Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 43
•I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 43 FRETTIR NÝIDALUR við Sprengisandsleið. Sæluhús Ferðafélags íslands. Hálendisráðstefna Ferðafélags Islands VEGVÍSIR til framtíðar er heiti ráð- stefnu sem Ferðafélag íslands gengst fyrir laugardaginn 2. nóvem- ber í Mörkinni 6 kl. 13-17. Mark- mið ráðstefnunnar er að ræða ferða- stefnu á miðhálendinu í ljósi nýrra aðstæðna. Fjallað verður um skipu- lag miðhálendisins, gönguleiðir, ferðaþjónustu, umhverfisvernd og eignarhald. Páll Sigurðsson, forseti F.Í., setur ráðstefnuna. Fyririesarar eru sex: Gísli Gíslason, landslagsarkitekt íjallar um skipulag miðhálendisins en hann vinnur við það hjá Landmót- un, Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræð- ingur, greinir frá hugmyndum um uppbyggingu nýrra gönguleiða, Sig- ríður Þorbjarnardóttir, líffræðingur og formaður ferðanefndar F.Í., fjall- ar um ferðalög og ferðamennsku og Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og varaforseti F.Í., ræðir um um- hverfis- og skipulagsmál. Þá mun Kristján M. Baldursson, fram- kvæmdastjóri F.Í., greina frá skipu- lagi fjallaferða í Noregi. Að lokum flytur Sigrún Helgadóttir, líffræð- ingur, hugleiðingu um miðhálendið sem þjóðgarð en þjóðgarðar eru sér- svið Sigrúnar. Fyrirspurnir verða að loknum erindum og umræður í lokin. Ráðstefnustjóri verður Tómas Einarsson. Þátttökugjald er 500 kr. Kaffiveitingar innifaldar. Ráðstefn- an er öllum opin. Torfæruhlaup á Hellu 3 ------------------------- j Dómkirkjan 200 ára HALDIÐ verður upp á 200 ára af- mæli Dómkirkjunnar í Reykjavík helgina 27. október. í tilefni af því verða öll heimili í Dómkirkjusókn heimsótt nú um helgina og sóknar- é börnum afhent kynningarrit og alm- anak. Kynningarritið lýsir í senn dag- | skrá afmælishaldsins og starfi safn- aðarins um þessar mundir. Það er 32 bls. að stærð og prýtt litmyndum. Almanakið hefst með októbermánuði 1996 og endar með september 1997. Ókeypis at- kvæðaflutningur til Bandaríkja t DHL býður utankjörstaðakjósendum " að flytja atkvæði þeirra í væntanleg- um forsetakosningum án endurgjalds til Bandaríkjanna. í fréttatilkynningu frá DHL segir að þessi ókeypis þjónusta DHL nýt- ist aðeins þeim sem hafa nú þegar sent inn skráningarkort sem átti að póstleggja í septembermánuði. Utan- kjörstaðaatkvæði þeirra sem vilja Q nýta sér ókeypis hraðflutning DHL é verða að vera komin í hendur aðal- . skrifstofu DHL hraðflutninga í síð- I asta lagi fímmtudaginn 24. október. DHL er til húsa í Faxafeni 9, 108 Reykjavík. ■ BANDALAG kvenna í Reykja- vík vill koma á framfæri við samn- ingsaðila að í komandi kjarasamn- ingum sé brýnt að veruleg hækkun verði á lægstu launatöxtum þannig { að launþegum sem þau þiggja verði 4 gert fært að lifa af þeim. Stytta . þarf vinnutíma launþega enda sé það I í samræmi við styttingu vinnu- vikunnar sbr. ákvæði þar um í samn- ingum ESB, segir í samþykkt Banda- lags kvenna. Misrétti milli kynja í launum þarf að afnema í reynd. UMF. Hekla á Rangárvöllum stend- ur fyrir hinu árlega Torfæruhlaupi á Hellu laugardaginn 19. október kl. 14. Hlaupið verður í eftirfarandi ald- ursflokkum: 10 ára ogyngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára, konur 17-34 ára og 35 ára og eldri hlaupa 3 km. Karlar 17-34 ára og 35 ára og eldri hlaupa 6 km. Skráning verður í sundlauginni á Hellu kl. 13. Skráningargjald er 200 kr. fyrir 12 ára og yngri en 500 kr. fyrir 13 ára og eldri. Frítt verð- ur í sund fyrir keppendur að hlaupi loknu. Námskeið fyrir yngri arkitekta Laugardaginn 19. október, hefst námskeið á vegum Arkítektafélags íslands sem ber yfirskriftina Að vera arkitekt á íslandi og stendur það í 5 daga, 5 klst. í senn. Fyrsta daginn verður fjallað um íslenska byggingasögu og þróun íslenskrar húsagerðar frá upphafi. Annan daginn verður Ijallað um forsendur, sérstöðu og staðhætti í náttúrufari, mannlífí, skipulagi, húsa- og landhönnun og tækni. Þriðja daginn verður fjallað um stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga, m.a. um byggingarnefndir og frá- gang teikninga, eldvarnamál, hönnun atvinnuhúsnæðis, um Hús- næðisstofnun og lánamál og loks verður fjallað um Skipulag ríkisins og hlutverkaskipan ríkis og sveitar- félaga. Fjórða daginn verður fjallað um vinnuumhverfi arkteikta, rekst- ur teiknistofa, verkefnaöflun og markaðsmál, hefðbundin og ný starfssvið, starfsábyrgðir, kjara- og réttindamál launþega o.fl. Fimmta daginn verður síðan stéttin °g þjóðfélagið til umfjöllunar, þar verður fjallað um samtök arkitekta, siðareglur, höfundarrétt og ímynd stéttarinnar útávið. í lok hvers dags verða umræður. Rauðum Lancer stolið NÝJUM bíl, af tegundinni Mitsub- ishi Lancer Station, var stolið frá Borgartúni 19 á tímabilinu frá kl. 19 að kvöldi síðasta miðvikudags fram til kl. 7 næsta morgun, fimmtudaginn 10. október. Bíllinn er rauður, árgerð 1996 og ber skráningarnúmerið NV- 104. Þeir sem veitt geta upplýs- ingar eru beðnir um að hafa sam- band slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík. Fyrirlestur og tónlist á fundi Parkinson- samtaka FUNDUR Parkinson-samtakanna á íslandi verður haldinn í Áskirkju laugardaginn 19. október kl. 14-16. Sigurlaug Sveinbjörnsdótt- ir, taugasérfræðingur, heldur fyr- irlestur um ný lyf og nýjungar í meðferð parkinson-sjúklinga. Síðustu ár hafa ungir parkinson- sjúklingar bæst í hóp þeirra eldri og taka þeir nú þátt í starfinu af fullum þunga. Þessir ungu parkin- son-sjúklingar ásamt eldri sjúkl- - ingum og aðstandendum þeirra hafa undanfarna mánuði tekið þátt í ráðstefnum og vinnufundum. Gestir á fundinum verða Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir, óperusöng- kona, og Ólafur Vignir Albertsson, undirleikari. ' LEIÐRÉTT i Jónas en ekki Pétur Rangt nafn var undir myndatexta j með frétt af kirkjuþingi í blaðinu í gær. Jónas Gíslason, vígslubisk- up, var á myndinni en ekki Pétur Sigurgeirsson, biskup. Þeir eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Sá elsti fékk þyngstan dóm í FRÉTT Morgunþlaðsins á laugar- dag, um dóm Héraðsdóms Vestur- lands yfir þremur piltum fyrir fjölda brota, var ranglega sagt að | yngsti pilturinn í hópnum hefði t fengið þyngstu refsinguna. Hið ? rétta er, að sá sem fékk þyngstan j dóm er 22 ára og elstur piltanna, _ I en ekki 17 ára eins og sagði í frétt- i inni. Að öðru leyti var réttilega * skýrt frá brotum hans. < < < < < i ( ( ( ( < ( RAÐAUGÍ YSINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Hluthafafundur Stjórn Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. boðar hér með til almenns hluthafafundar á Hótel Ólafsfirði fimmtudaginn 24. október nk. kl. 14.00. Á dagskrá fundarins eru eftirtalin mál: 1. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár um 80% til ráðstöfunar á móti tapi. 2. Tiilaga stjórnar um aukningu hlutafjár um 40.000.000 kr. með nýju hlutafé. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Lögfræðingafélag íslands verður haldinn fimmtudaginn 24. október 1996, kl. 20.00, í stofu 101, Lögbergi, Háskóla íslands. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Samþykki ársreikninga. 3. Kosning í stjórn. 4. Kosning endurskoðenda. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Önnur mál. Að loknum aðalfundi, um kl. 20.30, verður al- mennurfræðafundur og ber hann yfirskriftina: Þyngd refsidóma á íslandi Framsögumenn verða Egill Stephensen, saksóknari, Helgi I. Jónsson, héraðsdóm- ari, og Páll A. Pálsson, hrl. Að loknum framsöguerindum og kaffihléi verða fyrirspurnir og almennar umræður. Stjórnin. Sjómannafélag Reykjavíkur singar Aðalfundur Sjómannafé- lags Reykjavíkur verður haldinn í Skipholti 50D 25. október kl. 18.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórn og trúnaðarmannaráð. 30. þing SÍBS 30. þing Sambands íslenskra berkla- og brjóstholsjúklinga verður haldið á Reykja- lundi dagana 19. og 20. október 1996. Þingið verður sett í samkomusal Reykjalundar kl. 9.00 laugardaginn 19. október. Þingnefnd SÍBS. Grafarvogur - til sölu eða leigu verslunar- og þjónustuhúsnæði, ca. 430 fm, í nýjum verslunarkjarna á besta stað í Gafar- vogi. Hentar t.d. fyrir læknamiðstöð, tóm- stundaskóla eða líka starfsemi. Húsnæðið er með nægum bílastæðum, vel skipulagt og bjart. Enn er möguleiki að fá húsið innrétt- að eftir séróskum. Upplýsingar gefur Fjárfesting fasteignasala, Borgartúni 31, sími 562 4250. I.O.O.F. 5 = 17810178 = 0 Landsst. 5996101719 VIII I.O.O.F. 11 = 178101781'/2 = BK Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 17. október. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Hallveigarstíg 1 • sími 561 4330 Jeppanámskeið 19. okt. kl. 10.00: Námskeið um breyt- ingar á öllum tegundum jeppa. Fyrirlesarar verða starfsmenn Toyota-umboðsins. Haldið á Nýbýlavegi 8, gengið inn frá Dalbrekku. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir. Dagsferð 20. október kl. 10.30: Þjóðtrú 2. ferð; huldufólksbyggðir. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist \v—TJ KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. „Karlaflokkur Skógarmanna". Umsjón: Skógarmenn og stjórn KFUM. Allir karlmenn velkomnir. Cranio Sacral-jöfnun Nám í þremur hlutum. 1. stig 8.-15. nóvember. Síðasti byrjendahópurinn í þessu frábæra meðferðarformi. Kennari Svarupo Pfaff, „heil- praktikerin" frá Þýskalandi. Uppl.ís. 564 1803 og 562 0450. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Lofgjörðarsamkoma í kvöld kl. 20.30. Ofurstarnir Inger og Einar Höyland frá Noregi sjá um sam- komuna ásamt foringjum frá Færeyjum, Akureyri og Reykja- vík. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.