Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 25 LISTIR Andi Grundtvigs BOKMENNTIR Skáldsaga HUGSANLEGA HÆFIR eftir Peter Höeg. Eygló Guðmunds- dóttir íslenskaði. Mál og menning 1996,242 bls. Bókin kom fyrst út í Danmörku 1993. DANSKI rithöfundurinn Peter Höeg varð stórt nafn í dönskum bókmenntum er hann sló í gegn með skáldsögu sinni Lesið í snjóinn 1992, sem kom út í íslenskri þýðingu 1994. Hugsanlega hæfir er önnur af tveim bókum sem koma nú út í íslenskri þýðingu, en hin er Konan og apinn sem væntanleg er á haustmánuðum. Hugsanlega hæfir segir frá þremur ung- mennum sem vistuð eru á uppeldisstofnun- um, fyrst á vegum rík- isins, en síðar liggja leiðir þeirra saman í einkaskóla þar sem fram fer einhvers kon- ar tilraun til að blanda saman venjulegum börnum og börnum sem koma frá erfiðum heimilum og uppeldisstofn- unum. Þessi einkaskóli, sem kallað- ur er Biehl-kólinn eftir skólastjóra- num, þar sem andi Grundtvigs lifir, þess er innleiddi lýðskólana sem Islendingum eru kunnir. Frásagnarmaður, sem er einn þremenninganna, leiðir frásögnina og rifjar upp veru sína og tjáir til- finningar sínar gagnvart hinum meginpersónum sögunnar, Katar- ínu _sem misst hafði foreldra sína og Ágústi sem framið hafði voða- verk á foreldrum sínum. Textinn er byggður upp á stutt- um brotum og þar skipa heimspeki- legar hugleiðingar sögumanns stór- an sess. Það er einkum tvennt sem frásagnarmaður reynir að öðlast skilning á, þ.e. annars vegar upplif- un hans á tímanum og hins vegar samspil valds og tilrauna sem byggðar eru á hugmyndum Dar- wins um þá hæfustu enda vísar tit- ill verksins til þess. Viðfangsefnið er því kannski nokkuð danskt, þ.e. vandamál tengt hinum samfélagslegu stofnunum, sem hveijar taka við af annarri; vöggustofa, barnaheimili greining- arstöð, skóladagheimili, meðferðar- heimili, uppeldisheimili og öryggis- gæsludeild. Tími verksins er seinni hluti sjö- unda áratugarins, sem aftur setur mark sitt á innviði viðfangsefnisins í sögu Höegs. En þrátt fyrir að við- fangsefnin séu hin félagslegu vandamál verða heimspekihugleið- ingarnar eiginlega þungamiðja sög- unnar og verða fyrirferðarmeiri í textanum en ná ekki að fléttast nógu sannfærandi saman við aðra þætti verksins. Persónusköpun Höegs byggist á samspili frásagnarmanns og ann- arra persóna, sérstaklega Katarínu sem sögumaður hafði fellt hug til, og Ágústs sem er farinn tilfmninga- lega og kerfið getur ekki komið til hjálpar. Aftur á móti verða full- trúar kerfisins helst til of einsleitir, þó að reynt sé að setja þá í samhengi við ríkjandi hugmyndir líkt og skólastjórinn Biehl sem byggir hugmyndir sín- ar á kristnum hug- myndum svo og nátt- úruvísindalegum hug- myndum gagnvart ein- staklingum sem orðið hafa fyrir tilfinninga- legum áföllum. Þrátt fyrir að Hugs- anlega hæfir sé samfé- lagsleg krufning reynir Höeg að skapa spennu í textanum og tekst honum þar nokkuð vel upp á köflum, en miðbik verksins er dálítið þvælið og ruglingslegt, en þar gengur frásögnin of hægt fyrir sig og verður fyrir vikið langdregin. Hugsanlega hæfir sver sig í ætt við póstmódemíska skáldsögu, á þann hátt að textinn tekur fyrir viðfangsefni sem kennt er „vanda- mal“ en Höeg beitir öðram efnistök- um, þ.e. reynir að skapa ákveðna spennu meðfram hugleiðingum um heimspeki, og ok stofnanafargsins þar sem valdið ríkir. Textinn er oft á tíðum mjög sam- anþjappaður með nákvæmum lýs- ingum og er það er í takt við það bragð að gera tungumálið stofnana- legt með smásmygli þess er lýsir heiminum á vísindalegan hátt. Þannig að oft á tíðum er því textinn mjög upplýsandi um innviði danska kerfisins líkt og um rannsakanda sé að ræða. Allt þetta tekst vel til en aftur á móti tekst ekki alveg jafn vel með persónusköpun því hún er ekki nógu hárbeitt og persónum- ar heldur líflausar og hálfgerð fé- lagsleg „tilfelli" sem skortir per- sónuleika. Ekki hafði ég dönsku útgáfuna en þýðingin var læsileg og ekki fann maður fyrir neinum málhnökr- um. Einar E. Laxness Peter Höeg Morgunblaðið/Ámi Sæberg HALLDÓR Guðmundsson, Árni Einarsson, Sigurður Svavarsson og Birgir Finnbogason í bókakaffinu. Kaffihús í bókabúð KAFFIHÚS hefur verið opnað í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 í Reykjavík. Það er rekið af eigendum Kaffibrennsl- unar Súfistans í Hafnarfirði. Kaffihúsið er á annarri hæð bóka- búðarinnar og segjast forráða- menn Máls og menningar ætla að standa reglulega fyrir uppákom- um þar. Fjörutíu gestir rúmast við borð. Sigurður Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Máls og menningar, segir það gamlan draum að opna bókakaffi í búðinni og eftir að afgreiðslutíminn var lengdur hefði þótt kjörið að ráðast í verk- ið. Búðin og kaffihúsið eru opin til 22,00 alla daga vikunnar. „Með bókakaffinu," segir hann „opnast möguleikar til að efna til menningarviðburða, til dæmis er Sigurdís Harpa Arnardóttir myndlistarmaður með sýningu núna en hún málar á bækur.“ Næsta fimmtudag verður svo ung- skáldakvöld. Sigurður segir að bókakaffið eigi að vera kyrrlátur staður og munu nýjustu bækurnar og tíma- ritin liggja frammi á vögnum til lestrar yfir ijúkandi kaffibollum. Birgir Finnbogason rekur kaffihúsið, en hann flytur inn handtíndar kaffibaunir frá 18 mismunandi ræktunarsvæðum. Hann opnaði Súfistann í Hafnar- firði árið 1994. í bókakaffinu á Laugavegi verður Birgir einnig með grænmetisrétti, kökur og vínveitingar. En reykingar eru bannaðar. Listhús 39 Handmót- aðir reyk- brenndir leirvasar SIGRÍÐUR Ágústsdóttir opnar sýningu á handmótuðum, reyk- brenndum leirvösum, laugardag- inn 19. október kl. 15 í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Sigríður stundaði nám í Englandi og Frakklandi á áttunda ára- tugnum og hefur rekið eigið verk- stæði undanf- arin sex ár, auk þess að hafa kennt leirmótun í opnum vinnu- stofum hjá Reykjavík- urborg mörg undanfarin ár. Sigríður er einn þeirra 13 mynd- listarmanna sem standa að rekstri Listhúss 39, en þar eru margs konar listmunir á boðstólum ásamt því að sérstakar sýningar eru í rými bakatil. Sýningin stendur til 4. nóvem- ber og er opin virka dagakl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnu- daga kl. 14-18. SIGRÍÐUR Ág- ústsdóttir opn- ar sýningu á handmótuðum, reykbrenndum leirvösum á laugardag. HOFÐI ^0REAGAN% ^ GORBAJSJOV % ' L. H Ö F Ð I V w, OPINN ALMENNINGI • Helgina 19.-20. október gefst fólki kostur á að skoða húsið Höfða í Reykjavík frá kl. 11.00 - 17.00. í tilefni að nú eru 10 ár frá því að leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjov var haldinn í húsinu. • Leiðsögn verður um húsið á hálftíma fresti frá kl. 11.00 - 16.00 báða dagana. Skrifstofa borgarstjóra mm \Í.—líi Av..& .iL. > Brauðostur kg/stk. k 20% LÆKKUN VERÐ NU: VERÐ ÁÐUR: ÞÚ SPARAR: 593 kr. kílóið. 149 kr. kílóið. á hvert kíló. OSTAOG SMJÖRSALAN SH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.