Morgunblaðið - 27.10.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 13
Möguleikhúsið frumsýnir barnaleikritið Einstök uppgötvun
Morgunblaðið/Þorkell
„SAGAN fjallar um tvo mjög ólíka karla, Zófanías Árelíus Eben-
eser Shiitt-Thorsteinsson uppfinningamann og Skarphéðin
Njálsson skrifstofumann, sem hittast fyrir tilviljun á förnum
vegi og komast að því að þeir eiga meira sameiginlegt en virtist
í fyrstu.“ Pétur Eggerz og Bjarni Ingvarsson í hlutverkunum.
Spunnið
um Bú-
kollu
„BARNIÐ sem býr í brjósti okkar
þráir að komast út, það er ekki eins
djúpt á því og við höldum,“ segir
Pétur Eggerz, annar tveggja leik-
ara í barnaleikritinu Einstök upp-
götvun, sem frumsýnt verður í
Möguleikhúsinu í dag. „Sagan fjall-
ar um tvo mjög ólíka karla, Zófan-
ías Árelíus Ebeneser Shutt-Thor-
steinsson uppfinningamann og
Skarphéðin Njálsson skrifstofu-
mann, sem hittast fyrir tilviljun á
förnum vegi og komast að því að
þeir eiga meira sameiginlegt en
virtist í fyrstu. Þeir fínna samhljóm
í því að rifja í sameiningu upp sög-
una af Búkollu og stráknum og
kynnast við það nýjum og óvæntum
hliðum á tilverunni."
Furðuleg vél
Það er furðuleg vél sem Zófanías
er með og kallast Búkolla sem leið-
ir þá félaga út í að spinna sig í
gegnum Búkollusöguna. „Þessi vél
gerir ýmsa undarlega hluti en við
segjum ekkert til um það hvort hún
hefur hala sem getur breytt hári í
bál eða ókleift fjall,“ segir Bjarni
Ingvarsson sem leikur hitt hlutverk-
ið í sýningunni. „En þessi sýning
fjallar öðrum þræði um vináttuna,
hvernig allir þurfa á vináttu að
halda þótt þeir virðist öruggir á
yfirborðinu. Um leið fá áhorfendur
að sjá óvenjulega og spaugilega
útgáfu á Búkollusögunni. Þetta er
ævintýraleg, skemmtileg, litrík og
bráðfjörug leiksýning fyrir yngstu
áhorfendurna."
Spuni
Leikritið er samið í samvinnu
leikhópsins sem einnig hefur hjálp-
ast að við gerð leikmyndar og bún-
inga. „Við höfum unnið þessa sýn-
ingu í spuna,“ segir Alda Arnardótt-
ir leikstjóri. „Við lögðum upp með
nokkrar grunnhugmyndir sem síðan
hafa hlaðið utan á sig. Við höfum
ekki unnið leiksýningu með þessum
hætti hér í Möguleikhúsinu áður en
það hefur verið mjög skemmtilegt.
Sýningin hefur verið að breytast
fram á þennan dag.“
Sýningin er ferðasýning sem
unnt er að sýna í nánast hvaða
húsnæði sem er en verður einnig
sýnd í húsnæði Möguleikhússins við
Hlemm.
sl40
ara.
7^5=»—
Garðs apótek
í tilefni afmælisins verða vörukynningar
í apótekinu næstu daga sem hér segir :
Mánudaginn 28.10. kl. 14-18 Scholl fótavörur
Þriðjudaginn 29.10. kl. 13-18 Oroblu sokkabuxur
Miðvikudasinn 30.10. kl. 14-16 One touch háreyðinearvörur
Fimmtudaginn 31.10. kl. 14-18 Vichy snyrtivörur
Föstudaginn 1.11. kl. 14-18 Omega vítamín
Föstudaginn 8.11. kl. 14-18 Purity Herbs snyrtivörur
Bjóðum 20% afslátt af kynningarvörunum
jijómlníhrmiiílOái!
Garðs apótek
Sogavegi 108, 108 Rvk Sh
Bókastefnan í Gautaborg
Islenskar bækur
þykja fallegar
BÓKASTEFNUNNI í Gautaborg
lýkur í dag. Aðsókn hefur verið
mikil og ívið meiri en í fyrra. Auk
viðamikillar sýningar bóka voru
dagskráratriði fjölmörg og yfírleitt
vel sótt. Aðalumræðuefni voru tján-
ingarfrelsi og margmenning.
Islenskir rithöfundar, fræðimenn
og menntamálaráðherra tóku þátt
í dagskrárliðum stefnunnar. Mál og
menning, Forlagið, Vaka-Helgafell,
Iðunn, Fjölvi, Námsgagnastofun,
Hið íslenska bókmenntafélag, Ice-
land Review og Hörpuútgáfan voru
meðal forlaga sem sýndu bækur
sínar í 16 fermetra sýningarbás.
Að sögn Önnu Einarsdóttur
verslunarstjóra var mikið spurt um
íslenska rithöfunda og íslenskar
bækur vöktu athygli fyrir fallegan
frágang og prentun. Margir spurðu
um eldgos í Vatnajökli-og undruð-
ust að Islendingar gætu enn lesið
fornbókmenntir á frummáli.
Nýjar sænskar þýðingar á skáld-
sögum eftir Steinunni Sigurðardótt-
ur, Vigdísi Grímsdóttur og Fríðu
Á. Sigurðardóttur voru kynntar á
bókastefnunni og einnig Eftirmáli
regndropanna eftir Einar Má Guð-
mundsson í kilju.
Anna Einarsdóttir sagði að sleg-
ist væri um þátttöku í dagskráratr-
iðum stefnunnar og að sínu mati
væri það góður árangur hjá Islend-
ingum að vera með í þremur.
Fyrirlestur um umhverfislist
SÆNSKI myndhöggvarinn
Torgny Larsson heldur fyrirlest-
ur í Norræna húsinu um umhverf-
islist, í dag, sunnudag, kl. 16.
Fyrirlesturinn nefnist „Genius
Loci (The spirits of the place)“.
„Fyrirlesturinn fjallar í máli
og myndum um list á opinberum
vettvangi og umhverfislist. Hann
mun segja frá eigin verkum, sem
hann hefur unnið í heimalandi
sínu Svíþjóð. Verk hans eru um-
verfismiðuð og gjarnan unnin í
samvinnu við arkitekta og lands-
lagsarkitekta. Einnig mun hann
segja frá þeirri vinnu sem hefur
átt sér stað með nemendum _
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. Þau hafa unnið að hug-
myndum í tengslum við Sæbraut-
ina í Reykjavík (frá Laugarnesi,
safni Sigurjóns Ólafssonar að
Faxaskálanum).
Torgny Larsson er gestakenn-
ari við Myndlista- og handíða-
skóla Islands og er hér í þriðja
sinn.
Allir eru velkomnir og aðgang-
ur ókeypis. Fyrirlesturinn fer
fram á sænsku.
Auga fyrir auga í Tjarnarbíói
LISTAHÁTÍÐINNI Unglist lýkur í
dag, sunnudag, með sýningu Leik-
félags Húsavíkur á leikritinu Auga
fyrir auga eftir Bandaríkjamanninn
William Mastrosimone í Tjamarbíói
kl. 20. Einungis er fyrirhuguð þessi
eina sýning á verkinu sunnan heiða.
Ungt fólk innan vébanda Leikfé-
lags Húsavíkur setti leikritið upp
nyrðra í byrjun september og hefur
það hlotið góðar undirtektir, svo
sem fram kemur í kynningu. Fjallar
Auga fyrir auga um nauðgunartil-
raun sem snýst upp í andhverfu
sína. Leikstjóri er Skúli Gautason.
Unglist hefur að þessu sinni ver-
ið haldin í senn í Reykjavík og á
Akureyri og hefur aðsókn að dag-
skrárliðum hátíðarinnar verið góð,
að sögn aðstandenda.
7 vikur til jóla.
6 vikna árangursrík fitubrennslunámskeið hefjast 4. nóv.
n.k. Notaðu nú tækifærið og komdu þér í gott form fyrir jólin.
Gott aðhald, vigtun, matardagbók, uppskriftir að léttum
réttum og að sjálfsögðu árangursríkir tímar 4 sinnum í viku
fram til 14 desember. Frjáls mæting í alla opna tíma.
Handklæði, sjampó og hárnæring fylgja frítt við hverja komu.
Pantaðu núna í síma 5881616. Takmarkaður fjöldi á námskeið.
BAÐHUSIÐ
heilóulind fcyrir konur
ÁRMÚLA 30 SÍMI 588 1616