Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 27
Við endur-
flutning Esju
ÉG MAN fyrst eftir
Karli 0. Runólfssyni á
æfingu í safnaðarheim-
ili hér í borg, í hópi
ungra reykvískra lúð-
urþeytara. Hann var
veðurbarinn að sjá; ég
vissi aldrei af hveiju;
eins konar Friðrik Frið-
riksson tónlistarinnar.
Svo sá ég hann aftur
á skólatónleikum, þeg-
ar ég var tólf ára, og
hreifst af manninum;
og loks á tónleikum í
Háskólabíói 1968, þá
17 ára gamall, er sin-
fónían Esja var frum-
flutt. Verkið er mér
hugstætt æ síðan, þótt ég hafi
skynjað þá og nú, að það er barn
síns tíma.
En hvernig voru straumar tíðar
Karls? Það var ekki beinlínis mulið
undir menn í þá daga. Líf tónlistar-
mannsins var púl og puð. Karl
stjórnaði lúðrasveit barna, lék í
danshljómsveitum, í Útvarpshljóm-
sveitinni og síðar í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, sinnti félagsmálum
lúðrasveita um landið, og samdi í
hjáverkum sönglög, kammerverk
og hljómsveitarverk. Yfirferðin var
ótrúleg. Ég ímynda mér því, að það
hljóti að hafa verið óviðjafnanleg
tilfinning fyrir Karl að eygja frum-
flutning sinfóníu sinnar, Ésju, 1968.
Frumflutningurinn varð raunar
ekki sem skyldi; önnur verk á efnis-
skránni hafa hugsanlega notið for-
gangs stjórnandans. Hljómsveitar-
raddir Esju voru hroðvirknislega
unnar, og útkoman því harla
skrautleg, og eflaust nokkur von-
brigði fyrir Karl, sem þó sté keikur
á ijalirnar og meðtók lófatak vina
sinna og áheyrenda. Ég man, að
þessi frumflutningur fór svolítið
fyrir bijóstið á mér; mér fannst að
það hefði átt að standa betur að
honum. Og ég þóttist þess viss, að
einhver myndi fyrr eða síðar vekja
Esju af Þyrnirósarsvefninum. Mig
óraði hins vegar ekki fyrir því að
það kæmi óbeinlínis í minn hlut,
en það er annað mál.
Nú hefur verkið verið
prófarkalesið og æft í
sinni upprunalegu
mynd. Esja er að
vakna til lífsins á ný.
Og hvernig kemur
Esja undan vetri?
mætti spyija. Vel, en
það er að mörgu að
hyggja. Maður verður
óneitanlega hugsi and-
spænis þessu verki. Ég
held að fyrsta spurn-
ingin hljóti að vera sú,
hvernig ein lítil þjóð
hefur efni á því að
liggja líkt og ormur á
gulli sínu, í stað þess
að draga það fram og sýna það,
sér og gestum til ánægju. Þetta er
hins vegar ekki óþekkt fyrirbæri í
öðrum löndum; Finnar vanmátu
tónskáldið Madetoja, sem hrærðist
Verkið hefur verið próf-
arkalesið og æft í sinni
upprunalegu mynd, seg-
ir Guðmundur Emils-
son. Esja er að vakna
til lífsins á ný.
í skugga Sibeliusar. Það kom reynd-
ar í hlut Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands að koma verkum Madetoja í
aðgengilegt form. Kannski hefðu
forráðamenn hennar átt að líta sér
nær, ekki bara til Jóns Leifs, heldur
líka til Karls 0. Runólfssonar og
annarra. Við getum reyndar sagt
það sama um tónskáldin okkar nú
á tímum, sem mega þola sama af-
skiptaleysið og forverarnir.
Auðvitað hlýtur maður líka að
skoða Esju með gagnrýnum gler-
augum. Verkið er ekki fullkomið.
En það er merkilegt, ekki síst frá
sjónarhóli íslenskrar tónlistarsögu.
Það er síðrómantískt, enda vart við
öðru að búast af manni, sem komst
Nýkomin ódýr GRC Attalus plasthúðun
náttfatnaður, leikfóng • Fjölbreytt vandaö úrval af efnum • Fullkomnar plasthúðunarvélar • Vönduð vara - betra verð
og gjafavara.
Wjfjlœsimegjcm Yý í leiðinni H GLtsibx, s. 553 3305 jgjg J.nSTVmDSSONHF. —== Skipholti 33.105 Reykjavík. sími 533 3535.
ekki i kynni við framsæknar hug-
myndir tónskálda eftirstríðsáranna
fyrr en á sjötugsaldri. En innan
þessa rómantíska ramma nýtur
Esja sín vel, og margt er þar frum-
legt og fallega gert. Hljóðfæraskip-
an er hefðbundin og miðast við Sin-
fóníuhljómsveit íslands, eins og hún
var á þessum árum. Notkun hljóð-
færanna tekur augljóslega mið af
þessu. Það vantaði t.d. fjórða horn
þá stundina í raðir hljómsveitarinn-
ar. Karl kallar þá á fyrstu básúnu
til að fylla í fjögurra radda horn-
hljóm, sem aftur gefur tilteknum
köflum sérkennilegan blæ. Eins var
sellódeildin fámenn, og því fylgja
fagottin sellóum og bössum líkt og
skugginn. Að þessu þarf stjórnand-
inn að huga nú og draga úr þeirri
einhæfni, sem úr þessu getur orðið.
Hljóðfallseinkenni verksins eru al-
þjóðleg, ef frá er talið scherzo 3.
þáttar, sem er í rímna- og vikivaka-
stíl. Sama gildir um hrynjandi, hún
er ekki séríslensk, heldur alþjóðleg.
Til dæmis eru herlúðraköll áberandi
í trompettum og málmblásurum,
sem vart verður skilið nema með
tilliti til Esju-sagna eða sagna af
Kjalarnesi og bardögum þar, og
hugsanlega gætir þar keltneskra
áhrifa. Stefjaefnið er oft áhuga-
vert, ekki síst hægu stefin, sem
verða fljótt áleitin og bera sum
hver einkenni evrópskra þjóðlaga.
Framvinda verksins er epísk; það
er sögð „saga“, og hún er drama-
tísk. En kannski ris verkið ekki
hæst i áhersluköfiunum, heldur
þeim lágværari og myrkari. Og
þar, allt í einu, eiga þeir samleið,
Jón Leifs og Karl. Þar bregður fyr-
ir sanníslenskri forneskju og rökk-
urtrega, líkt og í upphafi verksins,
þar sem básúnur, oft persónu-
gervingar undirdjúpanna og hins
illa, leika upphrópun, ásamt sellóum
og bössum, sem slaghljóðfærin
svara mjög hvasst. Auðvitað eru
klisjur í Esju, og þá aðallega þegar
hljómsveitin leikur fullskipuð. Þeir
kaflar verða á stundum æði líkir
óperuforleikjum í anda Verdis. Það
sama má reyndar segja um hljóma-
ferli verksins. En slíkt fýrirgefst
jafnharðan, þegar glittir í frumleg-
an og óvæntan tónvef.
I sem fæstum orðum: Island er
ríkara nú en áður. Við liggjum ekki
lengur á gullinu, heldur veitum því
verðskuldaðan sess.
Höfundur er tónlistarráðunautur
Ríkisútvarpsins.
PRIISCESS MARCEl.LA
JLFUKLrHJLM
Með hrnm BORGHESE
andfítsferemi fyígir þessi
i glæsiíegi kaupauki*
Dagkrem
feakakrem
Body lotion
Ilmprufa
2 varalitir
“ Ttikmnrkað magn.
ÚTSölUSTAbÍR llygen, Krinp
• Sóíbaftstofan, Grafarvogi
Mjódd - spos, Háaloitisbraut - Sautján, Laugavegi
urnosja, Koflavíli • Akranoss Apótek - Ninja, Vostmannaeyjum.
HJÁ ANDRÉSI
Rýmingarsalan heldur áfram
10-50% afsláttur
Dæmi:
3 teg. smókinga. Verð aðeins 14.900
Stakar smókingbuxur. Verð 2.900
Vatidaðar vörur á vcegu verði
ANDRÉS
Skólavörðustíg 22A, s. 551 -8250. Póstkröfuþjónusta.
^rmaginn
vandamál?
Sílicol f;r riáttúruífKil bcjötifrfni
f;f:rn vinriur gföíjn óþír:íjiriflurn í
mucjr'j og fityrk'lr fefirfdvefi
Ífkíjrricjríð oc| b&ln.
Sílicol /nrkrjr cjncjn
n/jbít, /'í'.'jurri rnijc\• jr; nrir\riurn,
/ i n ú t. j r > n c j i f u p p þ n rn b 1j
og bæði niðurgangi og harðlífi.
Silicol hentar öllum!
Silicol hjálpar
Vinsælasta heilsuefnið í Þýskalandi, Svíþjóð
og Bretlandi!
Silícol er hrein nóttúruafurð ón hliðnrverkana.
Ef vill -þá er hægt að snúa Valby
hornsófanum í hvora átt sem er.
Láttu þaö eftir þér-
komdu og sxoðaðu Valby strax í dag. *
og komdu og skoðaðu Valby
Við tökum vel á móti þér.
VERIÐ VELKOMIN
Verðdæmi á Valby 3-1-1
eða Valby 2H3 til 24 mán.
Meðalafborgun Kr. 7.850,-
á mánuði með vöxtum og
kOStnaðÍ. jaRHf!".
V/SA
Við opnum alltaf kl. 9
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:587 1199
sófmett eða hormófa fyrfr ióíín?
Efsvo er, þá skaltu koma og líta á Valby
sófasettið því það er bæði vandað og
þægilegt sófasett. Hátt bak og nautsterkt
leður á slitflötum gerir það að verkum
að Valby sófasettið er frábær kostur
fyrir íslensk heimili. Margir leðurlitir.
2H2
kr.
152.320,-
2H3
kr.
158.640,-
3ja
1 stóll
1 stóll
kr.
158.640,-
3ja
2ja
1 stóll
kr.
168.640,-