Morgunblaðið - 17.10.1996, Side 45

Morgunblaðið - 17.10.1996, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Einkennilegir viðskiptahættir Frá Stefáni G. Stefánssyni: MIKIÐ er rætt um tryggingar og tryggingafélög þessa dagana, og kannski ekki að ástæðulausu. Ekki get ég sagt að ég hafi þurft að kvarta yfir viðskiptum við trygg- ingafélög í þau 30 ár sem ég hef haft þar viðskipti, en nýlega varð ég þó fyrir reynslu, sem mér fínnst eiga erindi á síður fjölmiðla. Tryggingafélagið sem hér um ræðir er Trygging hf. Þar hef ég haft viðskipti, í yfír 20 ár, og húseiganda- og heimilistryggingu að staðaldri allan þennan tíma. Dag einn í ágúst er mér sent stutt og útskýringalaust bréf í ábyrgð, þar sem mér er sagt upp bæði húseiganda- og heimilistryggingu, frá og með næsta gjalddaga. Eng- ar útskýringar voru gefnar sem ástæða fyrir uppsögn þessari. Þar sem ég þarfnaðist frekari upplýs- inga um ástæðu fyrir uppsögninni hringdi ég í Tryggingu hf. og fékk að tala við þann aðila, sem undir- ritaði uppsögn mína og innti eftir ástæðu. Að sögn þess aðila var í gangi gæðakönnun innan fyrirtækisins hjá þeim og í henni hafi komið í Ijós að þeir hafí þurft að greiða út tjón vegna trygginga minna um 600.000 - á síðustu 8-9 árum og væri það ástæða fyrir uppsögn- inni!!! Ekki var talað um að engin tjón höfðu verið greidd út í 10 ár þar á undan. Ennþá á ég bágt Þjóðarátak Frá Skúla Einarssyni: ÉG HEF verið að lesa í blöðum grein- ar eftir tvo bæjarráðsmenn (á hættu- svæðum?) sem telja sjálfsagt að setja á alla landsmenn nefskatt. Ég er í sjálfu sér ekki á móti aðstoð við fólk í mörgum tilfellum, en ég tel að fólk sem vill búa á hættusvæðum geri það á eigin ábyrgð og leggi þar með sig og börn sín í hættu. Að mínu viti er þetta ævintýramennska sem fólk verður að axla ábyrgð á sjálft. Því tel ég að peningum sé betur varið í að aðstoða fólk til þess að hefja búskap í öðru bæjarfélagi þar sem viss grundvallaröryggisatriði séu fyrir hendi, þeim og börnum þeirra til hagsældar. Nú segir þetta fólk að rætur þeirra liggi hér í þessu ákveðna byggðarlagi, en ísland er svo lítið að hér eru allir skyldir að einhveiju leiti burtséð frá búsetu. Ég kýs að lifa í nútíðinni og set öryggi barna og annarra í fyrirrúmi og er það ekki vitað mál að þegar höfuðskepnurnar bregða á leik og valda náttúruhamförum verður það ekki stöðvað með spítum og sementi. Sægreifana burt Kannski er ekki of seint í rassinn gripið, en ég vil endilega losna við sæfgreifa og bændahöfðingja úr röð- um alþingismanna (t.d. fjárveitinga- nefnd), því þeir hugsa bara um sig og sína. Sægreifarnir hugsa bara um jarðgöng til að flytja físk, hvað ætli það kosti? Hvað þá á milli af- skekktra staða sem eru að fara í eyði! Bændahöfðingjarnir hugsa aft- ur á móti bara um vegalagningu að býlum sem eru að fara í eyði. Ég vil ekki að þessir herrar hafí svona mikil áhrif meðan þeir hafa bara nokkur hundruð atkvæði á bak við sig. Á meðan hafa reykvískir þing- menn nokkur þúsund atkvæði, en miklu minni áhrif hlutfallslega. Þetta eru mál sem þurfa að komast á hreint. Samtök eldri borgara Þar sem ég sé að verkalýðsforyst- an er á svo lágu plani (ekki Hlíf í Hafnafírði) fínnst mér að fólk ætti að taka sig saman og fylgjast með fyrir hvern þeir eru að vinna, því með að skilja ofangreindar skýr- ingar Tryggingar hf., til hvers er maður að tryggja? Auk þess er ofangreind ijárhæð kannski svipuð og sæmilegt tjón á bifreið eftir árekstur. Er þeim tjónvöldum sagt upp tryggingum sínum? Nei, þeir missa hluta af bónusnum í mesta lagi. Meirihluti ofangreindrar tjóna- greiðslu Tryggingar hf. er vegna tjóns er varð á baðherbergi húss míns. Árið 1993 fór að bera á raka og flísar að losna á baðher- bergi. Var haft samband við Tryggingu hf. og sendu þeir menn til að athuga og þá um leið að gera við það er ylli þessu ástandi. Rifið var frá baðkari og fl. og fullyrt að ástæða rakans væri að niðurfall baðkars væri í ólagi, og var gert við það og hlutunum kom- ið í samt lag aftur. Þar sem þó nokkuð tjón hafð orðið á baðher- berginu og meira en þetta bilaða niðurfall gæti valdið óskaði ég eftir því að aðrir möguleikar yrðu athugaðir. Ekki var á það hlustað og tjónið skrifað á ofangreint nið- urfall. Síðan var baðherberginu komið í samt horf aftur. Fyrr á þessu ári var allt komið í sama horfið og enn verra, flísar losna af veggjum og dúkur á gólfi að losna. Var haft samband við Tryggingu hf. á ný, og sömu við- gerðarmenn komu og í fyrri við- gerð 1993. Var nú ráðist til at- - nei, takk! ekki vinna þeir fyrir gamlingja eða sjúka, meta þá síðan eftir verkum þeirra á Alþingi íslands og gefa þeim prik ef þeir standa sig vel. Besta úrræðið hjá eldra fólki er að ganga í félag eldri borgara hvar sem það býr á landinu, því þar eru þau samtök skipuð af góðu fólki sem vill og getur barist fyrir réttlátum kröfum okkar. Þar er rétti vettvang- urinn til þess að mynda afl sem þessir herrar verða að taka tillit til og sýna þeim fulla hörku því þá munar um hvert atkvæði þegar að kosningu kemur. Fimmtán prósentin til baka takk! Hvað ætli öll þessi tilfærsla og brask með frystihús og fiskvinnslu- stöðvar kosti? Og hver borgar brús- ann? Allir með strætó? „Allir með strætó enginn með Steindóri," var sungið einu sinni, en nú er þessu öfugt farið hjá blessuðu fólkinu, maður gæti haldið að þetta hefði verið leikskólaverkefni fyrir sex til sjö ára börn. Sem sagt þetta kerfi er eins og lokaður póker. Nú þar sem við erum byrjuð að ræða um strætó má benda á að þótt að meirihluti strætisvagnabíl- stjóra sé mjög kurteis og þeir liprir, þá eru nokkrir sauðir sem kunna ekki að umgangast fólk og setja þeir svo sannarlega svartan blett á annars mjög góða stétt. Svo vonum við bara að allir geti sungið „allir með strætó og enginn tneð Steindór" með bros á vör. E.s. Ég vil benda því fólki sem á númerslausa og eða óskráða bíla á það, að það hefur ekkert leyfi til að leggja þessum druslum á annarra manna bílastæði fleiri mánuði og má lögum samkvæmt láta fjarlægja þær hvenær sem er, á kostnað eig- anda þeirra. SKÚLI EINARSSON, Tunguseli 4, Reykjavík. lögu, og kom í Ijós að rör, er lágu í góífi voru í sundur, og ekki á einum stað heldur á þrem stöðum, og eitt þeirra mun verra en hin. Má leiða að því líkum að þar hafi í raun verið kominn tjónvaldurinn frá 1993, og ekki var krufínn. Nú var gert við þessi rör og enn á ný baðið endurbyggt og mér bætt tjónið að svo miklu leyti sem um samdist. Af þessu má ráða að ef Trygging hf. hefur þurft að greiða óeðlilega miklar tjónagreiðslur vegna trygginga minna, þá má segja að sökin liggi hjá þeim og verktökum þeirra. En mér sem tryggingartaka sagt upp trygging- um vegna þess að ég sé óhagstæð- ur í viðskiptum. Til hvers eru tryggingar eiginlega? Eftir ofangreinda reynslu mætti halda að ofangreint tryggingafé- lag losi sig við kúnna sína um leið og ekki er hægt að hagnast á þeim, og þeir verði fyrir ófyrirséðu tjóni. En í svona tilfellum líður tryggingartaka eins og hann sé dæmdur tryggingasvikari. Til að kóróna allt siðleysið, hafði ég samband við einn af yfírmönn- um Tryggingar hf. og var hann mjög hissa á umræddri uppsögn, en talaði um gæðakönnun þá, sem væri verið að gera í fyrirtækinu. Vildi hann allt fyrir mig gera sem hægt væri, en til þess að hann gæti kippt hlutunum í liðinn aftur væri nauðsynlegt að ég kæmi með bílatryggingarnar mínar til þeirra, og þá gætu þeir líklega kippt upp- sögninni til baka!!! Eftir þetta samtal var viðskipt- um mínum við Tryggingu hf. lok- ið, og gekk ég frá tryggingum mínum við annað tryggingarfélag, sem ég vona að virði viðskiptavini sína betur. Ekki veit ég hvort það sé algild regla tryggingafélaga að segja upp tryggingum hjá viðskiptavin- um sínum ef þeir verða fyrir tjóni. Tel ég það ekki vera, nema uppi sé grunur um tryggingasvik eða álíka af hálfu tryggingartaka. Einnig þekkir maður þá reglu að tryggingar hækka við aukna áhættu. Vona ég að þetta dæmi sé eins- dæmi og ekki algeng aðferð trygg- ingarfélaga til að halda hagnaði háum. Trygging hf., bless. STEFÁN G. STEFÁNSSON, Mánabraut 5, Kópavogi. Reykvíkingar! Reglulegum fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður í dag, fimmtudag kl. 17:00, verður útvarpað á Aðalstöðinni FM 90.9. Skrilstola borgarsljóra CLARINS KYNNING -P A R I 5- Fimmtudag, föstudag og laugardag verða snyrtisérfræðingar Clarins á staðnum. • Þeir munu veita persónulega ráðgjöf og kynna Body Lift ásamt ýmsum nýjungum. • Munið vildarkortin. Kringlunni, sími 568 9033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.