Morgunblaðið - 09.10.1996, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Kolbeinseyjardeilan
Viðræður
í dag
VIÐRÆÐUR danskra og ís-
lenzkra embættismanna, um af-
mörkun hafsvæðanna milli ís-
lands og Grænlands annars veg-
ar og Islands og Færeyja hins
vegar, fara fram í utanríkisráðu-
neytinu í Reykjavík í dag.
Þetta er þriðji fundur emb-
ættismanna ríkjanna eftir að
Danir kvörtuðu undan því að
dönskum fiskiskipum var vísað
af umdeildu hafsvæði norður af
Kolbeinsey í sumar. Danir viður-
kenna ekki Kolbeinsey og Hval-
bak sem grunnlínupunkta ís-
lenzku lögsögunnar.
Þátttakendur í viðræðunum
fyrir íslands hönd eru þeir Tóm-
as H. Heiðar, aðstoðarþjóðrétt-
arfræðingur utanríkisráðuneyt-
isins, og Hannes Heimisson
sendiráðunautur. í dönsku við-
ræðunefndinni eru tveir emb-
ættismenn utanríkisráðuneytis-
ins, þau Tyge Lehmann og Vi-
beke Pagh, Gideon Jeremiassen
frá grænlenzku heimastjórninni
og Klaus Kappel, sendiherra
Danmerkur á lslandi.
Frumvarp um
brunatrygg-
ingagjald
IÐNAÐAR- og viðskiptaráð-
herra kynnti í gær í ríkisstjóm
frumvarp um breytingar á lögum
um brunatryggingar.
Að sögn Halldórs J. Kristjáns-
sonar ráðuneytisstjóra er til-
gangurinn að skjóta styrkari
lagastoðum undir sérstakt gjald
á brunatryggingar.
Menn hafi talið sig vera búna
að styrkja ákvæði þar að lútandi
með lögum frá 1994, en þau
hljóðuðu þannig að heimilt væri
með reglugerð að húseigendur
greiddu umrætt gjald. Það gangi
hins vegar ekki nú og þurfi af-
dráttarlausar lagaheimildir til
skattlagningar. Umboðsmaður
Alþingis hafí gert athugasemdir
og brugðist sé við þeim með
þessum hætti.
Gjald þetta nemur 0,025
prómillum af brunatryggingum
og hefur verið innheimt í tals-
verðan tíma, en það rennur til
fasteignaskráningar sem er í
höndum Fasteignamats ríkisins.
Tvö innbrot
TVÖ innbrot voru tilkynnt til
lögreglu í fyrrakvöld og var tals-
verðum verðmætum stolið í báð-
um tilvikum.
Annað innbrotið var framið á
Njálsgötu og var tilkynnt um það
skömmu fyrir klukkan 23 á
mánudagskvöld. Höfðu þjófarnir
þar á brott með sér sjónvarp,
hljómflutningstæki, málverk og
geisladiska. Hitt innbrotið var
framið á Óðinsgötu, þar sem
stoiið var skartgripum, útvarpi,
GSM-síma og fleiru.
MEÐ blaðinu í dag fylgir
fjögurra síðna auglýsingablað
frá BYKO.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
STARFSMENN Orkustofnunar hafa útbúið svokallað orgel, en það eru vinnuvettlingar sem eru fylltir af steinum og hengdir í mismun-
andi hæð neðan á brýrnar svo hægt sé að fylgjast með hvort vatn vex í Skeiðará. Meðal erlendra fréttamanna sem fylgjast með fram-
vindu mála á Skeiðarársandi eru þýskir sjónvarpsmenn frá ZDR sem hér sjást mynda Skeiðará.
Bráðnauðsynlegt að
mæla hæð Grímsvatna
HELGI Björnsson, jöklafræðing-
ur á Raunvísindastofnun Háskól-
ans, segir bráðnauðsynlegt að
mæla yfirborðshæð Grímsvatna
hið fyrsta til þess að fá betri vís-
bendingar um hvað sé að gerast
þar og á gossvæðinu á Vatna-
jökli, en ekki hefur verið hægt
að mæla vatnshæðina vegna veð-
urs síðan á laugardag. Ekki
reyndist unnt að fljúga upp að
Grímsvötnum í gær en vonast er
eftir því að hægt verði að mæla
vatnshæðina i dag.
Á laugardag áætluðu vísinda-
menn hæð Grímsvatna um 1.485
metra. Vatnshæðin hafði þá risið
10-15 metra að jafnaði á dag frá
þvi gos hófst. Helgi Björnsson
sagði þá að héldist óbreytt ris
og innrennsli til Grímsvatna
myndi ísstíflan, sem varnar því
að hlaup hefjist, fljóta upp fyrir
miðja þessa viku. Slíkt hefur
ekki gerst í hefðbundnum Skeið-
arárhlaupum því að áður en til
þess hefur komið hefur vatnið
náð að brjóta sér leið í gegnum
veikleika undir ísstíflunni.
Helgi sagði í gær að yfirborðs-
hæð Grímsvatna þyrfti að ná
rúmlega 1.500 metra hæð áður
en stíflan flyti upp. Það sem
menn vissu ekki væri hvort vötn-
in hefðu náð þessari hæð eða
yfirleitt hvort þau gætu það.
í fyrsta lagi væri ekki vitað
hvort innrennsli í Grímsvötn
hefði haldist óbreytt síðustu
daga. í öðru lagi væri hugsanlegt
að vatnsstaða yfir eldstöðvunum
norðan við Grímsvötn væri ekki
nógu há til þess að Grímsvötn
gætu lyfst upp í 1.500 metra.
Aukið bræðsluvatn myndi þá ein-
göngu auka flatarmál vatns-
geymisins og ekki hæð hans. Ef
svo væri gæti ísstíflan ekki flotið
upp. Hlaup myndi þá hefjast á
sama hátt og í síðustu hlaupum,
þ.e.a.s. þegar vatnið hefði náð
að bijóta sér leið í gegnum veik-
leika undir ísstíflunni. Hvað það
tæki langan tima vissu vísinda-
menn ekki. Menn gætu komist
nær því sem væri að gerast und-
ir jöklinum með því að mæla hæð
Grímsvatna og vonandi yrði
hægt að gera þar mælingar síðar
ídag.
Jökullinn hækkar
Stefán Benediktsson, þjóð-
garðsvörður í Skaftafelli, sagði
að greina mætti að Skeiðaráijök-
ull hefði hækkað síðustu daga.
Sagnir eru langt aftur í aldir um
að jökullinn hækki áður en hlaup
hefjist. Helgi Björnsson sagðist
ekki bera brigður á þessar upp-
lýsingar heimamanna og reynslu
þeirra. Vísindamenn gerðu sér
hins vegar ekki grein fyrir
hvemig þetta gæti tengst opnun
ísstíflunnar. Mælingar á landi
undir Skeiðaráijökli hefðu leitt
í ljós að um 2 km innan við jökul-
sporðinn væri mjög djúp lægð,
eins konar fjörður, sem næði nið-
ur fyrir sjávarmál. Hreyfingar á
jöklinum í aðdraganda hlaups
leiddu hugsanlega til þess að
hann Iyftist upp framan við þenn-
an fjörð.
|í
»
I
I
Engar almennar augnaðgerðir verða framkvæmdar í einn og hálfan mánuð
Biðlistar tvöfaldast ,
fram að áramótum
EINN Iiður í nýkynntum sparnaðar-
aðgerðum Sjúkrahúss Reykjavíkur
upp á 80,5 milljónir felur í sér að
hætt verður að gera aðrar augnað-
gerðir en bráðaaðgerðir á Landakoti
einum og hálfum mánuði áður en
gert er ráð fyrir að taka augnaðgerð-
imar upp á Landspítalanum. Einar
Stefánsson, yfírlæknir augndeildar
Landakots, segist gera ráð fyrir að
afleiðingin verði sú að fjöldi einstakl-
inga á biðlista aukist úr um 250
manns í um 400 til 500 manns um
áramót.
Einar sagði að augndeildin á
Landakoti væri eina almenna augn-
deildin á landinu. „Varla var hægt
að tala um að biðlistar væru í aðgerð-
ir á deildinni fram á þetta ár. Nú
höfum við hins vegar eins og aðrir
lent undir niðurskurðarhnífnum.
Harkalegasta spamaðaraðgerðin var
að steypa legudeildinni saman við
aðra deild í vor. Afleiðingin hefur
orðið sú að 250 manns bíða núna
eftir að komast í aðgerð," sagði hann.
Á bilinu 1.200 til 1.300 skurðaðgerð-
ir og um 800 leysiaðgerðir eða alls
um 2.100 aðgerðir vom gerðar á
augndeildinni á síðasta ári.
Einar sagði að eftir 94 ára starf-
semi á Landakoti hefði verið ákveðið
að flytja deildina yfir á Landspít-
alann. „Heilbrigðisráðherra staðfesti
flutninginn formlega 28. ágúst sl.
Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að
flutningurinn yrði 1. nóvember. Nú
hefur hins vegar komið í ljós að að-
staðan verður varla tilbúin fyrr en
mánuði síðar,“ sagði hann og tók
fram að komið hefði á óvart að stjóm
SHR hefði tekið ákvörðun um að
augnaðgerðum yrði hætt 15. október
á síðasta stjórnarfundi sínum, 4.
október. Ákvörðunin hefði verið
kynnt fyrir starfsmönnum á mánu-
dag eða viku áður en tímabundið
verður hætt að framkvæma aðrar
aðgerðir en bráðaaðgerðir.
Aðspurður um hvað tæki við hjá
starfsfólki augndeildarinnar þar til
augnaðgerðir yrðu hafnar á Landspít-
alanum sagði Einar að hjúkmnarfólk
myndi að einhveiju leyti sinna sjúkl-
ingum á öðmm deildum á meðan.
Læknar myndu sinna göngudeildar-
sjúklingum, bráða- og slysatilfellum.
Alvarlegir brestir í
grunnstarfseminni
Einar sagðist eiga von á því að
ákvörðunin hefði í för með sér að
biðlisti í augnaðgerðir yrði orðinn
400 til 500 manns um áramót. Biðin
yrði því um íjórir mánuðir að meðal-
tali. „Lengi hefur brakað í heilbrigð-
iskerfínu. Nú emm við hins vegar f
að sjá alvarlega bresti koma fram í
gmnnstarfseminni. Fleiri en við, t.d. I
háls-, nef- og eymadeildin á Sjúkra- |
húsi Reykjavíkur, þurfa að þola vem-
lega tmflun á rekstrinum," sagði
Einar.
Hann tók fram að af 24 OECD-
löndum væm íslendingar í 16. sæti
í framlögum til heilbrigðisþjónustu.
„Og auðvitað segir sig sjálft að ekki
er hægt að reka heilbrigðisþjónustu
í fyrsta til þriðja sæti fyrir fjárfram- f
lög í 16. sæti. Við emm einfaldlega >
að komast að því stig af stigi,“ sagði (
hann. t
■ Úrbóta/4
Akvörðun um friðun Mið-
bæjarskóla tekin upp á ný
Menntamálaráðherra hefur
ákveðið að taka upp á ný ákvörðun
um friðun Miðbæjarskóians að inn-
an í þvi skyni að taka af allan vafa
um meðferð málsins. Er borgaryfír-
völdum þar með gefinn kostur á
að koma á framfæri formlegum og
efnislegum athugasemdum við frið-
un hússins. Tekið er fram að
ákvörðun um friðun frá 22. apríl
standi óhögguð þar til ný ákvörðun
hefur verið tekin.
Borgarlögmaður hefur fyrir hönd
borgarinnar kvartað til umboðs-
manns Alþingis vegna ákvörðunar
menntamálaráðuneytis um friðun
Miðbæjarskólans að innan er tekur
til herbergjaskipunar í suður- og
vesturálmu á báðum hæðum, nánar
tiltekið til ganga, stiga og skóla-
stofa. Auk þess leikfimisalarins í
norðurálmu, baða og búningsklefa
í kjallara norðurálmu og smíðakjall-
ara í norðurálmu.
í rökstuðningi borgaryfirvalda
kemur meðal annars fram að ráð-
herra hafi ekki eins og honum bar
samkvæmt stjórnsýslulögum til-
kynnt borgaryfirvöldum að málið
væri til meðferðar. Borgaryfírvöld
hafí átt rétt á að tjá sig og ráð-
herra hafí borið að hafa frumkvæði
að því að þau fengju tækifæri til
þess.
í bréfí ráðuneytisins er tekið
fram að þess sé vænst að svar ber-
ist fyrir 15. október. Hefur borgar-
ráð falið borgarlögmanni að senda
inn athugasemdir borgaryfírvalda. -
0,02% upp
í kröfur
SKIPTUM í þrotabúi útgerðarfélags- 1
ins Kleifa hf. í Vestmannaeyjum, (
sem gerði m.a. út Gjafar VE, lauk .
fyrir skömmu, en búið var tekið til ’
gjaldþrotaskipta í nóvember 1994.
Rúmar 34 þúsund krónur greidd-
ust upp í almennar kröfur, sem sam-
tals námu tæpum 170 milljónum
króna. Með vísan til heimildar í lög-
um tók skiptastjórinn, Þorsteinn Ein-
arsson hdl., aðeins tillit til krafna
tveggja stærstu kröfuhafa í búinu,
íslandsbanka og Skeljungs. Kröfur :(
þeirra voru samtals rúmar 129 millj- <
ónir og greiddust rúmar 34 þúsund
kr. upp í kröfurnar, eða 0,026 af ‘
hundraði.
i