Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 34
* 84 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EINAR
ÁRNASON
+ Einar Kristján
Gunnlaugur
Arnason fæddist 22.
júlí 1925 í Landakoti
í Sandgerði. Hann
lést í Reykjavík 29.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru þau Arni
Magnússon útvegs-
bóndi þar og seinni
kona hans Sigríður
jff- Júlíana Magnúsdótt-
ir. Ami var sonur
Magnúsar útvegs-
bónda í Sandgerði
Eyjólfssonar á Ytri-
Sólheimum, Eyjólfssonar. Móðir
Magnúsar var Steinunn Magnús-
dóttir. Móðir Arna var Vilborg
Berentsdóttir, bónda í Mört-
ungu, Oddssonar. Móðir Vil-
borgar var Málfríður Ólafsdótt-
ir bónda í Eyjarhólum, Högna-
sonar og Ingveldar Jónsdóttur,
Högnaætt. Sigríður var dóttir
Magnúsar bónda í Geitagili, Ein-
arssonar, vinnumanns, Einars-
sonar, hreppstjóra á Hrýóti, Ein-
arssonar, ættföður
Kollsvíkurættarinn-
ar, Jónssonar. Móð-
ir Magnúsar var
Sigríður Magn-
úsdóttir, hrepp-
stjóra á Hvalskeri,
Einarssonar og
Guðríðar Bjarna-
dóttur frá Hnjóti.
Einar kvæntist
5.4. 1963 Maríu
Bergmann, f. 12.9.
1935. Þau María
eignuðust þrjú
böm, Gylfa Björn,
f. 18.3. ’64, Hafstein
Gaut, f. 8.4. ’65, cand. oecon.
sem nýlega lauk MA prófi í
stjórnun milliríkjaviðskipta frá
Thunderbird háskólanum í Ariz-
ona, og Helmu Rut, f. 7.12. ’67,
MA í sálarfræði. Fyrir hjúskap
eignaðist Einar dótturína Guð-
rúnu Magdalenu, f. 29.8. 1957,
og á hún 2 börn.
Útför Einars fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Við fráfail Einars Árnasonar
mágs míns streyma fram í hugann
minningar um mikinn mannkosta-
mann. Kynni okkar hófust veturinn
1963 er hann kvæntist systur minni
Maríu Bergmann, flugfreyju, en Ein-
ar var þá starfandi flugstjóri hjá
Loftleiðum hf. { ljóði sínu Minningar
kemst Jón Thoroddsen svo að orði:
Hauðrið það hylst af skuggum
og hjartað fær enga ró,
því minninga-bylgjumar brotna
um blindsker á lífsins sjó.
" Þær líða á hafinu hljóða
með huggun, kviða og sorg.
En hverfa svo héðan loksins
í heldimma tímans borg.
Einar var kominn af bændum og
sjómönnum hvert sem ættir hans eru
raktar. Einar ólst upp við öll venju-
leg landbúnaðarstörf og fiskverkun
sem unglingur í stórum systkina-
hópi. En hann var snemma ákveðinn
í því, að bijótast fram til fjár og
frama. Hefur honum ef til vill verið
innanbijósts sem Agli Skalla-Gríms-
syni er hann orti: „Það mælti mín
móðir, að mér skyldi kaupa fley og
fagrar árar“. Og Einar lagðist í vík-
ing. En ekki var mikið mulið undir
Iiann. Hann gerði hlutina sjálfur.
"“rlann gekk í kvöldskóla í Sandgerði
og sótti mótoristanámskeið í Reykja-
vík. Stundaði flugnám við Spartan
School of Aeronautics í Tulsa, Okla-
homa, 1946-1947 og við Air Service
Training í Southampton 1951-1952
og hlaut að því loknu bresk flug-
stjórnarréttindi og réttindi sem flug-
leiðsögumaður.
Einar var síðan flugmaður hjá
Loftleiðum hf. 1947-1948 og flug-
stjóri þar 1948-1964 er hann hóf
útgerð. Urðu þar þáttaskil í lífi hans.
Hann hafði orðið að hætta flugstjó-
rastarfínu vegna sjúkdóms, sem
lagðist á hann þar til yfir lauk, Park-
insonsveikinnar. En Einar hafði
áfram áhrif á þróun fiugmála í land-
inu því hann sat í stjóm Flugleiða
hf._ allt til ársins 1988.
I flugstjórnarstarfinu naut Einar
sín vel því traustari og samvisku-
samari starfsmaður varð vart fund-
inn. En nú hófst útgerðartímabilið í
ævi Einars. Hann varð forstjóri og
aðaleigandi útgerðarfélaganna
Borgarkletts hf. og Búðakletts hf.
en þau fyrirtæki áttu og gerðu út
Árna Magnússon GK 5 og Arnar
RE 21. Þá stofnaði hann útgerðar-
félagið Sjóla hf. 1964 ásamt hinum
kunna skipstjóra Eggerti Gíslasyni.
Það fyrirtæki gerði út Gísla Árna
RE 375 til ársins 1985.
En nú var heilsu Einars svo kom-
ið, að hann varð að hætta umsvifum
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐJÓN STEINAR EINARSSON
bifvélavirki,
Marbakkabraut 34,
Kópavogi,
andaðist í Landspítalanum sunnudag-
inn 6. október.
Bjarney Magnúsdóttir,
Valgerður Guðjónsdóttir,
Magnús Guðjónsson,
Birgitta Guðjónsdóttir.
sínum. Var sorglegt að sjá hinn
mikla athafnamann verða sjúkdómn-
um að bráð, en hann fylgdist alltaf
vel með atvinnulífi landsmanna.
Slíkur var áhugi hans á framkvæmd-
um öllum og atvinnurekstri.
Ávallt var ánægjulegt að koma á
hið glæsilega heimili þeirra og veitt
var að mikilli rausn. Mörgum er
minnisstæð afmælisveisla Einars er
hann varð fimmtugur og tóku þau
hjón á móti gestum á Fjölnisvegi
9, með þeim hætti að aðdáun vakti.
Einar gat verið manna harðastur í
viðskiptum, en hann átti til aðra
hlið, en það var einstök hjálpsemi
og fyrirgreiðsla við ættingja og vini.
Nutu margir Einars þegar mikið lá
við. En þegar rnenn standa yfir
moidum Einars Árnasonar verða lík-
lega karlmennska hans og æðruleysi
minnisstæðust. Aldrei heyrðist frá
honum æðruorð. Hann var hetja á
borð við Þóri Jökul Steinfinnsson og
Gunnlaug ormstungu, ef vitna má
til Islendinga sagna.
Einar gerði víðreist um dagana
og hafði kynnst mörgum þjóðum og
menningu þeirra. Hann hafði numið
hátækni í flugi og útgerð. En Einar
glataði aldrei sínum einkennum og
uppruna. Hann var alla tíð hinn ís-
lenski útvegsbóndi svo sem verið
höfðu forfeður hans. Einars Árna-
sonar er gott að minnast. Saga hans
er hvatning til ungra manna um
það, að þeir eigi möguleika í lífinu
þótt ekki séu mikil efni í öndverðu.
Að lokum er ekki annað eftir en
að kveðja og þakka samfylgdina.
Samúðarkveðjur til Maríu og barn-
anna, svo og annarra ættmenna, frá
okkur Rannveigu.
„Guð mun þerra hvert tár af aug-
um þeirra og dauðinn mun ekki
framar til vera, hvorki harmur, neyð
né kvöl er framar til.“ (Op. 24.4.)
Hilmar Björgvinsson.
Mig langar til að kveðja gamlan
og góðan æskuvin með örfáum lín-
um; Einar Árnason frá Landakoti í
Sandgerði, sem lést að heimili sínu
í Reykjavík þann 29. september síð-
astliðinn.
Við Einar ólumst upp svo að segja
á sömu þúfunni í Sandgerði og vor-
um mestu mátar allt frá því við
mundum fyrst eftir okkur. Við bröll-
uðum margt ungir og hressir strákar
á okkar æskuárum og á þessum
árum var gott að búa í Sandgerði.
Þarna voru aðstæður fyrir fjörkálfa
eins og okkur nánast eins og sér-
hannaðar. Öll atvinnuflóran eins og
hún lagði sig, að ógleymdum bú-
skapnum með sínum árstíðabundnu
verkum sem við fengum svo sannar-
lega að taka þátt í.
Við kynntumst því fljótt öllu og
öllum, því forvitnin var svo mikil og
allt var svo spennandi og skemmti-
legt og margs er að minnast. Til
dæmis þegar við lékum okkur niðri
við sjóinn eða vorum úti í haga að
gæta að hestunum. Þá var og fót-
bolti að verða mjög vinsæll og ég
man hvað við Einar vorum sárir yfir
að mega ekki vera einir af stofnend-
um knattspymufélagsins Reynis í
þá gömlu góðu daga, þar sem við
vorum ekki orðnir 14 ára gamlir.
En seinna tókum við Eiiiar þátt í
stofnun skátafélagsins Stafnbúa
sem Valdimar Össurarson kennari
tók að sér að stjóma. Og árið 1938,
aðeins þrettán ára gamlir, stofnuð-
Glæsileg kaffi-
Maðbord, faliegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
ísíma 5050925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
8ÍT£L LOFTLEIDMí
um við Einar saman okkar fyrsta
fyrirtæki, þegar við keyptum fjörug-
an graðhest sem reynst hafði mönn-
um mjög erfiður. Ökkur tókst hins
vegar með lempni að temja folann
og fengum við dágóðan pening fyrir
hann.
Nú, þegar litið er yfir farinn veg,
hrannast upp minningar vináttu og
tryggðar í gegnum árin og oft þegar
við hittumst rifjuðum við líka upp
þessa gömlu góðu daga í Sand-
gerði. En hér yrði of langt mál að
fara að tíunda allar þær góðu stund-
ir. Þær geymi ég með sjálfum mér.
En um leið og kveð gamlan vin
og félaga vil ég fá að þakka sam-
fylgd þessa góða drengs.
Eg og ijölskylda mín sendum öll-
um aðstandendum Einars okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
blessi og geymi minningu hans.
Skúli Eyjólfsson.
Nú eru liðin 40 ár frá því við
kynntumst Einari Árnasyni. Þessi
kynni hófust vegna sameiginlegs
áhuga okkar á bridsspilinu og í þessi
40 ár höfum við meira og minna
spilað saman í keppnum og heima-
klúbbum. Með okkur öllum tókst
mikil vinátta. Til að byija með var
tími Einars naumari en okkar hinna
vegna vinnu hans sem flugstjóra hjá
Loftleiðum, en hann bætti það upp
síðar meir er hann aðeins 38 ára
að aldri varð að hætta öllu flugi þar
sem hann greindist með Parkinson
veiki. Allt í einu varð hann að hætta
því starfi sem hafði átt hug hans
allan frá því á unglingsárum er hann
tók þá ákvörðun að læra til flugs.
Til að safna fyrir námskostnaði
vann hann ungur maðurinn hörðum
höndum bæði til sjós og lands og
tókst að ljúka flugprófi með láði frá
Tulsa í Bandaríkjunum aðeins 22
ára gamall. Fyrsta starf hans sem
flugmaður var á síldarleitarflugvél,
en síldarleit var stunduð á sumrin
síldarleysisárin eftir stríð. Síðan varð
hann flugmaður og flugstjóri hjá
Loftleiðum. Það voru mikil erf-
iðleikaár hjá Loftleiðum og stóð til
að leggja félagið niður. Þá stóðu
allir starfsmenn félagsins saman
ásamt fleirum við að lengja lífdaga
þess. Það tókst og tókst vel! Þegar
Loftleiðir höfðu rétt úr kútnum
fannst Einari rétti tíminn til að fást
við útgerð og lét hann smíða fyrir
sig síldar- og loðnuskip í Harstad í
Noregi og fékk það heim 1963 og
skírði það Árna Magnússon í höfuð-
ið á föður sínum. Árið 1965 kom
síðan Amar, stærra og meira skip,
og 1966 GSsli Árni, stærsta skip síld-
arflotans. Þá var hann búinn að
mynda félag með mesta aflamanni
á síld- og loðnuveiðum, Eggérti
Gíslasyni. Samvinna þeirra stóð
samfleytt til 1984. Eftir það hafði
Einar ekki lengur heilsu til að fylgj-
ast með útgerðinni og seldi Eggerti
hlut sinn í fyrirtækinu, en vinátta
þeirra hélst alla tíð.
Eins og sjá má á þessum orðum
var Einar óvenju hugumstór. Á að-
eins fjórum árum hefur hann látið
smíða þijú ný fiskiskip bestu tegund-
ar á sínum tíma. Hann bar af öðrum
er við þekkjum að dugnaði og dáð.
Hann sýndi einnig mikla hetjudáð í
baráttu sinni við sjúkdóm sinn í yfir
30 ár og lét hann ekki aftra sér frá
að lifa með reisn til síðasta dags.
Daginn sem Einar lést höfðum við
vinirnir ákveðið að fara austur í
Þrastarskóg í sumarhús, en okkur
leist ekki á veðurútlitið og hættum
við þá ferð, en þá um kvöldið hélt
Einar í sína síðustu ferð, ferðina sem
okkur öllum er búin. Einar var alltaf
höfðingi heim að sækja og við vinir
hans þökkum honum samfylgdina
og vináttuna. Einnig vottum við
börnum hans ættingjum og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúð.
Agnar Jörgensson,
Guðmundur Pálsson,
Róbert Sigmundsson.
Vinur minn, Einar Árnason, fyrr-
verandi flugstjóri, er látinn. Fyrir
tæpum 40 árum kynntist ég Einari
fyrst. Það var á leið frá Hamborg
til Reykjavíkur haustið 1958. Þetta
varð söguleg og jafnframt óvenjuleg
ferð en Einar var þar flugstjóri Hún
tók hátt á annan sólarhring í öllum
þremur DC 4-flugvélum Loftleiða á
þeim tíma , Heklu, Eddu og Sögu.
Allar urðu þær fyrir hreyfilbilun og
þurfti að snúa við inn til Stavangurs-
flugvallar á þremur hreyflum til við-
gerða og flugvélaskipta. Einar var
afburða flugstjóri og það kom glöggt
fram í þessari ferð. Rósemi hans,
öryggi og öll framkoma var slík að
traust farþeganna á flugstjóranum
varð algjört og það olli engum
áhyggjum að lenda þrisvar í sömu
ferð í þremur flugvélum með þijá
af fjórum hreyflum virkum.
Ég átti eftir að kynnast Einari
betur í tímans rás og mín kynni af
honum voru þau, að þar fór dreng-
skaparmaður og traustur vinur. Ein-
ar má telja til frumheijanna í ís-
lenskum flugmálum. Hann var í
hópi fyrstu flugmanna Loftleiða hf.
og sat í stjórn Loftleiða hf. í tvo
áratugi.
Einar fæddist í Landakoti, Sand-
gerði, 22. júlí 1925. Á fimmtugsaf-
mæli Einars flutti vinur hans Krist-
ján Guðlaugsson stjórnarformaður
Loftleiða honum frumort ljóð sem
ég leyfi mér að vitna í að hluta hér
á eftir:
í Sandgerði er sjórinn fagur
er sumarið fer í hönd.
Lognaldan leikur þar stundum
við lága og brimsorfna strönd.
Móðir hans, Sigríður Magnúsdótt-
ir, var ættuð að vestan en faðir hans,
Árni Magnússon, var Suðurnesja-
maður, útvegsbóndi og sjómaður.
Einar var alinn upp við sjó. Hann
fór til sjós á unglingsárum og stund-
aði sjóinn í nokkur ár.
Þú kynntist þessu öllu í æsku,
þér ægði ei brimsins skafl.
Þú tefldir af dirfsku við djúpin
og dróst þaðan kjark og afl.
En hugur hans var bundinn há-
loftunum og hann ákvað snemma
að gerast flugmaður. Hann lagði
fyrir allt sem hann aflaði og hóf nám
í kvöldskóla til enskunáms. Um tví-
tugt taldi hann sig hafa aflað nægi-
legs fjár til þess að halda utan til
Bandaríkjanna og láta drauminn
rætast og það gerði hann.
Frá upphafi allra vega
í æsku þú stefndir hátt,
og lagðir á nýjar leiðir
um loftið heiðskírt og blátt.
Einar lauk flugnámi frá Spartan
School of Aeronautics í Tulsa, Okla-
homa, árið 1947 og síðar var hann
við flugám í Southamton í Bretlandi
og öðlaðist þar bresk flugstjórnar-
réttindi hin meiri. Hann var flug-
maður hjá Loftleiðum hf. á árunum
1947-1948 og flugstjóri hjá sama
félagi á árunum 1948-1964. Hann
flaug ýmsum gerðum flugvéla þess
félags og má þar nefna Stinson
Reliant, Grumman Goose, Katalínu,
Douglas DC 4, yfirleitt nefndar
„Skymaster “ og DC 6 B, „Cloud-
master“-vélum.
Hann tók jafnframt virkan þátt í
félagsmálum og var meðal annars
formaður FÍA, Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna 1952-53. Hann var
líka virkur þátttakandi í mörgum
þeim ákvörðunum og atburðum sem
mótuðu íslenska flugsögu þvf hann
var kjörinn í varastjórn Loftleiða hf.
á sögulegum aðalfundi á árinu 1953
og í aðalstjórn árið 1960 og sat í
stjóm þess félags allt til stofnunar
Flugleiða hf. á árinu 1973. Stjórn
Loftleiða hf. var mun virkari á þess-
um árum í daglegum rekstri en al-
mennt gerist í hlutafélögum. Saga
Loftleiða var vissulega ævintýri, en
það er ekki afreks- eða framkvæmda-