Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
t-
Velferð
A
Islendinga
Niðurstöðurnar eru athyglis-
verðar. Danir eru ánægðastir með
líf sitt af þjóðunum fimmtán sem
til samanburðarins eru teknar, en
Íslendingar eru í öðru sæti. Þá
koma Svíar, Kanadamenn, írar,
Bandaríkjamenn, Hollendingar og
Norðmenn. Þjóðirnar í syðri hluta
Evrópu eru almennt ekki eins
ánægðar með lífsgæði sín og ofan-
greindar þjóðir. Það kemur nokkuð
á óvart að írar (að Norður-írlandi
undanskildu) skuli vera svo
ánægðir með líf sitt sem hér kem-
ur fram, því þeir eru fátæk þjóð
á evrópskan mælikvarða og hafa
lengi átt við mótlæti að stríða.
Þeir eru hins vegar trúræknasta
þjóð álfunnar, nægjusamir og
hefðartryggir, en það gerir þeim
kleift að hafa allt aðrar áherslur
í lífsgæðakapphlaupi sínu en tíðk-
ast t.d. hér á landi. Gildismat og
lífsskoðun íra hefur trúlega staðið
framförum í landi þeirra fyrir þrif-
um, en hins vegar hafa þeir fund-
ið lífí sínu meiningu og markmið
sem gera þeim kleift að lifa tiltölu-
lega ánægðir og í sátt við sjálfa
sig. Þeir eru einnig mjög stoltir
af þjóðerni sínu, þrátt fyrir að
hagsældarþróun þeirra hafí lengi
verið bágborin. (Sjá efri myndina)
Almennt er hins vegar nokkuð
gott samband milli ánægju fólks
með lífíð og hagsældarstigs sem
það býr við, þó ekki sé sambandið
fullkomið. Það er því augljóst að
fleira ræður lífsgæðunum en efna-
legir jjættir einir og sér. ------
Auk Ira má nefna annað
dæmi um misræmi milli
hagsældar og ánægju
með lífíð, en það eru
Bandaríkin.5 Banda-
ríkjamenn eru hagsæl-
asta þjóðin í þessum
hópi og ættu jafnframt
að vera ánægðastir með
líf sitt, þ.e.a.s. ef efna
Niðurstödurn-
ar segja m. a.
að á mörgum
sviðum fá ís-
lendingar
bestu útkomu
í samanburð-
inum.
hagurinn einn réði ánægjunni eða
lífsgæðamati borgaranna. Hins
vegar eru Danir og íslendingar
ánægðastir og bendir það til þess
að aðrir þættir þjóðlífsins en efna-
hagur séu í ásættanlegra horfí á
Islandi og í Danmörku en í Banda-
ríkjunum. S_em tilgátur gætum við
nefnt að á íslandi og í Danmörku
sé heilsufar almennings betra, ör-
yggi borgaranna meira gagnvart
glæpum, lífskjörum jafnar skipt
og fólk samheldnara en almennt
tíðkast í borgarlífí Bandaríkjanna.
Slík atriði gætu skýrt það að fólk
virðist almennt vera ánægðara
með h'fsgæði sín á íslandi og í
Danmörku en í Bandaríkjunum.
Fyrsta tillaga að svari við
spurningunni um það, hvort al-
menn lífsgæði séu betri eða verri
á íslandi en í nágrannalöndunum
er því sú, að lífsgæðin hér á landi
virðast vera sambærileg við það
besta sem þekkist á Vesturlönd-
um.
í framhaldi af þessari niður-
stöðu er fróðlegt að skoða hvernig
þjóðirnar koma út úr slíkum
samanburði á lífsgæðamati ef ein-
Ánægja með iífið í 15 OECD-löndum -
Samanburður þjóðanna
ungis er litið til afmarkaðra þjóðfé-
lagshópa. Gögnin sem byggt er á
gera okkur kleift að skoða saman-
burð á lífsgæðum karla og kvenna,
einstakra aldurshópa og stétta,
svo dæmi sé tekið.
Verkafólk er víðast hvar sú
starfsstétt þjóðfélagsins sem lægst
laun hefur. Þar af leiðandi býr
verkafólk við þrengstan kost og
hefur að öðru jöfnu fæst tækifæri
til að njóta þeirra efnalegu gæða
sem þjóðfélagið getur boðið þegn-
um sínum. Fólk úr verkalýðsstétt
er einnig í mestri hættu á að lenda
í atvinnuleysi. Það er þvi sérstak-
lega athyglisvert að skoða mat
verkafólks þessara fímmtán þjóða
á lífsgæðum sínum. (Sjá neðri
myndina)
Eins og sjá má á mynd lengt
til vinstri er íslenska verkafólkið
ánægðara með líf sitt en verkafólk
hinna þjóðanna, samkvæmt þess-
ari mælingu. Þetta kemur sérstak-
lega á óvart þegar haft er í huga
það sem lífskjarakannanirnar
sýna, eins og fram kemur hér að
framan, að laun verkafólks eru
lægri og vinnutími lengri á íslandi
en almennt er meðal þróuðu þjóð-
anna á Vesturlöndum. Einnig er
mikið kvartað undan erfiðri fjár-
hagsafkomu fjölskyldna hér á
landi. Hvernig má það þá vera að
íslenska verkafólkið segist vera
ánægðara með líf sitt en verkafólk
hinna þjóðanna?
Svarið við þessu er margþætt.
-------- í fyrsta lagi er ljóst að
fólk tekur tillit til fleiri
þátta en þeirra efna-
hagslegu þegar það met-
ur ánægju sína með lífíð,
svo sem félagslegra,
umhverfíslegra og
heilsufarslegra þátta. En
að því frátöldu þá segir
lágt grunnkaup og lang-
ur vinnutími á Islandi
Danmörk
island
Sviþjóð
Kanada
írland
Holland
Bandarikin
Noregur
Belgía
Bretland
ítalia
Þýskaland
Spánn
Portúgal
Frakkland
meðaltal
7,58
ekki alla söguna um efnaleg kjör
verkafólks hér á landi. Langur
vinnutími og lágir skattar hér hafa
au áhrif að ráðstöfunartekjur á
slandi verða nokkuð sambærileg-
ar við það sem víða tíðkast í ná-
grannalöndunum. Þetta endur-
speglast í mikilli einkaneyslu al-
mennings á íslandi. Lífskjara-
könnunin sem birt var 1990 sýndi
jafnframt að efnaleg lífskjör ís-
lensks verkafólks voru að mörgu
leyti áþekk því sem best er á Norð-
urlöndum.6 Til dæmis er vafamál
að verkafólk nokkurrar vestrænn-
ar þjóðar búi að jafnaði við betri
húsnæðisaðstæður en íslenskt
verkafólk. Þá er alls óvíst að nokk-
urs staðar í heiminum sé jafn al-
gengt og hér á landi að verkafólk
búi í eigin húsnæði. Að sönnu
hefur íslenskt verkafólk meira fyr-
ir öflun lífskjara sinna, og undan
því er réttilega kvartað. En það
skiptir einnig máli og vekur án
efa mikla ánægju, að vera sjálfur
sinnar eigin gæfu smiður, eins og
íslenskt verkafólk er í svo miklum
mæli.
Þá má einnig nefna að tekju-
og stéttaskipting hér á landi er
með jafnara móti samanborið við
hinar þjóðimar sem hér hefur ver-
ið fjallað um og skapar það verka-
fólki auðvitað geðþekkara félags-
legt umhverfi. Jafnaðarviðhorf eru
auk þess mjög ríkjandi i samskipt-
um fólks á Islandi, ólíkt því sem
víða má fínna, t.d. í Bretlandi,
Þýskalandi, Frakklandi og á
Spáni, svo nokkuð sé nefnt. Skóla-
kerfí og heilbrigðiskerfi íslendinga
eru loks öllum opin og laus við
neikvæð áhrif stéttamúra ýmiss
konar sem víða annars staðar
fínnast. Þannig má þegar grannt
er skoðað í senn finna jákvæða
og neikvæða þætti í lífskjörum
íslenska verkafólksins, samanbor-
ið við aðrar þjóðir. Það er því alls
ekki óeðlilegt að heildarmat ís-
lensks verkafólks á lífi sínu sé svo
jákvætt sem ofangreint mat úr
fjölþjóðlegu könnuninni á lífsgæð-
um bendir til, þó Iíklega muni það
koma sumum á óvart. Hinn sterki
framfarahugur sem býr með ís-
lendingum gerir það sjálfkrafa að
verkum, að menn hafa að jafnaði
fleiri og stærri orð um það sem
miður fer en hitt sem í þokkalega
góðu lagi er.
Lífsgæði kvenna
lífsgæði sín en íslenskir karlar,
almennt séð. Þjóðmálaumræðan
hér á landi einkennist öðru fremur
af umkvörtunum um að konur búi
við lakari tækifæri og lakari kjör
en karlar, þær eru sagðar hafa
minna vald en karlar í samfélaginu
og jafnvel er því stundum haldið
fram að konur séu kúgaðar af ein-
hvers konar karlaveldi. í nýlegri
rannsókn Félagsvísindastofnunar
á launamyndun og kynbundnum
launamun var staðfestur um 11%
munur launa milli kynjanna eftir
að tillit hafði verið tekið til áhrifa
af starfsstétt, menntun, starfs-
aldri, aldri, vinnutíma, inntaki
starfs og fjölda á vinnustað.1
Hins vegar vitum við ---------
það einnig að konur lifa
að jafnaði lengur hér á
landi en karlar, og
reyndar lifa íslenskar
konur lengur en nær all-
ar aðrar konur í heimin-
um, þær eru í nánari
Aldraðir á Is-
landi eru í
hættu á því að
falla undirfá-
tæktarmörk.
Neðri myndin sýnir einnig sam-
anburð á mati á lífsgæðum
kvenna. Þar má sjá að íslenskar
konur eru ánægðari með líf sitt
en konur í öllum þessum 15 þjóð-
löndum sem hér eru saman borin.
íslenskir karlar eru hins vegar í
þriðja sæti þegar ánægja karla
með líf sitt er borin saman. At-
hyglisvert er að íslenskir karlar
eru marktækt minna ánægðir með
líf sitt en íslensku konurnar (karl-
ar=7,88 og konur=8,15; munur
kynjanna er marktækur m.v. 95%
öryggismörk). Dönsku og sænsku
konurnar fylgja næst á eftir þeim
íslensku. Oánægðastar eru kon-
urnar í Frakklandi, Portúgal, á
Spáni og Ítalíu, en í þessum fjórum
löndum er atvinnuþátttaka kvenna
lítil og verkaskipting kynjanna
frekar hefðbundin.
í framhaldi af þessu er fróðlegt
að spyija hvers vegna íslenskar
konur virðast vera ánægðari með
tengslum við börn sín og ættingja
en karlar, og láta líklega meira
til sín taka á mörgum sviðum þjóð-
lífsins en algengast er um konur
á Vesturlöndum. Fleira mætti telja
til. Með öðrum orðum, konur búa
bæði við betri og verri kjör og
aðstæður en karlar, allt eftir því
hvaða þáttur lífskjaranna er skoð-
aður. Hið samanlagða mat eins
og fram kemur í mælingunni á
ánægju með lífíð bendir hins vegar
til þess, að góðu þættirnir í lífí
íslenskra kvenna vegi þá vondu
heldur betur upp en gerist meðal
íslenskra karla.
Danskir karlar eru hins vegar
ánægðari en allir aðrir karlar í
þessum hópi 15 þjóða. Næstir þeim
koma Svíar, þá íslendingar,
Kanadamenn, írar og Hollending-
ar. Franskir og þýskir karlar eru
hins vegar óánægðastir. með líf
sitt, hveijar svo sem skýringarnar
á því kunna að vera.
Lífsgæði aldraðra
Að lokum skulum við skoða mat
eftirlaunafólks (66 ára og eldri) á
lífsgæðum sínum samkvæmt súlu-
ritinu lengt til hægri á neðri mynd-
inni.
Hér kemur á ný fram sama
niðurstaðan og hjá konum og
verkafólki: íslendingar eru í efsta
sæti, en deila því þó að þessu sinni
með Kanadamönnum. Svíar og
Bandaríkjamenn fylgja svo í kjöl-
farið. Hér er sérstaklega athyglis-
vert að danska eftirlaunafólkið er
markvert minna ánægt með líf
sitt en aðrir þjóðfélagshópar í
Danmörku, því Danir eru hér
komnir niður í sjöunda sætið.
Spánska, portúgalska og þýska
eftirlaunafólkið er hins vegar
minnst ánægt með líf sitt í þessum
hópi 15 þjóða.
En hvernig má það vera að ís-
lenskt eftirlaunafólk sé almennt
ánægðara með líf sitt en eftir-
launafólk nágrannalandanna á
Vesturlöndum? Margt má benda á
sem gefur ástæðu til að ætla hið
gagnstæða. Til dæmis eru tekjur
aldraðra mjög lágar hér á landi,
bæði vegna hófsemdar opinbera
velferðarkerfisins og vegna síðbú-
ins þroska almenna lífeyrissjóða-
kerfísins. Þetta gerir það að verk-
um, eins og sýnt verður í seinni
greininni sem fjalla mun um fá-
tækt á íslandi, að aldraðir á Is-
landi eru í tiltölulega mikilli hættu
á því að falla undir fátæktarmörk.
Hins vegar virðist eldri kynslóð
íslendinga vera afar nægjusöm,
og í reynd kvartar hún minna
undan óánægju með fjárhagsaf-
komu en aðrir þjóðfélagshópar, þó
tilefnin séu ef til vill meiri.
Á hinn bóginn má nefna já-
kvæða þætti í lífskjörum eldri kyn-
slóðarinnar, svo sem langlífí og
betra heilsufar samanborið við
aðrar þjóðir, og mun meiri þátt-
töku eldra fólks í atvinnulífi en
tíðkast í nokkru öðru vestrænu
þjóðfélagi, en það gefur fólki verð-
ug viðfangsefni og oft meiri til-
--------- gang í lífínu. Einnig eru
fjölskyldutengsl hér á
landi sterkari og virkari
en víða annars staðar,
og það bætir lífsgæðin
umtalsvert. Þá finnur
einstaklingurinn al-
mennt meira til sín í fá-
menninu hér á landi samanborið
við það sem tíðkast í stórborgar-
lífí nágrannalandanna. Þegar allt
er saman tekið má því greiðlega
skýra tiltölulega almenna ánægju
aldraðra íslendinga með líf sitt,
samanborið við aldraða í öðrum
vestrænum þjóðfélögum.
Niðurstaða
Ánægja með lífið í 15 OECD-löndum - Lífsgæði einstakra þjóðfélagshópa
Verkafólk
Konur
Eftirlaunafólk
Island [
Sviþjóð
Danmörk
Kanada
irland
Belgia
Noregur
Bandaríkin
Holland
Bretland
italía
Spánn
Portúgal
Þýskaland
Frakkland
meðaltal
7,37
Island
Danmörk
Sviþjóð
Kanada
íríand
Noregur
Bandaríkin
Holland
Belgia
Bretland
Þýskaland
italia
Spánn
Portúgal
Frakkland
island[
Kanada [’
Sviþjóð
Bandarikin
tríand [’Z
Holland [ .
Danmörk [
Belgia i.
Bretland!
Noregur
italia
meðaltal
7,58
Frakkland CI
Þýskaland [
Portúgal [[
meðaltal
7,56
Spánn[
I
I
í
i
i
!
I
i
1
í
(
I.
i
I
I
Meginviðfangsefnið sem lagt
var upp með í byijun þessarar
greinar var spurningin um það,
hvernig ætti að meta árangur ís-
lendinga í sókn sinni til framfara
og velferðar á þessari öld? Saman
hafa verið dregnar ýmsar niður-
stöður hagskýrslna og lífskjara-
kannana til að leita svara við
spurningunni. Eftir stóð þó vand-
inn sem fylgir því að draga saman
í heildarniðurstöðu þá dæmigerðu
útkomu lífskjarakannana, að ís-
lendingar koma vel út á sumum
sviðum lífskjara og verr á öðrum.
Færð voru rök fyrir því, að þegar
öllu er á botninn hvolft, þá er skiln-
ingur einstaklinganna sjálfra á
lífsgæðum, „hinu góða lífi“, sá
grundvöllur sem eðlilegast geti
verið að byggja á.
Þess vegna voru lögð fram áður
óbirt gögn úr gagnabanka Félags-
1
f
I
M
i