Morgunblaðið - 17.10.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.10.1996, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Víða erfiðleikar í fiskvinnslu á Norðurlandi vegna hækkandi hráefnisverðs og lækkandi afurðaverðs Astandið sér- staklega slæmt í bolfiskvinnslu Mörg fískvinnslufyrirtæki víðs vegar um Norðurland hafa undanfarið sagt upp starfsfólki vegna erfiðleika í rekstri. * ic; j Kristján Kristjánsson leitaði f' . upplýsinga um stöðu mála 12; ’ ■ Ék! ’ ,±Jm ATVINNUÁSTAND í fisk- vinnslu á Norðurlandi er víða slæmt og þá sérstak- lega í bolfiskvinnslunni. Fiskiðjan- Skagfírðingur á Sauðárkróki hefur nýlega sagt upp um 90 manns, 60 á Sauðárkróki og um 30 á Hofsósi. Þá hefur Hraðfrystihús Ólafsfjarðar sagt upp öllu sínu starfsfólki, alls um 60 manns og hyggst leggja niður bolfískvinnsl- una um áramót. Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur sagt upp rúmlega 20 starfsmönnum í lönd- unarhópi fyrirtækisins og hyggst bjóða þann rekstur út. Auk þess Morgunblaðið/Kristján BREYTINGAR standa yfir í vinnslunni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og er þegar búið að koma fyrir lausfrysti og pökkunarlínu. Þessa dagana er verið að setja upp einn stærsta fiskiflokkara landsins sem keyptur er frá Marel. Áður voru 20-30 manns í flokkun og vigtun hjá fyrirtækinu en með tilkomu flokkarans munu 5-6 manns vinna við það verk. Á myndinni eru Jón Benediktsson og Hermann Guðmundsson frá Marel og Sigurpáll Pálsson frá ÚA. hefur tveimur verkstjórum, einum á Akureyri og öðrum á Grenivík verið sagt upp vegna skipulags- breytinga. Söltunarfélag Dalvíkur og Strýta á Akureyri hafa sagt upp fólki í rækjuvinnslu fyrirtækj- anna, um 25 manns og jafnframt sagt upp vaktavinnusamningnum. Karl Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól- afsfjarðar, segir að þar sé nú ver- ið að vinna bolfisk en hann sér ekki fyrir sér slíka vinnslu eftir áramót. „Við erum að skoða hér ýmsar leiðir varðandi framtíðina og það mun ekki skýrast fyrr en BLABSINS iiman vegglia heimili Meðal efnis: • Nútíma eldbúsið • Nýjungar í gólfefnum • Leitin að rétta húsbúnaðinum • Ttxknivaðing heimilisins • Gardínur og ráðgjöf • Lýsing og Ijós • Vinnuaðstaðan heirna • Bamaherbergið • Rúm og rúmdýnur • Borðbúnaður • Málverk, myndir og speglar • Litir og litaval • Þrif • Nýjungar o.fl. Sunnudaginn 27.október / hitium árlega blaðauka Innan veggja heimilisins verður fjallað vítt og breitt utn heimilið á líflegan og skemmtilegan hátt. Tekið verður hús á fólki og lesendum gefin góð ráð í máli og myndum. í blaðaukanum verður m.a. rætt við innanhússarkitekt og ráðgjafa um hönnun, samsetningu húsmuna, gardínur og lýsingu. Einnig verður sýnt hvemig ávextir, blóm og grænmeti geta lífgað upp á heimilið. Þá verða nýjungar í gólfefnum, litum og innréttingum skoðaðar og leitast verður við að kynna það nýjasta á markaðnum. Anna Eltnborg Gunnarsdóttir og Agnes Amardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í sima 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 21. október. - kjarni málsins! nær dregur áramótum hvert fram- haldið verður. Hins vegar er ekk- ert sem bendir til þess að við munum vinna hér bolfisk eftir ára- mót,“ sagi Karl. Ekki fá allir vinnu aftur Jón Friðriksson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar-Skagfirðings, segir að uppsagnir starfsfólks séu til komnar vegna endurskipulagn- ingar. Hann segir alls óvíst með framhald saltfískvinnslunar á Hofsósi, þar sem nánast öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp. Á Sauðárkróki var um 60 starfsmönnum af rúmlega 100 sagt upp störfum. „Þrátt fyrir þessar uppsagnir eru 40-50 manns í landvinnslunni hjá okkur. Við erum ekki að hætta í landvinnslu en munum aftur laga okkur að aðstæðum á hveijum tíma og byggja á því fólki sem eftir verður. Eg get alla vega ekki séð að allur þessi hópur sem fengið hefur uppsagnarbréf fái starf hjá okkur í náinni framtíð,“ segir Jón. Uggandi um framtíðina Kaupfélag Eyfirðinga rekur frystihús á Dalvík og í Hrísey og segir Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri að staðan í bolfísk- vinnslunni sé bæði mjög erfið og slæm. „Við erum að vinna í því að fínna flöt á því að halda þessari vinnslu áfram. Sú vinna er ekki komin nægilega langt og því engar ákvarðanir verið teknar um fram- haldið. Því miður eru____________ ekki mörg teikn á lofti um að hagur bolfisk- vinnslunnar batni, heldur þvert á móti og maður er frekar uggandi um “■ framtíðina miðað við núverandi aðstæður," sagði Magnús Gauti. Yfir í uppsjávarfiskinn Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, segir að þar á bæ hafi menn verið að færa sig frá bolfiskvinnslunni og yfir í aðra vinnslu. „Okkur hefur fundist hrá- efnisverð óeðlilega hátt og ekki getað byggt á því. Við höfum því verið að færa okkur yfir í vinnslu uppsjávarfisks, loðnu og síld. Síð- an eigum við alltaf birgðir af frosnum rússafíski og vinnum hann þess á milli. Rússafískinn kaupum við eftir hendinni og höf- um getað fengið nóg af honum til þessa. Við höfum enga heimild til að kaupa inn hráefni á verði sem afurðaverð getur ekki borgað og safnað skuldum. Þannig hefur ástandið verið í töluvert langan tíma, við höfum ekki tekið þátt í því og ætlum ekki að gera það.“ Jóhann segist sjá fyrir sér að í Vofir yfir að ástandið geti versnað framtíðinni muni fyrirtækið minnka botnfiskvinnsluna enn frekar en aftur auka vinnslu upp- sjávarfisks. „Með sjókælingu á uppsjávarfiski á geymslutími hrá- efnisins eftir að aukast og um leið munu æ fleiri frystihús taka þátt í þeirri vinnslu og að sama skapi minnka botnfiskvinnsluna," segir Jóhann. Hjá fyrirtæki hans vinna 60-70 manns og er næg atvinna á Þórshöfn. Hjá Þormóði ramma á Siglufirði er aðaláherslan á rækjuvinnslu og starfa um 80 manns á þrískiptum vöktum í þeirri vinnslu, alls 20 tíma á sólarhring sex daga vikunn- ar. Unnar Már Pétursson, skrif- stofustjóri fyrirtækisins, segir erf- itt að spá í framtíðina. „Afurða- verð hefur verið að lækka og það er ekkert sem bendir til þess að það verði nein geysileg hækkun aftur. Þetta er því það umhverfi sem við verðum að búa við í dag og við erum sæmilega bjartsýnir á framhaldið." Unnar Már segir að bolfisk- vinnsla fyrirtækisins hafi gengið hálfbrösuglega eins og hjá öðrum fyrirtækjum. Um 40 manns teng- ist bolfiskvinnslunni og hefur hrá- efnisöflun gengið nokkuð vel. Víða mikil vinna Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður fiskvinnsludeildar VMSI segir stöðu fískvinnslunnar í Þing- eyjarsýslu þokkalega, víða sé mik- il vinna og fyrirsjánlegt að hjólin fari að snúast enn hraðar þegar síld og loðna fari að veiðast. „Hvað Norðurland varð- ar má segja að ástandið sé upp og ofan, víða eru stöndug fyrirtæki og mikil vinna en annars staðar róa menn lífróður til að bjarga rekstrinum, þetta er annað- hvort í ökkla eða eyra,“ segir Aðalsteinn. Matthildur Siguijónsdóttir, varaformaður Verkalýðsfélagsins Einingar og stjórnarmaður í fisk- vinnsludeild Verkamannasam- bandsins, segist gera sér fulla grein fyrir þeim erfiðleikum sem er í bolfiskvinnslunni í dag. „Hins vegar sýna afkomutölur físk- vinnslufyrirtækja methagnað og aflatölur frá síðasta fiskveiðiári sýna að aldrei áður hafí jafnmikill afli borist á land. Miðað við þetta ætti staða fyrirtækjanna að vera þokkaleg og ég er því sæmilega bjartsýn á framtíðina og á góðan árangur í komandi kjaraviðræð- um. I þeim viðræðum eru grunn- kaupshækkanir og starfsöryggi stærstu málin.“ Valdimar Guðmarsson, formað- ur Verkalýðsfélags A-Húnavatns-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.