Morgunblaðið - 17.10.1996, Síða 40

Morgunblaðið - 17.10.1996, Síða 40
HÍI l NÚ AUCIÝ' 40 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U/A UGL ÝSINGAR - tækifæri hjá EJS Vegna aukinna umsvifa opnast enn ný og spennandi tækifæri hjá EJS. Um er að ræða störf á sviði nýjustu upplýsingaíækni hjá framsæknu fyrirtæki. ™Bl|lllBll7 (Microsoft Solution Framework) er deild innan hugbúnaðarsviðs EJS. Hún veitir þjónustu í formi ráðgjafar, hönnunar og hugbúnaðarsmíði, sem felst í því að nýta grunnhugbúnaðinn frá Microsoft (Office og BackOffice) til uppbyggingar upplýsingakerfa viðskiptavina. http://www.ejs.is/msf. • Hugbúnaðarsérfræðingar - MSF lausnir: Leitað er að hugbúnaðarmönnum til þróunar á lausnum fyrir Microsoft Windows NT og BackOffice, áhugasömum einstaklingum sem eiga auðvelt með hópvinnu og hafa brennandi áhuga á nýjustu hugbúnaðartækni, s.s. ActiveX, Java og OLE. Unnið er í Visual Basic, Visual C++, Java og SQL Server. • Þjónustusérfræðingur - MSF lausnir: Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem á auðvelt meó hópvinnu, hefur mikla þjónustulund og brennandi áhuga á nýjustu tækni í Microsoft Windows NT og BackOffice. Upplýsingar um störfin veitir Ásgrímur Skarphéðinsson, deildarstjóri MSF lausna. Umsóknir berist EJS fyrir 1. nóvember merktar: Starfsumsókn - MSF lausnir. nrr__________ öiónusfð nu annast þjonustu, raðgjot og uppsetningu á tölvunetum, vélbúnaði og hugbúnaði, auk þjónustu við Microsoft notendahugbúnað fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Um er að ræða Windows NT netkerfi ásamt, Microsoft BackOffice lausnum, Internettengingum, samskiptum við önnurtölvuumhverfi o.fl. • Sérfræðingar í netþjónustu: Leitað er að einstaklingum sem tilbúnir eru til að takast á við það nýjasta í tölvuheiminum. Menntun t.d. í tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða tæknifræði er æskileg. Þekking á Microsoft hugbúnaði og uppbyggingu netkerfa einnig æskileg. Upplýsingar um störfin veitir Helgi Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Umsóknir berist EJS fyrir 1. nóvember, merktar Starfsumsókn - Netþjónusta. EJS er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Þjónusta EJS nær til flestra hliða nútíma upplýsinga- og samskiptatækni, alltfrá sölu og þjónustu á heimsþekktum vél- og hugbúnaði, til nýsmíða * og þróunar á hugbúnaði og lausnum fyrir atvinnulífið, hér á landi sem í útlöndum. EJS leggur metnaó sinn í að bjóða starfsöryggi, jafnrétti, sanngjörn laun og jákvætt, gefandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsfólks, sjálfstæði og hópvinnu. Sérfræöingar EJS netþjónustu og MSF lausna sækja Microsoft námskeió og gangast undir próf sem » veita réttindin "Microsoft Certified Professional" (MCP). EINARJ. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, sími 563 3000 Sími 563 3000 • Fax 568 8487 http://www.ejs.is Saumastörf Óskum að ráða starfsfólk til framleiðslu á Flís-polartec-fatnaði og 66°N-regnfatnaði. Örugg vinna, góður vinnuandi og vinnuað- staða. Starfsþjálfun fyrir nýja starfsmenn. Bónuskerfi. Komið og ræðið málin við Pálínu, verkstjóra okkar, í Faxafeni 12. Alltaf heitt á könnunni. 66°N, Faxafeni 12, símar 558 9485/86, (næsta hús við Bónus, gengið inn vestanmegin). WfffBH iC Húsavíkurkaupstaður Kennarar Við Borgarhólsskóla, Húsavík, er laus kenn- arastaða frá áramótum til vors vegna barns- burðarleyfis. Um er að ræða dönskukennslu í 9. og 10. bekk. samfélagsfræði o.fl. Nánari upplýsingar gefa Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974, og Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Laus störf Eftirtalin störf hjá Flugmálastjórn eru laus til umsóknar: Starf fulltrúa (50%) í skírteinadeild loftferðaeftirlits á Reykjavíkurflugvelli. Starfið er fólgið í móttöku, símvörslu og afgreiðslu mála er varða útgáfu skírteina einstaklinga. Stúdentspróf og góð enskukunnátta eru áskilin. Starf fulltrúa í flugumferðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli. Krafist er góðr- ar tölvukunnáttu og þekkingar á Access, Coreldraw, Pagemaker, Power Point, Word og Excel. Einnig er krafist góðrar enskukunnáttu. Starf f lugvallarvarðar á Patreksfjaröarflugvelli. Starfið er veitt til eins árs. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Flugmálastjórn fyrir 28. október 1996. Nánari upplýsingar og umsóknareyöublöö veitir starfsmannahald Flugmálastjórnar, sími 569 4100. Deildarstjóri bókhalds Verðbréfafyrirtæki óskar eftir að ráða deildar- stjóra sem hefur umsjón með bók- og reikn- ingshaldi fyrirtækisins. Hann mun einnig taka þátt í uppbyggingu og rekstri tolvukerfis. Kröfur um hæfni: Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi viðskipta- fræðimenntun af endurskoðunarsviði eða sambærilega menntun. Reynsla./ bókhaldi og reikningshaldi er mikilvæg. Kröfur eru gerðar til agaðra vinnubragða, ^amstarfs og liðsvinnu. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur, sem að ofan greinir, er boðið að senda inn umsókn til KPMG Sinnu ehf. fyrir 19. október 1996. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúli 3 Slmi 588-3375 108Reykjavlk Fax 533-5550 KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjómunar- og starfsmannamáia og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting. Framtíðarstarf Fyrirtæki í prentiðnaði óskar eftir starfskrafti. Starfið felst í pappírsskurði og ýmiss konar vélavinnu við frágang á prentverki. Viðkom- andi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera hand- laginn, natinn við vélar og vandvirkur. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 24. október, merktar: „Fjölbreytni - 855“. Trésmiðir - verkamenn Ármannsfell hf. vantar trésmiði - verka- menn til starfa strax. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar, Funahöfða 19. Ármannsfell hf., sími 577 3700. Viðtalstími samgöngu- ráðherra á Akureyri Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, verður með viðtals- tíma í Kaupangi miðvikudag- inn 23. október frá kl. 10-12 og 13.30-16.30. Skráning í símum 462 3557 fyrir hádegi og 462 1500, 462 1504 eftir hádegi. Samgönguráðuneytið. Sjómannafélag Reykjavíkur Frá Sjómannafélagi Reykjavíkur Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa á 20. þing Sjómannasambands Islands, svo og kjör trúnaðarmanna Sjómannafélags Reykjavíkur, fer fram að viðhafðri allsherjar- atkvæðagreiðslu. Framboðslistar þurfa að hafa borist kjör- stjórn fyrir kl. 12.00 á hádegi 18. október 1996 á skrifstofu félagsins í Skipholti 50D. Trúnaðarmannaráð Sjómannaféiags Reykjavíkur. Til leigu í verslunarmiðstöðinni Torginu í Hverafold 1-5 í Reykjavík (þar sem Hagkaup er) 270 fm rými sem mætti skipta niður í 2-3 einingar. Ýmsa þjónustu vantar í hverfið, sem telur nú um 12 þús. manns, og fer ört fjölgandi, s.s. skóbúð, gleraugnasölu, kvenfataverslun, herrafataverslun, Ijósmyndastofu, sportvöru- verslun og margt fleira kæmi til greina. Upplýsingar veitir Arnar hjá Firmasölunni í símum 568 3040 og 896 3601. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Áskirkja Aðalsafnaðarfundur Ásprestakalls verður haldinn sunnudaginn 20. október nk. kl. 15.15 (eftir messu). 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.