Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Rósakvistur KVISTIR KVISTIR eru vinsælir og blóm- sælir skrautrunnar. Þeir eru auð- veldir í ræktun og gera ekki mikl- ar kröfur til jarðvegs, þó þeir vilji gjarnan vera sólarmegin í lífinu. Þeirra sem blómstra hvítum blómum njótum við fyrri hluta sumars en nú eru þeir síðblóm- strandi upp á sitt besta. Þeir eru að vaxa og blómstra fram að fyrstu frostum og vegna þess að þeir hafa þá ekki búið sig undir veturinn kala þessir runnar oftast. Þeir eru þá klipptir niður síðla vetrar eða að vori og blómstra jafndug- lega næsta sumar, því þessir kvistir blómstra á árs- sprota. Ef birkikvist- ur er hinsvegar klipptur niður að vetri blómstrar hann ekki sumarið á eftir og þannig er það með fleiri kvisti. Runnamir þéttast einnig við niðurklippinguna og verða fallegri. Blóm flestra síð- blómstrandi kvista eru í bleikum litum og eru á enda greinanna í klösum eða skúfum. Þeir eru fal- legir til afskurðar í blómvendi. Þessir kvistir eru helstir: Rósakvistur eða japanskvistur (Spiraea japonica), sem er ættað- ur frá Japan. Af honum eru til nokkur yrki, m.a. „Anthony Wat- erer“ og „Froebellii", sem blómstra mismunandi dökkbleik- um blómum. Hann brotnar oft undan snjóþunga, því greinar hans eru grannar og stökkar. Það kemur ekki að sök, því hann vex fljótt upp aftur næsta sumar. Hæð hans verður 0,5-1 metri. Til eru yrki af rósakvisti sem eru dvergvaxin, „Alpina“ og „Little Princess“. Þeir bera ljósari blöð og blóm og vegna smæðar fara þeir vel m.a. í steinhæðum. Víðikvistur (Spiraea salicifolia) ber hvít eða ljósbleik blóm í löngum klös- um. Hann hefur upp- rétt vaxtariag og verður allt að 1,5 metrar að hæð. Dögglingskvistur (Spiraea douglasii) ber dökkbleik blóm í klösum og er vaxtar- lag og hæð svipuð og hjá víðikvisti. Úlfakvistur (Spiraea x billiardii) er blendingur af víði- og dögglingskvisti. Hann ber bleik blóm í klasa. Víði-, döggl- ings- og úlfakvistur mynda mikil rótar- skot sem hægt er að stinga burt ef þeir fara að verða fyrirferðarm- iklir. Allir þessir kvistir eru falleg- ir nokkrir saman og jafnvel í lim- gerði. Þegar plöntur hafa lokið vexti og blöð fara að gulna má færa plöntur til og grisja, því oft er það svo, að í upphafi er gróður- sett of þétt þegar plönturnar eru smáar. Á haustin sjáum við líka vel hvar má endurbæta í garðin- um. Haustið er líka tími gróður- setninga á til dæmis víði og skó- garplöntum og skapar m.a. rign- ingin góðar aðstæður. KoFi 6L0M VIKUNNAR 354. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir ■ BIBLÍUSKÓLINN við Holta- veg heldur námskeið um kristniboð nútímans og hefst það nk. mánu- dag. Leiðbeinandi verður Kjartan Jónsson, kristniboði. Fjallað verður m.a. um biblíulegan grundvöll kristniboðsins. Hvað sé efst á baugi í kristniboðsmálum í víðri veröld í dag. Hvaða afleiðingar það hafi að þungamiðja kristninnar hefur færst frá Vesturlöndum til þriðja heims- ins. Fjallað verður um kristniboðs- hreyfínguna í löndum þriðja heims- ins. Aðferðafræði og stefnu kristni- boðsstarfs. Minnst verður á kirkju- vaxtarhreyfinguna og nokkra mikil- væga kristniboðshugsuði og það hvaða vandamálum kristniboðinn mætir í starfi sínu. Hvemig er að lifa og starfa í framandi menningu fjarri ættingjum og fóstuijörð? Hvaða áhrif hefur það á fjölskyldu- líf, trúarlíf og geðheilsu kristniboð- ans? Kennt verður næstu fjögur mánudagskvöld kl. 20-22. Nám- skeiðsgjald er 1.200 kr. og lýkur innritun um hádegi á mánudag. Dagbók Háskóla Islands RAUNVÍSINDASTOFNUN Há- skólans heldur málþing um grunn- rannsóknir í raunvísindum í Odda kl. 13.15 til 17. Tilefnið er að 30 ár eru frá því Raunvísindastofnun tók til starfa. Að loknum stuttum inngangserindum verða pall- borðsumræður. Þeir sem halda er- indi verða Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, Þorkell Helgason orkumálastjóri, Eiríkur Baldursson sérfræðingur, Davíð Lúðvíksson Samtökum iðnaðarins, Guðrún Ey- jólfsdóttir fréttamaður, Gísli Már Gíslason prófessor, Ari Arnalds framkvæmdastjóri og Rögnvaldur Ólafsson vísindafulltrúi. Eggert Briem setur þingið og Sigmundur Guðbjarnason stýrir umræðum. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ. Mán. 7. okt.-25. nóv. kl. 20.15- 22.15 (8x). Hugsjónir stjórnmál- anna: Frelsi, réttlæti, lýðræði og jöfnuður. Kennari: Dr. Vilhjálmur Árnason dósent í heimspeki. Mán. 7. okt. -9. des. kl. 17-19.30. Danska fyrir ríkisstarfs- menn. Kennarar: Ágústa Pála Ás- geirsdóttir og Bertha Sigurðardótt- ir, kennarar við VÍ. Mán. og mið. 7. okt -11. des. kl. 17-19.30. „Wir sprechen De- utsch“ Þjálfun talmáls fyrir lengra 'ph FASTEIGNA fcéi MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÓTU 4. SÍMAR 551-1540. 5S2-170Q. FAX 562-0540 HLÍÐARSMÁRI 12, KÓP. Vorum aö fá í sölu einingar í þessu glæsilega húsi í Smárahvanimslandi sem Faghús hf. byggir. Hús og sameign er fullfrágengið. Lyfta. Bílastæði verða malbikuð og lóð hellulögð fyrir framan hús. Snjóhræðsla. Að innan afh. tilb. u. innr. mjög fljótlega. Eftirfarandi er til sölu: Jarðhæð norðurendi, verslunarhúsnæði 372 fm sem getur skipst í þrjár einingar 65,4 fm, 146,9 fin og 159,4 fm. 2. hæð norðurendi, skrifstofuhúsnæði 387,7 fm. 4. hæð skrifstofuhúsnæði (öll hæðin) 781,2 fm sem getur selst í tveimur einingum 390,6 fm hvor. Mikil lofthæð. Húsnæðið hentar hvort heldur sem er fyrir skrifstofur eða félagsaðstöðu fyrir félagasamtök. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540, J) Hár- og fata- tíska í Loft- kastalanum INTERCOIFFURE á íslandi held- ur sýningu mánudaginn 7. október í Loftkastalanum ásamt Spak- mannsspjörum undir stjórn Kol- brúnar Áðalsteinsdóttur. Er þetta sameiginlegt átak til að kynna ís- lenska hönnun. Húsið verður opn- að kl. 19.30 með fordrykk og ilm- vatnskynningu. Intercoiffure er alþjóðlegur fé- lagsskapur með aðalstöðvar í Par- ís. 35 lönd og um 200 stofur eru í samtökunum. ■ Á VEGUM Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands hefst mánudaginn 7. október námskeið um nokkur lykilhugtök heimspeki stjórnmálanna. Sérstaklega verður fjallað um réttlæti, lýðræði, frelsi og jöfnuð. Hugað verður að ólíkum kenningum um hvernig skilja ber þessar hugsjónir og um innbyrðis tengsl þeirra. Megináhersla verður INTERCOIFFURE kynnir nýja strauma í hártískunni í Loftkastalanum á mánudag. lögð á að kynna helstu stefnur um þessi efni í stjórnmálaheimspeki samtímans. Námskeiðið er haldið á mánudagskvöldum frá 7. októ- ber til 25. nóvember kl. 20-22 og er öllum opið. Þátttökugjald er 8000 kr. Fyrirlesari verður dr. Vilhjálmur Árnason, dósent í heimspeki. komna á ýmsum starfssviðum. Kennarar: Oddný Sverrisdóttir dós- ent HÍ og Danfríður Skarphéðins- dóttir þýskuk. MR. Þri. 8. okt.-3. des. 20.15-22.15 (9x). 2. Vesturheimsferðir og mannlíf í Nýja Islandi. Umsjón: Gísli Sigurðsson, sérfr. á SÁM. 8.-9. okt. kl. 8.30-12.30. Unix fyrir almenna notendur. Fyrri hluti. Kennari: Helgi Þorbergsson PhD. tölvunarfræðingur hjá Þróun hf. 8. okt. 13-17. Gæðastjórnun í ráðstefnuhaldi - Frá hugmynd til framkvæmdar. Haldið í samstarfi við Gæðastjórnunarfélag íslands. Kennari: Amey Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Gæðastjórnunarfé- lags Islands. 9. okt. kl. 12.30-17. Grunnur að gæðastjórnun og mótun gæða- stefnu. Kennari: Davíð Lúðvíksson verkfræðingur Samtökum iðnaðar- ins. 9. -11. okt. kl. 8.30-16. Aukið öryggi í Unix og á Internetinu. Kennari: Rik Farrow, einn virtasti sérfræðingur heims um öryggi á Interneti og í Unix. Hann heldur fjölda fyrirlestra og námskeiða um öryggismál árlega og hefur einnig skrifað bækur um efnið, t.d. „Unix System Security“, Addison Wesley, 1991. 9. okt. kl. 15-19. Meðferð eftir- launa- og tekjuskattsskuldbindinga í reikningsskiíum fyrirtækja. Kenn- arar: Alexander G. Eðvardsson og Sæmundur Valdimarsson, báðir löggiltir endurskoðendur hjá KPMG Endurskoðun hf. Mið. 9. okt.-4. des. kl. 20-22 (9x). Byijendanámskeið í kín- versku. Kennari: Hjörleifur Svein- björnsson, nam við Pekingháskóla ’76-’81. 10. og 11. okt. kl. 8.15-16. Stjómun fyrir hjúkrunarfræðinga. Með áherslu á fjármál og nýjungar. Kennarar: Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfrkvstj., Birna Flygenring HÍ, Hrund Sch. Thorsteinsson HI, Ingibjörg Þórhallsdóttir hjúkmn- arfrkvstj., Ágústa Benný Herberts- dóttir verkefnastjóri Sjúkrahúsi Rvk. og Helga Bjarnadóttir verk- efnastj. Lsp. Fim. 10. okt. - 14. nóv. kl. 16.30-19 (6x). Rannsóknaraðferðir í félags- og heilbrigðisvísindum. Sérstök áhersla á spurningakann- anir. Kennari: Þorlákur Karlsson dósent við HÍ. Haldið á Akureyri 10. okt. kl. 13-18 og 11. okt. kl. 9-16. Neyslu- vatn og vatnsveitur. Vatnsból, vatnstaka, verndun. Umsjón: Frey- steinn Sigurðsson vatnajarðfr. á Orkustofnun og Hafsteinn Helga- son verkfr. Vatnshreinsun hf. Fim. 10. okt.-28. nóv. (14. nóv. fellur niður) kl. 20.15:22.15 (7x). Endurreisnartíminn á Ítalíu 1400- 1600. Listasaga, hugmyndasaga og samfélagsgerð. Kennari: Olafur Gíslason blaðamaður og listgagn- rýnandi. Fös., 11. okt. - 6. des. kl. 15.15-17 (9x). Skipulag og úr- vinnsla rannsóknaverkefna. Hagnýt tölfræði. Kennari: Magnús Jó- hannsson prófessor HÍ. 11 .......... . —1— OPIÐ HÚS í DAG Kjarrhólmi 12, 2h t.h. Kóp. 75 fm íbúð á 2. hæð. Björt og góð íbúð með endurnýjuðu eld-J húsi, parket á stofu. Útsýni yfir Fossvoginn. Þvottahús í íbúð. Áhvíl. góð byggsj. lán. Afb. um 20. þús á mánuði. EKKERT GREIÐSLUMAT. Opið hús í dag. kl. 14:00-16:00. FASTEIGNASALAN FiNNBOGI KRISTJÁN5SON LÖGG. FASTEIGNASAU SÍÐUMÚLA 1 SÍMI 533 1313 FAX 533 1314
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.