Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 43
•I
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 43
FRETTIR
NÝIDALUR við Sprengisandsleið. Sæluhús Ferðafélags íslands.
Hálendisráðstefna
Ferðafélags Islands
VEGVÍSIR til framtíðar er heiti ráð-
stefnu sem Ferðafélag íslands
gengst fyrir laugardaginn 2. nóvem-
ber í Mörkinni 6 kl. 13-17. Mark-
mið ráðstefnunnar er að ræða ferða-
stefnu á miðhálendinu í ljósi nýrra
aðstæðna. Fjallað verður um skipu-
lag miðhálendisins, gönguleiðir,
ferðaþjónustu, umhverfisvernd og
eignarhald.
Páll Sigurðsson, forseti F.Í., setur
ráðstefnuna. Fyririesarar eru sex:
Gísli Gíslason, landslagsarkitekt
íjallar um skipulag miðhálendisins
en hann vinnur við það hjá Landmót-
un, Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræð-
ingur, greinir frá hugmyndum um
uppbyggingu nýrra gönguleiða, Sig-
ríður Þorbjarnardóttir, líffræðingur
og formaður ferðanefndar F.Í., fjall-
ar um ferðalög og ferðamennsku og
Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur
og varaforseti F.Í., ræðir um um-
hverfis- og skipulagsmál. Þá mun
Kristján M. Baldursson, fram-
kvæmdastjóri F.Í., greina frá skipu-
lagi fjallaferða í Noregi. Að lokum
flytur Sigrún Helgadóttir, líffræð-
ingur, hugleiðingu um miðhálendið
sem þjóðgarð en þjóðgarðar eru sér-
svið Sigrúnar. Fyrirspurnir verða að
loknum erindum og umræður í lokin.
Ráðstefnustjóri verður Tómas
Einarsson. Þátttökugjald er 500 kr.
Kaffiveitingar innifaldar. Ráðstefn-
an er öllum opin.
Torfæruhlaup á Hellu
3 -------------------------
j Dómkirkjan
200 ára
HALDIÐ verður upp á 200 ára af-
mæli Dómkirkjunnar í Reykjavík
helgina 27. október. í tilefni af því
verða öll heimili í Dómkirkjusókn
heimsótt nú um helgina og sóknar-
é börnum afhent kynningarrit og alm-
anak.
Kynningarritið lýsir í senn dag-
| skrá afmælishaldsins og starfi safn-
aðarins um þessar mundir. Það er
32 bls. að stærð og prýtt litmyndum.
Almanakið hefst með októbermánuði
1996 og endar með september 1997.
Ókeypis at-
kvæðaflutningur
til Bandaríkja
t DHL býður utankjörstaðakjósendum
" að flytja atkvæði þeirra í væntanleg-
um forsetakosningum án endurgjalds
til Bandaríkjanna.
í fréttatilkynningu frá DHL segir
að þessi ókeypis þjónusta DHL nýt-
ist aðeins þeim sem hafa nú þegar
sent inn skráningarkort sem átti að
póstleggja í septembermánuði. Utan-
kjörstaðaatkvæði þeirra sem vilja
Q nýta sér ókeypis hraðflutning DHL
é verða að vera komin í hendur aðal-
. skrifstofu DHL hraðflutninga í síð-
I asta lagi fímmtudaginn 24. október.
DHL er til húsa í Faxafeni 9, 108
Reykjavík.
■ BANDALAG kvenna í Reykja-
vík vill koma á framfæri við samn-
ingsaðila að í komandi kjarasamn-
ingum sé brýnt að veruleg hækkun
verði á lægstu launatöxtum þannig
{ að launþegum sem þau þiggja verði
4 gert fært að lifa af þeim. Stytta
. þarf vinnutíma launþega enda sé það
I í samræmi við styttingu vinnu-
vikunnar sbr. ákvæði þar um í samn-
ingum ESB, segir í samþykkt Banda-
lags kvenna. Misrétti milli kynja í
launum þarf að afnema í reynd.
UMF. Hekla á Rangárvöllum stend-
ur fyrir hinu árlega Torfæruhlaupi
á Hellu laugardaginn 19. október
kl. 14.
Hlaupið verður í eftirfarandi ald-
ursflokkum: 10 ára ogyngri, 11-12
ára, 13-14 ára, 15-16 ára, konur
17-34 ára og 35 ára og eldri hlaupa
3 km. Karlar 17-34 ára og 35 ára
og eldri hlaupa 6 km.
Skráning verður í sundlauginni á
Hellu kl. 13. Skráningargjald er 200
kr. fyrir 12 ára og yngri en 500
kr. fyrir 13 ára og eldri. Frítt verð-
ur í sund fyrir keppendur að hlaupi
loknu.
Námskeið fyrir
yngri arkitekta
Laugardaginn 19. október, hefst
námskeið á vegum Arkítektafélags
íslands sem ber yfirskriftina Að
vera arkitekt á íslandi og stendur
það í 5 daga, 5 klst. í senn.
Fyrsta daginn verður fjallað um
íslenska byggingasögu og þróun
íslenskrar húsagerðar frá upphafi.
Annan daginn verður Ijallað um
forsendur, sérstöðu og staðhætti í
náttúrufari, mannlífí, skipulagi,
húsa- og landhönnun og tækni.
Þriðja daginn verður fjallað um
stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga,
m.a. um byggingarnefndir og frá-
gang teikninga, eldvarnamál,
hönnun atvinnuhúsnæðis, um Hús-
næðisstofnun og lánamál og loks
verður fjallað um Skipulag ríkisins
og hlutverkaskipan ríkis og sveitar-
félaga. Fjórða daginn verður fjallað
um vinnuumhverfi arkteikta, rekst-
ur teiknistofa, verkefnaöflun og
markaðsmál, hefðbundin og ný
starfssvið, starfsábyrgðir, kjara-
og réttindamál launþega o.fl.
Fimmta daginn verður síðan stéttin
°g þjóðfélagið til umfjöllunar, þar
verður fjallað um samtök arkitekta,
siðareglur, höfundarrétt og ímynd
stéttarinnar útávið. í lok hvers
dags verða umræður.
Rauðum
Lancer stolið
NÝJUM bíl, af tegundinni Mitsub-
ishi Lancer Station, var stolið frá
Borgartúni 19 á tímabilinu frá kl.
19 að kvöldi síðasta miðvikudags
fram til kl. 7 næsta morgun,
fimmtudaginn 10. október.
Bíllinn er rauður, árgerð 1996
og ber skráningarnúmerið NV-
104. Þeir sem veitt geta upplýs-
ingar eru beðnir um að hafa sam-
band slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík.
Fyrirlestur og
tónlist á fundi
Parkinson-
samtaka
FUNDUR Parkinson-samtakanna
á íslandi verður haldinn í Áskirkju
laugardaginn 19. október kl.
14-16. Sigurlaug Sveinbjörnsdótt-
ir, taugasérfræðingur, heldur fyr-
irlestur um ný lyf og nýjungar í
meðferð parkinson-sjúklinga.
Síðustu ár hafa ungir parkinson-
sjúklingar bæst í hóp þeirra eldri
og taka þeir nú þátt í starfinu af
fullum þunga. Þessir ungu parkin-
son-sjúklingar ásamt eldri sjúkl- -
ingum og aðstandendum þeirra
hafa undanfarna mánuði tekið þátt
í ráðstefnum og vinnufundum.
Gestir á fundinum verða Sigríð-
ur Ella Magnúsdóttir, óperusöng-
kona, og Ólafur Vignir Albertsson,
undirleikari. '
LEIÐRÉTT i
Jónas en ekki Pétur
Rangt nafn var undir myndatexta j
með frétt af kirkjuþingi í blaðinu
í gær. Jónas Gíslason, vígslubisk-
up, var á myndinni en ekki Pétur
Sigurgeirsson, biskup. Þeir eru
beðnir velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Sá elsti fékk
þyngstan dóm
í FRÉTT Morgunþlaðsins á laugar-
dag, um dóm Héraðsdóms Vestur-
lands yfir þremur piltum fyrir
fjölda brota, var ranglega sagt að |
yngsti pilturinn í hópnum hefði t
fengið þyngstu refsinguna. Hið ?
rétta er, að sá sem fékk þyngstan j
dóm er 22 ára og elstur piltanna, _ I
en ekki 17 ára eins og sagði í frétt- i
inni. Að öðru leyti var réttilega *
skýrt frá brotum hans.
<
<
<
<
<
i
(
(
(
(
<
(
RAÐAUGÍ YSINGAR
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Hluthafafundur
Stjórn Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. boðar
hér með til almenns hluthafafundar á Hótel
Ólafsfirði fimmtudaginn 24. október nk.
kl. 14.00.
Á dagskrá fundarins eru eftirtalin mál:
1. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár um
80% til ráðstöfunar á móti tapi.
2. Tiilaga stjórnar um aukningu hlutafjár um
40.000.000 kr. með nýju hlutafé.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur Lögfræðingafélag íslands verður
haldinn fimmtudaginn 24. október 1996,
kl. 20.00, í stofu 101, Lögbergi, Háskóla
íslands.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Samþykki ársreikninga.
3. Kosning í stjórn.
4. Kosning endurskoðenda.
5. Ákvörðun árgjalds.
6. Önnur mál.
Að loknum aðalfundi, um kl. 20.30, verður al-
mennurfræðafundur og ber hann yfirskriftina:
Þyngd refsidóma á íslandi
Framsögumenn verða Egill Stephensen,
saksóknari, Helgi I. Jónsson, héraðsdóm-
ari, og Páll A. Pálsson, hrl.
Að loknum framsöguerindum og kaffihléi
verða fyrirspurnir og almennar umræður.
Stjórnin.
Sjómannafélag Reykjavíkur
singar
Aðalfundur Sjómannafé-
lags Reykjavíkur
verður haldinn í Skipholti 50D 25. október
kl. 18.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Stjórn og trúnaðarmannaráð.
30. þing SÍBS
30. þing Sambands íslenskra berkla- og
brjóstholsjúklinga verður haldið á Reykja-
lundi dagana 19. og 20. október 1996.
Þingið verður sett í samkomusal Reykjalundar
kl. 9.00 laugardaginn 19. október.
Þingnefnd SÍBS.
Grafarvogur -
til sölu eða leigu
verslunar- og þjónustuhúsnæði, ca. 430 fm,
í nýjum verslunarkjarna á besta stað í Gafar-
vogi. Hentar t.d. fyrir læknamiðstöð, tóm-
stundaskóla eða líka starfsemi. Húsnæðið
er með nægum bílastæðum, vel skipulagt
og bjart. Enn er möguleiki að fá húsið innrétt-
að eftir séróskum.
Upplýsingar gefur Fjárfesting fasteignasala,
Borgartúni 31, sími 562 4250.
I.O.O.F. 5 = 17810178 = 0
Landsst. 5996101719 VIII
I.O.O.F. 11 = 178101781'/2 =
BK
Góðtemplarahúsið
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn
17. október. Byrjum að spila kl.
20.30 stundvíslega.
Allir velkomnir.
Hallveigarstíg 1 • sími 561 4330
Jeppanámskeið 19. okt.
kl. 10.00: Námskeið um breyt-
ingar á öllum tegundum jeppa.
Fyrirlesarar verða starfsmenn
Toyota-umboðsins. Haldið á
Nýbýlavegi 8, gengið inn frá
Dalbrekku. Enginn aðgangseyrir.
Allir velkomnir.
Dagsferð 20. október
kl. 10.30: Þjóðtrú 2. ferð;
huldufólksbyggðir.
Netslóð:
http://www.centrum.is/utivist
\v—TJ
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30.
„Karlaflokkur Skógarmanna".
Umsjón: Skógarmenn og stjórn
KFUM.
Allir karlmenn velkomnir.
Cranio
Sacral-jöfnun
Nám í þremur hlutum.
1. stig 8.-15. nóvember.
Síðasti byrjendahópurinn í þessu
frábæra meðferðarformi.
Kennari Svarupo Pfaff, „heil-
praktikerin" frá Þýskalandi.
Uppl.ís. 564 1803 og 562 0450.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Lofgjörðarsamkoma í kvöld kl.
20.30. Ofurstarnir Inger og Einar
Höyland frá Noregi sjá um sam-
komuna ásamt foringjum frá
Færeyjum, Akureyri og Reykja-
vík.
Allir hjartanlega velkomnir.