Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Y erktakasaga
BOKMENNTIR
Sagnfræöi
SAMEINAÐIR VERKTAK-
AR
Eyþór Þórðarson tók saman. 205
bls. Útg. Sameinaðir verktakar hf.
Reyiqavík, 1996.
HÖFUNDUR bókar þessarar
gerir grein fyrir markmiðum sínum
í formála. Fyrst kveðst
hann hafa sett saman
þátt um _ Keflavíkur-
flugvöll. í framhaldi
af því hafi hann svo
tekið sér fyrir hendur
að safna heimildum
um Sameinaða verk-
taka. Sú samantekt
varð að lokum uppi-
staðan í bókinni.
Áhugi höfundar og
elja verður hvergi í efa
dregin. Hins vegar
vantar nokkuð á að
honum hafi tekist að
vinna úr efni sínu sem
skyldi. Tilvitnanir birt-
ir hann margar og
sumar langar, allt að heilar þing-
ræður sem unnt hefði verið að end-
ursegja með fáum orðum. Á einum
stað tekur hann upp gamlan mynd-
artexta; »myndin sýnir ...« og svo
framvegis. En hvar er þá myndin?
Hana mun hvergi að finna í bók-
inni ef rétt er skilið! Óþarfar endur-
tekningar eru of margar. Höfundur-
inn veit þó af þeim, því allvíða læt-
ur hann þess beinlínis getið; »Eins
og fram hefur komið« ... »Eins og
síðar kemur fram« og þar fram
eftir götunum. Ósjaldan hefði höf-
undur mátt vera gagnorðari. Nær
samanlagður texti hans sjálfs þó
varla yfir meira en helming bókar-
innar, sennilega miklu minna ef
allar tilvitnanirnar eru reiknaðar
frá.
Þar sem höfundur hefur haft
góðan aðgang að heimildum verður
að líta svo á að sögulegar stað-
reyndir hljóti að vera í lagi, þar
með talin ártöl, mannanöfn og þess
háttar. Meiri nákvæmi mætti hins
vegar gæta þegar höfundur talar
vítt og breitt. í Sögulegum aðdrag-
anda, sem hann kallar svo, segir
t.d.: »Að lokinni heimsstyijöldinni
síðari í maí 1945 minnkaði atvinna
hér á landi og lauk fímm ára tíma-
bili mikillar atvinnu og hagsældar
í íslensku þjóðlífi.«
Af orðum þessum mætti ætla að
hér hafi hvaðeina breyst til hins
verra strax við stríðslokin. Því fór
auðvitað fjarri. Allttil ársloka 1946,
og raunar lengur, hélst rífandi
vinna og hátt kaup,
enda miklar fram-
kvæmdir í gangi um
allt land. Það var fyrst
með árinu 1948, þegar
gjaldeyrissjóðurinn var
upp urinn, að aftur tók
að syrta í álinn. Við
endurkomu hersins
vorið 1951 var ástandið
orðið mjög alvarlegt
eins og höfundur tekur
réttilega fram, þúsund
manns án atvinnu í
Reykjavík, fimmtíu
þúsund manna bæ.
Auk verktakasög-
unnar leitast höfundur
við að lýsa daglega líf-
inu í Vallarvinnunni. Einn kaflinn
ber t.d. fyrirsögnina: »Sameinaðir
verktakar innleiddu bingóspilið í
íslenskt þjóðfélag.« Beinlínis rangt
mun það ekki vera. Réttara væri
þó að segja að bingóspilið hafi kom-
ið með varnarliðinu, enda kemur
það fram í kaflanum.
Um stíl höfundar er fátt eitt að
segja; efnið býður naumast upp á
tilþrif í frásögn. Varla er hægt að
álasa höfundi þótt hann segi að
byggja flugvöll þar sem annað heyr-
ist varla í íjölmiðlum nú orðið. Forð-
um var sagt að reisa hús, smíða
brú og leggja veg eða flugvöll.
Ennfremur var talað um hafnargerð
en aldrei um byggingu hafnar.
í síðari hluta bókarinnar eru birt
gögn, mörg og mikil, bæði prentuð
og ljósrituð; ennfremur atriða- og
myndaskrá; auk ritaskrár höfundar
sem nær yfir hálfa fjórðu síðu.
Hann telst því varla vera neinn
byijandi í ritlistinni.
Erlendur Jónsson
Eyþór Þórðarson
LISTIR
PERRIAND á stólnum sem hún á heiðurinn af þótt hann beri nafn Corbusiers.
skugganum
Nýjar bækur
• Út ER komin bók eftir Sigurbjörn
Þorkelsson sem ber heitið, Þá munu
steinarnir hrópa. í bókinni segir
höfundur sautján smásögur sem
hann byggir á sönnum atburðum víða
að úr veröldinni.
„Atburði hefur
höfundur víða um-
skrifað nokkuð og
jafnvel fært í
stílinn á köflum, án
þess þó að kjarni
þeirra raskist,"
segir í kynningu.
Sögurnar segja
allar af fólki sem
komist hefur í kynni við Biblíuna.
Sögunum fylgja orð úr Biblíunni, ís-
lenskar bænir eða sálmar sem höf-
undi eru hugleiknir.
Sigurbjörn Þorkelsson er fædd-
ur árið 1964 og hefur starfað sem
framkvæmdastjóri Landssambands
Gídeonfélaga á íslandi frá 1987. Þá
munu steinarnir hrópa er önnur bók
hans. Hún er innbundin, 72 bls. Út-
gefandi er höfundur sjálfur.
Urn útlit, umbrot og filmuvinnslu
ogprentun sá Offsetþjónustan ehf.
Bókin fæst íKirkjuhúsinu, Lauga-
vegi 31, skrifstofu KFUM ogKFUK
við Holtaveg, Versluninni Jötu, Há-
túni 2, bókaverslunum Máls og
menningar, hjá Eymundsson, hjá
höfundi sjálfum og víðar.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Setið í
STÓLINN á myndinni
þekkir flest áhugafólk
um hönnun en það sama
á ekki við um konuna sem
á honum liggur. Stóllinn
er gjarnan kallaður „Le
Corbusier“ eftir hinum
heimsþekkta hönnuði en
það var hins vegar konan
unga, sem liggur í stóln-
um, sem hannaði hann
að langmestu Ieyti.
Charlotte Perriand heitir
hún og starfaði með Cor-
busier og Pierre Jeann-
eret um margra ára
skeið. Paul Thompson,
forstöðumaður Hönnun-
arsafnsins í London, þar
sem stendur yfir sýning
á verkum Perriand fram
í lok mánaðarins, telur
að verk hennar hafi ekki
verið metin að verðleik-
um, hún hafi starfað í skugga
hins heimsþekkta Corbusier.
Perriand starfar enn þótt kom-
in sé yfir nírætt og á meðal nýrri
verka hennar má nefna stól sem
hún hannaði fyrir Nútímalista-
safnið í New York og japanskan
garðskála fyrir Uneco í París.
Ahugamenn um hönnun tengja
nafn hennar þó fyrst og fremst
CHARLOTTE Perriand ásamt
Corbusier og Jeanneret (fyrir aftan).
við Corbusier en erfitt hefur
reynst að greina að hvar hennar
verki sleppti og hans tók við.
Sjálf hefur Perriand lítið viljað
láta uppi um samstarf þeirra og
samskipti en nú kann að verða
breyting á því hún er nú að
leggja lokahönd á bók um Cor-
busier.
„í bárufari“
Sigurður Þórólfsson
Á tali hjá stúlku
sem segir 6
OST OG
HÖNNUN
Listasafn Kópavogs
SILFUR/GULL/
EÐALSTEINAR/GRJÓT
SIGURÐUR ÞÓRÓLFSSON
Opið alla daga frá 12-18.
Lokað mánudaga. Til 20. október.
Aðgangur 200 kr.
TVENNT vekur athygli við gripi
silfursmiðsins Sigurðar Þórólfsson-
ar, fyrir hið fyrsta þarf hann að
hafa meira fyrir gerð og mótun
þeirra en aðrir menn, og svo er
einfaldleikinn gegnumgangandi í
þeim.
Sigurður er hagur halur, sem
áður hafði fengist við að skera út
í tré, en sneri sér að erfiðara og
harðara efni er afköstin þrengdu
að húsakosti fjölskyldunnar. Um
er að ræða 30 silfurskúlptúra og
nær tug skipslíkana úr gulli og
silfri, sem í sumum tilvikum eru
skreytt eðalsteinum. Verkin eru
frekar smá en njóta sum hver
stuðnings fjörusteina í uppsetn-
ingu, auk þess að vera hluti og
undirstaða þeirra ásamt blágrýti.
Þá er vinnsluferlið sýnt á tveim
skjám og er góð viðbót, bæði til
að gestir átti sig betur á tilurð
verkanna og svo hinni miklu vinnu
og einbeitni að baki þeirra.
Aðdáunarverð er vissulega hin
mikla einbeitni gerandans í ljósi
aðstæðna, og hér sann-
ast á sláandi hátt við-
kvæði Giovannis Bol-
traffio, nemanda Leon-
ardos, „Þolinmæði
þrautir vinnur allar.“
Formtilfinningin að
baki verkanna er þó
mikilsverðari og að
listamaðurinn stenst
flestar freistingar í átt
að yfirdrifinni hand-
lagni, hreinni völundar-
smíði og að hlaða yfir-
borðið fáfengilegu skrauti. Þótt
orða megi það svo, að Sigurður sé
í senn hagur og völundur í höndun-
um, eru verkin borin uppi af af-
markaðri formtilfinningu og honum
gengur mun síður til að sanna
umheiminum, að hann geti þetta
þrátt fyrir allt, en að þjóna upp-
runalegri og gildrí sköpunarþörf.
Helst kristallast hún í mjög einföld-
um verkum, til að mynda „Oft er
í holti" (14), „Kútter Stefnir" (28)
og „Kórall" (30), sem öll eru unnin
í silfri og blágrýti. Nefni ég þessi
þijú verk helst fyrir þá sök, að þau
myndu njóta sín vel við stækkun
og þá sem sérstakir minnisvarðar,
eða sértæk skúlptúrverk ef menn
vilja hafa það heldur.
Hina eðlislægu sköpunarþörf
Sigurðar má einnig marka af því,
að hann sinnti henni lengstum sem
tómstundaiðju, en með tímanum
urðu aðstæður og atvik til þess að
hann uppgötvaði að hún entist hon-
um allan daginn og alla daga. Yarð
það til þess að hann dreif sig til
að taka próf í silfursmíði fyrir fjór-
um árum. Það er einmitt þessi
kennd og sköpunarárátta sem er
hin verðmætasta og réttasta að
baki námsþörf í listum og listíðum
og telst fátíð á tímum er fólk fer
í skóla til að „læra“ list.
Í þeim tilvikum er Sigurður eftir-
gerir sögufræg skip, kemur hið ein-
falda formskyn hans mjög vel fram,
því hér er það algjörleiki formsins
sem ræður ferðinni, en smáatriðum
sleppt. Öll eru skipslíkönin afar vel
mótuð, en ævintýralegast er þó
„Gullna-Hindin", hið nafntogaða
skip sæfarans Sir Francis Drake.
Helst má finna að lýsingu verk-
anna, sem kemur úr of mörgum
áttum og er full-hvell, þannig var
ógjörningur að ná frambærilegum
ljósmyndum á venjulega myndavél.
Uppsetningin er einföld og auðvelt
að nálgast verkin.
Bragi Ásgeirsson
KYIKMYNPIR
Rcgnboginn
SEX „GIRL 6“ ★★'/2
Leikstjóri og framleiðandi: Spike
Lee. Handrit: Suzan-Lori Parks. Að-
alhlutverk: Theresa Randle, Isaiah
Washington, Spike Lee, Peter Berg,
Debi Mazar. Fox Searchlight Pictur-
es. 1996.
í EINU af meistaraverkum Rob-
erts Altmans, „Short Cuts“, fór
Jennifer Jason Leigh með hlutverk
húsmóður sem lifði á símaklámi en
ekkert af því kynlífshjali sem hún
sagði í símann og eiginmaðurinn
heyrði og þráði að hún segði við sig
fékkst hún til að orða við hann; hún
leit ekki við 'honum. Síminn veitti
henni hins vegar tjáningarfrelsi. Hún
gat sagt allt við ókunnuga menn sem
hún átti aldrei eftir að hitta. Það
sama á við um aðalpersónuna í nýj-
ustu gamanmynd Spike Lee, Sex eða
„Girl 6“. Hún vinnur hjá stóru og
virðulegu fyrirtæki sem selur sím-
aklám og verður gersamlega gagn-
tekin af starfinu og sekkur sér æ
dýpra í heim símaklámsins sem verð-
ur sífellt groddalegri. Hún er líklega
í einskonar leit að sjálfri sér en í
stað þess að finna sig í tilverunni
týnir hún sér í því ábyrgðarleysi og
ópersónulegu kynnum sem síminn
veitir henni. Hún kýs að vera í GSM-
sambandi við umheiminn.
Líta má á Sex sem afturhvarf til
litlu gamanmyndarinnar Hún verð-
ur að fá’ða er markaði upphaf kvik-
myndaferils Spike Lees. Myndin er
gerð eftir handriti Suzan-Lori Parks
og er smávægileg og persónuleg
dæmisaga um unga konu á barmi
taugaáfalls. Hún þarf að reyna
ýmislegt áður en hún kemst að því
að hún þurfti aldrei að leita, hún
var búin að finna sig í lífinu sem
upprennandi leikkona nógu stolt til
að sýna ekki brjóstin á sér frammi
fyrir leikstjórum. Lee segir sögu
hennar nokkuð skemmtilega og af
sínu kímilega innsæi og fær til liðs
við sig kumpána eins og Quentin
Tarantino og John Turturro og Ron
Silver í örhlutverkum ásamt Ma-
donnu, sem smellur einstaklega vel
í hlutverk símamellumömmu. Sjálf-
ur fer Lee eins og venjulega með
þýðingarmikið hlutverk vinar ungu
konunnar.
Stúlka 6 eins og aðalpersónan er
kölluð finnur sér fyrirmyndir í kven-
hetjum svertingjamynda áttunda
áratugarins og gamanþáttum sjón-
varpsins og Lee hefur yndi af að
skreyta myndina með uppdiktuðum
senum af þeim vettvangi og gera
lítið úr slíkum fyrirmyndum. Theresa
Randle fer ágætlega með hlutverk
ungu leikkonunnar og sýnir vel
hvernig símaástríðan einangrar
hana frá umhverfinu. Stúlka 6 er
ekki einn af burðarbitunum á ferli
leikstjórans góða en það er góður
styrkur í henni.
Arnaldur Indriðason