Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 1

Morgunblaðið - 27.10.1996, Page 1
120 SÍÐUR B/C/D/E 246. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS v Reuter KÁTIR sígaunakrakkar í Sofiu halda á myndum af Petar Stoyanov, öflugasta forsetaefni stjórnarandstæðinga. Fyrri umferð forsetakosninganna í Búlgaríu Stj órnarandstæð- ingi er spáð sigri fia. Reuter. HELSTI frambjóðandi stjórnar- andstöðunnar í forsetakosningun- um í Búlgaríu í dag hefur 11 pró- sentustig umfram frambjóðanda sósíalista, sem eru við stjórn. Kem- ur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var fyrir helgi en víst þykir, að til annarrar umferðar komi og þá verði kosið á milli tveggja efstu manna. Efnahags- kreppa er í landinu og áhugi á kosningunum lítill. Forsetaembættið er valdalítið en úrslitin geta orðið vísbending um stöðu stjórnarflokksins þar sem fyrrverandi kommúnistar eru í fararbroddi. Samkvæmt könnun- inni ætla 32,5% að styðja lögfræð- inginn Petar Stoyanov, frambjóð- anda stjórnarandstöðuflokksins Bandalags lýðræðisaflanna, en Ivan Marazov, menningarmála- ráðherra í stjórn sósíalista, styðja 21,5%. Á hæla honum kemur síðan George Ganchev, frambjóðandi Kaupsýsluflokksins, með 18,5%. Samkvæmt þessu verður kosið aftur 3. nóvember milli tveggja efstu manna og raunar er talið, að Ganchev eigi meiri möguleika gegn Stoyanov en Marazov. Sagt er, að hann geti reitt sig á óskipt- an stuðning sósíalista gegn Stoy- anov en meiri óvissa er um hvert fylgi Ganchevs færi ef þeir tækj- ust á, Stoyanov og Marazov. Vaxandi fátækt Efnahagsástandið í Búlgaríu er afar bágborið og fátækt mikil og vaxandi. Verðbólgan fer lík- lega yfir 200% á þessu ári og seðlabankinn er að verða uppi- skroppa með gjaldeyri. Horfa landsmenn ekki aðeins fram á eldsneytisskort, heldur einnig kornskort vegna þess, að korn- uppskeran var seld úr landi. Kaupsýsluflokkurinn hefur yfirleitt fengið atkvæði þeirra, sem óánægðir eru með stóru flokkana. Ganchev, leiðtogi hans, berst mikið á. Hann bjó um skeið í Bandaríkjunum og var þá banda- rískur ríkisborgari. Óttast Ganchev Málflutningur Ganchevs höfðar til margra en aðrir óttast hann og benda á, að á sama tíma og hann lofar gulli og grænum skóg- um með aðstoð vina sinna í Holly- wood slái hann á þjóðernisstreng- ina með yfirlýsingum eins og „Búlgaría fyrir Búlgara“. Ganchev fékk 17% atkvæða í forsetakosningunum 1992 og í þingkosningunum 1994 fékk flokkur hans 13 menn kjörna af 240. Rak Ganchev þá mjög líflega kosningabaráttu, lék á gítar og söng bersöglisvísur um ástalíf sitt. Hann var hins vegar sviptur þingsæti í apríl í fyrra þegar í ljós kom, að hann hafði enn verið bandarískur borgari þegar hann var kjörinn. Harðir bardagar í Zaire Hundruð þús- unda á flótta Bukavu, Genf. Reuter. UPPREISNARMENN af þjóðerni Tútsa í austurhluta Zaire voru sagðir hafa tekið tvær borgir, Uvira og Rutshuru, í gær af stjórnarhernum og fulltrúar alþjóðlegra hjálparstofnana sögðu að um 200.000 Hútúar, sem dvalist hafa í Kibumba-flóttamannabúðunum skammt frá borginni Goma í Norður-Kivuhéraði, væru nú að hafa sig á brott. Undanfarna daga hafa auk þess um 300.000 manns hrakist norður á bóginn frá átakasvæð- um í suðurhluta Kivu-héraðs. Þorp Astríks á kortið TEIKNARI Ástríks, gallísku hetjunnar lágvöxnu sem barðist við Rómverja, hefur viðurkennt að þorpið Erquy á Bretan- íuskaga sé fyrirmynd að heimabæ hetjunnar, Gaul- verjabæ . René Goscinny, sem ritaði textann, er nú látinn. Listamað- urinn, Albert Uderzo, kynntist Erquy á stríðsárunum er hann var bam. Hann heimsótti nýlega staðinn og segir nú að finna megi landslagsminningar þaðan í sumum teikninganna. Bæjarstjóri Erquy, þar sem íbúar eru um 3.600, er staðráð- inn í að notfæra sér viðurkenn- inguna. Framvegis fá ferðamenn að skoða „Fæðingarbæ Ástríks" og knæpueigendur munu bjóða fólki að smakka öflugan töfra- drykk, byrlaðan á staðnum. Ráðamenn Sameinuðu þjóðanna í New York ákváðu í gær að láta flytja alla hjálparstarfsmenn sína burt frá Bukavu, um 100 km norðan við Uvira, til Úganda en skotið var af sprengjuvörpum skammt frá borg- inni í gærmorgun. Liðsmenn Zaire- hers hafa hörfað til borgarinnar síð- ustu daga undan uppreisnarliðinu. Fulltrúar Alþjóða rauða krossins sögðu að komið hefði til skotbardaga í Kibumba-búðunum á föstudag, 30 manns hefðu særst og margir þá ákveðið að flýja þær. Rúmlega millj- ón flóttamanna hefst við í austur- hluta Zaire við illan kost og er ótt- ast að hungur og sjúkdómar verði fjölda manna að bana ef fólkið hrekst burt frá búðunum. Hútúar og Tútsar hafa átt í blóð- ugum átökum í Rúanda og Búrúndi sem eiga landamæri að Zaire og eru flóttamennirnir flestir frá Rúanda. Talið er að um milljón Tútsar hafi verið myrtir í Rúanda fyrir tveim árum en nú ráða Tútsar hins vegar lögum og lofum í báðum ríkjunum. Allmargir Tútsar, afkomendur landnema frá 18. öld, búa í austur- hluta Zaire og nefnast Banyamu- lenge. Hafa þeir um hríð átt í skær- um við stjórnarher landsins og segj- ast hafa fengið aðstoð nokkurra ættbálka á svæðinu. Finnskur ráðherra sakaður um landráð Helsinki. Morgunblaðið. EMBÆTTI réttarkanslara í Finn- landi kannar nú mál Aija Alho skattamálaráðherra sem er grunaður um að hafa framið landráð með því að veita frammámönnum Evrópu- sambandsins (ESB) í Brussel trúnað- arupplýsingar skömmu áður en finnska markið var tengt gengissam- starfi Evrópu (ERM). Réttarkanslari sér um sakamál sem koma upp innan sjálfrar ríkis- stjórnarinnar. Þingmenn Miðflokks- ins, stærsta flokks stjórnarandstöð- unnar, skýrðu embættinu frá meintu afbroti. Þeir segja að Alho, sem er í flokki jafnaðarmanna Paavos Lipp- onens forsætisráðherra, hafi ljóstrað upp áformum ríkisstjómarinnar í samtölum við formann ráðherra- nefndar ESB og framkvæmdastjórn sambandsins áður en umrædd teng- ing við ERM kom til framkvæmda. Lipponen segist treysta Alho fylli- lega, það hafi verið hlutverk ráðherr- ans að veita samstarfsaðilum í ESB upplýsingar. Stjórnin segir að við gengisskráningu marksins í ERM hafi verið farið algerlega að óskum Finna og því ljóst að upplýsingarnar hafi ekki veikt samningsstöðuna. Holl samkeppni eða eftirlitslaust brask? Hraðlestin Reykja- vík — Keflavík Velgengni byggð á vandvirkni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.