Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVAVA GÍSLADÓTTIR + Svava Gísladóttir fæddist í Reylyavík 5. febrúar 1921. Hún lést á öldrunardeild Land- spitalans í Hátúni lOb 25. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar Svövu voru Kristbjörg Herdís Helgadóttir húsmóðir og Gísli H. Gíslason smiður í Reykholti við Laufásveg í Reylgavík. Systkini Svövu voru Helgi Gisla- son verkstjóri, látinn, kvæntur Ingunni Jónasdóttur, látin, Hannes Gíslason húsgagnasmið- ur, býr í Reykjavík, Sigurberg Gíslason verkamaður, látinn, Halldór Gislason, býr í Reykja- Á leið okkar í gegnum lífið söfn- um við minningarperium um ánægjulegar stundir liðinna ára. Hún Svava frænka okkar er ein af þessum perlum sem við munum varðveita í minningunni um ókomna framtíð. Hún var stóra systir hennar mömmu og að mörgu leyti eins og mamma okkar líka. Við syst- urnar vorum svo heppnar að alast upp í hinni svokölluðu stórfjöl- skyldu, fjölskyldumunstur sem þekkist nánast ekki í dag. Reykholt v/Laufásveg var heim- ili okkar og skjól. Þar bjuggum við ásamt foreldrum okkar, afa og ömmu og Svövu, Hannesi og HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek vík, Ástdís Gísladóttir húsmóðir, gift Kristmundi Jakobssyni loft- skeytamanni, búa í Reykjavík. Eina hálfsystur átti Svava, sam- feðra, GísUnu Gísladóttur, látin, var gift Guðmundi Jóhannssyni. Svava lauk námi frá Verslun- arskóla íslands og Vefnaðar- kennaraprófí frá Kennaraskóla íslands. Hún vann lengst af hjá borgarskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Utför Svövu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigga, systkinum mömmu. Þar var alltaf hægt að finna hné til að setjast á, eða hönd til að klappa á kollinn eða strjúka vangann. Reykjavík var á þessum tíma ekki eins stór og hún er í dag og gamli Laufásvegurinn var nánast eins og að búa upp í sveit. Garður- inn var okkar paradís og þar réð- um við systurnar þijár ríkum. í minningunni var Reykholt stórt hús og alltaf nóg pláss fyrir alla og einnig fyrir ættingjana sem komu í heimsókn utan af landi. Miðað við þann fermetrafjölda sem við búum við í dag er Reykholt í rauninni aðeins lítið hús. En ég átta mig á að það var ekki stærð- in á húsinu sem skipti máli heldur hjartahlýja þeirra sem þar bjuggu. Svava frænka var ákaflega list- ræn kona og það var nánast sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt varð að listaverkum í höndum hennar. Fagurlega skreyttar tert- ur í afmælisveislunum okkar, jóla- kjólarnir sem hún saumaði á Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukérfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ! úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. t Sonur okkar, bróðir, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI MATTHÍAS ÁRNASON, lést á heimili sínu, Meistaravöllum 23, 28. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Árni Kristjánsson, Anna Guðrún Steingrímsdóttir, Kristján Árnason, Kristfn Árnadóttir, Magnea Jóhanna Matthíasdóttir, Sigurður Sigurðarson, Árni Matthíasson, Björg Sveinsdóttir, Hólmfrfður Matthíasdóttir, Jaime Rovira, Ari Matthfasson, Gígja Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Alúðarþakkir vegna andláts og útfarar eiginkonu og kærrar frænku okkar, JARÐÞRÚÐAR BJARNADÓTTUR, áður Hólmgarði 39, Reykjavík, sem andaðist 13. september. Sórstakar þakkir til starfsfólks Arnar- holts fyrir góða umönnun frá fyrstu stundu til hinnar síðustu. Guð blessi ykkur öll. Sveinn Bæringsson, Reynir Ásmundsson og annað frændfólk hinnar látnu. JON EYSTEINN EGILSSON systraþrenninguna eða myndvefn- aðurinn hennar. Allt var þetta gert af nákvæmni og vandvirkni. Það var sama hvort við þurftum aðstoð við heimanámið, handa- vinnuna eða bara sitja og spjalla, alltaf hafði Svava tíma. Það er mikilvægt að eiga góða samferðamenn í gegnum lífið og í Svövu frænku okkar fundum við einn slíkan. Hún gaf og helgaði fjölskyldu sinni líf sitt og því var það okkur dýrmætt að fá að endurgjalda henni, þó aðeins að litlu leyti síð- ustu æviárin hennar, er hún átti við veikindi að stríða. Elsku Svava, hafðu þökk fyrir allt. Við munum varðveita minnig- arperluna þína um ókomna fram- tíð. Auður Kristmundsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir, Þórdís Kristmundsdóttir. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, Ijós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð bak við árin. (Valdimar Briem) Látin er eftir erfið veikindi föður- systir mín, Svava Gísladóttir. Hún var jafnan kölluð frænka í Reyk- holti af okkur systkinunum, en húsið sem hún bjó í mestan hluta ævi sinnar heitir Reykholt við Laufásveg. Ég minnist frænku minnar sem ljúfrar og góðrar konu sem ekkert mátti aumt sjá. Hún var mikill dýravinur og hændust dýrin því mjög að henni. Svava vann hjá skrifstofum Reykjavíkur- borgar í mörg ár, en hætti þar til að hugsa um aldraðan afa minn og hélt heimili fyrir hann og föður- bræður mfna. Eftir að afi og Siggi föðurbróðir létust, hélt hún heimili með Hannesi föðurbróður mínum á meðan heilsan leyfði. Þau voru mjög samrýnd systkinin og vakandi yfír velferð annarra. Elsku Hannes frændi, þú syrgir þína góðu systur, það gerum við öll sem vorum svo lánsöm að þekkja hana. Minningin um góða konu og einstakan persónuleika mun lifa. Huggaðu hjarta þitt, eins og þú huggar lítið barn, og sjáðu, brátt tekur það gleði sína á ný. Elsku Svava mín, hafðu þökk fyrir allt, Guð geymi þig. Þóra Helgadóttir. + Jón Egilsson fæddist í Stokkhólma í Skagafirði 16. september 1917. Hann lést á Akureyri 24. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. september. Elsku pabbi, tengdapabbi og afí. Áður en við íljúgum frá ís- landi viljum við kveðja þig með þessum orðum úr bókinni Spámað- urinn. Þér þótti gaman þegar lesið var úr þeirri bók. Elsku mamma, guð veri með þér í sorg þinni. „í heimi hér er meira af gleði en sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorgirnar eru fleiri.“ „En ég segi þér, sorgin og gleð- in ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafn- vægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara.“ Sigríður, Stefán, Jón Baldur og Ida María. Tengdafðir minn, Jón Egilsson, er látinn. Þegar ég með sorg í hjarta lít til baka minnist ég_ Jóns með þakklæti og virðingu. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem hann ávallt sýndi mér. Við áttum margar rabbstundir saman um hin margvíslegustu mál. Ég fékk þá tækifæri til að kynnast Jóni náið. Hann var áhugasamur um margt og var í raun leitandi sál. Hann hafði gaman af að velta vöngum og ræða gátur mannlífsins. Andleg mál voru honum kær og siðgæðis- mál ræddi hann af mikilli innlifun. Mikilvægast var að vera sannur og heiðarlegur. Jón hafði marga kosti sem manneskja. Hann var góður heim- ilisfaðir og stórhuga athafnamað- ur. Hann byggði sjálfur upp fyrir- tæki- sín af atorku og dugnaði. Hann gekk í öll störf af ósérhlífni og með jákvæðum hug. Hann kunni listina að flétta saman al- vöru og leik. Síðar þegar heilsan fór að versna og sjónin að daprast lét hann ekki bugast. Hann var áfram lífsglaður og mætti öllum erfíðleik- um með reisn. Ég minnist þess með gleði þeg- ar við Fanny og börnin komum í Goðabyggðina. Þangað var alltaf gott að koma. Ætíð var séð til þess að öllum liði vel. Ég minnist þess þegar Jón var að hringja til okkar til Svíþjóðar. Hann vildi gjaman vita hvort öllum liði vel og hvort okkur vanhagaði um eitt- hvað. Alltaf var hann umhyggju- samur og tilbúinn að veita hjálp ef á þurfti að halda. Með þakk- læti og söknuði kveð ég kæran tengdaföður og ástkæran afa barna minna. Garðar Víborg. Það er varla að maður skilji það að afi sé dáinn. Það var einkenni- legt að koma í Goðabyggðina án þess að afí tæki á móti okkur með bros á vör og hlýjum faðmi. Það er varla að maður skilji að við fáum ekki lengur að njóta frá- sagna hans af öllum þeim ævintýr- um sem hann lenti í um ævina. Jón afí var alveg einstaklega fram- kvæmdasamur maður og fátt var skemmtilegra en að hlusta á hann segja sögur af því hvernig allt var hér áður fyrr. Það sem einkenndi afa var að við bamabömin gátum ávallt leit- að til hans. Hann gerði sitt ýtr- asta til að öllum liði vel. Þrátt fyrir erilsama daga var afi sá sem hafði tíma til að hlusta á hugleið- ingar okkar og vangaveltur og gefa góð ráð. Það var margt sem afí kenndi okkur systkinunum en eitt stendur þó öðru framar, en það er listin að hlusta á fólk og heyra hvað því býr í bijósti. Að horfa fram á veginn var hans „mottó“ og það kemur til með að verða okkar leiðarljós í minningunni um afa. Það er með þakklæti og sorg í hjarta sem við systkinin kveðjum heimsins besta afa sem við minnumst með stolti og gleði. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Fyrir hönd okkar systkinanna, Njörður Már. RÚTUR ÓSKARSSON + Rútur Óskarsson fæddist í Berjanesi í A-Eyjafjalla- hreppi í Rangárvallasýslu 3. mars 1930. Hann lést á Land- spitalanum 24. september sið- astliðinn og fór útför hans fram frá Fíladelfíukirkjunni í Hátúni 3. október. Það er erfitt að vera víðsfjarri þegar frétt berst um að náinn vinur hafí kvatt þessa jörð og við náðum ekki að segja „bless á meðan“. Við eigum svo sannar- lega eftir að sjást aftur heima hjá Jesú. Rútur var sannur vinur vina sinna, það fengum við hjónin að reyna. Reyndar er eiginlega ekki hægt að tala um Rút án þess að tala um Siggu hans Rúts. Þau voru eitt, það var auðvelt að sjá. Gestrisni þeirra var öllum sem þau þekkja kunn. Jafnvel þegar maður leit inn hjá þeim án þess að boða komu sína, var hlaðborð af kræsingum, allt heimatilbúið nema kannski ísinn. Þessar stund- ir sem við áttum á heimili þeirra líða aldrei úr minni. Margt var rætt, trú okkar á Jesú Krist auð- vitað á oddinum því hana eigum við sameiginlega. Að þjóna Drottni er okkur öllum það miki- vægasta og var okkur tíðrætt um hvernig við gætum gert það bet- ur. Alltaf skein kærleikur þeirra hjóna í gegnum samræðurnar. Kærleikurinn til allra manna og að vilja öllum það besta. Við lærð- um margt af þeim og erum svo miklu ríkari fyrir bragðið. Auðvitað er erfitt að hugsa um að koma heim til íslands og að Rútur verði ekki þar þegar tími gefst til heimsókna í Hafnarfjörð- inn, en minningin er alltaf til stað- ar og yljar okkur, sem þótti svo vænt um hann. En hann myndi vilja að við gleddumst og fögnuð- um yfír því lífi sem við eigum í Drottni og héldum ótrauð áfram að vinna fyrir hann, því tími okk- ar er ekkert mjög langur hér á jörðinni. Bráðum hittumst við á ný og þá höldum við áfram um- ræðum okkar, þær verða bara öðruvísi! Ég, Árný, hitti Rút og Siggu í ágúst á síðasta ári þegar ég var á ferðalagi með Donna og Krist- ínu og bandarískri vinkonu minni. Sumarbústaður þeirra hjóna varð á leið okkar þegar við fórum til að skoða Skógafoss þannig að við litum inn og fengum vitaskuld bestu móttökur sem hægt er að hugsa sér. Elsku Sigga okkar, við erum með hugann hjá þér og fjölskyldu þinni og þökkum Drottni fyrir þann styrk sem hann gefur á slík- um tímum þegar við þurfum að segja „bless á meðan“. Halldór og Árný. Líkkistuvinnustofa Ei|vinjqr Arnasonar Stofnoð 35. nóv. 1899 Ulfarafijónusla t LílckistusmíSi Brautrgðjendur í 95. ár Yesturhlíð /♦Sími: 551 3485 ♦ Davíd Osvaldsson^ Heimasími: 553 9723
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.