Morgunblaðið - 09.10.1996, Síða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 27
+
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FJARMAL FOR-
SETAFRAMBOÐA
GUÐRÚN Agnarsdóttir, sem bauð sig fram til embætt-
is forseta íslands, hélt í fyrradag blaðamannafund,
þar sem hún gerði opinbera endurskoðaða reikninga fram-
boðs síns. Þessi háttur Guðrúnar á uppgjöri fjármála fram-
boðsins er til fyrirmyndar og væntanlega fylgja aðrir
frambjóðendur í kjölfarið.
Það þykir nú eðlilegt að forsetaframbjóðendur geri
grein fyrir fjármálum framboða sinna með opinskáum
hætti. Það er jafnframt sjálfsagt að gera sömu kröfu til
þeirra, sem bjóða fram í þingkosningum, stjórnmálaflokk-
anna. í lýðræðisþjóðfélagi getur t.d. verið eðlilegt að
settar verði reglur um að einstaklingar og fyrirtæki megi
ekki leggja fram fé til stuðnings stjórnmálaflokkum um-
fram ákveðna fjárhæð en slíkar reglur eru t.d. í gildi í
Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því er auðvitað sú, að
stjórnmálaflokkar eða öllu heldur trúnaðarmenn þeirra
taka ákvarðanir, sem geta haft mikil áhrif á hag einstak-
linga og fyrirtækja.
Upplýsingar um kostnað við framboð Guðrúnar Agnars-
dóttur og annarra forsetaframbjóðenda vekja einnig upp
spurningar um það, hvort það sé hreinlega að verða ein-
staklingum fjárhagslega ofviða að bjóða sig fram til for-
seta. Fram hefur komið að hjá flestum frambjóðendunum
vantar talsvert upp á að endar nái saman og að fyrir-
tæki hafi verið fremur treg til að greiða háar fjárhæðir
í kosningasjóði þeirra.
Hér skal ekki lagt til að hið opinbera veiti frambjóðend-
um fjárstyrki. Hins vegar hlýtur að koma til greina, eins
og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra nefnir í Morgun-
blaðinu í gær, að framlög fyrirtækja til frambjóðenda í
forsetakosningum njóti sömu skattfríðinda og framlög til
stjórnmálaflokka.
FRELSI í F J ARSKIPTUM
ARÁÐSTEFNU, sem haldin var í tilefni af því að níu-
tíu ár eru liðin frá því að sæsími var lagður til lands-
ins, kunngerði Halldór Blöndal samgönguráðherra merk
framfaraspor í fjarskiptum okkar. Næstu daga verður
lagt fram á Alþingi frumvarp að nýjum fjarskiptalögum,
sem taka eiga mið af tilskipunum Evrópusambandsins
um fullt frelsi í fjarskiptum frá og með áramótum
1997/1998. Ráðherra sagði vilja sinn standa til útboðs á
starfsleyfi til reksturs annars GSM-farsímakerfis fyrir
áramót, til viðbótar við kerfi Pósts og síma. Nýtt GSM-
þjónustufyrirtæki á því að geta tekið til starfa um mitt
næsta ár, sem er hálfu ári fyrr en búizt hafði verið við.
Framvindan í fjarskiptum og fjarskiptatækni umheims-
ins gerir þróun af þessu tagi óhjákvæmilega. Engu að
síður er ástæða til að fagna þessari ákvörðun samgöngu-
ráðherra. Reynslan sýnir að öll samkeppni kemur neytend-
um til góða.
FUNDARSTAÐURINN
REYKJAVÍK
ATHYGLISVERÐAR hugmyndir komu fram í hópi
þátttakenda á málþinginu, sem haldið var í tilefni
tíu ára afmælis leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs,
um að Reykjavík verði gerð að vettvangi fyrir regluleg
skoðanaskipti Rússa og Bandaríkjamanna um samskipti
ríkjanna.
Það myndi stuðla að því að halda nafni Reykjavíkur á
lofti, ef hér kæmu saman á fárra ára fresti ýmsir helztu
sérfræðingar um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna
og bæru saman bækur sínar. Slíkt gæti ekki síður orðið
hinu smáa fræðasamfélagi á sviði alþjóðamála, sem er
að finna hér á landi, mikil lyftistöng.
Vel kæmi til greina að reglulegt ráðstefnuhald af þessu
tagi yrði haldið í samstarfi við Háskóla íslands, til dæm-
is Alþjóðamálastofnun hans. Æskilegt er því að hugmynd-
ir þessar verði kannaðar til þrautar, meðal annars með
tilliti til þess hvort tryggja megi fé til slíkrar starfsemi.
Fyrsta umræða á Alþinffl um fj árlagafrumvarp ríkisstiórnarinnar fyrir árið 1997
Fjarlagafrumvarpið
gerir ráð fyrir að rúmlega
eins milljarðs króna af-
gangur verði á rekstri rík-
issjóðs á næsta ári, og sagði Frið-
rik Sophusson fjármálaráðherra að
það yrði í fyrsta sinn í þrettán ár,
sem ekki yrði halli á rekstri ríkis-
sjóðs.
Fjármálaráðherra rakti ástæður
þess, hvers vegna jafnvægi í ríkis-
fjármálum væri svo mikilvægt.
Brýnt sé að nýta efnahagsbatann
til þess að skila ríkissjóði með af-
gangi. Það sé öruggasta leiðin til
að tryggja áframhaldandi stöðug-
leika í efnahagsmálum, efla hag-
vöxt og bæta lífskjör heimilanna.
Af þessu leiðir, sagði ráðherrann,
að ekki séu rök fyrir því að slaka
á aðhaldi í ríkisfjármálum að svo
stöddu. Þvert á móti megi færa rök
fyrir hinu gagnstæða, þ.e. að auka
aðhald enn frekar. íslenzk hagsaga
geymi of mörg dæmi um lausatök
í hagstjórn þegar vel árar. Afleið-
ingin hafi ávallt verið þensla, verð-
bólga, gengisfellingar og versnandi
lífskjör almennings. Það hljóti því
að vera sameiginlegt markmið
landsmanna, að falla ekki í þessa
gryfju á nýjan leik.
Á næstu árum verði þjóðin að
byrja að greiða niður erlend lán,
sem séu henni þungur baggi. Halla-
laus fjárlög næsta árs geti því að-
eins verið eitt skref í áttina. Ríkis-
sjóður verði að skila umtalsverðum
afgangi á næstu árum til að ná
settum markmiðum.
Breyttar áherslur
Helztu breytingar á gjaldahlið
íjárlagafrumvarpsins, auk flutnings
grunnskólans til sveitarfélaga, eru
áform um breyttar áherzlur í rekstri
fjölmargra ríkisstofnana. Framfarir
í samgöngum og fjarskiptum gefi
færi á að stækka þjónustusvæði
einstakra ríkisstofnana og þannig
fækka stofnunum. Jafnframt verði
stofnanirnar færari að sinna hlut-
verki sínu.
Tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins
markast af þeirri stefnu ríkisstjórn-
arinnar, sagði ráðherrann, að auka
ekki skattbyrði. Verið sé að vinna
að heildarendurskoðun á tekju-
skatti einstaklinga og ýmsum bóta-
greiðslum, meðal annars með það
fyrir augum að draga úr svonefnd-
um jaðaráhrifum. Ýmis atriði í
álagningu á fyrirtæki munu einnig
vera til skoðunar. Um næstu ára-
mót kemur ennfremur til fram-
kvæmda skattlagning vaxtatekna
og samræmd skattlagning íjár-
magnstekna.
Ráðherra sagði loks, að mikil-
vægt væri að halda áfram á braut
þjóðarsáttar um samstillt átak
launafólks, vinnuveitenda og
stjórnvalda til að hindra kollsteypur
í efnahagslífinu. Friðrik tók þó
fram, að hann væri ekki að tala
gegn launahækkunum í næstu
kjarasamningum. Sem betur fer séu
fyrirtækin nú betur í stakk búin
en oft áður að hækka laun án þess
að hleypa verðbólgunni af stað.
Mestu máli skipti að þjóðartekjur
haldi áfram að vaxa og stuðli þann-
ig að fjölgun nýrra starfa.
í kjölfar framsögu ijármálaráð-
herra talaði formaður fjárlaga-
nefndar, Jón Kristjánsson, Fram-
sóknarflokki, um frumvarpið og
forsendur þess. I máli hans kom
fram, að á þessu ári skili
aukin velta í þjóðarbúinu
18,9% hærri tekju- og
eignarskattstekjum af
einstaklingum en ráð
hafði verið fyrir gert á
fjárlögum. Veltuaukning-
in kemur hins vegar ekki fram í
auknum tekjum af virðisauka-
skatti, sem aðeins er áætlaður um
0,4%, á meðan veltuaukningin er
um 12%.
I fjármálaráðuneytinu mun nefnd
vera að rannsaka þetta misræmi,
en breytingar á innskatti, endur-
greiðslur á virðisaukaskatti til sjáv-
arútvegsins og vegna bifreiðakaupa
Hallalaus
fjárlög og
hindrun þenslu
Fjármálaráðherra mælti fyrir fj árlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar
fyrir árið 1997 á Alþingi í gær. Hann sagði frumvarpið endurspegla
megináherzlur efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar, en eitt af mikilvæg-
ustu markmiðum hennar væri að koma ríkisfjármálunum í jafnvægi
og skila fjárlögum án halla. Auðunn Amórsson fylgdist með fyrstu
umræðu um fjárlagafrumvarpið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra flytur fjárlagaræðu sína á Alþingi í gær.
Mikilvægt að
halda áfram á
braut þjóðar-
sáttar
munu skýra misræmið að hluta, að
sögn Jóns.
Jaðaráhrif tekjuskatts og
sparnaður í skólakerfi
Gagnrýni stjórnarandstæðinga á
fjárlagafrumvarpið skiptist í gróf-
um dráttum í tvennt:
Annars vegar að tekjuhlið
laganna og hins vegar að
útgjaldahliðinni. Hvað
tekjuhliðina varðar beind-
ist gagnrýnin fyrst og
- fremst að jaðaráhrifum
tekjuskatts, sem enn ekki liggja
fyrir neinar breytingartillögur á af
hálfu ríkisstjórnarinnar. Hvað út-
gjaldahliðina snertir varð gagnrýn-
isröddum tíðrætt um spamaðará-
form í skólakerfinu.
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins - Jafnaðar-
mannaflokks íslands, sagði það
mjög gagnrýnivert, að fjármálaráð-
herra skuli ekki enn koma fram
með frumvarp, þar sem hann sýni
fram á hvernig hann ætli að leysa
lág- og millitekjuhópa út úr víta-
hring jaðarskattsáhrifanna, sem sé
vinnuletjandi og komi í veg fyrir
að þessar fjölskyldur geti sótt sér
hlutdeild í góðærinu.
Á sömu nótum var
málflutningur Steingríms
J. Sigfússonar, Alþýðu-
bandalagi, Gísla S. Ein-
arssonar, Alþýðuflokki,
og Kristínar Ástgeirsdótt-
ur, Kvennalista.
Fjárlög og þensla
Jón Baldvin dró í gagnrýni sinni
í efa, að forsendur fjárlagafrum-
varpsins séu byggðar á nægilega
traustum grunni. Áætlaður tekjuaf-
gangur ríkissjóðs sé ekki reiknaður
af auknum tekjum af veltu fyrir-
tækjanna í landinu, heldur standi
Launþegarfái
sanngjarna
sneið af efna-
hagsbatanum
til að innheimta hann af vexti þjóð-
arútgjalda, aukinni einkaneyzlu og
innflutningi, þ.e.a.s. þenslu. Sam-
tímis sé það eitt af aðalatriðunum
í yfírlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar,
að draga úr þenslu. Þessi þversögn
bjóði efasemdum um það heim,
hversu traustar forsendur
áætlaðs tekjuafgangs
séu.
Jón Baldvin spurði,
hvort stefna ríkisstjórnar-
innar í ríkisfjármálum,
sem lýsti sér í fjárlaga-
frumvarpinu, væri líkleg til að vera
haldbær í góðæri, þegar hætta á
þenslu er mikil. Þetta sé sérlega
mikilvægt vegna þess, að nú sé það
eitt af meginverkefnum fjármála-
ráðherra að byggja upp traust al-
mennings og launþegahreyfingar-
innar sérstaklega á því að svo sé.
Launþegar séu nú búnir að ganga
I í gegn umiangt þrengingaskeið og
eigi nú heimtingu á að fá notið
sanngjarnrar sneiðar af efnahags-
batanum. Nú í góðærinu sé kominn
tími til að fá að sjá hvernig stjórn-
völd ætla að tryggja að góðærið
haldi og hvernig þau ætli að tryggja
að nú, þegar meira sé til skipt-
anna, verði eitthvað gert til að
stuðla að réttlátari tekjuskiptingu.
Sú uggvænlega þróun hafí átt sér
stað að undanförnu, að launamis-
munur hafí verið að aukast. Jón
Baldvin sagðist sakna þess í fjár-
lagafrumvarpinu, að í því finnist
tillögur að úrræðum á þessu sviði.
Þetta sé glæfralegt, nú þegar stað-
ið er frammi fyrir allsheijar kjara-
samningum við gerbreytt skilyrði í
nýju góðæri eftir samdráttarskeið-
ið. Við slíkar aðstæður sé það fyrsta
skilyrðið fyrir árangri stjórnvalda
að þau leggi fram efnahagsstefnu
í búningi fjárlagafrumvarpa og
skattafrumvarpa, sem sannfæri
launþega um að ríkisstjórninni sé
alvara um að gera hvort tveggja:
Að breyta skattakerfinu í þá átt,
að það verði vinnuhvetjandi í stað
-letjandi, að vinna gegn óréttlátri
tekjudreifingu og að sýna fram á
að þessi stefna verði haldbær á
krepputíma sem í góðæri.
Ánnað teikn sagði Jón Baldvin
vera á lofti, sem réttlætti efasemd-
ir um áreiðanleika þeirra forsendna,
sem ljárlagafrumvarpið byggi á, en
það sé vaxtaþróunin. Nýlega hafi
Seðlabankinn hækkað vexti. Skila-
boðin sem Seðlabankinn sendi með
vaxtahækkuninni væru þau, að hún
væri nauðsynleg m.a. vegna þeirrar
óvissu sem ríkti um það, hvort rík-
isfjármálastefnan héldi. Vonir
manna um lækkun vaxta séu
bundnar því, að fjárfestar og aðrir
hafi trú á forsendum fjárlagafrum-
varpsins. Þessar vonir væru með
þessu fjárlagafrumvarpi veikar.
Að mati Jóns Baldvins vanmetur
frumvarpið ennfremur innbyggðan
útgjaldavöxt m.a. í heilbrigðiskerf-
inu.
Áhyggjur af sparnaði í
menntamálum
Bryndís Hlöðversdóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon, Alþýðubanda-
lagi, Kristín Halldórsdóttir,
Kvennalista, og fleiri talsmenn
stjórnarandstöðunnar, lögðu
áherzlu á gagnrýni á fyrirhugaðan
sparnað í skólakerfinu.
Bryndís Hlöðversdóttir vakti at-
hygli á því, að sérstök nefnd hefði
frá því í fyrra unnið að endurskoð-
un reglna um Lánasjóð íslenzkra
námsmanna. Ekkert tillit er tekið
til þarfa námsmanna í fjárlaga-
frumvarpinu. Steingrímur J. Sig-
fússon og Kristín Ástgeirsdóttir
lýstu áhyggjum yfir því hvernig
ýmsum skólastofnunum reiddi af í
sparnaðaráformum ríkisstjórnar-
innar.
Ágúst Einarsson, Þjóðvaka,
sagði menntastefnu ríkisstjórnar-
innar koma skýrast fram í fjárlaga-
frumvarpinu. Það sýndi, að mennta-
mál nytu einskis forgangs, þrátt
fyrir yfirlýsingar í þá átt í stjórnar-
sáttmálanum.
Kristín Halldórsdóttir, Samtök-
um um kvennalista, fagnaði því að
stefnt skyldi að hallalausum fjár-
lögum. Hún minnti á, að af þeim
13,5 milljörðum króna, sem áætlað
er að fari til greiðslu afborgana og
vaxta af erlendum lánum ríkissjóðs
á næsta ári, er einn og hálfur millj-
arður til kominn vegna byggingar
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Á
næsta ári sé ennfremur áætlað að
ráðast í breytinga- og viðbygging-
arframkvæmdir við flugstöðina fyr-
ir 500 milljónir, en framkvæmdirn-
ar eiga að kosta um 800 milljónir
er upp er staðið. Það fara því tveir
milljarðar í greiðslur vegna bygg-
ingakostnaðar Leifsstöðvar, þó
tæpur áratugur sé frá því flugstöð-
in var tekin í notkun. Þannig sé
þessi bygging tákn um óráðsíu, sem
og um persónulegan metnað og
minnisvarðastefnu stjórnmála-
manna.
Strútaeldi á fallanda fæti í Þýskalandi
STRÚTAR á þýsku búi. Þeir éta nagla, hnífa og smámynt.
Verð á strúts-
eggjum hefur
hrunið
Þýskir strútabændur hafa margir selt strúta sína
úr landi, því reglugerðir um aðbúnað þeirra verða
stöðugt strangari og eldið því óhagkvæmara. Verð
á strútaeggjum hefur fallið úr um 27 þúsund krón-
um stykkið í tæpar sjö þúsund. Sambandsráð
þýskra dýralækna vill banna strútaeldi.
Sáralítill
möguleiki á
hagnaði hér
á landi
BRYNJÓLFUR Sandholt yf-
irdýralæknir segist telja litla
möguleika á hagnaði af
strútaeldi hér á landi, eftir
að settar hafa verið reglur
um aðbúnað strútanna. ís-
lenskar reglur verða byggð-
ar á reglugerð sem Dýra-
verndunarnefnd Evrópu-
ráðsins er að vinna að og
verða sennilega tilbúnar í
byijun næsta árs.
„Upplýsingarnar frá
Þýskalandi samræmast því
sem ég hef alltaf haldið
fram,“ segir Brynjólfur. „Eg
hef líka heyrt af neikvæðri
reynslu á Norðurlöndum,
sérstaklega frá Noregi og
Danmörku. í Noregi hefur
siðanefnd dýralækna verið á
móti eldinu, í ljósi þess að
ekki væri hægt að hagnast á
því ef öllum verndunarskil-
yrðum væri fullnægt. Þeir
einir munu græða sem tekst
að selja lífstrúta til ræktun-
ar.“
Brynjólfur segir að upp-
kast að reglum Evrópuráðs-
ins hafi verið sent út til um-
sagnar í ágúst, og að hann
muni senda það til þeirra sem
sótt hafa um. „Þá geta þeir
sem hafa sýnt á þessu áhuga
vegið það og metið hvort
þeir vilja leggja í þann kostn-
að sem aðbúnaðinum fylgir.
Ég held að rekstrargrund-
völlurinn verði annar en þeg-
ar menn héldu að þeir gætu
staðið í þessu eins og þeir
vildu.“
AÐ SÖGN dr. Konrad Köst-
ers, yfirmanns fuglasjúk-
dómastofnunar við Háskól-
ann í Miinchen, er strúta-
eldið ekki lengur mikið
deiluefni í Þýskalandi, því almennt er
álitið að það sé búið að vera.
„Strútar þurfa þurrt loftslag og
Þýskaland hentar þeim því ákaflega
illa. Reynt hefur verið að mæta þessu
með því að byggja hús fyrir þá, en
þau þurfa að vera það stór, að eldið
hættir að borga sig. Ríkisstjórnin gaf
út reglur um strútahald fyrir 2-3 árum
og þær lágmarksskröfur sem gerðar
eru þar hafa í raun gert strútaeldið
ómögulegt, því kröfurnar eru of miki-
ar til að það borgi sig. Lagt hefur
verið fram frumvarp um enn nákvæm-
ari skilyrði. Enn eru eftir nokkur lítil
strútabú, en margir hafa þegar selt
strútana til annarra landa.“
Hentar ekki fyrir Island
Kösters segir að suðlæg lönd Evr-
ópu, til dæmis Spánn, Portúgal, Italía
og hugsanlega Suður-Frakkiand henti
til strútaeldis, en Norðurlönd, England
og Þýskaland ekki. Miðað við lýsingar
á loftslagi á suðurhluta Islands, taldi
hann litlar líkur til að það myndi henta
þar. „Þeir sem láta hafa sig: út í þetta,
munu án efa verða fyrir miklum fjár-
hagslegum skakkaföllum. Verðið var
hátt í byrjun hér á landi, en hefur
hrunið eftir að markaðurinn fyrir eld-
isdýr dróst saman. Kjöteldið borgar
sig alls ekki, og strútsleðrið hefur
heldur ekki reynst sú gróðalind sem
talið var. Til þess að sérstök einkenni
og gæði leðursins haldist þarf að reyta
strútana lifandi 2-3 dögum fyrir slátr-
un. Það er bannað hér á landi, og því
fæst lítið fyrir leðrið." Kösters segir
að strútsfjaðrirnar hafi einnig gefíð
minna af sér en búist var við, því
þegar eldisstrútunum er slátrað eru
þeir það ungir að fjaðrirnar eru ekki
orðnar fullþroskaðar.
Við stofnunina í Miinchen hafa
heilbrigðisvandamál strúta sem aldir
eru í Þýskalandi verið rannsökuð. í
90% þeirra tilfella sem hægt hefur
STRUTAR éta úr Iófa þýsks strútabónda.
verið að greina mátti rekja vanheilsu
þeirra til slæms aðbúnaðar, fóðurs eða
loftslags. Ofkæling, hálsbrot, önnur
beinbrot og nýmasjúkdómar voru al-
geng heilbrigðisvandamál. Strútsung-
ar voru oft með gallaða beinabyggingu
af völdum slæms fóðurs eða vöntunar
á hreyfingu.
Þýska dýraverndunarsambandið
hefur barist hart gegn strútaeldinu.
Dýraverndarsinnar segja að strútar
þrífíst ekki í Mið-Evrópu vegna kald-
ara loftslags og meiri vætu heldur en
er í náttúrulegum heimkynnum þeirra
í Afríku. Þeir benda á að strútar
myndi ekki fitu á fjöðrum sínum til
varnar vætu eins og fuglar á norðlæg-
um slóðum gera. Raki og kuldi valdi
því oft lungnabólgu. Einnig kvarta
þeir yfir aðbúnaði eldisfuglanna og
kunnáttuleysi bænda í meðferð þeirra.
Strútsungar í Þýskalandi eru aldir
innanhúss undir hitalömpum og án
foreldra sinna. Því verða umsjónar-
menn þeirra að reka þá til að hreyfa
sig og éta. Of lítil hreyfíng veldur því
að fæturnir þroskast óeðlilega og dýr
sem verða fyrir þeim skaða verður
að slátra. Dýraverndunarsinnar segja
ennfremur að ungir fuglar þoli illa
kraftfóður sem notað er við strútaeld-
ið í Þýskalandi. Það valdi meltingar-
truflunum og sjúkdómum sem verða
mörgum þeirra að bana.
Drepa hver annan vegna
hreyfingarleysis
Eldisstrútar þurfa að hafa þurrt
skýli á veturna en óþarft er að það
sé hitað. Þó mega þeir ekki vera inni
í húsi of lengi án hreyfingar. Eftir
þriggja daga hreyfingarleysi taka þeir
til við að gogga hver annan til bana
af leiðindum og stressi.
í náttúrulegu umhverfi sínu éta
strútar kísilsteina til að bæta melting-
una. Eldisfuglar í Þýskalandi éta í
staðinn flest sem að kjafti kemur í
högunum. í þýska tímaritinu Spiege'
segir frá því að í maga dauðra strúta
hafí fundist smámynt, vasahnífar,
naglar og fleira. Umsjónarmenn
þeirra þurfa því helst að grandskoða
hagana með reglulegu míllibili til að
ekki leynist þar skaðlegir hlutir. Strút-
ar teljast reyndar ekki til gáfaðra
dýra enda vegur heili þeirra ekki nema
um 70 grömm.