Morgunblaðið - 09.10.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 23
Morgunblaðið/Kristinn
TÓNLISTARMENNIRNIR Gunnar Kvaran sellóleikari, Loftur Erl-
ingsson tenórsöngvari og Hilmar Örn Agnarsson organisti standa
fyrir kirkjutónleikakvöldi í Skálholti á fimmtudagskvöld kl. 21.
Bæna- og tónlistarkvöld
í Skálholtskirkju
TÓNLISTARMENNIRNIR Gunn-
ar Kvaran sellóleikari, Loftur
Erlingsson tenórsöngvari og
Hilmar Örn Agnarsson organisti
standa fyrir kirkjutónleikakvöldi
í Skálhoíti, fimmtudagskvöldið
10. október.
Þetta eru þriðju og síðustu sam-
eiginlegu tónleikar þeirra þriggja
að sinni en áður hafa þeir komið
fram með svipuðum hætti.
„Tónlistarmennirnir flytja
mörg af fallegustu og hugljúfustu
lögum úr íslenskri og erlendri
kirkjutónlist. Nægir sem dæmi að
nefna Litaníu og Ave maríu eftir
Schubert og Celló Svítu nr. 1 í
G-dúr eftir Joh. Seb. Bach.
Tónlistarmennirnir leggja
áherslu á að dagskrá þeirra beri
ekki að skoða sem tónleika í
venjulegum skilningi þess orðs,
heldur sé markmið þeirra fyrst
og fremst að gefa fólki tækifæri
að koma saman í sinni kirkju og
njóta samvistar og friðar í bæn
við undirleik sem hentar slikri
athöfn,“ segir i kynningu.
Bæna- og tónlistarkvöldið í
Skálholtskirkju hefst kl. 21.
Verð kr. 39.930
M.v. hjón með 2 börn, 2-11
ára, 20. okt., 30 nætur.
Verð kr. 49.960
M.v. 2 í íbúð, 20. okt.,
skattar innifaldir.
Sigurður
Guðmundsson
Nú seljum við síðustu sætin þann 20.
október til Kanarí í glæsilega 30 daga ferð
með Sigurði Guðmundssyni, þar sem þú
tekur þátt í spennandi dagskrá alla daga,
hvort sem er leikfimi, kvöldvökur eða
spennandi kynnisferðir og nýtur traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan
tímann. Nú getur þú tryggt þér spennandi
tilboð, þú bókar ferðina á mánudag eða
þriðjudag á tilboðsverði og viku fyrir
brottför staðfestum við gististaðinn, góðan
gististað á ensku ströndinni.
(M) s
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600
LISTIR
Tunganí
tímans straumi
BOKMENNTIR
Málf ræði
ÍSLENSKT MÁL
eftir Gisla Jónsson. 303 bls.
Bókaútgáfan Hólar. 1996.
GISLA Jónssyni hefur jafnan
tekist að ná til hins almenna les-
anda. Þættir hans um íslenskt mál
hafa alltaf vakið verðskuldaða at-
hygli. Til þess liggja augljósar
ástæður. Margur hefur áhuga á
móðurmálinu og fylgist grannt
með öllu sem sagt er og skrifað
um þau efni. Þættirnir eru per-
sónulegir; höfundur segir hug sinn
umbúðalaust; mannlega sjónarm-
iðið er alltént samstillt hinu fræði-
lega. Kennarinn veit af reynslu
sinni — en Gísli Jónsson kenndi
íslensku um áratuga skeið — að
jafnvel hið flókna má einfalda svo
að það verði að lokum auðskilið.
Þá gerir kennarinn sér ljóst að
fræðimannlegum strangleika
verður að stilla í hóf og ekkert
skyldi úrskurðað rétt eða rangt
fyrr en að gaumgæfilega athug-
uðu máli. Kennarinn vekur og til-
trú að meiri ef hann kannast við
að hann viti ekki sjálfur allt! Gísli
Jónsson er eindreginn málvöndun-
armaður en telur samt að mál-
vöndun geti keyrt úr hófi og kall-
ar það »ofvöndun«. Hann leitast
við að hafa áhrif á tíðarandann
fremur en ganga gegn honum.
Gísli Jónsson tilfærir dæmi þess
hvernig torskilin orðasambönd
geta vafist fyrir manni þar til seint
og um síðir að skilningsljósið
kviknar eins og af sjálfu sér. Oft-
ar en ekki hefur hann Ieitað til
lesenda sem þá hafa brugðið við
skjótt og vel. Þannig hefur fjöldi
manns komið að þáttum hans
gegnum tíðina. Og þannig hefur
hann og þeir bjargað frá gleymsku
orðum og orðtökum sem fylgdu
fyrri tíma lífsháttum en eru nú
horfin úr daglegu
máli. Sumir, sem
skrifa til þáttarins,
leyna ekki áhyggjum
sínum á þessum síð-
ustu og verstu tímum.
Einn kveður leitt »til
þess að hugsa að
börnin manns muni
tala annað móðurmál
en við lærðum
æsku«. Gísli Jónsson
brýnir fyrir slíkum að
láta ekki hugfallast;
horfumar séu varla
svo dökkar! Hann
skírskotar oft til ung-
skálda jafnt og þjóð-
skáldanna, lífs og liðinna. Til
skemmtunar hefur hann ennfrem-
ur — og stundum líka efnisins
vegna — látið fljóta með eina og
eina stöku eða limru. Hefur sá
kveðskapurinn brugðið léttum og
alþýðlegum svip yfir þættina. Víst
er að lesendunum hefur ekki fækk-
að fyrir bragðið! Þættir hans hafa
notið þess að hann hefur höfðað
jafnt til þeirra, sem lifa fyrir líð-
andi stund, og hinna, sem horfa
með söknuði til gömlu góðu dag-
anna.
Fátt mun hafa undan gengið í
þáttum þessum, það sem móður-
málið varðar, enda orðnir margir.
Orðsifjafræðin er títt í sjónmáli,
enda verður hin dýpri merking
hugtaks svo best skýrð að hliðsjón
sé höfð af uppruna orðs og skyld-
leika þess við önnur orð.
Framburð málsins hefur líka
borið á góma. Bréfritari nokkur
telur þó að betur hefði átt að sinna
þeim þættinum. Nokkuð hefur sá
til síns máls. En tilmælum af því
taginu má víst beina til fleiri, lík-
lega flestra málfræðinga. Að-
spurðir svara þeir gjarnan að eng-
inn einn framburður sé öðrum rétt-
hærri og því skuli hvetjum og ein-
um leyfast að tala það mál sem
hann nam við móðurkné. Hvað-
eina, sem sagt er um
íslenskan framburð í
þáttum þessum, er þó
orð í tíma talað. Sú
tilhneiging að færa
aðaláherslu frá fyrsta
atkvæði til annars eða
þriðja er til að mynda
lúmskari en margur
hyggur; kann enda að
hafa meiri breytingar
í för með sér en tíma-
bundnar slettur eða
latmæli einstaklinga
og hópa sem hvort
tveggja er þó nógu
hvimleitt.
Undirritaður er oft-
ast eða alltaf sammála höfundi.
Enda getur málvöndun tæpast
orðið að ágreiningsefni með þeim
sem á annað borð vilja veg ís-
Ienskrar tungu sem mestan. Varð-
veisla móðurmálsins mun kosta
bæði fyrirhöfn og stríð. Að sjálf-
sögðu! Ádrepur Gísla Jónssonar
varðandi einstök orð og orðasam-
bönd eru orðnar margar og skal
hér vikið á einungis einni en það
er orðið fjallalamb sem svo var
auglýst á tímabili. Lamb, sem
gengur undir á, heitir dilkur. Til
skamms tíma var kjötið aldrei
kallað annað en dilkakjöt, jafnt í
auglýsingum sem í mæltu máli.
Nú lítur út fyrir að dilkurinn sé
að týnast úr málinu, vafalaust
fyrir áhrif frá enskunni; en dilka-
kjöt kalla þeir einfaldlega lamb.
Minna má á að í bók þessa hef-
ur aðeins verið tekið upp sýnishom
þeirra fjölmörgu þátta Gísla Jóns-
sonar sem birst hafa í Morgun-
blaðinu. Sumt blaðaefni miðast
einungis við málefni líðandi stund-
ar. Annað hefur varanlegra gildi,
þar með taldir þessir ágætu þætt-
ir sem eiga jafnbrýnt erindi til
okkar nú og þeir áttu fyrir fimm,
tíu eða fimmtán árum.
Erlendur Jónsson
Gísli
Jónsson
Fondue á
rimmtudögum
í Skrúði
A fímmtudagskvöldum í vetur geta fondue aðdáendur komið
í Skrúð og gætt sér á þessum skemmtilegu og ljúffengu réttum.
Boðið verður upp á kjötfondue, ostafondue, flskifondue,
grænmetisfondue, kabarettfondue og eftirréttafondue.
Til að gera kvöldið enn ánægjulegra leikur Jóna Einarsdóttir
ljúfa tónlist á harmonikku.
-þín saga!