Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 46

Morgunblaðið - 17.10.1996, Page 46
;6 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna not- ar þú Rautt Ebal Glnseng? Herdís Einarsdóttir, hrossabóndi og tamn- ingamaöur: Þab gefur mér kraft og lífsglebi vib leik og störf. Kristinn Hugason, hrossa^ ræktarrábunautur B.Í.: í mínu starfi reynir á at- hygli, snerpu og andlegt jafnvægi undir fullu álagi. Þess vegna nota ég og mæli meb Raubu Ebal Ginsengi. Sigurbur Marínusson, tamningamabur: Þab gef- ur mér þab sem upp á vantar. Rautt E&al Ginseng skerpir athygli og eykur þol. Gail flísar —k tri \U 11 k! m J1H- Stórhöfða 17, við Guliinbrú, sími 567 4844 Nuddnám Kvöld- og helgarnam hefst þann 6. janúar næstkomandi. ■ Námið tekur l'/2 ór. ■ Kennt er: Klassískt nudd, slökunarnudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. ■ Nuddkennari: Guðmundur Rafn Geirdal ■ Utskriftarheiti: Nuddfræðingur. ■ Námið er viðurkennt af Félagi islenskra nuddfræðinga. ■ Gildi nudds: Mýkir vöðva, örvar bláðrás, slakar á taugum ag eykur velliðan. Nánori upplýsingar eftir hádegi virka daga í símum 567 8921 og 567 8922 Nuddskóh Guðmundan Pantaðu tímanlega Athugaðu vel hvarþú fœrð mest og bestfyrir peningana þína Við vorum ódýrari ífyrra og erum það enn Innifalið í minnstu myndatöku eru: 6 stk. 13x18 cm, 2 stœkkanir 20x25 cm og ein stœkkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Barna- og fjölskylduljósmyndir, sími 588 7644. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. 3 ÓDÝRARI - kjarni malsins! ÍDAG skák llm.sjón Margcir Pcturssan Staðan kom upp í deilda- keppni Skáksambands ís- lands um síðustu helgi. Arinbjörn Gunnars- son (2.240), Skák- sambandi Vestfjarða, var með hvítt, en Jóhann Hjartarson (2.565), Taflfélagi Garðabæjar, hafði svart og átti leik. Hvítu riddararnir eru báðir illa stað- settir og það not- færði svartur sér: 19. - Rxf3+! 20. Bxf3 — Rxe4 21. Bxe4 — Hxe4+ 22. Re3 - Dg5! 23. Dd5? (Tapar strax. Skárra var 23. Hcl þótt svartur standi til vinnings eftir 23. — Bb5) 23. - Hxe3+ 24. Kf2 - Df6+! 25. Kxe3 - He8+ 26. Kd3 — Bb5+ og hvítur gafst upp. BRIDS llmsjón Guómundur Páll Arnarson FYRSTA afkast varnarinn- ar er ætíð upplýsandi. Ef varnarspilari hendir frá öflugum fjórlit í blindum, er líklegt að hann eigi a.m.k. fimm spil í litnum. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 93 V ÁDG4 ♦ K62 ♦ ÁK82 Vestur Austur ♦ KD8 ♦ G742 ¥ K972 !| T 10865 ♦ DG54 IIIIU « . + G4 * D10765 Suður ♦ Á1065 T 3 ♦ Á109873 ♦ 93 Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Útspil: Spaðakóngur. Fullur bjartsýni drap sagnhafi strax á spaðaás og spilaði meiri spaða, enda nauðsynlegt að trompa einn Haustmót T.R.Fjórða um- ferð í A flokki fer fram í kvöld kl. 18 í félagsheimili TR Faxafeni 12. I annarri umferðinni á þriðjudags- kvöld urðu þau úrslit mark- verðust að Jón Viktor Gunnarsson náði að leggja rússneska stórmeistarann Mikhail Ivanov að velli. Þeir Þröstur Þórhallsson, Rausis, Lettlandi og Thor- björn Bromann, Danmörku höfðu unnið tvær fyrstu skákir sínar. til tvo spaða í borði. Vestur tók slaginn á spaðadrottn- ingu og spilaði þriðja spaðan- um, sem var trompaður. Síð- an kom tígulkóngur. Austur henti laufi og vestur kurraði ánægjulega. I sagnhafasætinu var Frakkinn José Le Dentu. Hann taldi fullsnemmt að gefast upp og ákvað að spila upp á innkast á vestur í lok- in, þar sem hann yrði að gefa til baka annan tromp- slaginn. Le Dentu tók hjarta- ás og trompaði hjarta. Fór svo inn á laufás og trompaði aftur hjarta. Vestur sá hvað verða vildi og fylgdi lit með hjartakóng! Þannig vildi hann afvegaleiða sagnhafa og fá hann til að trompa lauf, en ekki hjarta. Snjöll blekking, en Le Dentu hafði ekki gleymt fyrsta afkasti austurs - sem var lauf. Hefði hann byijað á því að kasta laufi frá fjór- lit með fimm ónýt hjörtu? Tæplega. Þess vegna hélt Le Dentu sínu striki, spilaði laufi á kóng og trompaði fría hjartadrottningu. Og vestur fylgdi lit. Nú voru þijú spil eftir á hendi. I blindum voru tvö lauf og mjög mikilvæg tíg- ulsexa. Heima átti sagnhafi einn spaða og Á10 í trompi. Og vestur var með DG5 í trompi. Le Dentu spilaði spaða og vestur varð að sætta sig við einn trompslag. • b c d • f o h SVARTUR á leik VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is * Afram stelpur í TILEFNI kvenna- ferðarinnar til Dublin á vegum Samvinnuferða- Landsýnar 6.-10. október sl. viljum við vinkonumar koma á framfæri þakk- læti til fararstjóranna Eddu Björgvinsdóttur og Sóleyjar Jóhannsdóttur. Þær stóðu sig frábærlega og voru hinar óvæntu uppákomur þeirra til þess að gera þessa ferð ógleymanlega. Ragnhildur, Petrína og Laufey Tilurð vísu FYRIR margt löngu heyrði ég vísu sem hljóð- ar svo hafi ég lært hana rétt: Manni drambs er mjög svo fums, matinn brams að slumsa, fellur gums um höku hrams, hann er sumsé klumsa. Gaman þætti mér að frétta um tilurð þessarar vísu, ef einhver veit og man. Ég heyrði söguna, en man ekki til að fara með. Aðra vísu heyrði ég um mat og borðsiði og er hún svona: Treður í sig miklum mat, mjög er hroðinn diskur. Gæti etið á sig gat, yrði soðinn fiskur. Gunnar Gunnarsson Syðra-Vallholti Varmahlíð Tapað/fundið Hring-ur tapaðist GULLHÚÐAÐUR hringur sem er mjög sérstakur í laginu tapaðist aðfaranótt sunnudags líklega á skemmtistaðnum Casablanca í Lækjargötu. Hringurinn sem er ekki sérlega verðmætur er eigandanum afar kær og biður hann skilvísan finnanda að hringja í síma 562-2103. Veski tapaðist SVÖRT nælontuðra sem ætluð er undir vegabréf og flugmiða tapaðist í Kringlunni sl. mánudag. I tuðrunni var seðlaveski sem í var aleiga eiganda. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 581-2535 eða hafa samband við næstu lögreglustöð og er fundarlaunum heitið. Penni fannst BLÁR og silfraður Parker-penni með áletr- uninni Aron og eftirnafni fannst í Flugleiðavél í Keflavík í september. Upplýsingar um pennann eru veittar í síma 553-9865. Með morgunkaffinu KEMUR einhver og bjargar okkur? Og ég á ekki spjör til að fara í. Víkveiji skrifar... MORGUNBLÖÐIN að heiman eru það sem Svíar sakna mest þegar þeir sækja námskeið og fyrirlestra í útlöndum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnun- ar sem blaðaútgefendur í Svíþjóð stóðu fyrir. 48% Svíanna sögðust sakna morgunblaðanna mest, 27% söknuðu kvöldblaðanna, 38% sökn- uðu sænska kaffisins, 17% sænska matarins og 7% sögðust sakna sænska sjónvarpsins mest. í forystugrein norrænna útgef- enda er spurt hvort þetta segi kannski meira um sænskan mat heldur en morgunblöðin sænsku, en síðan segir í riti útgefenda að þessar tölur staðfesti að blöðin séu mjög kær vinur í lífi fólks. XXX LESANDI hafði samband við blaðið og gerði athugasemd við notkun orðsins maríulax. Hann sagði að á síðari árum hefði mjög færst í vöxt að nota þetta orð og þá um fyrsta lax sem veiðimaður fengi. Upphafleg notkun þessa orðs tengdist hins vegar alls ekki lax- veiðum. Rétt væri að tala um maríu- fisk sem fyrsta fisk veiðimanns. Sá fiskur gæti alveg eins verið þorskur eða ýsa og reyndar miklu frekar heldur en lax. Skrifari fletti upp í Orðabók Menningarsjóðs og þar segir svo um maríufisk: „Fyrsti fiskurinn sem (ver)maður veiðir í fyrstu sjóferð sinni.“ XXX TAP í landsleikjum í knatt- spyrnu, gegn Litháum og Rúmenum, hefur vakið umræðu um stöðu og styrk íslenskrar knatt- spyrnu. Spurt hefur verið hvort við höfum dregist aftur úr á þessu sviði íþróttanna. Ekki ætlar skrifari að leggja dóm á það en eigi að síður er það athygli vert að íslenskir knattspyrnumenn eru fáir í fremstu röð með erlendum liðum eins og oft hefur verið. Á sínum tíma voru Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guð- johnsen, Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson, svo dæmi séu tekin, framarlega í flokki liða, sem Iéku í erfiðustu knattspyrnudeildum Evrópu. Fleiri íslenskir knatt- spyrnumenn léku á þessum árum erlendis. íslendingar hafa oft borið sig saman við Norðmenn og lengi vel vorum við jafnokar þeirra á fót- boltavellinum. Nú hafa frændur okkar norskir siglt fram úr og spyija má hvort það sé vegna betri aðstöðu allan ársins hring og betri grunnþjálfunar heldur en hér á landi. Staðreyndin er alla vega sú að í Englandi leikur um tugur norskra leikmanna með liðum i úrvalsdeild- inni og fleiri í neðri deildunum. Meðal þessara leikmanna er ungur leikmaður, Solskjær að nafni, sem er sá leikmaður í Englandi sem hvað mesta athygli hefur vakið í vetur og fleiri norska sólargeisla mætti nefna. Norðmenn hafa þann- ig úr mun stærri og sterkari hópi atvinnumanna að velja heldur en íslenski landsliðsþjálfarinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.