á samheldni og vin- skap hjá þeim sem þama hafa búið. Að fá að umgangast og kynnast manni eins og Pétri ber að þakka, enda mun hann lifa vel í minningu þeirra sem hann þekktu. Hann óttaðist ekki dauðann og var sann- færður um ánægjulega endurfundi við horfna ástvini Við munum öll sakna Péturs, en eins og hann sagði sjálfur: Við hittumst aftur. Gestur Einarsson. Mér brá í brún, þegar ég kom að sjúkrabeði vinar míns Péturs Hjaltested hinn 21. sept. sl. Við hjónin vorum á leið til útlanda og ætluðum að kasta á hann kveðju og óska honum góðs bata, en sáum að hann var sýnu veikari en við höfðum gert okkur í hugarlund og nokkrum dögum síðar barst okkur andlátsfregnin. Kynni okkar Péturs hófust, þeg- ar ég tengdist íjölskyldunni á Ljós- vallagötu 30, en í næsta nágrenni var annað fjölskylduhús á Brá- Pétur að eiga Guð- rúnu Ófeigsdóttur, f. 4. desember 1920. Hún er dóttir Val- gerðar Guðmunds- dóttur frá Hólakoti í Hrunamanna- hreppi, f. 6. október 1889, d. 5. maí 1968, og Ófeigs Jónssonar frá Eystra-Geld- ingaholti í Gnúp- veijahreppi, f. 2. september 1875, d. 30. janúar 1961. Börn Péturs og Guð- rúnar eru: 1) Val- gerður meinatæknir, f. 8. maí 1943, maki Gestur Einarsson tæknifræðingur. 2) Lárus versl- unarmaður, f. 24. janúar 1945, d. 1. september 1991, maki var Gróa Sigurbjörnsdóttir skrif- stofumaður. 3) Ófeigur rekstr- arhagfræðingur, f. 3. maí 1949, maki Edda Tryggvadóttir full- trúi. 4) Pétur, f. 11. apríl 1956 hljómlistamaður, maki Lára Jónsdóttir meðferðarfulltrúi. Barnabörnin eru ellefu og barnabarnabörnin eru orðin fjögur. Utför Péturs fer fram hjá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 7. október og hefst at- höfnin klukkan 15. vallagötu 6 þar sem Rúna og Pét- ur hafa búið alla tíð og Rúna móðursystir konu minnar. Milli allra þessara heimila voru náin tengsl og samgangur og góð- ar minningar fylgja manni ævi- langt, ekki sízt um þau hjónin, kát og lífsglöð með fríðan bamahóp og hvarvetna eftirsótt í hópi vina og kunningja. Það má með sanni segja, að Pétur hafi verið félagslyndur mað- ur. Hann naut ættarfylgjunnar að erfa góða söngrödd og tók þátt í kórstörfum fram eftir árum. Snemma gerðist hann virkur félagi í Oddfellowreglunni og þeg- ar Kiwanishreyfingin teygði arma sína til Evrópu var hann einn af þeim frumkvöðlum sem undir- bjuggu stofnun fyrsta Kiwanis- klúbbsins á íslandi, Heklu, hinn 14. janúar 1964. Hann var fyrsti féhirðir klúbbs- ins og sýndi starfi hans og vexti og viðgangi hreyfingarinnar mik- inn áhuga á meðan þrek og kraft- ar leyfðu og hefur í mörg ár verið fyrsti maður á félagaskrá Heklu. Þegar þessi undirbúningur stóð yfir kom Pétur til mín og bauð mér þátttöku sem ég og þáði og þegar hann nokkrum árum síðar bauð mér inngöngu í lítinn félags- skap, sem nefndist K21 og hann átti á sínum tíma þátt í að stofna sagði ég líka já takk. Þannig gafst mér kostur á því að vera víða með Pétri fyrir utan þær stundir, sem fjölskyldutengslin sköpuðu og aldr- ei bar skugga þar á, enda var gott að eiga samskipti við Pétur. Hann var oftast léttur í lund, gam- ansamur og naut sín vel í mann- fagnaði. Þessir hæfileikar hans að kunna að umgangast fólk komu sér vel í störfum hans, fyrst sem eftirsóttur málarameistari og ekki síður þegar hann hóf verzlun með málningar- vörur, sem hann rak í mörg ár. Mannkostir Péturs og þeirra hjóna koma ekki sízt í ljós þegar litið er til baka og horft á viðleitni þá í gegnum árin að gera sambýlis- fólki sínu og öðrum í fjölskyld- unni, sem á þurftu að halda, lífið léttara. En nú er komið að leiðarlokum og hugurinn fullur þakklætis fyrir samveruna. Við sendum Rúnu og öllum ætt- ingjum og innilegar samúðarkveðj- ur og hörmum að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn. Ólafur G. Karlsson. Elsku Pétur, að leiðarlokum langar mig að kveðja þig og þakka þér alla þá hlýju og vinsemd sem þú hefur sýnt mér og bömum mín- um. í dagsins önnum dreymdi mig ^inn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljðði: sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur pýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljðða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Far þú í friði og Guð blessi þig. Edda Tryggvadóttir. Elsku Pétur afi, ég þakka þér fyrir þær góðu stundir sem ég átti með þér og alla þá hlýju sem þú sýndir mér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi þig. Þín, Sigríður Björk. Kveðjustundin er komin. Þó að það sé víst að að henni komi, veit maður aldrei hvernig það verður þegar hún rennur upp. Ovænt. Eru þakklæti og gleði þær tilfinningar sem ég finn helst fyrir núna. Eg er þakklát fyrir að einhvern veginn atvikaðist það svo að þetta árið hef ég búið undir sama þaki og afí og amma og því umgengist þau meira en oft áður. Glöð yfír því að ég fékk að hafa afa minn í lífi mínu í tuttugu og fjögur ár og að ég tel mig hafa þekkt hann. Afi var nefnilega aldr- ei fjarlægur, heldur talaði við okkur krakkana á jafnréttisgrundvelli og oft um þá hluti sem skipta máli. Skipta kannski sérstaklega máli fyrir ungt fólk, svo sem væntingar okkar í lífinu og hugmyndir um líf- ið og ástina. Mest kom þó á óvart þegar hann sagði bráðfyndna, tví- ræða brandara sem okkur fannst varla eiga að velta upp úr manni á áttræðisaldri. Afi tók fólki eins og það var og því var auðvelt að vera maður sjálfur í kringum hann. Það léttir viðskilnaðinn að afi var þess fullviss að okkar bíða önnur verkefni hinum megin. Engu að síð- ur verður erfítt fyrir ömmu að horfa á eftir lífsförunaut sínum eftir rúm- lega hálfrar aldar samfylgd. Ég bið því um styrk henni til handa á þess- um erfiða tíma lífs hennar um leið og ég kveð afa minn. Erna. Elsku afi. Nú þegar þú hefur yfirgefið þessa jarðvist og haldið á aðrar slóðir fyllumst við bræðurnir söknuði. Það er sárt að sjá þig fara, svona einstakan mann eins og þú varst, en við huggum okkur við það að við áttum margar góðar stundir með þér sem seint gleymast. Okkur langar að segja nokkur orð í þína minningu. Það var alltaf gaman að koma á Brávallagötuna í heimsókn til ykkar ömmu og fengum við alltaf hlýjar móttökur. Oftar en ekki sast þú í húsbóndastólnum að lesa blaðið, hlusta á útvarpið og svo horfðirðu á sjónvarpið í leiðinni og var stund- um hlegið og talað um hvemig þú færir eiginlega að þessu. Þú hafðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.