Morgunblaðið - 17.10.1996, Síða 37

Morgunblaðið - 17.10.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 37 I ) > V > I I I J I í i i i i i i i Cj i Í i i i 4 verslun um land allt, ekki bara í Hafnarfirði. Það hallaði svo skyndilega undan fæti vegna sjúkleika og Jóhann sagði skilið við kaupmennskuna að- eins fertugur. Tók hann að sér störf skrifstofustjóra Sjóvá-umboðsins á lögfræðiskrifstofu Árna Grétars Finnssonar, auk þess sem hann gerðist umboðsmaður Flugleiða í Hafnarfirði. Þeim störfum gegndi hann til sjötugs. Jóhann Petersen kynntist ungur starfsemi KFUM og K. Hann gerð- ist þar liðsmaður og öðlaðist vináttu forystumanna, eins og Jóels Fr. Ing- varssonar skósmíðameistara. Hann endurgalt það með miklu starfi í þágu samtakanna hér í Hafnarfirði og var sérstakur áhugamaður um starfsemi sumarbúðanna í Kaldár- seli. Sjálfsbjargarviðleitnin var Jó- hanni í blóð borin. Hann var maður frelsis til orðs og athafna og skip- aði sér í raðir ungra sjálfstæðis- manna, ævinlega sterkur og áhrifa- mikill baráttumaður fyrir sjálfstæð- isstefnuna í ræðu og riti. Blaðið Hamar naut starfskrafta hans. Hann var valinn til forysty sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjördæmi og formaður kjördæmisráðs 1972-77. Á vegum þingflokks sjálf- stæðismanna sat hann í húsnæðis- málastjórn ríkisins um árabil. Jóhann Petersen var ekki lang- skólagenginn. Greind hans kenndi honum hins vegar að menn geta bætt sér það upp með sjálfsnámi og það gerði hann vissulega. Trúi ég að þar hafí reynst honum vel nágranni hans, Steinn Sigurðsson fyrrum skólastjóri. Hvar sem Jó- hann lét til sín heyra vöktu hug- myndir hans og tillögur ævinlega athygli og mótuðu oftar en ekki þær niðurstöður sem teknar voru. Mátti vel heyra að hann var víðlesinn. Jóhann Petersen var gæfumaður í lífi sínu. í meira en 50 ár hefur eiginkona hans, Guðríður Guðjóns- dóttir Petersen, verið honum til halds og trausts og aldrei brugðist. Vissi ég vel hversu mikils hann mat hana. Böm þeirra eru fjögur, öll búsett með fjölskyldur sínar í Hafn- arfirði. Vinur minn Jóhann Petersen er nú kvaddur, traustur og heilsteyptur maður sem aldrei brást og alltaf var boðinn og búinn til aðstoðar. Ég á fáum mönnum jafnmikið að þakka og vini mínum Jóhanni. Við Sigrún og fjölskylda okkar þökkum honum samfylgdina og biðj- um honum Guðs blessunar. Guðríði, bömum þeirra og fjölskyldum send- um við samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfir eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 tölvu- slög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við frá- fall og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HERDÍSAR SIGURLÍIMAR GÍSLADÓTTUR frá Hellnafelli, Grundarfirði. Börn, tengdabörn, ömmu-, iangömmu- og langalangömmubörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY V. ÞORVARÐARDÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Birna K. Árnadóttir, Óskar Kristjánsson Böðvar S. Árnason, Alda Sigurðardóttir, Ragnhildur Árnadóttir, Bjarni Eiðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI PÉTURSSON aðstoðarskólastjóri, Brekkubyggð 4, Garðabæ, sem andaðist miðvikudaginn 9. október sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 18. október kl. 13.30. Lára K. Guðmundsdóttir, Þórunn Anna Árnadóttir, Þorsteinn Júlíus Árnason Lokað Lokað í dag frá kl. 12.00-16.00 vegna jarðarfarar JÓHANNS PETERSEN. Nýform húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN TORFASON frá Áshól, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkju- garði. Unnur Katrfn Þórarinsdóttir, Konráð Einarsson, Ólafur Þórarinsson, Kristín Jónsdóttir, Torfhildur Þórarinsdóttir, Rannveig, Silja, Þórarinn og Auður. t Kæri frændi okkar og vinur, SIGURSTEINN GUÐMUNDSSON, sem andaðist 12. október, verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðar- kirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Vandamenn. t Móðir okkar, STEINUNN GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR frá Lækjarhvammi, síðasttil heimilis á Kambsvegi 19, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar- daginn 12. október. Jarðarförin fer fram frá Krosskirkju, Aust- ur-Landeyjum, laugardaginn 19. október kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingibjörg Ágústsdóttir, Gréta Ágústsdóttir og Ingvi Ágústsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og mágur, INGÓLFUR HANNESSON, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. októ- ber kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimilið eða Stykk- ishólmskirkju. Maria Jónsdóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir, Jens Óskarsson, Eva Rún Jensdóttir, Sigríður Jónsdóttir. Þakskífur úr steini hafa lengi verið húsaprýði í grannlöndum okkar. BM*Vallá framleiðir nú þakskífur sem þróaðar eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður og standast ströngustu kröfur um frostþol og endingu. BM-VAIIÁ Söluskrifstofa Breiðhöfða 3 112 Reykjavík Þakskífurnar eru sérstaklega fallegar og setja glæsilegan svip jafnt á ný hús sem gömul. Þakskífurnar frá BM»Vallá eru viðhaldsfríar. Þær ryðga ekki og þær þarf aldrei að mála. Þakskífurnar eru mjög þéttar og auðvelt er að leggja þær. Kynntu þér þetta hagkvæma og spennandi þakefni. Pantaðu ókeypis bækling með ítarlegum upplýsingum m.a. um lögn og frágang. m ÍST ISO 9001 Pantaðu bækllng í síma 377 4200 • Grænt númer 800 4200 • Netfang: bmvalla.sala@skima.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.