Morgunblaðið - 09.10.1996, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Snúa bök-
um saman
gegn
Taleban
BURHANUDDIN Rabbani,
sem hrakinn var af forsetastóli
í Afganistan á dögunum, fund-
aði í gær með stríðsherranum
Abdul Rashid Dostum í bænum
Mazar-i-Sharif í þeim tilgangi
að sveitir þeirra sameinuðust í
bardögum gegn sveitum Tale-
bana, sem náðu völdum í land-
inu fyrir hálfum mánuði. Búist
var við að Ahmad Shah Mas-
ood, herstjóri Rabbanis, kæmi
til fundar við þá í dag, miðviku-
dag, og jafnvel leiðtogar fleiri
fylkinga, sem andstæðar eru
Taleban-fylkingunni. Sveitir
Masoods börðust í gær við
sveitir Taleban í Salang-skarð-
inu í Pansjir-dal. Á myndinni
munda Talebanar vopnin í
Golbahar við mynni dalsins.
Tyrkir felldu
118 Kúrda
TYRKNESKAR hersveitir
felldu í gær 118 kúrdíska
skæruliða í átökum í héruðun-
um Simak og Hakkari, sem eru
fjallahéruð á landamærum
Tyrklands og íraks, að sögn
opinberrar fréttastofu landsins.
Hermt var, að 11 tyrkneskir
hermenn hefðu fallið í átökun-
um.
Biskupinn
kvænist
RODERICK Wright, sem sagði
af sér biskupsdómi í Argyll í
Skotlandi, kom fram í dagsljós-
ið í gær mánuði eftir að hann
fór í felur, baðst afsökunar og
sagðist ætla að kvænast Kathl-
een Macphee, fráskilinni þriggja
bama móður er verið hefur ást-
kona hans til margra ára.
Samráð gegn
bifhjóla-
gengjum
BJÖRN Westh, dómsmálaráð-
herra Danmerkur, hefur boðað
norræna starfsbræður sína til
fundar í Kaupmannahöfn nk.
föstudag til þess að leggja á
ráðin um sameiginlegar að-
gerðir gegn mótorhjólagengj-
um, sem átt hafa i innbyrðis
átökum og breytt einhverjum
friðsömustu svæðum Evrópu í
vígvöll.
40 farast í
gljúfri
RÚTA með um 70 manns inn-
anborðs ók fram af bugðóttum
fjallvegi og hrapaði ofan í gljúf-
ur við bæinn Carpatata í And-
esfjöllum, 320 km norður af
Lima, í Perú í gær með þeim
afleiðingum að minnst 40
manns biðu bana. Ekki er vitað
hvað slysinu olli.
Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldsumbrotin í Vatnajökli
„Leikvöllur j ar ð ví sindamannau
Öþolinmæði gætir hjá erlendum
fréttamönnum á Skeiðarársandi
ELDSUMBROTIN í Vatnajökli
hafa dregið hingað til lands fjölda
erlendra fréttamanna, sem flestir
hafa komið sér fyrir í nágrenni
Skeiðarár, þar sem þeir bíða þess
að áin hlaupi. Eldgosið varð leiðara-
höfundi The Times tilefni til um-
fjöllunar um ísland, sem hann lýsir
m.a. sem „leikvelli jarðvísinda-
manna“. Fréttir af gosinu hafa birst
í fjölmiðlum um alla Evrópu og í
Norður-Ameríku, og hafa fjölmörg
blöð birt myndir ljósmyndara Morg-
unblaðsins af gosinu á forsíðu.
Vel á annan tug erlendra frétta-
manna er staddur í Freysnesi aust-
an við Skaftafell, og svipaður fjöldi
er á Kirkjubæjarklaustri, og bíður
þess að hlaup bijótist fram á Skeið-
arársand. Nokkrir hafa beðið hlaups
frá því fyrir helgi og er óþolinmæði
farið að gæta hjá sumum. Einhveij-
ir ætla heim í dag.
Mikill áhugi hefur verið á hlaup-
inu á Norðurlöndum og hafa sjón-
varp og útvarpsstöðvar I Dan-
mörku, Svíþjóð og Noregi sent
fréttamenn og tæknimenn í Skafta-
fell. Þar eru einnig fréttamenn og
ljósmyndarar frá Reuters, NBC-
sjónvarpsstöðinni og þýsku sjón-
varpsstöðvunum ARD og ZDF. Þá
má nefna lið frá RBC-stöðinni og
blaðamenn frá Hollandi og Frakk-
landi.
Sumir fréttamenn pöntuðu far
til íslands í nokkra daga og var á
þeim að heyra í gær að þeir myndu
ekki framlengja dvöl sína hér á
landi nema eitthvað gerðist á allra
næstu klukkutímum. Þannig fer
fréttamaður sænska sjónvarpsins
heim í dag. Flestir ætla þó að bíða
áfram enda virðist áhugi þeirra á
boðuðum hamförum á Skeiðarár-
sandi vera mikill.
Áhrif á evrópskt
ímyndunarafl
Leiðarahöfundur The Times er
greinilega ágætlega að sér um ís-
land og íslendinga, sem hann ber
vel söguna. „Sé horft til þess hversu
stijálbýlt, bert og eyðilegt landið
er, hefur það haft mikil og varanleg
áhrif á evrópskt ímyndunarafl. Á
miðöldum töldu menn þessa norræu
eyju, umlukta eldsumbrotum, vera
hliðið til helvítis.“ Og áfram er hald-
ið. „ísland er enn land þar sem
•; assáss*”""' “~r‘"
ðsbb Gun carnpaign motner
~iS= caudit in the crossfire
Slipre puU= tí*
sex imo íKÍitk?
y,„it li’i-l w.m1 tiMiHillviK'*1'"'', 10
MYND Árna Sæberg, Ijósmyndara Morg-
unblaðsins, af gosinu í Vatnajökli, hefur
birst á forsíðum fjölmargra blaða, m.a.
The Independent í Bretlandi.
Gulf
snldicrs
Topjudge
lambasts
Howard
'poíson
vktíms
náttúran geisar ótam-
in. Drunur mikils eld-
fjalls sem grafið er
nærri því heila mílu
undir gríðarstórum
jökli, segja fyrir um
tortímandi gos. Gríð-
arlegt afl safnast fyrir
er vatn neðanjarðar
þrýstist að íshellunni
og himinhá súla ösku
og gufu spýtist upp úr
kraumandi jöklinum."
Leiðarahöfundur
nefnir sögu Alþingis,
kjör fyrsta kvenfor-
setans og að á þessum
„leikvelli jarðvísinda-
manna“ sé það al-
gengt að menn gegni
tveimur til þremur
störfum. íslendingar
gæti vel tungunnar og
þjóðtrúarinnar og svo
mætti lengi telja.
„Þeir sem flykkjast að
til að virða fyrir sér
ógnir náttúrunnar
geta ekki annað en
undrast þrautseiglu
þjóðarinnar sem býr á
siðmenntaðan hátt á
einum af hijóstrug-
ustu stöðum jarðar.“
Sun fullt iðrunar vegna myndbands með Díönu og ástmanni
Páfi í aðgerð
„Fullkomnustu svik
áratugarins“
London. Reuter.
MYNDBAND, sem sýnir Díönu
prinsessu skemmta sér á stuttbux-
um og bijóstahaldara með fyrrver-
andi ástmanni sínum, James Hew-
itt, var sýnt hvað eftir annað í
bresku sjónvarpi í gær og vakti
gríðarlega athygli. Þessi nýjasta
uppákoma í framhaldssögunni um
bresku konungsfjölskylduna fékk
þó sneypulegan endi er dagblaðið
sem kom myndbandinu á framfæri
varð að viðurkenna að svikahrappar
hefðu leikið á það.
Götublaðið Sun, sem sagði fyrst
frá myndbandsupptökunni, sem er
80 sekúndna löng, sagði í gær, að
hún hefði styrkt grunsemdir Díönu
um, að njósnað hefði verið um sig
en talsmaður konungsfjölskyldunn-
ar neitaði því, að upptakan hefði
verið notuð í samningaviðræðum
um skilnað Díönu og Karls. Tals-
menn blaðsins báðu prinsessuna og
Hewitt afsökunar í gærkvöldi og
sögðust hafa verið fómarlömb
„snjallra svikahrappa" sem staðið
hefðu fyrir einhveijum „fullkomn-
ustu svikum áratugarins“. Tveir
menn hefðu hitt ritstjóra blaðsins á
laun og boðið honum myndina til
kaups, sagst vera milligöngumenn.
„Við gerðum okkar besta til að
fá staðfest að myndin væri ósvikin
með því að ræða við fólk sem taldi
víst að um prinsessuna og Hewitt
væri að ræða,“ sagði í yfirlýsingu
The Sun. „Við fengum einnig sér-
fræðinga til að kanna og meta fyr-
ir okkur uppruna myndarinnar“.
Stuart Higgins ritstjóri sagðist taka
á sig alla ábyrgð á mistökunum.
Kossar og koddaslagur
SAy-sjónvarpsstöðin sýndi mynd-
bandið í gær og þar sést kona er
Iíkist mjög Díönu þar sem hún af-
klæðist öðru en stuttbuxunum og
bijóstahaldaranum eða toppnum.
Síðan kyssir hún „Hewitt", sest á
bak honum eins og reiðskjóta, fer
svo í koddaslag við hann. Er mynd-
JAMES Hewitt
in sögð tekin í gegnum einn svefn-
herbergi sgluggan n.
Þrátt fyrir allt umtalið, sem sýn-
ing myndbandsins hefur vakið, var
Díana brosmild og róleg þegar hún
kynnti í gær nýstofnaðan sjóð á
vegum kunnra alnæmissamtaka í
Bretlandi. Sambandi hennar við
Hewitt er löngu lokið og hann var
almennt fordæmdur sem hinn mesti
þorpari þegar hann sagði frá sam-
bandi sínu við Díönu í bók, sem
blaðakonan Anna Pasternak skrif-
aði og kallaði „Ástfangna prins-
essu“. Hewitt sagði í viðtali við Sun
í gær, áður en svikin komust upp,
að hann væri viss um, að njósnað
hefði verið um þau.
„Eg heyrði talað um hljóð- og
myndbandsupptökur af okkur sam-
an og ég hef heyrt því fleygt, að
við skilnaðinn hafi Díana aðeins
DÍANA prinsessa
fengið helminginn af því, sem hún
vildi fá, vegna þessara upptakna,“
sagði Hewitt.
Talsmaður Buckinghamhallar
neitaði í gær, að einhveijir úr kon-
ungsfjölskyldunni hefðu átt þátt í
að njósna um Díönu og sagði, að
hún hefði játað framhjáhaldið með
Hewitt í sjónvarpi og því hefði ekki
verið hægt að nota myndbandið
gegn henni.
Elísabet og tengdadæturnar
Elísabet drottning hefur haft í
nógu að snúast vegna lýsinga
ámætti lengi telja. „Þeir sem flykkj-
ast að til að virða fyrir sér ógnir
náttúrunnar geta ekki annað en
undrast þrautseiglu þjóðarinnar
sem býr á siðmenntaðan hátt á ein-
um af hijóstrugustu stöðum jarð-
ar.“
Uppskurður-
inn gekk eins
og í sögu
Róm. Reuter.
BOTNLANGI Jóhannesar Páls
páfa var í gær fjarlægður með
skurðaðgerð, sem gekk að ósk-
um, að sögn
lækna. Fundust
engin merki ill-
kynja æxlis við
aðgerðina, eins
og orðrómur
hafði verið um.
„Aðgerðin
gekk nákvæm-
lega eins og
fræðin gera ráð
fyrir,“ sagði
Francesco Crucitti, læknir, sem
stjórnaði aðgerðinni. Tók hún
50 mínútur og var páfi sagður
við góða heilsu. Er búist við að
hann hafi fótaferð í dag, mið-
vikudag. „Þetta er ekki á mínu
sviði, það eru aðrir sérfræðing-
ar sem fylgjast með þessu,“
svaraði Crucitti.
í síðasta mánuði skýrði
Vatikanið frá því, að páfi hefði
þrisvar sinnum fengið hitaköst
það sem af er ári og var það
útskýrt með þeim hætti, að
botnlanginn hefði bólgnað í öll
skiptin.
Þessi skýring mætti miklum
efasemdum og veikindi páfa nú
eru vatn á myllu þeirra áhrifa-
manna innan kaþólsku kirkjunn-
ar, sem vilja ýmist setja hámark
á þann tíma sem sami maður
getur gegnt páfadómi eða ald-
urshámark. Vilja þeir sömu, að
páfi segi af sér vegna hrörleika
og gerðar verði róttækar um-
bætur innan kirkjunnar, sem
þeir segja steinrunna, andlausa
og óstarfhæfa.
Læknar véku sér lyá því í
gær, að fjalla um mikinn skjálfta
vinstri handar páfa, hvers vegna
hann gengur svo lotinn, og hvers
vegna andlit hans virðist frosið.
Allt þetta hefur þótt benda til
þess, að hann sé með einkenni
Parkinsonsveiki.